Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þjóðhagsstofnun segir þjóðarútgjöld aukast meira en þjóðartekjur Hagvöxtur er óvíða meiri en á Islandi Úr þjóðhagsspá Upphæðir í milljónum króna á verölagi hvers árs 1994 1995 Áætlun 1996 Spá 1997 Fjarfesting (Fjárm.myndun) 65.877 69.884 86.237 ' 92.759 Breyt. frá fyrra ári, % -1,1% +3,0% +20,0% +5,0% Hagvöxtur (Verg landsframl.) 434.524 455.916 491.032 521.791 Breyt. frá fyrra ári, % +3,6% +2,0% +4,5% +3,3% Viðskiptajöfnuður +8.856 +3.580 -6.081 -7.900 HORFUR eru á að hagvöxtur á þessu ári verði 4,5% hér á landi sem er með því mesta sem gerist í aðild- arlöndum OECÐ. Þjóðarútgjöld hafa hins vegar vaxið hraðar en þjóðar- tekjur og telur Þjóðhagsstofnun að í þessu felist þensluhætta og vax- andi halli á viðskiptum við útlönd. Stofnunin telur nauðsynlegt að spyma við fótum og bendir stjóm- völdum á að til greina komi að stíga stærri skref í átt að hallatausum fjár- lögum en ríkisstjórnin miðar við í áætlunum sínum. Frá því að Þjóðhagsstofnun gerði síðast spá um efnahagshorfur hefur tvennt gerst sem breytir forsendum. Horfur eru á meiri fiskafla, bæði vegna úthafsveiða og aukinna afla- heimilda. Jafnframt hefur einka- neysla aukist verulega og þar með þjóðarútgjöld. Neysla eykst hröðum skrefum Þetta þýðir að stofnunin spáir því að hagvöxtur í ár verði 4,5%, en í spánni frá því í febrúar var gert ráð fyrir 3% hagvexti. Þetta er mun meiri vöxtur en spáð er að meðaltali í aðildarríkjum OECD og meiri en í nokkm öðru aðildarríki að írlandi og Tékklandi undanskildum. Þótt innlend verðmætasköpun hafi aukist mikið er ljóst að þjóðarútgjöld vaxa hraðar um þessar mundir en þjóðar- tekjur. Að mati Þjóðhagsstofnunar felst í þessu þensluhætta og vaxandi halii í viðskiptum við útlönd. Talið er að þjóðartekjur aukist um 4,3% á þessu ári, þjóðarútgjöld um 6,7% og viðskiptajöfnuðurinn snúist úr 3,6 milljarða afgangi í fyrra í 6,1 millj- arðs króna halla á þessu ári. Hætt er við að sömu þróunar gæti á næsta ári. Til þess að sporna við vexti þjóð- arútgjalda og koma aftur á jafnvægi í viðskiptum við útlönd er grundvall- aratriði að efla þjóðhagslegan sparn- að. Öruggasta leiðin að því marki er að bæta afkomu ríkissjóðs. í ljósi kraftmeiri uppsveiflu í efnahagslíf- inu en búist var við þegar gengið var frá langtímaáætlun í ríkisfjár- málum undir lok síðasta árs er um- hugsunarefni hvort ekki eigi að bæta afkomuna meira á næsta ári en að var stefnt og stuðla þannig að því að samræma þróun þjóðarútgjalda og þjóðartekna," segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar. Því er spáð að kaupmáttur ráð- stöfunartekna aukist um 4,5% á þessu ári, sem er nokkuð meira en gert var ráð fyrir í upphafi ársins. Spá um verðbólgu á árinu hefur hins vegar að mestu gengið eftir og er reiknað með að hún verði 2,5% á árinu. Þetta er ívið meiri verðbólga en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þjóðhagsstofnun spáir 4,2% at- vinnuleysi á árinu að meðaltali. At- vinnuleysi fyrstu fimm mánuðina var 5,1% samanborið við 6% í fyrra. Því er spáð að atvinnuleysi haldi áfram að þokast niður á við á næsta ári. Greinilegt er á tölum Þjóðhags- stofnunar að þjóðin er þegar farin að eyða efnahagsbatanum. Því er spáð að einkaneysla verði 6% í ár samanborið við 4,6% í fyrra. Horfur eru á að innflutningur aukist úr 4,6% í fyrra í 12,4%. Líkur eru á að út- flutningur aukist einnig og vaxi um 5,2%, en útflutningur dróst saman um 2,3% í fyrra. Hallinn minnkar ekki Þrátt fyrir að aukin velta í efna- hagslífinu komi til með að skila sér í auknum tekjum til ríkissjóðs telur Þjóðhagsstofnun að hallinn á ríkis- sjóði muni ekki minnka. Ástæðan er að horfur eru á að útgjöld ríkisins aukist einnig, ekki síst til heilbrigð- is- og tryggingamála. Uppspuni um eitrað- ar ekkjur ENGINN flugnfótur er fyrir sögum, sem gengið hafa um baneitraðar köngulær, Svart- ar ekkjur, er eiga að þrífast í vinsælum stofuplöntum. Erlingur Ólafsson skordýra- fræðingur segir að sama sag- an virðist endurtaka sig með nokkurra ára millibili eins og umgangspest og sorglegt sé að fólk skuli vera svo mót- tækilegt fyrir vitleysunni. í Morgunblaðinu 20. septem- ber 1983 er fjallað um sömu söguna, svo að erfitt virðist að kveða hana niður. Sögurnar byija gjarnan á að „áreiðanleg" heimild er tiltekin, um konu í nágrenn- inu sem þurfti að forða sér með alla fjölskylduna á með- an meindýraeyðir fékkst við óvættinn. Sögumenn segjast þekkja konuna, en þegar þeir eru spurðir nánar verður hún vinkona vinkonu, o.s.frv. Enn hefur ekki hafst upp á kon- unni. Blómaverslun sökuð um yfirhylmingu Kristinn Einarsson, sölu- stjóri hjá Biómavali, segir að þessar sögur hafi valdið því- líku írafári að það sé allt að 10 sinnum á dag hringt í verslunina til að leita upplýs- inga og ráða. Fólk sé stund- um svo tortryggið að þegar því sé sagt að sagan sé upp- spuni saki það fyrirtækið um að vilja hylma yfir málið vegna hagsmuna þess. Morgunblaðið/Ásdís Maðurinn með ljáinn í umferðinni EFNT hefur verið til ýmissa uppákoma að undanförnu til að vekja athygli á sýningum á Mokka og Sjónarhóli undir heit- inu Eitt sinn skal hver deyja. Eina slíka bar fyrir augu veg- farenda um Laugaveg og Skóla- vörðustíg i gær, þegar skipu- leggjendur sýningarinnar og Umferðarráð bundust höndum saman um að minna ökumenn á gætni í umferðinni. Maðurinn með Ijáinn, eða eftirherma hans, fór frá Mokka-kaffi í fylgd tveggja lögreglumanna á mótorhjólum og stóð dauðinn við bifreið sem hafði eyðilagst i árekstri. Dráttarvagninn sem dró tjónabilinn ók síðan með hann og dauðann vítt og breitt um borgina, og er ekki að efa að mörgum grandalausum öku- mönnum hafi dauðbrugðið við þá sjón. Guðrún Edda prestur á Þingeyri GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir hefur verið kjörin bindandi kosningu prestur í Þingeyrar- prestakalli. Tveir umsækjend- ur voru um embættið, Guðrún Edda og Ólafur Þórisson guð- fræðingur. Líklegt er að Guðrún Edda verði vígð til embættisins fyrrihluta sumars og taki við fljótlega í framhaldi af því. Þetta er fyrsta prestsembætti Guðrúnar Eddu, sem út- skrifaðist sem guðfræðingur frá Háskóla íslands 1990. Hún hefur unnið ýmis störf á veg- um kirkjunnar fram að þessu. Hún tekur við af séra Kristni Jens Sigurþórssyni. Um 550 sóknarbörn eru í Þingeyrarprestakalli en því til- heyra Hrafnseyrarsókn, Mýr- arsókn, Þingeyrarsókn, Núps- sókn og Sæbólssókn. Borgarráð samþykkir að beita refsiaðgerðum Sektir vegna ófull- nægjandi brunavama BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beita fjóra aðila dagsektum vegna ófullnægjandi brunavama. Um er að ræða Skútuvog 13 og Grensásveg 14, þar sem reknar eru gistiaðstöður auk Síðumúla 30 og Ármúla 22. í erindi slökkviliðsstjóra til borg- arráðs segir að húsnæðið við Skútu- vog 13 hafi verið skoðað á ný af eldvarnaeftirlitinu og að húseigandi hafi ekki uppfyllt áður gerðar kröf- ur. Á efri hæð hússins er rekin gisti- aðstaða fyrir vöruflutningabílstjóra utan af landi, sem verða að hafa næturdvöl í Reykjavík vegna akst- urs. Geta allt að 12 manns sofið á staðnum í einu. Á neðri hæð hússins er vöruláger með miklu brunaálagi en hólfanir frá lagernum að stiga- húsi eru óviðunandi og rýmingarleið um stigahúsið sömuleiðis. í umsögn um Grensásveg 14 seg- ir að þegar húsnæðið hafi verið skoðað fyrst árið 1994 hafi þar ver- ið rekið gistiheimili. Eldvamir séu óviðunandi og ekki í samræmi við samþykktan aðaluppdrátt bygg- inganefndar frá árinu 1990. Hólf- anir engar, viðvörunarkerfi ekki á staðnum og engin neyðarrýmingar- leið. Loks segir að byggingayfirvöld hafi ekki heimilað búsetu i þessu húsnæði og er starfsemin því óheimil. ítrekaður frestur Um Síðumúla 30 segir að þrátt fyrir ítrekaðan.frest hafi tilmælum um úrbætur ekki verið sinnt. Upp- haflega krafan hafi verið gerð í október 1994 og síðan hafí þrisvar verið veittur viðbótarfrestur vegna óvissu um framtíð húsnæðisins en ekki bólaði á úttekt eða verkáætlun. Auk þess sé nauðsynlegt að tryggja lágmarksöryggi fólks með greiðum og upplýstum rýmingarleiðum. Eig- endum hafi verið boðin tvískipt framkvæmdaáætlun með tímasett- um áföngum sem ráðist yrði í og verið fallist á það fyrirkomulag en ekki staðið við það. Um Ármúla 22 segir að einum húseiganda hafi verið send lög- formleg kröfubréf og honum upp- haflega gefinn kostur á að gera skriflegan ágreining um kröfurnar innan 30 daga. Að öðrum kosti yrði litið svo á að krafan væri sam- þykkt. Ágreiningur hafi ekki komið fram fyrr en nú en fyrsta bréf var sent í janúar 1995, áminning í apríl sama ár og hótun um kæru til borg- arráðs í mars sl., sem ekki var sinnt. Aðrir eigendur hússins hafi gengið frá sínum málum á viðun- andi hátt. Holts- bryggja endur- Morgunblaðið/Helgi Bjarnason VERKTAKI vinnur nú endurbyggingu ferju- bryggju að Holti í Önur firði. Bryggjan er fyrst fremst öryggisaðstaða Flateyringa, vegna þes hvað vegasamband um Hvilftarhlíð er ótryggt um siýóflóðahættu. Koi þetta vel í Ijós þegar sn flóðið féll á Flateyri í oi ber. Núverandi bryggjj 45 ára gömul og orðin i fúin, að sögn Guðlaugs arssonar verktaka. Brr um 100 metrar að lengi Verður hún öll endurh; og nú með fúavörðum i Myndin sýnir Guðlaug starfsmenn hans að stö
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.