Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Geisladiskur með íslandskortum
Morgunblaðið/Kristinn
KRISTJÁN Gíslason, framkvæmdastjóri Radiómiðunar, gerir
grein fyrir notkunarmöguleikum nýja geisladisksins með ís-
landskortum Landmælinga íslands.
Útvarpsréttarnefnd
Utvarpsleyfi
Sýnar endurnýjað
Endurnýjunin gildir í sjö ár
FYRIRTÆKIÐ Radíómiðun hf.
hefur í samvinnu við Landmæling-
ar Islands sett Islandskort Land-
mælinga á geisladisk. Kortin hafa
verið skönnuð saman þannig að
notandinn getur skoðað þau óháð
blaðskiptingu.
Á geisladiskinum er yfirlitskort
í mælikvarðanum 1:500.000, 9 kort
í mælikvarðanum 1:250.000 og 102
kort í mælikvarðanum 1:50.000.
Hvert kort er stækkanlegt um
einn mælikvarða. Kortin eru not-
uð með hugbúnaðinum MaxSea
eða MaxLand og velur tölvan ætíð
besta fáanlega kortið þegar
ákveðið svæði er skoðað. Geisla-
diskurinn er bæði fyrir PC
Windows og Power Macintosh.
Samkvæmt upplýsingum frá
Radíómiðun opnar geisladiskur-
inn notendum ýmsa nýja mögu-
leika, m.a. þann að hægt er að
fylgjast með ferli hlutar á hreyf-
ingu á tölvuskjánum með því að
tengja tölvuna GPS-staðsetning-
artæki. Dæmi um slíkt er að
Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði
notar hugbúnaðinn til leiðaut-
reikninga. Með því að nota Is-
landskortin i leiðsögutölvunni
geta félagar hennar ferðast af
meira öryggi í vályndum veðrum.
Þá fylgist Flugbjörgunarsveitin í
Reykjavík með ferðum ferða-
manna á íslandskorti Landmæl-
inga á skjá stjórnstöðva sinna en
staðsetningarupplýsingar berast
á einnar kiukkustundar fresti um
Argos-gervihnattaeftirlitskerfið
frá þeim sem bera Argos-sendi-
búnað.
ÚTVARPRÉTTARNEFND hefur
endurnýjað útvarpsleyfi Sýnar hf.
til næstu 7 ára. Sýn hefur VHF-rás
til afnota ótímabundið. Samgöngu-
ráðuneytið úthlutaði Sýn rásinni á
sínum tíma.
Kjartan Gunnarsson, formaður
Úvarpsréttarnefndar, tók fram að
útvarpsleyfum fylgdi ekki sjalfkrafa
senditíðni af neinu tagi. Úthlutun
og ráðstöfun senditíðni væri alfarið
í höndum Fjarskiptaeftirlits ríkisins
og yfirvalda fjarskiptamála í sam-
ræmi við gildandi lög. Útvarpsleyfi
væri því hvorki ávísun á senditíðni
né væri fjarskiptayfirvöldum skylt
að tryggja handhafa útvarpsleyfis
senditíðni. Hins vegar væri sameig-
inlegur skilningur Útvarpsréttar-
nefndar og yfirvalda fjarskiptamála
að senditíðni til útvarps, hljóðvarps
og sjónvarps, til annarra en Ríkisút-
varpsins og útvarps varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli verði aðeins út-
hlutað til þeirra sem hafa fengið
úthlutað fullgildu útvarpsleyfi frá
Útvarpsréttarnefnd.
Framgangsmáti með
venjulegum hætti
Kjartan sagði að framgangsmáti
endumýjunar útvarpsleyfis Sýnar
hefði verið með ofur venjulegum
hætti. Sýn hefði sótt um endurnýjun
Ieyfisins með góðum fyrirvara
snemma í vor. Eftir að tryggt hefði
verið að sjónvarpsstöðin uppfyllti öll
skilyrði hefði leyfið svo verið end-
urnýjað. Leyfíð væri endurnýjað til 7
ára.
Áburðarverksmiðjan í viðræðum um samstarf við endurvinnslu smurolíu
Kostnaður vegna verk-
smiðju yrði 2 milljarðar
ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. í
Gufunesi stendur í viðræðum við
bandarískt fyrirtæki um hugsan-
legt samstarf um endurvinnslu
smurolíu hér á landi. Hákon
Bjömsson, framkvæmdastjóri,
gerir ráð fyrir að ákvörðun um
hvort af verði liggi fyrir eftir um
ár. Hann segir að fyrirliggjandi
gögn geri ráð fyrir að 30 milljónir
dollara eða tvo milljarða króna
kosti að reisa verksmiðju fyrir
endurvinnsluna. Veltan yrði um
1,5 milljarðar á ári. Nú er velta
Áburðarverksmiðjunnar um einn
milljarður á ári.
Hákon sagði að forsvarsmenn
Áburðarverksmiðjunnar hefðu
verið að leita fyrir sér á ýmsum
sviðum að undanförnu. „Núna er
verið að skoða hugsanlega sam-
vinnu við bandaríska fyrirtækið
Pura Lube um endurvinnslu á
smurolíu. Fyrirtækið er að reisa
vérksmiðju í Frakklandi. Við yfir-
ferð um Norðurlöndin var svo
borið niður hjá okkur enda hefur
Áburðarverksmiðjan ýmsa kosti
umfram önnur fyrirtæki. Hér er
t.a.m. framleitt töluvert vetni
vegna áburðarframleiðslunnar.
Vetnið og ýmis aðstaða hér yrði
notuð við endurvinnsluna,“ sagði
Hákon.
Hann sagði að starfsemin
myndi byggja á því að safna sam-
an notaðri smuroliu í Evrópu.
„Smurolían yrði flutt hingað og
endurunnin. Annars vegar yrði
unnin úr henni hrein smurolíu og
hins vegar efni til að nota í mal-
bik. Hvort tveggja yrði svo flutt
út til Evrópu og Bandaríkjanna,"
sagði hann. Hann sagði að eins
og sakir stæðu væri miðað við
að endurvinna um 70.000 tonn
af smurolíu á ári.
Að sögn Hákons gefa fyrirliggj-
andi gögn til kynna að hagkvæmt
yrði að reisa verksmiðjuna í tengsl-
um við Áburðarverksmiðjuna.
Kostnaður við að reisa verksmiðj-
una er áætlaður um 30 milljónir
dala eða 2 milljarðar íslenskra
króna. Velta yrði 1,5 milljarðar á
ári. Starfsmenn yrðu væntanlega
um 30 talsins. Umhverfismat er í
vinnslu og verður væntanlega skil-
að inn til Skipulags ríkisins fljót-
lega.
Hákon gerir ráð fyrir að ákvörð-
un um hvort af verður muni liggja
fyrir eftir um ár. Fljótlega verði
hægt að hefja framkvæmdir og
endurvinnslan gæti hafist um ári
eftir að ákvörun hefði verið tekin.
Aðspurður sagði Hákon að banda-
ríska fyrirtækið hefði áhuga á því
að eignast meirihluta í verksmiðj-
unni. Af hálfu Áburðarverksmiðj-
unnar kæmi slík skipting til
greina.
Helmingur
með beltin
spennt
Í TENGSLUM við átaksviku
Umferðarráðs og bifreiða-
tryggingafélaganna könnuðu
deildir SVFÍ á 29 stöðum á
landinu notkun bílbelta í um
19.000 bílum. Aðeins rúm-
lega helmingur ökumanna og
farþega nota bílbelti og er
það mun minna en talið hefur
verið hingað til. 52,8% öku-
manna og 55,3% farþega í
framsæti voru með beltin
spennt og 53,5% farþega í
framsæti.
Spenntastir á Akureyri
og Selfossi
Ástandið var best á Selfossi
og Akureyri þar sem um 72%
ökumanna voru með beltin
spennt og í Mosfellsbæ var
71% beltanotkun. Minnst var
beltanotkunina á Djúpavogi
eða 21% og hún var innan við
30% á sex stöðum.
Skipulagsstjóri um Hágöngumiðlun
Gera ekki nægilega
grein fyrir verkinu
SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur sögnum var málið athugað og lagt
SSANGYONG Musso er nýjasti fjórhjóladrifsbíllinn
á markaði á íslandi.
Bílabúð Benna fær
SsangYong-umboðið
úrskurðað að frekari rannsókna sé
þörf á áhrifum fyrirhugaðra fram-
kvæmda Landsvirkjunar við Há-
göngumiðlun. Landsvirkjun hefur
kært úrskurðinn til umhverfisráð-
herra.
„Landsvirkjun lagði fram sína
skýrslu um mat umhverfisáhrifa
Hágöngumiðlunar," sagði Stefán
Thors skipulagsstjóri ríkisins. „Það
er hlutverk skipulagsstjóra að aug-
lýsa eftir athugasemdum og óska
eftir umsögnum um skýrsluna. Að
fengnum athugasemdum og um-
mat á það hvort í skýrslu Lands-
virkjunar væri nægjanlega vel gerð
grein fyrir framkvæmdinni, áhrif-
um hennar á umhverfið og hugsan-
legum mótvægisaðgerðum. Okkar
mat var að svo væri ekki og var
sú niðurstaða rökstudd með að frek-
ari rannsóknir skorti. Þá niðurstöðu
kærði Landsvirkjun til umhverfis-
ráðherra og hef ég sent ráðherra
umsögn rníha um þá kæru. Ráð-
herra mun væntanlega á næstu vik-
um úrskurða í málinu."
BÍLABÚÐ Benna hefur fengið
einkaumboð á íslandi fyrir suður-
kóreska bílaframleiðandann
SsangYong. SsangYong framleið-
ir jeppann Musso og er markaðs-
setning á honum hafin í Evrópu.
Musso-jeppinn er með 2,9 lítra
dísilvél frá Mercedes-Benz en
þýski bílarisinn á stóran hlut í
SsangYong og átti þátt í hönnun
bílsins.
Drifbúnaður í bílnum er frá
bandarísku framleiðendunum
Borg-Warner og Dana Spicer en
bílinn hannaði Bretinn Ken Gre-
enley.
Musso er fimm manna jeppi í
svipuðum stærðarflokki og
Mitsubishi Pajero og Nissan
Terrano II. Verðið á Musso á 31“
hjólbörðum og álfelgum er frá
2.795.000 krónur. Bílabúð Benna
frumsýnir bílinn um helgina á
Vagnhöfða 23.
Lettnesk
list við
Túngötuna
TILLÓGU um að staðsetja útilista-
verk frá lettnesku ríkisstjórninni
á horni Túngötu og Garðastrætis,
hefur verið frestað í borgarráði.
Hefur borgarskipulagi verið falið
að kynna tillöguna fyrir næstu
nágrönnum.
I tillögu borgarskipulags kemur
fram að verkið er eftir Paul Jaunz-
ens og að lettneska ríkisstjórnin
hyggst gefa það íslensku þjóðinni.
Verkið heitir Support, 'og er úr
granít. Það er 180 cm að hæð, 2
metrar á breidd og 3,5 metrar að
dýpt.
Höfundur kom til landsins og
fór hann ásamt fulltrúa forsætis-
ráðuneytisins og ræðismanni Lett-
lands á ýmsa staði sem til greina
komu og er lagt til að verkinu
verði valinn staður á horni Tún-
götu og Garðastrætis.
Umhverfismálaráð hefur sam-
þykkt tillöguna en bendir á að
um mjög viðkvæman stað sé að
ræða í borginni og því þurfi að
vanda vel hönnun á svæðinu,
þannig að vel spili saman, lista-
verkið, umhverfið og notagildi
svæðisins.
Landsfundur Þjóð-
vaka haldinn í Viðey
ÞJÓÐVAKI heldur landsfund
sinn í Viðey í dag. Fundurinn
hefst kl. 11 og stendur hann
til kl. 17.
Jóhanna Sigurðardóttir, for-
maður Þjóðvaka, setur fundinn.
Farið verður yfir þingstörfin í
vetur, stjórnmálaályktun verð-
ur
kynnt og lagabreytingar
lagðar fram. Svanur Kristjáns-
son heldur erindi í hádeginu.
Reikningar verða afgreiddir kl.
14, farið verður yfir lagabreyt-
ingar og stjórnmálaályktun
samþykkt. Kosning stjórnar fer
fram kl. 16.
|
i