Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 25

Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 25 HAFDIS keypti sér fótasalt fyrir ferðina. HAFDIS segist vera lirifin af rósóttum fötum. Ferðataskan tilbúin fyrir för ina til Páfagarðs. garðs þurftu að samþykkja öll þau lög sem sungin verða við messuna í Péturskirkjunni,“ segir hún hugsi. „Fyrir hálfu ári voru afrit af þeim lögum sem við hugsanlega gátum sungið send til Rómar og þau sem þóttu við hæfi voru valin út. Textarnir sem sungnir verða í Páfagarði þurfa að vera beint upp úr ritningunni, en mega ekki vera úr skáldverkum. Þá má bara syngja sum lög á ákveðnum árs- tímum. Auk þess mega einsöngv- arar ekki syngja þar; því ekki má ein rödd yfirgnæfa rödd páfans og Guðs,“ segir hún ennfremur og gengur inn í stofu. „Við munum einnig syngja á fleiri stöðum, til dæmis munum við halda tónleika á torgi í Subiaco sem er skammt frá Róm og syngja fyrir hefðarfólk í hertogahöll í Massa í Toscanahéraði,“ segir hún. Kama kársins t/ekur athygii Hafdís tekur upp svartan stutt- ermakjól með ljósum rósum og ber hann upp að sér. „Ég er að hugsa um að vera í þessum kjól á sön- gæfingum í Páfagarði. Þar má ekki vera með berar axlir eða láta sjást í hnén, svo þessi kjóll hentar mjög vel. Hann er passlega hátíð- legur og ekki mjög fleginn. Hins vegar verðum við í sérstökum kór- búningum á tónleikunum sjálfum," segir hún og teygir sig í barðastór- an stráhatt ofan á sófanum og set- ur hann á sig. „Það er örugglega mjög þægilegt að vera með þenn- an á meðan við erum að ferðast, til dæmis í skoðunarferðunum," segir hún og vottar óneitanlega fyrir til- hlökkun í röddinni. Hafdís segist hafa frétt af því að koma Kvennakórsins til Italíu hafi vakið þó nokkra athygli þar í landi. „Hótelstjóri á Marina di Massa- ströndinni kom meira að segja til Islands fyrir skömmu til að „skoða okkur“, en hópurinn mun gista á hóteli hans í nokkrar nætur,“ segir hún og skellihlær. „Honum var reyndar boðið hingað í tilefni. af komu okkar til Italíu og notaði hann meðal annars tækifærið til að skipuleggja sérstakan matseðil fyrir hópinn á meðan á dvöl okkar stendur." Skipulögð dagskrá Hafdís tekur upp dökka fallega leðurskó og stingur ofaní heima- saumaðan skópoka. „Við syngjum alltaf í svörtum skóm og er afar mikilvægt að þeir séu þægilegir," segir hún. „Þá verður dagskráin hjá okkur mjög stíf frá morgni til kvölds og því ekki verra að vera í góðum gönguskóm," segir hún ennfremur. Hún setur skópokann ofan í ferðatöskuna, nokkra kjóla í viðbót, stuttbuxur, snyrtitösku og fleiri nauðsynlega hluti. Að þvi búnu lokar hún töskunni sælleg á svip. Ferðataskan er tilbúin í förina til Páfagarðs. Blaðamanni er ekki til setunnar boðið, þakkar fyrir sig, kveður og óskar Hafdísi góðr- ar ferðar. Fáðu þér niiða fyrir kl. 20.í kvöld. Þrefaldur 1. vinningur! Nú er að notfl tœkifærið! -vertu viðbúintw vinningi HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.