Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ EIN starfsstúlkan í eldhúsinu. HÚSIÐ í garðinum þar sem KRAKKAR að leik í garði krakkarnir geta leikið sér. barnaheimilis. ASHA var álitinn RÚSSNESK hjón sem ætla að ættleiða þessa litlu stelpu heyrnarlaus. en ættleiðingar eiga nú að verða auðveldari en áður. SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1996 23 TiIbJHá Sumarblóm kr. 32 Nellika í potti kr. 168 plöntusalan í Fossvogi Fossvogsblelti 1 (fyrir neöon Borgarspílalo) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 ontur og raðgjof eftir þinum orrum UNNUR og Zenya litla, sem er með vatnshöfuð. látum augum. Einnig hún er einstæð móðir, sem á bam þarna á heimilinu. Á öðru heimilinu, sem við heimsótt- um, voru sextíu böm og jafnmargt starfsfólk, að öllum meðtöldum, jafnt vaktafólki og hreingemingafólki og þó starfsfólkið sé iðulega allt af vilja gert, hefur það takmörkuð ráð til að sinna bömunum. Á heimilunum hefur tíðkast að gefa spastískum börnum fljótandi fæði í pela, því starfsfólkið kunni ekki tökin á bömunum. Þetta hefur leitt til þess að bömin vom iðu- lega vannærð og misstu tennurnar. Aðstoðin við bamaheimilin hefur þvi meðal annars beinst að því að kenna umönnun þessara barna og annarra barna með sérþarfir. Heimilin fá ekki peninga til umráða frá ARC heldur tæki og annað sem að gagni kemur. Um 50-60 konur heimsækja heimilin reglulega, bæði til að leika við börnin, örva áhuga starfsfólksins á umönnun barnanna og hafa auga á að það, sem veitt er til heimilisins, hverfi ekki þaðan. Rofar til um ættleiðingar Ættleiðingar af hálfu útlendinga hafa verið sjaldséðar í Rússlandi, þó nóg sé af börnum að taka og það ríkir tortryggni í garð útlendinga á þessu sviði eins og fleirum. Þótt fæstir foreldrarnir sinni börnum, sem lent hafa þar, eru til dæmi um að þeir hafi hindrað ættleiðingu, þegar þeir fréttu að slíkt væri í uppsigl- ingu. Þannig álitu bandarísk hjón sig vera að ættleiða rússneskt barn af bamaheimili. Þegar þau komu til að sækja barnið voru önnur hjón líka þar vegna sama barns. En móðirin, sem hafði skrifað undir pappírana, mætti daginn eftir og sá eftir öllu saman, þótt hún hefði aldrei haft samband við barnið. Forstöðukonan kallaði hana afsíðis til að fá hana til að hugsa um hag barnsins, leiddi hana inn í herbergi, þar sem fyrir voru tvö börn og spurði: „Hvort barn- ið átt þú“. Það varð fátt um svör. Móðirin þekkti ekki sitt barn. For- stöðukonan giskaði á að fjölskyldan hefði ekki vitað um barnið, en bréfið frá barnaheimilinu hefði þvingað hana til að segja frá tilvist barnsins og hvernig í pottinn væri búið og fjölskyldan þá lagt að henni að láta barnið ekki frá sér, jafnvel þótt hún hefði ekki tök á að hafa það. Það hefur hingað til verið erfitt að ættleiða rússnesk börn, en með nýjum ættleiðingarlögum, sem lang- an tima tók að koma í gegnum þing- ið, er vonast eftir að það verði auð- veldara. Starfsfólk barnaheimilanna verður að fara með gætni í ættleið- ingarmálunum, því stöðugt eru á sveimi sögusagnir um að það taki sér greiðslu fyrir milligöngu við ætt- leiðingar. Og fyrir erlenda foreldra getur það verið freistandi að reyna að liðka fyrir gang mála með pen- ingagreiðslum, þegar þrjú þúsund íslenskar krónur eru ekki óalgeng mánaðarlaun í Rússlandi. En ættleið- ingar eru undir eftirliti og því var- hugavert að reyna að stytta sér leið í gegnum kerfíð. En það er líka góðar sögur að segja. Rússneskir foreldrar eru þarna í heimsókn hjá lítilli stúlku, sem þau eru að ættleiða. Stúlkan er tveggja Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir. ára, fól og fá, en andlega og líkam- lega heilbrigð. Yfirbragð hennar seg- ir til um hve litla örvun börnin fá og hve þroski þeirra getur orðið hægur við þessar aðstæður. Masja er dökk á brá, fímm ára gömul og hölt, því eitthvað er að fót- um hennar, sem þó þarf ekki annað en sjúkraþjálfun til að laga. Undrandi í bragði sýnir hún gestunum ljós- myndir frá væntanlegu heimili sinu skammt frá Washington, þangað sem hún flytur í vor. A myndunum eru líka tilvonandi leikfélagar hennar, sem bíða spenntir eftir henni og hafa sent henni gjafir. Væntanlegir for- eldrar hennar komu til Rússlands að ættleiða ljóshært og bláeygt stúlku- barn, er líktist þeim tveimur bömum, sem þau eiga fyrir, en þau féllu fyrir Mösju. Meðan hún situr með myndim- ar sínar borða hin börnin matinn sinn þegjandi. Líka litlu systurnar Lida, sem er fimm ára með ljósar fléttur niður í mitti, glaðleg og kát og Nadja, ári yngi-i en alvarleg í bragði og dökk yfírlitum með stutt hár. Líklega gerir hvorki Masja né hin bömin sér í hug- arlund hvað hún á í vændum og hví- lík skil verða milli hennar og þeirra, sem eftir verða. Það er erfitt að slíta sig frá börn- unum, sem eru svo glöð yfir þeirri tilbreytingu, sem felst í gestakom- unni. Gesturinn hlýtur að óska þes's af öllu hjarta að ættleiðingarlögin örvi ættleiðingu, en kannski ekki síð- ur að það verði hugarfarsbreyting hjá rússneskum yfirvöldum og al- menningi, svo börnum verði sinnt betur og sem fæst þurfi að lenda á barnaheimilum. í Háskólabíói fimmtudaginn 13. júní kl. 20.00 Robert Henderson, Corey Cerovsek, hljómsveitarstjóri fiðla n & infóníuhlió. ifóníuhljómsveit Islands & 'fnisskrd Johannes Brahms: Fiðlukonsert lgor Stravinsy: Eldfuglinn SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS ( Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255 ' ~ MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HL|ÓMSVEITARINNAR OC VIÐ INNGANGINN ARGUS 4 ORKIN /S(A I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.