Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 17 ÚRVERINU * Akvörðun um leyfilegan heildarafla á fiskveiðiárínu 1996-1997 Þorskafli til kvóta verður 186.000 tonn SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hef- ur tekið ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fiskteg- undir á næsta fiskveiðiári. Þá hefur ráðherra ákveðið, að á því fiskveiði- ári verði heildaraflamark sett á veið- ar á steinbít og langlúru. Verður leyfilegur heildarafli í einstökum tegundum á næsta fiskveiðiári eins og hér fer á eftir og einnig tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla. Aflaheimildir aukast lítillega alls og áætlað út- flutningsverðmæti sjávarafurða einnig að mati Þjóðhagsstofnunar, en þá er miðað við heimilaðan aflá á núverandi fiskveiðiári. Tillaga Leyfil. HAFRÓ heildarafli Tegund lestir lestir Þorskur 186.000186.000 Ýsa 40.000 45.000 Ufsi 50.000 50.000 Karfi 65.000 65.000 Grálúða 5.000 15.000 Skarkoli 10.000 12.000 Úthafsrækja 55.000 60.000 Innfjarðarrækja 7.600* 7.600* Humar 1.500 1.500 Hörpuskel 9.300 9.300 Síld 100.000110.000 Langlúra 1.200 1.200 Steinbítur 13.000 13.000 * Tillögur um upphafskvóta til bráðabirgða. Ákvörðun heildarafla af loðnu verður tekin síðar, en upphafskvóti fyrir íslenska flotann hefur verið ákveðinn 737.000 lestir og miðað við þær forsendur sem sú ákvörðun byggir á, verður leyfður heildarafli íslenskra skipa á öllu árinu 1.278.000 lestir. Leyfilegur heildarafli í þorski er aukinn um 31 þús. lestir frá yfir- standandi fiskveiðiári í samræmi við gildandi aflareglu. Leyfilegur heildarafli í ýsu lækkar um 15 þús. lestir og í ufsa um 20 þús. lestir milli fiskveiðiára, en rétt er þó að benda á, að undanfarin ár hefur leyfilegur heildarafli í þessum tegundum ekki náðst. Má búast við, að afli á yfirstandandi fiskveiðiári í þessum tegundum verði ekki fjarri leyfilegum heildarafla næsta árs, að teknu tilliti til heimildar til flutnings milli fiskveiðiára. Leyfilegur heildarafli í karfa er óbreyttur milli fiskveiðiára en heild- araflinn hefur undanfarin ár farið talsvert yfir leyfilegan heildarafla, bæði vegna heimildar til flutnings milli tegunda og milli ára og má búast við því einnig á yfirstandandi fiskveiðiári. Leyfilegur heildarafli í grálúðu lækkar um 5 þús. lestir. Heildarafli í þessari tegund hefur farið nokkuð yfir leyfilegan heildarafla vegna heimildar til flutnings milli ára og má búast við að aflinn verði u.þ.b. 23 þús. lestir í ár. Ley'filegur heildarafli af úthafs- rækju minnkar um 3 þús. lestir milli fiskveiðiára. Steinbítur og grálúða í kvóta Eins og áður er sagt, hefur verið ákveðinn leyfilegur heildarafli fyrir steinbít og langlúru. Vegna vinnu og tæknilegrar útfærslu við útreikn- ing aflamarks til einstakra báta, verður endanlegt aflamark þeirra skipa í þessum tegundum ekki til- kynnt útgerðum þeirra fyrr en nokk- uð verður liðið á næsta fiskveiðiár. Bráðabirðgaúthlutun aflamarks í þessum tegundum verður hins vegar send út samhliða hinni almennu afla- markskynningu, sem send verður einstökum útgerðum um miðjan ág- úst nk. Úthlutun aflamarks í stein- bít og langlúru til einstakra báta byggir á aflareynslu þeirra í þeim tegundum á tímabilinu 1. júní 1993 til 31. maí 1996. Verður einstökum útgerðum gefinn kostur á að koma athugasemdum sínum á framfæri við Fiskistofu eftir að bráðabirgðaút- hlutun fer fram. Útflutningsverðmæti aukast um 6,5% Að beiðni sjávarútvegsráðuneyt- isins hefur Þjóðhagsstofnun lagt mat á áhrif þessarar ákvörðunar um hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár. Telur Þjóðhagsstofnun, að þorsk- ígildum talið feli ákvarðanir ráðu- neytisins í sér aukningu um 1,9% að loðnu meðtalinni. Séu þessar ákvarðanir hins vegar metnar á meðalverði útfluttra sjávarafurða fela þær í sér aukningu um 6,5%. Stefnt er að því að gefa út reglu- gerð um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári um næstu mánaðamót. Vörubílar eru hannaSir til að fara frá einum stað til annars. Renault ákvað að flytja þá frá fortíö til framtíðar. Sýning í dag í húsakynnum Hagvagna að Melabraut 18, Hafnarfirði. Sími 565-4566. Opið frá kl. 10 til 17. RENAULT RENMJLT »■>. ÁRMÚLA 13 SÍMI: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 Markmið Renault var að hanna nýjan vörubíl til að annast dreifingu á stuttum leiðum og við langflutninga. Þetta var útgangspunkturinn við hönnun á tveimur línum af Renault Premium. Gott útsýni ökumanns og lipurð í akstri gerir Premium Distribution vel fallinn til aksturs á þröngum götum. Öll umgengni við bílinn er þægileg því auðvelt er að lækka ökumannssæti og losa um stillingu á stýri. Renauit Road er ætlaður fyrir langflutninga, hann er með rúmgóðu húsi með loftfjöðrun og miklum búnaði til þæginda, lága hleðsluhæð, öflugri vél o.fl. Fyrirtæki og einstaklingar sem sinna vörudreifingu eða langflutningum finna bíl við hæfi í Premium.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.