Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 34
34 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
+ Pétur Þ. Ingj-
aldsson fæddist
I Reykjavík II. jan-
úar 1911. Hann lést
á Héraðshæli Hún-
vetninga á Blöndu-
ósi 1. júní síðastlið-
inn. Foreldrar Pét-
urs voru Ingjaldur
Þórðarson verka-
maður og kona
hans Guðrún Pét-
ursdóttir Guð-
mundssonar bónda
í Skildinganesi.
Pétur kvæntist 14.
júlí 1956 Dómhildi
húsmæðrakennara, dóttur Jóns
Halls Sigurbjörnssonar á Akur-
eyri. Þau eignuðust tvo syni,
Pétur Ingjald og Jón Hall. Pét-
ur varð stúdent frá Menntaskól-
anum I Reykjavík 30. júní 1933.
Cand theol. frá Háskóla Islands
31. janúar 1938, tók kennara-
próf frá Kennaraskóla íslands
„Sælir eru dánir, þeir sem í
Drottni deyja þeir skulu fá hvíld frá
erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja
þeim.“ Opinb. Jóh. 14,13.
í dag verður til moldar borinn frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd sr.
Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrum prestur
í Skagastrandarprestakalli og pró-
fastur Húnvetninga. Lést hann hinn
1. júní síðastliðinn á Héraðshæli
Húnvetninga á Blönduósi á 86. ald-
ursári, eftir að hafa átt við mikla
vanheilsu að stríða síðustu æviárin.
Með sr. Pétri er genginn svipmik-
íll og skörulegur kennimaður, sterk-
ur persónuleiki og drengur jgóður,
* sem sjónarsviptir er að. Islensk
prestastétt er sýnu svipminni við
fráfall hans.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson fæddist
í Reykjavík og ólst þar upp. Að
loknu stúdentsprófí 1933 ákvað
hann að ganga í þjónustu kirkjunn-
ar og helga henni starfskrafta sína.
Því lá leið hans í guðfræðideild
Háskóla íslands en þaðan braut-
skráðist hann sem guðfræðingur
1938. Og enn vildi sr. Pétur nám
sitt auka og lauk hann kennara-
prófi frá Kennaraskólanum ári síð-
ar. Hann vígðist til Höskuldsstaða-
prestakalls í Húnavatnsprófasts-
dæmi, eftir að hafa um skeið gegnt
aðstoðarþjónustu þar, hinn 15. júní
árið 1941 og þessu prestakalli þjón-
aði hann alla tíð eða í rúm 40 ár
uns hann lét þar af störfum fyrir
15 árum 1981. Sat hann framan
af starfsævi á Höskuldsstöðum en
hin síðari starfsárin var hann bú-
settur á Skagaströnd. Sr. Pétur var
prófastur i Húnavatnsprófastsdæmi
frá 1. nóv. 1968 og þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir. Þau
störf rækti hann af mikilli árvekni
og skyldurækni, og var _prestum
sínum hinn ráðhollasti. A fyrstu
prestsskaparárum sínum var sr.
Pétur formað'ur Ungmennasam-
bands Austur-Húnavetninga og lét
alla tíð félags- og menningarmál
héraðsins mjög til sín taka. Hann
var afar vel látinn af sóknarbörnum
sínum, virtur og vinsæll. Hann var
skörulegur prédikari, og atkvæða-
mikill í málflutningi öllum. Og hvar-
vetna vakti hann athygli og eftir
honum var tekið. Því ollu leiftrandi
gáfur hans, rík frásagnargleði og
græskulaus, góðlátleg kímni, er
hýrgaði og gladdi. I góðra vina
hópi og á góðri stund var hann allra
manna glaðastur og reifastur,
skemmtilegur maður í þess orðs
bestum skilningi. Hann var sögu-
maður mikill og hafsjór af fróðleik.
Hann sagði allra manna best frá
og miðlaði mörgum af þekkingu
sinni á landi og þjóð. Hann flutti
fyrirlestra og reit margar greinar
einkum á sviði sögulegs fróðleiks.
Á fræðasviðinu mun ættfræðin hafa
átt stærst ítök í huga hans. Hann
hafði hið mesta yndi af því að
grúska í ættfræði og ræða um ætt-
ir manna við aðra.
vorið 1939, var
kennari við ungl-
ingaskólann í Gerð-
um í Garði veturinn
1939-1940. Vígður
til Höskuldsstaða
15. júní 1941, prest-
ur þar og á Skaga-
strönd, síðar próf-
astur allt til starfs-
loka 1981. Formað-
ur Ungmennasam-
bands Austur-Húna-
vatnssýslu 1945-47.
Prófdómari í bók-
legum greinum við
Kvennaskólann á
Blönduósi um langt árabil frá
1948. Ritstörf: ýmsar ritgerðir
í blöðum og tímaritum um efni
úr sögu íslands, einkum greinar
um látna merkismenn.
Utför Péturs verður gerð frá
Hólaneskirkju á Skagaströnd í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Sr. Pétur var hamingjumaður í
einkalífi eigi síður en í störfum.
Eftirlifandi eiginkonu sinni Dóm-
hildi Jónsdóttur húsmæðrakenn-
ara, hinni ágætustu konu, kynntist
Pétur í Kvennaskólanum á Blöndu-
ósi, en þar var hann um árabil
prófdómari, og var skólinn stað-
settur í byggðinni utan Blöndu er
þá tilheyrði Höskuldsstaðapresta-
kalli. Þau sr. Pétur og Dómhildur
felldu hugi saman og gengu i
hjónaband 14. júlí 1956. Eignuð-
ust þau tvo sonu, hina mestu efnis-
menn. Dómhildur tók virkan þátt
í hinu kirkjulega starfi með manni
sínum og reyndist honum í hví-
vetna styrkur og stoð. Hjónaband-
ið varð þeim báðum gæfa og bless-
un og umhyggja Dómhildar fyrir
Pétri var mikil, er heilsu hans
hrakaði.
Ég kynntist sr. Pétri fyrst sem
unglingur fyrir norðan, en hann og
faðir minn, sr. Þorsteinn B. Gíslason
í Steinnesi, voru nánir samverka-
menn og vinir og höfðu mikil sam-
skipti. Sr. Pétur kom stundum heim
í Steinnes og þá voru jafnan gleði-
stundir á heimilinu og góðum gesti
vel fagnað. Foreldrum mínum
reyndist sr. Pétur ævinlega hinn
besti drengur, enda var hann ósvik-
inn vinur vina sinna, trygglyndur
og vinfastur. Eftir að leiðir skildu
og foreldrar mínir fluttust suður til
Reykjavíkur, eftir langa þjónustu í
Húnaþingi, hringdi hann iðulega
suður til þeirra til þess að leyfa
þeim að fylgjast með kirkjulegum
viðburðum og mannlífi í Húna-
þingi. Slíkur var velvilji hans og
vinsemd.
Sr. Pétur verður okkur samferða-
mönnum hans fyrir margra hluta
sakir ógleymanlegur. Hann var
höfðinglegur ásýndum og fyrir-
mannlegur. Svipurinn einarður og
mildur í senn, svipmótið drengilegt..
Kímni og spaugsyrði voru honum
svo töm á tungu að eftirfarandi orð
eru eins og um hann ort: Kættir
þú margan að mörgu, svo að minnst
verður lengi, þýðmennið, þrek-
mennið glaða. Og ógleymanlegur
verður lifandi áhugi hans á kirkju-
legum málefnum og starfi og á
menningu og mannlífí yfirleitt.
Að lokinni lífsgöngu er hans því
saknað af sviði, en sú er sannfæring
kristins manns, að þeir sem feta
hina beinu braut Drottins og þjóna
honum muni innganga til friðar,
sælu og hvíldar og orð Opinberunar-
bókarinnar rifjast upp: Sælir eru
dánir, þeir sem í Drottni deyja,....
þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu
því að verk þeirra fylgja þeim.
Blessuð og heiðruð sé minning sr.
Péturs Þ. Ingjaldssonar. Guð gefi
honum nú fararheill í himin sinn.
Hér er hinum látna flutt kveðja og
þökk frá Prófastafélagi íslands.
Þökkuð eru heilladijúg störf og
kynnin góðu, samvistir og sam-
fylgd. Eiginkonu sr. Péturs og son-
MINNINGAR
um er hér vottuð einlæg og innileg
samúð.
Guðmundur Þorsteinsson.
Komið er að kveðjustund. Þakk-
læti og virðing er efst í huga, að
hafa átt að vini heiðursmanninn og
tryggðartröllið sr. Pétur Þ. In-
gjaldsson.
Leiðir lágu fyrst saman á ljósum
vordögum fyrir réttum sjötíu árum,
þegar við tveir ungir drengir á svip-
uðu reki tókum inntökupróf upp í
Menntaskólann í Reykjavík. Þá
bundumst við þeim böndum sem
órofa hafa reynst í áranna rás, þótt
nokkur vík væri á milli vina á há-
skólaárunum, annar í kjörgrein
sinni, guðfræðinámi, en hinn að
leita sér verkfræðiþekkingar ytra,
allt til ársins 1938 er námi beggja
lauk og starfsárin framundan.
Þar með var komið að þeim
þáttaskilum, að allar götur síðan
höfum við getað hlúð að okkar
gömlu kynnum með því að hittast
eða bera reglulega saman bækur
okkar á annan hátt. Umræðuefni
þraut ekki, þótt starfsvettvangur
hvors væri svo gerólíkur sem raun
bar vitni. Ekki sakaði, að áhuga-
málin fundu sér oftar en ekki sam-
eiginlegan farveg. Sem dæmi má
nefna, að sr. Pétur var eins og
kunnugt er mikill sagnaþulur, en
ég góður hlustandi vegna verulegs
áhuga almennt á gömlum geymd-
um. Hér var presturinn gefandinn
en hinn þiggjandinn. Svo var á fleiri
sviðum í okkar góðu kynnum.
Sagt er með sanni, að í raun eigi
maður ekki nema það sem maður
gefur. I þeim rétta skilningi var sr.
Pétur Ingjaldsson ríkur maður sem
gaf samferðamönnum sinum af
þeirri auðlegð sem mölur og ryð fær
ei grandað.
Blessuð sé minning hans.
Ágætri eiginkonu sr. Péturs, son-
um og fjölskyldum þeirra sendum
ég og kona mín innilegar samúðar-
kveðjur.
Ólafur Tryggvason.
Nemendur Menntaskólans í
Reykjavík, aldnir og ungir, komu
saman til hátíðar á sunnudaginn
var í tilefni af 150 ára afmæli skól-
ans. Við gengum stíga og ganga,
sem við stikuðum fyrr, margir
þeirra, sem fremstir fóru í fylking-
unni, ekki léttir á fæti lengur. En
það blasti líka við, að skólinn skilar
þjóðinni fjölmennu og glæsilegu liði
í stað þeirra, sem lýjast, heltast úr
hinni löngu lest og hverfa.
Gaudeamus igitur. Og sólin skein á
allan hópinn, rétt eins og hún hló
fyrir 70 árum við okkur, sem þá
þreyttum inntökupróf inn í Mennta-
skólann. í þeim hópi var Pétur Ingj-
aldsson. Við hinir öldnu, sem feng-
um að hittast á sunnudaginn var
til þess að heiðra skólann forna og
kæra, höfum átt mörgum á bak að
sjá, skörðin koma í vinahópinn eitt
af öðru. Nú hafði andlátsfregn síra
Péturs borist nýverið. Hún var ekki
óvænt. Við hefðum ekki getað búist
við honum til þessarar hátíðar, þótt
hann hefði fengið fleiri ævidaga.
Hann hafði lengi verið að búast við
því að sækja aðra meiri hátíð og
ekki getað öðru sinnt en þeim við-
búnaði. Nú var hann farinn þá för.
En nafn hans var á vörum þeirra,
sem forðum áttu samleið með hon-
um í skóla. Alltaf hafði hýrnað yfir
þeim, þegar þeir nefndu hann, og
röddin hlýnað. Svo var enn, þegar
við minntumst hans þar sem við
biðum þess að leggja af stað í skrúð-
gönguna, sem við fengum að taka
þátt í. Hann var kominn í hóp hinna
horfnu.
Þeir sem koma vel skapi saman
í skóla verða að jafnaði nátengdir
síðan. En tryggð og vinfesti eru
dyggðir, sem er misjafnlega úthlut-
að og misjöfn rækt við þær lögð.
Síra Pétur Ingjaldsson var einn
þeirra heilsteyptu manna, sem aldr-
ei gleyma gömlum kynnum né af-
rækja forn tryggðabönd. En leiðir
greinast ýmislega í lífínu. Við Pétur
urðum ekki aðeins mátar í skóla,
við urðum starfsbræður og kvaddir
til náins samstarfs um árabil. Þeir
mannkostir, sem sögðu til sín á
unglingsárum og spáðu honum
góðri giptu í framtíðarstörfum, hver
sem þau yrðu, reyndust haldgóðir
og þroskuðust vel í því lífsstarfí,
sem hann kaus sér. Hann var í
skóla drenglyndur félagi, glaðsinna
með stillingu, skopnæmur en ævin-
lega græskulaus, sjálfstæður í við-
horfum, með trausta dómgreind og
samviskusemi, sem ekki mátti
vamm sitt vita. Og þessi einkenni
bar hann með sér í kirkjulegum
ábyrgðarstörfum og ég hygg, að
það hafí verið almennt álit, að þar
hafí hann jafnan reynst því betur
sem honum var meiri tiltrú sýnd.
Hann gerðist prestur (1941)
fjarri bernskuslóðum sínum og átt-
högum í ættir fram, sem voru
Reykjavík og nágrenni hennar. En
hann skaut rótum fljótt og vel í
Húnaþingi og ávann sér hylli og
tiltrú sóknarbama sinna og hér-
aðsbúa almennt. Og þar kynntust
þau Dómhildur Jónsdóttir, hús-
mæðrakennari, og bundust ævi-
böndum sér til gagnkvæmrar gæfu.
Þau fylgdust að í nær fjóra ára-
tugi. Við vinir hans brugðum fyrr
meir stundum á léttleikahjal við
hann um það, að hann drægi það
óþarflega lengi að fá sér konu. Hitt
vissum við fullvel, að hann vildi
vanda sig í vali sínu. Og þar kom,
að við gátum samfagnað honum
heilshugar með það, hvílíkur giptu-
maður hann varð í þessu efni. Dóm-
hildur var honum ómetanlegur föm-
nautur í einkalífí og öllum störfum
að kirkju- og félagsmálum. Og þó
aldrei fremur en í brattanum undir
lokin. Nú nýtur hún stuðnings
drengjanna þeirra tveggja, sem
bera svip og gæfumerki beggja for-
eldra.
Síra Pétur varð prófastur Hún-
vetninga 1967 og þótti flestum
hann vera nær sjálfkjörinn til þess
ábyrgðarstarfs. Skömmu síðar var
hann kosinn á kirkjuþing og sat þar
uns hann lét af embætti fyrir ald-
urs sakir. Það var einróma álit
kirkjuþingsmanna, að hann brygði
nýjum,' sterkum svip yfir þá sam-
kundu - ásamt öðrum bekkjarbróð-
ur mínum, sem kom samtímis á
þingið, þeim fágæta manni, sr. Ei-
ríki J. Eiríkssyni. Þeir voru aldrei
saman í skólabekk, þótt báðir lentu
með mér, hvor á sínu reki. Samleik-
ur þeirra á kirkjuþingi, sjálfráður
og ósjálfráður, um það að blanda
góðu gamni í alvöruna, þegar við
átti, svipta grímu hátíðleikans af
ómerkilegheitum og blása fúlu lofti
út úr sal og sál með því að vekja
hollan hlátur, var frábær og öllum
ógleymanlegur. Skorti þó aldrei á,
að þeir væru málefnalegir, þegar á
það reyndi, og tækju á úrlausnar-
efnum af fyllstu alvöru. Sr. Pétur
var næmur á sögu og þjóðlegan
fróðleik, minnugur vel, ágætlega
ættfróður. Hann hafði jafnan á tak-
teinum sagnir af mönnum og atvik-
um, sem hann kryddaði mál sitt
með eða notaði til stuðnings orðum
sínum, og fórst það oft fimlega.
Það sem eftir hann liggur prentað
sýnir, áð hann var vel ritfær.
Þegar sr. Pétur Ingjaldsson lagði
út í prestsskapinn hafði hann ekki
háar hugmyndir um sjálfan sig. Það
er mér kunnugt um. En hann var
ráðinn í því að vera Guði sínum og
kirkju hollur og trúr í vandasömu
starfi. Því áformi hefur hann ekki
brugðist. Hann barst aldrei á í
neinu. En það fundu allir, að hann
var heil persóna, að á bak við orð
og gerðir var ósvikin lund, falslaust,
gott hjarta. Öllum þótti gott að leita
til hans um ráð í einkamálum og
um stuðning við almenn nytjamál.
Hann var samningamaður góður,
laginn á að finna þá fleti á málum,
að menn gátu rætt þau í nýjum
anda og fundið samleið til lausnar.
Farsæla vitsmuni hans studdi það
skopskyn, sem hann var svo ríkulega
gæddur, og fyrst og fremst góðvild-
in, sem stjómaði öllum viðhorfum
til manna og málefna. Guð gefí hon-
um nú raun lofí betri.
Sigurbjörn Einarsson.
Skáldið Stephan G. Stephansson
orti fyrir rúmri öld eitt af ljóðum
PÉTUR Þ.
INGJALDSSON
sínum, er hann nefnir Gömul trú.
Hann yrkir þar um dauðastundina,
er hann nefnir „augnablik það eina“
og segir m.a.:
Seint eður snemma á sama tíma
sofna muntu hinsta blundinn.
Hvar eða hvemig að það að ber
enginn veit. En þetta er stundin.
Hvar eða hvemig að það að ber
engu skiptir ljóssins vini.
Árdags vegsemd við þeir sofna,
vakna í Zions geisla skini.
Augnablik það eina, er lokar brá
hefur nú komið með hinsta blundinn
til séra Péturs Þórðar Ingjaldssonar
fv. prófasts á Skagaströnd. Þó að
enginn viti hvenær sú stund ber að
höndum, var augljóst að hennar
myndi hér skammt að bíða. En jafn-
vel þó að sú yrði raunin setur mann
hljóðan við andlátsfregnina. Dauð-
inn virðist alltaf koma óvænt, - þó
að hann sé það eina, sem öllum er
áskapað, - stundin, þegar allt er
breytt og allt er hljótt. „Eg er strá,
en þú ert ljós,“ - hugsum við í
þögulli bæn með þjóðskáldinu og
beinum sjónum okkar til hins al-
máttuga Drottins, - sem framtíðina
hefur í hendi sinni og fyrirheitið
gefur hinum framliðna „að vakna
í Zions geisla skini“
Mér er minnisstæð prestsvígsla
séra Péturs í Dómkirkjunni 15. júní
1941. Þessi gjörvulegi guðfræði-
kandidat vakti athygli og fram-
ganga hans var traustvekjandi. Mér
þótti vænt um að sjá þennan frænda
minn koma til þjónustu í kirkjunni,
en báðir berum við sama nafn ætt-
föður okkar. Séra Pétur var mjög
frændrækinn, og svör við ættfræð-
inni hafði hann jafnan á reiðum
höndum. Ættfræði var honum sér-
staklega hugleikin fræðigrein.
Þegar séra Pétur kom til starfa
í kirkjunni, kom mér eigi til hugar,
að við ættum í vændum mikið og
ánægjulegt samstarf á þeim vett-
vangi, er treysti bæði vináttu- og
ættarböndin. Ég minnist ekki síst
og þakka samstarf okkar í stjórn
Prestafélags hins forna Hólastiftis
með öðrum próföstum á Norður-
landi. Samfundir okkar í stjórninni
einkenndust af áhugamálum kirkj-
unnar og voru jafnframt vina- og
fagnaðarfundir. En einmitt þetta:
Boðun fagnaðarerindisins í kenni-
mannsstarfinu og félagslífi, vinátta,
trygglyndi og glaðværð einkenndi
þennan horfna vin og starfsbróður.
Það mátti ganga að því vísu, að
hvar sem séra Pétur var mættur á
mannfundum og í hópi vina og
kunningja, að þar var það hann,
sem hélt gleði hátt á loft. Hann
átti ríka frásagnargáfu, þótt hann
væri alvörumaður átti hann létt
með að koma auga á það kómíska
í tilverunni. Hnyttin tilsvör hans og
athugasemdir vöktu jafnan kátínu
og góðan félagsanda. Séra Pétur
var laus við allan tepruskap, kom
til dyranna eins og hann var klædd-
ur. Skylduræknin, og að láta ekki
sinn hlut eftir liggja, var honum í
blóð borið. Hann átti vinsældum að
fagna meðal sóknarbarna sinna og
kollega, var alþýðlegur í viðmóti
og jafnan reiðubúinn til þess að lið-
sinna öðrum og láta gott af sér
leiða.
Séra Pétur Ingjaldsson stóð ekki
einn í starfi sínu. Eiginkona hans,
Dómhildur Jónsdóttir, dóttir Jóns
Halls húsgagnabólstrara á Akur-
eyri, stóð dyggilega við hlið hans í
lífi og starfi. Safnaðarþjónustan
fyrir yngri sem eldri var einnig
hennar áhugamál, sem hún rækti
af dugnaði og árvekni, bæði fyrir
norðan og þegar þau hjónin fluttu
suður til Reykjavíkur. Þau eignuð-
ust tvo syni, Jón Hall og Pétur Ingj-
ald, sem nú eru mikil stoð móður
sinnar við andlát hins kæra eigin-
manns og föður.
Það er bjart að líta yfir liðinn
starfs- og ævidag þessa merka
þjóns í kirkjunni og góða starfs-
bróður. Minning hans segir hið
sama og Klettafjallaskáldið kvað:
Hann var einn áf vinum ljóssins,
og hefur nú sofnað við árdags veg-
semd til að vakna í geislaskini meira
að starfa Guðs um geim.
Við burtför séra Péturs Ingjalds-