Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 26

Morgunblaðið - 08.06.1996, Page 26
26 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ u m AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJOR Er ekki kominn tími til að gera eitthvað nýtt? Skíðaskálinn býður einstaklingum sem hópum glœsilegan kvöldverð, lifandi tónlist og fjölmarga afþreyingarmöguleika. Rútuferðir fyrir hópa til og frá Reykjavík, Selfoss eða Keflavík. Ógleymanleg kvöldstund á aðeins 2.980,-* / 3.500.- kr, * * * _____ Olafur Ragnar er brautryðjandinn Fordrykkur "Kir Royal" Karrýtónuð sjávarréttasúpa að hœtti Skíðaskálans Innbakaður grísahryggur "Grand Mariner" með Carlottusósu Óvœntur yndisauki *Midað vi'ð að komið sé á eigin vegum • *M/ðað vi'ð 30 manns og fleiri í rútu utan Reykjavikur Borðapantanir S. 567 202(y Fax. 587 2337 um Hestaleiea Gönguferðir Heilir pottar Hveraeufubað EÐLILEGT og nauð- synlegt hlýtur að teljast að persónur frambjóð- enda séu mjög til um- fjöllunar vegna kom- andi forsetakosninga. Kemur þar margt til. Kosningin er í eðli sínu persónukjör en ekki val á milli framboðslista stjómmáiaflokka. Eiginleikar forsetans eru einnig mótandi fyrir framgöngu hans í emb- ætti. Þannig hefur sér- hver forseti íslands gegnt starfinu með sín- um hætti, innan þess ramma sem stjórnskipan landsins setur. Við kjósendur beinum gónum að fortíð frambjöðenda í leit að upplýs- ingum um hvernig líklegt sé að við- komandi farnist í æðsta embætti lýð- veldisins. Mikilvægt er að umfjöllun- in um feril frambjóðenda sé eins vönduð og kostur er. Höfundur þessarar gteinar var kosningarstjóri fyrir framboð Gunn- ars Thoroddsens á ísafirði í forseta- kosningunum 1968, en þær þóttu mér einkennast mjög af illmælgi, rógi og kjaftasögum um frambjóð- Svanur Krisljánsson Sjálfshjáp meé Relki i Bergur Björnsson \ reikimeistari Upplýsingasími: 562-3677 Þróun í kennslu á reiki-námskeiðum gerir nú öllum kleift að læra að nota óg beita reiki til andlegrar uppbyggingar og betri líðan. Lægra gjald þýðir að reiki-námskeið er nú á allra færi. Reiki I (fyrir byrjendur) kr. 5.000. Reiki II (framhaldsnámskeið) kr. 7.000. Reikimeistara-námskeið kr. 20.000. Námskeið Akureyri Egiisstaðir ísafjörður Reykjavík Relki l 5. júlí 12. júlí 19. júlf 26. júlí Reiki II 6. júli 13. júlí 20. júlí 27. júlí Reikimeistari 7. júlí 14. júlí 21. júlí 28. júlí REIKIMIÐSTÖÐIN Skúlagötu 26. Reykjavík. í versl. BETRA LÍF í Borgarkringlunni, Rvík, færðu bæklinginn, „Reiki fyrir alla“ (póstsendur út á land, sími 581-1380) með 35 spurningum og svörum um reiki. Dæmi: „Hvað hefur reiki umfram yoga?“ „Hvað getur reiki gert fyrir mig?“ „Hvernig er reiki kennt?“ o.fl. ÞAÐ ER UM HELGINA SEM ER OPIÐ HÚS HJÁ INNYAL Á NÝJUM STAÐ í HAMRABORG I KOMIÐ OG SKOÐIÐ FJÖLBREYTT ÚRYAL INNRÉTTINGA í ELDHÚS OG BÖÐ, AUK FATASKÁPA OG TRÉSTIGA í MIKLU ÚRVALI. LEITIÐ TILBOÐA. INNVAL BÝÐUR VANDAÐA VÖRU Á GÓÐU VERÐI. MvAL ■fWElSB VERIÐ VELKOMIN. SERVERSLUN MEÐ INNRETTINGAR OG STIGA endurna tvo, Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen. Kosninga- baráttan nú virðist vera að síga í sama farið. Einn frambjóðenda virðist sérstaklega vera skotspónn skipulagðrar ófrægingarherferðar. Svo háttar til, að ég var samstarfsmaður Olafs Ragnars í Háskóla ís- lands um margra ára skeið og þekki því vel til starfs hans sem vís- indamanns, kennara og fræðimanns. Ég tel mig því hafa nokkru _að miðla til annarra um mannkosti 01- afs. Ólafur Ragnar Grímsson er, í stuttu máli sagt, afburðamaður á sínu vísindasviði. Hann lagði traust- an grunn að rannsóknum á íslenskum nútímastjórnmálum með doktorsrit- gerð sinni og ýmsum veigamiklum ritgerðum sem birtust á áttunda ára- tugnum í erlendum típaritum. I rit- verkum sínum er Ólafur Ragnar þjóðlegur og alþjóðlegur í senn; þjóð- legur í vali á viðfangsefnum og vegna vandaðrar úrvinnslu á íslenskum heimildum, og heimsborgap með því að tileinka sér alþjóðlegar kröfur vís- inda um hlutlægni. Ölafur Ragnar skipaði sér skjótt i fremstu röð stjórnmálafræðinga og tók m.a. þátt í margvíslegu rannsóknarsamstarfi stjórnmálafræðinga vestan hafs og austan. Samstarf við Norðurlöndin var honum sérlega hugleikið. ísland gerðist þátttakandi í fræða- og út- gáfustarfi á Norðurlöndum, svo og í samtökum stjórnmálafræðinga í Evrópu fyrir hans tilstilli. Við sem á eftir honum komum höfum notið góðs af alla tíð síðan. Ólafur Ragnar nýtur virðingar meðal stjórnmálafræðinga, þrátt fyr- ir að talsvert sé um Iiðið frá því hann var sem virkastur á þeim vett- vangi. Sem dæmi má nefna að þing norrænna stjórnmálafræðinga var haldið hér á landi árið 1990. Undir- búningsnefnd þingsins, sem skipuð var fulltrúum allra Norðurlanda, sótti fast að fá Ólaf Ragnar sem aðal- ræðumann þingsins, og varð hann ljúflega við þeirri ósk þótt ekki væri honum það skylt. Áheyrendur minn- ast þessarar ræðu enn, því hún var í senn ögrandi og fræðandi - og sköruglega flutt á sænsku. Fræðilegur metnaður ásamt hæfni og trúmennsku í starfi einkenndi kennslu Ólafs Ragnars, fyrst við námsbraut í þjóðfélagsfræðum og síðar við Félagsvísindadeild Háskóla íslands. Takmarkið var að byggja upp B.A.-nám í stjórnmálafræði, þar sem áhersla væri á rannsóknir og kennslu um íslensk stjórnmál; jafn- framt stæðist B.A.-prófið alþjóðlegar kröfur og útskrifaðir nemendur væru gjaldgengir til framhaldsnáms við erlenda háskóla. Þessi markmið náð- ust fljótt, og þar á enginn stærri hlut en Ólafur Ragnar. Hann er brautryðjandinn, hann setti markmið og hæfniskröfur sem höfð hafa verið að leiðarljósi. Ólafur Ragnar Grímsson er ekki gallalaus maður og ýmis verk hans sem stjórnmálamanns eru umdeild. Illa er hins vegar komið fyrir þess- ari þjóð, ef rógstungum verður mikið ágengt í þessum forsetakosningum. Vegum og metum kosti og galla hvers frambjóðanda fyrir sig og kom- umst að yfirvegaðri og sanngjarnri niðurstöðu. Ég þekki hæfni, dugnað og trú- mennsku Ólafs Ragnars í vandasömu starfi. Sá ferill er.glæsilegur og hon- um til mikils sóma. Miðað við störf Ólafs Ragnars í Háskóla íslands er fullt tilefni til þess að ætla, að öguð hugsun fræðimannsins og sam-' skiptahæfni frábærs kennara muni einkenna störf hans sem næsta for- seta hins íslenska lýðveldis, nái hann kjöri. Kjósendanna er valið. SVANUR KRISTJÁNSSON, Leirubakka 24, Reykjavík. Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Hdskóla Islands. „ Að skreyta sig ann- arra fjöðrum“ HAMRABORG 1, KÓPAVOGI SlMI 554 4011 í SJÁLFU sér er það ekki mikið mál hver tildrögin voru að út- nefningu Nand Khemka sem aðal- ræðismanns íslands í Nýju Delhi á'Indlandi - og skiptir ekki miklu máli hver þar stóð að verki. Það álvarlega í mál- inu er að Ólafur Ragn- ar Grímsson vænir mig um ósannsögli í frá- sögn minni af atburða- rásinni. Ólafur Ragnar átti ekki frumkvæðið í máli þessu, þótt hann eigni sér það - stað- reyndir málsins eru eftirgreindar: (1) í frásögn Ólafs Ragnars í „Séð og heyrt“ segir svo: „Að frumkvæði Ólafs Ragnars og Sigurðar Helga- sonar - var Khamka gerður að aðal- ræðismanni Islands á Indlandi." (2f Tillaga mín um útnefningu ræðismannsins var rædd við ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytisins eftir komu mína frá Nýju Dehli í febrúar 1987. Khamka féllst á að takast embættið á hendur á viðræðu- fundi sem ég átti með honum á meðan á dvöl minni þar stóð. (3) Khamka sendi mér umbeðin gögn vegna embættisins 19. mars 1987 og kem ég þeim áleiðis til utan- ríkisráðuneytisins. (4) Þann 26. maí 1987 tilkynnir utanríkisráðuneytið mér að fallist hafí verið á útnefningu Nand Khemka, sem aðalræðismanns ís- lands I Nýju Delhi og að viðhlítandi 1 gögn verði send til yfirvalda á Ind- landi vegna málsins. (5) Það lá því fyrir í utanríkisráðu- neytinu frá 26. maí 1987 hver yrði ræðismaður íslands í Nýju Delhi - Sigurður Helgason og þeim sem hugðu á ferð til Indlands var inn- an handar að fá upplýs- ingar þay um. (6) Ólafur Ragnar Grímsson var ekki í Nýju Delhi fyrr en í nóvember 1987 - sex til sjö mán- uðum eftir ákvörðun ut- anríkisráðuneytisins um útnefningu ræðismanns- ins. í þeirri ferð mun hann hafa hitt Khamka í fyrsta sinn. (7) Um ofangreind atriði hefí ég gögn til staðfestingar - einnig er að finna upplýsingar um þetta í dagbók minni frá þessum tíma. Ólafur Ragnar Grímsson er því uppvís að því að skreyta sig annarra fjöðrum, að eigna sér verk, sem af öðrum er unnið - og í ofanílag að væna þann sem verkið vann, um ósannsögli. Slíkt er ekki sæmandi frambjóðanda til embættis forseta íslands. Forseti íslands verður að vera heiðarlegur, vammlaus og sannsög- ull. Menn gera sér væntanlega grein fyrir því siðferði og þeirri framkomu, sem að baki býr eftir þessa frásögn. Geta þá gert upp við sig hvort þessi frambjóðandi sé hæfur til starfsins. Persónulega efast ég stórlega um að svo sé, ekki bara með tilliti til þessa atviks, heldur miklu fremur vegna ferils og fortíðar Ólafs Ragn- ars Grímssonar. Pólitískur loddari á ekkert erindi til Bessastaða. SIGURÐUR HELGASON, Skildinganesi 52, Reykjavík. Höfundur er fyrrverundi stjórnar- formaður Flugleiða hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.