Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Kyrralíf í Kaupmanna- höfn Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur, sem bú- settur er í Kaupmannahöfn, sýnir um þessar mundir 35 olíumálverk í Galleríi Stylvig við _ •• Gammel Kongevej. Einar Orn Gunnarsson leit inn á sýninguna og tók Pétur Gaut tali. VERK eftir Pétur Gaut. „ÁSTÆÐA þess að ég sýni hér er sú að ég komst í kynni við Per Stylvig, annan eiganda gallerísins á þeim árum þegar ég var í námi við Statens Theaterskole. Þegar Stylvig sá veggspjaldið, sem ég notaði fyrir sýningu í Gerðarsafni síðastliðið haust, bauð hann mér að sýna hjá sér eins fljótt og unnt væri. Ég hef verið með einkasýn- ingar á íslandi á hveiju ári síðan 1993 en því fylgir mikið álag fyr- ir mig og fjölskyldu mína þannig að ég hafði hugsað mér að taka því rólega á þessu ári. Þegar Per Stylvig og félagar hans viðruðu hugmyndina að upp- hengingu og fyrirkomulagi sýn- ingarinnar vaknaði brennandi áhugi hjá mér að sýna hjá þeim. Þeir eru með sterk sambönd í lista- heiminum á Norðurlöndum þannig að ég gat ekki látið þetta tæki- færi fram hjá mér fara. Ráðunautur gallerísins hefur staðið að sýningarhaldi um ára- tugaskeið og komið mörgum ung- um listamönnum á framfæri. Hann var til að mynda einn sá fyrsti til að sýna verk Per Kirkeby. Allar myndirnar eru málaðar eftir að sýningu minni í Gerðar- safni lauk síðastliðið haust en flestar myndirnar eru þó málaðar á þessu ári. Nú í janúar var ég það heppinn að fá úthlutað glæsi- legri vinnustofu á Billedekunst- værkstederne við Siljansgade á Amager en þar hafði ég deilt að- stöðu með öðrum listamönnum. Þessi bjarta og rúmgóða vinnu- stofa kallaði á breytingar og lét ég gamlan draum rætast, það er að mála uppstillingar. Þörf mín fyrir að fara aðrar og nýjar leiðir var orðin tímabær því ég óttaðist að með áframhaldandi hætti myndi ég mála mig einn daginn út í horn. Myndirnar hefðu orðið agaðri en jafnframt steinrunnar. Að skipta um leið hefur fært mér aukinn kraft og myndunum ríkari ferskleika. Að þessari sýningu lokinni ætla ég að taka því rólega, veija tíma mínum með konu minni og dóttur en í burðarliðnum er sýning á ís- landi sem ég vona að verði þó ekki fyrr en að tveimur árum liðn- um.“ LANA Betts flautuleikari. Sumartónleikar í Stykkis- hólmskirkju NÆSTU tónleikar í sumartón- leikaröð í Stykkishólmskirkju nú í sumar verða þriðjudags- kvöldið 4. júní. Lana Betts flautuleikari ber hitann og þungann af næstu tónleikum. Hún er frá Kanada og lauk ein- Ieikaraprófi frá McGill-háskól- anum í Montreal og hefur síðan starfað á Islandi. Lana og David Enns hafa stofnað tónlistarhóp sem þau kalla EKTA hópinn. Lana og David fá ýmsa gesti með sér að þessu sinni. Verkin sem Lana flytur eru frá ýmsum tímum og mun hún nota það hljóðfæri sem tíðkaðist á þeim tíma sem hvert verk var samið. Það getur því að heyra hljóðfæri frá endurreisnartíma- bilinu, barokktímabilinu og svo þá flautu sem flestir þekkja best, þ.e. nútímaflautuna. Lárus Pétursson gítarleikari mun leika með Lönu í nokkrum verk- um, m.a. í lítilli miðaldasvítu eftir Demillac og í sönglagi eft- ir enska tónskáldið Dowland. Hún mun syngja lagið og einnig flylja þau tilbrigði um það eftir Van Eyck. Við fáum einnig að heyra hvernig flautan hljómar með harmonikkuundirleik, en þar kemur til kasta Hafsteins Sigurðssonar. David Enns og Lana flytja saman m.a. fantasíu eftir Faure fyrir flautu og píanó og amerískt þjóðlag fyrir söng- rödd og trommur. Efnisskránni lýkur með verki fyrir söngraddir og hljóðfæri eftir miðaldatónskáldið Monte- verdi. Þar berst þeim enn meiri Iiðsauki, 10 manna hópur söngv- ara og hþ'óðfæraleikara flylja þetta verk. Málverka- sýning Sigurfinns í Akóges Vestmannaeyjum. Morgunblaðið SIGURFINNUR Sigurfmnsson, listmálari og myndlistarkennari, sýnir nú í Akógeshúsinu í Eyjum 58 verk,unnin í pastel, vatnsliti og olíu. Sýning Sigurfinns er fimmta einkasýning hans en auk þess hef- ur hann tekið þátt í fjölda samsýn- inga. Sigurfinnur stundaði nám í fijálsri myndlistardeild Myndlista- og handíðaskóla Isiands á árunum 1962 til 1965 og síðan stundaði hann aftur nám við skólann árin Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson SIGURFINNUR Sigurfinnsson við verk sín í Akógeshúsinu í Eyjum. 1970 til 1972 og lauk þá kennara- hefur óslitið starfað við mynd- prófi frá skólanum. Sigurfinnur listarkennslu síðan auk þess sem hann hefur fengist við málaralist- ina. Sigurfinnur sagði í samtali við Morgunblaðið að myndirnar sem eru á sýningunni nú væru flestar málaðar á síðasta ári og þessu ári. Hann sagði að viðfangsefnin sem hann hefði fengist við nú væru talsvert öðruvísi en áður, bæði myndefnið og eins væri hann farinn að eiga meira við vatnsliti en áður. Fram til þessa hefði hann mest unnið í pastel og það hafi verið hans uppáhald þótt hann hafi komið nálægt bæði olíu og vatnslitum, en nú væru vatnslitirn- ir að ná talsverðum tökum á hon- um. Hann sagði að sýninguna nú tileinkaði hann íslenska sjómannin- um enda stæði hún um sjómanna- dagshelgina. Sýning Sigurfinns var opnuð í gær og mun standa til sunnudags- kvölds og verður opin alla dagana kl. 14 til 21. Tónleikar Andrews University Singers ÞRJÁTÍU manna kór á vegum Andrews-háskólans í Michigan í Bandaríkjunum, sem er einn aðalháskóli aðventist, heldur þrenna tónleika hér á landi 4. og 5. júní. Kórinn, Andrews University Singerssem, kemur hér við á tónleikaferð sinni til Noregs, og syngur tvisvar þriðjudaginn 4. júní; í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17.00 og í Aðventkirkjunni kl. 20.00. Miðvikudaginn 5. júní mun kórinn syngja í Selfosskirkju kl. 20.30. Kórinn mun flytja trúarleg verk eftir ýmsa höfunda svo sem Samue! Barber, Pavel Chesnokov, Antonio Lotti og Egil Hovland. Einnig syngur kórinn negrasálma og suður- afríska tónlist, en stjórnandi kórsins, Stephen Zork, er ein- mitt ætaður frá Suður-Afríku. Aðgangur að tónleikum kórsins er ókeypis. Camer- arctica í Loftkastal- anum CAMERARCTICA heldur tón- leika í Loftkastalanum mánu- daginn 3. júní kl. 20.30. Ca- merarctica skipa Ármann Helgason klarinettuleikari, Hailfríður Ólafsdóttir flautu- leikari, Hildigunnur Halldórs- dóttir og Sigurlaug Eðvalds- dóttir fiðluleikarar, Guðmund- ur Kristmundsson víóluleikari og Sigurður Halldórsson selló- leikari. Á efnisskránni er fjölbreytt val stíltegunda. Hópurinn leggur sig fram um að kynna minna þekkt verk og tónskáld jafnframt hinum þekktari. Hann hefur frumflutt mörg verk á íslandi ásamt því að vekja athygli fyrir flutning sinn á verkum Mozarts. Ný- lega kom út geisladiskur með leik Camerarctia á Kvartettum Mozarts fyrir flautu og strengi Kv. 285 og Kvintettinum fyrir klarinett og strengi Kv. 581 (Skref 007). Karde- mommu- bænum að ljúka NÚ eru aðeins tvær sýningar- helgar eftir á Kardemmommu- bænum á þessu leikari. Leik- ritið hefur verið sýnt 63 sinn- um frá því á liðnu hausti. Síðustu sýningar eru 1., 2., 8. og 9. júní. ■ BRESKA þjóðaróperan kynnti fyrir skömmu dag- skrá næsta vetrar og þar kemur eitt nafn alls fimm sinnum fyrir í þeim álján uppsetningum sem fyrir- hugaðar eru. Það er ekki, eins og margir kynnu að ætla, tónskáld á borð við Mozart eða Verdi, heldur nafn Jonathans Millers, sem stýrir fimm uppsetn- ingum. Þær eru La Tra- viata, Mikado, Der Ros- enkavalier, Carmen og Rigoletto.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.