Morgunblaðið - 08.06.1996, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Gagnrýnin á smásölu ríkissjóðs á ríkisverðbréfum innan banka og verðbréfafyrirtækja
Ríkið hætti verðbréfamiðlun
sem markaðurinn getur sinnt
*
Askrifendur standa ekki undir kostnaði
við áskriftarkerfi spariskírteina
MIKILVÆGT er að ríkið dragi úr
umsvifum sínum á fjármagnsmark-
aði og þá sér í lagi í smásölu ríkis-
verðbréfa, að mati þeirra Vals Vals-
sonar, bankastjóra íslandsbanka og
formanns Sambands íslenskra við-
skiptabanka, og Gunnars Helga
Hálfdánarsonar, forstjóra Lands-
bréfa.
Telja þeir eðlilegra að ríkið láti
bönkum og verðbréfafyrirtækjum
þessa starfsemi eftir, enda séu þess-
ir aðilar fullfærir um að sinna henni.
Auk þess standa áskrifendur spari-
skírteina vart undir þeim kostnaði
sem hlýst af markaðssetningu bréf-
anna og rekstri áskriftarkerfisins ,
að mati Gunnars Helga, sem í raun
þýði að vaxtakjörin séu niðurgreidd.
Valur kveðst telja að það eigi að
stefna að því að ríkissjóður hætti
þessari beinu smásölu, en nýti sér
fjármálafyrirtæki, banka og verð-
bréfafyrirtæki sem dreifileiðir fyrir
sína markaðssetningu, fremur en
að efna til þeirrar miklu samkeppni
um sparifé landsmanna sem óneit-
NEYTENDASAMTÖKIN hafa
óskað eftir því við Hollustuvernd
ríkisins að fram fari sérstök athug-
un á gæðum þeirra matvæla sem
Rydenskaffí hf., umboðsaðili Gev-
alia hér á landi, dreifi hér á landi,
i ljósi þess að fyrirtækið hafi ný-
lega orðið uppvíst af því að reyna
„af ásettu ráði að flytja inn kaffi
sem komið var fram yfir leyfilega
dagsetningu til sölu“, eins og seg-
ir í tilkynningu samtakanna. Þórir
Baldursson, framkvæmdastjóri
Rydenskaffi, hafnar þessu hins
vegar alfarið og segir að hér hafi
verið um mistök að ræða.
Jóhannes Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Neytendasamtak-
anna segir að hann kaupi ekki þá
skýringu að hér sé um mannleg
mistök að ræða, sérstaklega þar
sem þetta sé ekki í fyrsta sinn sem
fyrirtækið verði uppvíst af inn-
flutningi á kaffi sem komið sé
fram yfir síðasta söludag.
„Ég spyr nú bara mikið afskap-
lega hljóta það að vera skrítin
mannieg mistök, þegar að mistök-
in eru fólgin í því í ,báðum þeim
tilvikum sem við höfum dæmi um,
að útrunna kaffinu er raðað aftast
í gáminn og í hann miðjan en
vegna einhverra mannlegra mis-
taka er alltaf nýtt kaffí sett
fremst.“
Guðrún Elísabet Gunnarsdóttir,
matvælafræðingur hjá Hollustu-
vernd ríkisins, staðfesti í samtali
við Morgunblaðið að í ljós hefði
komið við reglubundið eftilit að
hluti af því kaffi sem umræddur
aðili hafi flutt inn fyrir skömmu
hafí verið útrunninn og hafi verið
dæmi um að kaffið hafi verið kom-
ið allt að þrjú ár fram yfír síðasta
söludag. Hins vegar hafi einnig
anlega er afleiðingin af þessum
vinnubrögðum ríkissjóðs.
„Þó svo að finna megi þess dæmi
að ríkissjóðir annarra landa stundi
smásölu á verðbréfum verður að
taka mið af því að hér á landi eru
á landi eru umsvif ríkissjóðs mun
meiri en gerist annars staðar og
því hafa aðgerðir ríkisins mun meiri
áhrif á markaðinn hér. Sú aðferð
sem nú er notuð við sölu spariskír-
teina veldur mikilli spennu á mark-
aðnum, og auglýsingastarfsemin og
markaðssetningin sem henni fylgir
eiga þar stærstan þátt. Þessi spenna
getur síðan leitt til hærri vaxta.“
Aukið samráð við verðbréfa-
markað gæti lækkað vexti
Gunnar Helgi segir mjög mikil-
vægt að hið opinbera hafi meira
samráð við þá aðila sem séu á
markaðnum og hætti þeim einleik
verið í gámnum kaffi sem ekki
hafi verið útrunnið.
Hún segir að þær skýringar
hafi fengist að utan frá viðkom-
andi söluaðila að um mistök hafi
verið að ræða og umrædd sending
hafí aldrei átt að fara hingað til
lands. í framhaldinu hafi umboðs-
aðilinn hér á landi óskað eftir því
að sendingin í heild yrði endur-
send.
Guðrún segir að málið muni því
ekki hafa neina eftirmála af hálfu
Hollustuverndar að öðru leyti en
því að því verði fylgt eftir með
hertu eftirliti um tíma.
Undrast yfirlýsingu
Neytendasamtakanna
Þórir Baldursson segir það af
og frá að fyrirtækið hafí vísvit-
andi verið að reyna að flytja hing-
að til lands útrunnið kaffi. Hér
hafí verið um mistök að ræða af
hálfu söluaðilans úti sem átt hafi
sér stað við hleðslu í skip. Sending-
in hafi átt að fara til Austur-Evr-
ópu. Hafi þeir þegar beðist afsök-
unar á þeim mistökum og gámur-
inn sendur utan á ný.
Hann segist undrast þessa harð-
orðu yfírlýsingu Neytendasamtak-
anna, sérstaklega í ljósi þess að
samtökin hafí ekki leitað eftir
neinum upplýsingum frá fyrírtæk-
inu áður. „Ef menn væru að
stunda viðskipti með þeim hætti
sem hér er látið að liggja, væru
menn þá ekki bara að taka eigin
gröf? Við erum að veija hér hundr-
uðum þúsunda króna á hverju ári
til að koma okkur fyrir á markaðn-
um, auk þess sem þetta er leið-
andi vörumerki á Norðurlöndum
og framleiðandinn myndi aldrei
leyfa okkur slíkt,“ segir Þórir.
sem það leiki nú. Með auknu sam-
ráði við aðila úti á markaðnum, t.d.
hvað varðar vöruþróun, fjárhæðir,
tímasetningar og dreifingu útboða
Lánasýslunnar, væri hægt að leysa
fjárþörf ríkissjóðs án þess að það
ylli þeim truflunum stm gjarnan
eiga sér stað.
„Það er alveg ljóst að eftir því
sem verðbréfamarkaðnum fleygir
fram, þeim mun auðveldara á hann
með að sinna fjárþörf ríkissjóðs.
Þessir aðilar verða því að skynja
þessar breytingar og sýna meiri
samstarfsvilja," segir Gunnar.
Hann segist einnig telja það vera
mjög óheppilegt að ríkið sé að vas-
ast í starfsemi sem verðbréfamark-
aðurinn sé fullfær um að sinna.
Gunnar segir það jafnframt vera
mikilvægt að áskrifendur spariskír-
teina greiði að fullu þann kostnað
sem hljótist af rekstri þessa kerfis,
EUROPE Tax-Free Shopping hóf
starfsemi sína hér á landi í gær.
Fyrirtækið mun annast endur-
greiðslu virðisaukaskatts af vöru-
kaupum erlendra ferðamanna hér á
landi og hefur þegar verið gengið
frá samningum við Landsbanka Is-
lands um að bankinn annist endur-
greiðslu virðisaukaskattsins. Samn-
ingurinn hefur það í för með sér að
erlendir ferðamenn geta nú fengið
virðisaukaskattinn endurgreiddan í
útibúi bankans í Leifsstöð, sem er
opið allan sólarhringinn.
Brynjólfur Helgason, aðstoðar-
bankastjóri Landsbankans, segir að
fyrst um sinn geti einungis erlendir
ferðamenn nýtt sér þessa þjónustu
en frá 1. október næstkomandi verði
hún einnig í boði fyrir íslendinga sem
eru að koma til landsins.
ísland er 23. landið sem ETS
starfar í og er það von þeirra aðila
sem standa að starfseminni að þetta
megi auka hag íslenskrar verslunar.
Skrifstofa ETS á íslandi hefur
bæði beinan og óbeinan. Hann seg-
ir það mjög hæpið að svo sé í dag
og þar af leiðandi sé verið að bjóða
þar fram þjónustu sem að aðrir
geti ekki mætt með góðu móti án
þess að það hafi áhrif á vaxtakjör.
„Hvað varðar óbeina kostnaðinn
má nefna að Seðlabankinn aðstoðar
Þjónustumiðstöðina við að reka
þetta áskriftarkerfi og við teljum
það mjög óheppilegt að bankinn,
sem er eftirlits- og samstarfsaðili
verðbréfafyrirtækjanna, sé með
þessum hætti að taka þátt í sam-
keppni við þau.
Við vitum ekki hver hinn raun-
verulegi kostnaður við að reka þetta
kerfi er, en við vitum það hins veg-
ar að nýlega er lokið ákveðnu
nefndarstarfi á vegum fjármála-
ráðuneytisins um hlutverk og stöðu
Þjónustumiðstöðvarinnar. Við höf-
um heyrt að þessi nefnd, sem var
einungis skipuð innanbúðarmönn-
um, hafi skilað niðurstöðum en við
höfum ekki fengið að sjá þessa
skýrslu og auglýsum eftir henni.“
þegar tekið til starfa og mun starfs-
fólk hennar taka við skráningum og
leiðbeina verslunum um hvernig nota
eigi Europe Tax-free Shopping.
Að sögn Birgis Rafns Jónssonar,
varaformanns Félags íslenskra stór-
kaupmanna, getur tilkoma ETS á
Islandi haft áhrif til batnaðar á ís-
lenska verslun því oft á tíðum velja
ferðamenn áfangastaði eftir verslun-
armöguleikum. Munaðarvarningur,
sem erlendir ferðamenn sækjast eft-
ir að kaupa, er ekki dýr á íslandi
og því er mikilvægt að breyta við-
horfi ferðamanna á verðlagi á ís-
landi. Ferðamannaverslun hafi auk-
ist um 50% á undanförnum árum
og líklegt að hún eigi eftir að auk-
ast enn frekar með komu ETS á
íslandi.
Að Europe Tax-free Shopping á
íslandi standa Félag íslenskra stór-
kaupmanna, Kaupmannasamtök ís-
lands og ETS Europe. Jónas Hagan
Guðmundsson hefur verið ráðinn
framkvæmdastjóri ETS á íslandi.
BSkyB
sendir út
enska
boltann
London. Reuter.
ÚRVALSDEILD enska knatt-
spyrnusambandsins hefur selt
sjónvarpsfélaginu British Sky
Broadcasting rétt til beinna
sjónvarpssendinga frá leikjum
í deildinni fyrir 670 milljónir
punda eða rúmlega 67 millj-
arða króna.
Samningurinn er til fjög-
urra ára og BSkyB heldur því
rétti sem félagið nú þegar
hefur til beinna sendinga frá
leikjum í deildinni til loka
keppnistímabilsins 2000-
2001.
Brezka ríkissjónvarpið BBC
greiddi 73 milljónir punda fyr-
ir samning til fjögurra ára um
rétt til að sjónvarpa frá
stærstu augnablikunum í
hveijum leik.
Engin breyting verður því á
núverandi fyrirkomulagi sjón-
varpssendinga frá leikjum í
ensku úrvalsdeildinni að öðru
leyti en því að greitt er hærra
verð fyrir útsendingaréttinn.
AT&T selur
fjármála-
deild sína
New York. Reuter.
AT&T, hinn frægi fjarskiptar-
isi, hefur samþykkt að selja
ijármáladeild sína stjórnendum
og öðrum fjárfestum með
samningi, þar sem deildin er
metin á 2,2 milijarða dollara.
Sala fjármáladeildarinnar,
AT&T Capital Corp., er síðasta
skrefið í skiptingu AT%T. Fyr-
irtækinu var komið á fót 1985,
aðallega til að Ijármagna sölu
á tækjabúnaði AT&T, og það
starfar í 20 löndum í Norður-
og Suður-Ameríku, Evrópu og
á Asíu/Kyrrahafssvæðinu.
Meðal kaupenda eru stjórn-
endur AT&T Capital og GRS
Holding Co, sem á járnbraut-
arleigufyrirtæki í Bretlandi, og
Babcock & Brown, fjármála-
fyrirtæki í San Francisco.
Kaupverðið var 45 dollarar
á hlutabréf, 4 dollurum hærra
en hlutabréf AT&T Capital við
lokun. Hlutabréf í fyrirtækinu
hækkuðu síðan um 3 dollara í
44 dollara í kauphöllinni í New
York. Hlutabréf í AT&T hækk-
uðu um 25 sent í 62,25 dollara.
Máli gegn
Time-Warner
og Ted Turn-
er vísað frá
Wilmingfton, Delaware.
DÓMARI í Delaware hefur vís-
að frá máli símafélagsins US
West Communications Group,
sem hefur reynt að koma í veg
fyrir fyrirhugaðan 7,5 milljarða
dollara samruna fjölmiðlarisans
Time Warner og Turner Bro-
adcasting System.
Málið var aðeins ein af
nokkrum hugsanlegum hindt'-
unum er kunna að vera í vegi
fyrir samkomulaginu, sem kann
að leiða til stofnunar mesta
fjölmiðlafyrirtækis heims.
Úrskurði dómarans í Delaw-
are, William Allen, hefur verið
fagnað í Wall Street. Þar er
úrskurðurinn talinn benda til
þess að yfirvöld, sem hafa eft-
irlit með því að hringamyndanir
eigi sér ekki stað, muni sam-
þykkja hann.
Neytendasamtökin óska eftir rannsókn
vegna innflutnings á útrunnu kaffi
Telja um ásetn-
ing að ræða
Umboðsaðili segir mistök hafa átt sér stað
Morgunblaðið/Júlíus
SKÓVERSLUN Steinars Waage var fyrsta verslunin til að semja
við Europe Tax-free Shopping á Islandi. A myndinni eru John
Rassing, yfirmaður ETS Danmörku, Steinar Waage og Jónas
Hagan Guðmundsson, framkvæmdastjóri ETS á Islandi.
Europe Tax-free Shopping á íslandi
Landsbankinn
endurgreiðir
virðisaukaskatt