Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ1996 35 skólavist lýkur þá skilja leiðir, að minnsta kosti í bili. Menn fara hver í sína áttina, til sérnáms og síðan til starfa hver á sínu sviði, menn stofna eigin fjölskyldu og eru eðli- lega uppteknir af henni og hennar hag. Samt er það oft svo, og þannig var það í okkar tilviki, að þrátt fyr- ir ólík og mismunandi starfssvið og áhugamál þá hélst óbreytt vinátta okkar og Ríkarðs og margra fleiri gömlu skólasystkinanna, sem luku stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri á því kalda vori 1949. í hvert skipti sem við hittumst var eins og við hefðum síðast sést dag- inn áður. Á skólaárunum bindast menn oft vináttuböndum sem endast út ævina, og þótt maður eignist aðra vini síðar þá er eins og sú vin- átt sé öðruvísi, kannski ekki eins djúp og einlæg og sú sem myndað- ist á unglingsárunum, þegar hugur- inn var opnari og einlægari. Þegar æskuvinirnir deyja er því eins og eitthvað af manni sjálfum deyi um leið. Við áttum líka því láni að fagna að kynnast fjölskyldu Ríkarðs á Akureyri, systur hans og móður, þeirri sterku dugnaðarkonu sem nú í hárri elli sér á bak einkasyninum. Síðar fyrri eiginkonu hans, sem lést löngu fyrir aldur fram, og þeirra börnum, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar í Reykjavík, en þau Ríkarður og Valgerður voru skírnarvottar þegar elsta dóttir okkar var skírð í Kaupmannahöfn á námsárunum þar. Loks síðari konu hans, Valdísi, og nutum við einnig vináttu hennar, því vinir Ríkarðs voru líka hennar vinir. Allri þessari stóru fjölskyldu reynd- ist Ríkarður hinn besti íjölskyldufað- ir í hvívetna, og þá jafnt stjúpbörn- unum sem sínum eigin börnum. Þannig var hann alla tíð, traustur og trúr á öllum sviðum, jafnt heima sem á vinnustað. Ríkarður var afburðanámsmaður í menntaskóla, einkum í stærðfræði- greinum og í íslensku, og síðar í háskóla. Hann hafði áhuga á flestu, bæði á unglings- og fullorðinsárum, og okkur eru minnisstæðar þær mörgu - en þó allt of fáu ánægju- stundir - sem vinahópurinn gamli ræddi og stældi um allt milli himins og jarðar, því ekki voru allir alltaf sammála um allt. Hann fylgdist þannig ekki bara með í sinni fræði- grein, byggingarverkfræði, heldur einnig á öðrum sviðum þjóðfélagsins og mannlífsins og það reyndist hon- um heilladrjúgt í lífinu. Ríkarður var sérstakur sómamaður sem allir virtu, skarpgáfaður í þess orðs bestu merk- ingu, hæglátur til orðs og æðis og átti einstaklega auðvelt með að umgangast fólk. Það er ómetanlegt í lífinu að hafa kynnst slíkum manni og átt hann að vini og það verður seint þakkað til fulls. Við vottum fjölskyldu hans okkar dýpstu samúð og hluttekningu vegna fráfalls hans. Svandís Olafsdóttir og Eyþór Einarsson. • Fleiri minningargreinar um Ríkarð R. Steinbergsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 5531099 Opið öll kvöld til kl. 22 - cinnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tílefni. Cijafavörur. t Ástkaer móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Kjalveg, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju mánudaginn 3. júní kl. 15. Atli Snædal Sigurðsson, Stefania Baldursdóttir Július Snædal Sigurðsson, Laufey Valdimarsdóttir, Jón Hallgrímur Sigurðsson, Maríanna Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐMUNDUR THORODDSEN, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 4. júní nk. kl. 13.30. Elísabet Gunnarsdóttir, Jón Kolbeinn Guðmundsson, Einar Viðar Guðmundsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA JÓNSDÓTTIR, Melteigi 26, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 30. maí. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju mið- vikudaginn 5. júní kl. 13.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkra- húss Suðurnesja fyrir góða umönnun. Friðrik Sigtryggsson, Birgir Friðriksson, Hildur María Herbertsdóttir, Guðbjörg Friðriksdóttir, Hólmkell Gunnarsson, Sigtryggur Friðriksson og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JENS KRISTINS SIGURÐSSONAR skipstjóra frá Flatey á Skjálfanda. Sérstakar þakkir til starfsfólks Arnarholts fyrir hlýju og umhyggju. Sigrún Jensdóttir, Jens S. Jensson, Anna Jensdóttir, Helga Jensdóttir, Karl Jensson, Guðrún Elísabet Jensdóttir, Hilmar Guðjónsson, Kristín Sigurgeirsdóttir, Páll Jensson, Rúnar Gunnarsson, Guðrún Sturlaugsdóttir, Baldur Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Astkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ELÍN ÞÓRARINSDÓTTIR, Hæðargarði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 13.30. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns og föður okkur, BJÖRGVINS MAGNÚSSONAR, Eskihlíð 8a, Reykjavík. Jóhanna Ingólfsdóttir, Svali Hrannar Björgvinsson, Zóphónfas Hróar Björgvinsson, Margrét Björgvinsdóttir. Ólafur Á. Jóhannesson, Jón Helgi Hjartarson, Halldóra Ólafsdóttir, Helga Ólafsdóttir, Magnús Jónsson, Ólafur Jón Magnússon, Kristfn Sigrún Magnúsdóttir. Ástkær eignmaður minn, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, INGVARRAGNARSSON frá Stykkishólmi, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur aðfaranótt 25. maí. Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðar- kirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavernd. Guðbjörg Árnadóttir, Edda Ingvarsdóttir, Sigurður P. Guðnason, Rannveig Ingvarsdóttir, Hörður Sigurjónsson, Rakel Ingvarsdóttir, Þorvaldur Karlsson, Gústaf H. Ingvarsson, Benedikt Gunnar Ingvarsson, Sigriður Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskulegu ættingjar og vinir, hafið hjart- ans þökk fyrir allan ykkar stuðning og hlýjar hugsanir í okkar garð vegna frá- falls okkar hjartkæra, FANNARS ARNAR. Sérstaklega viljum við þakka öllu unga fólkinu sem gaf okkur ómældan kraft. „Orð milli vina gerir daginn góðan". Anna Ringsted og Stefán Guðlaugsson, Arnljótur Ottesen og Lísa Jónasdóttir og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug við fráfall BERGÞÓRU HALLDÓRSDÓTTUR, Miðtúni 46. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KNUD SALLING VILHJÁLMSSON, Mávahlíð 40, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 4. júní kl. 15. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Ifknarstofnanir. Steinunn S. Jónsdóttir, Anita Knútsdóttir, Helen Knútsdóttir, Þór Steinarsson, Guðni Sigurðsson, Sonja Steinsson Þórsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Stefán Þór Þórsson, Ómar Guðnason, Óttar Guðnason. Erlendur Steinar Ólafsson, Guðrún Dóra Erlendsdóttir, Baldur Erlendsson, Sólveig Erlendsdóttir, Sveinn H. Skúlason, Gísli Jóhann Erlendsson, Kirsten Erlendsson og barnabörn. Lokað verður máriudaginn 3. júní vegna jarðarfarar RÍKHARÐS STEINBERGSSONAR, framkvæmdastjóra. Húsnæðisnefnd Reykjavíkur, Suðurlandsbraut 30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.