Morgunblaðið - 08.06.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 35' '
sonar af þessu jarðneska sviði vott-
um við Sólveig frú Dómhildi, son-
um, tengdadóttur og barnabörnum
innilegustu samúð okkar. Við kveðj-
um hér kæran heimilis- og fjöl-
skylduvin. Hlý og björt er minning
hans, sem minnir á, að þar sem
góðir menn fara, þar eru Guðs veg-
ir.
Pétur Sigurgeirsson.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrum
sóknarprestur í Höskuldsstaða-
prestakalli og um tíma prófastur í
Húnavatnsprófastdæmi, andaðist
um hádegið sl. laugardag, daginn
fyrir sjómannadaginn, eða fékk
hvíldina eins og gamalt sóknarbarn
hans sagði við mig, þegar hann
sagði mér lát „gamla mannsins"
um miðjan þann dag. En því til-
greini ég sjómannadaginn, að sr.
Pétri eins og hann alltaf var nefnd-
ur, var sérstaklega umhugað um
hag sjómanna og heimila þeirra
enda af sjósóknurum kominn að
eigin sögn.
Með sr. Pétri er genginn mætur
maður, sem setti svip sinn á Húna-
þing um og upp úr miðri öldinni.
Hann var vígður til Höskuldsstaða
1941 og bjó lengi vel á Höskulds-
stöðum en flutti síðar til Skaga-
strandar enda var hún þá orðin
þungamiðja prestakallsins. Fyrr á
tímum var Höskuldsstaðaprestakall
eitt af betri brauðum landsins. Það
náði yfir næstum allan Vindhælis-
hrepp hinn forna og norðurhluta
Engihlíðarhrepps m.a. þess hluta
hans, sem byggðin norðan ár á
Blönduósi reis. Þar var Kvenna-
skóli Húnvetninga byggður um
aldamótin, þegar hann var fluttur
frá Ytri-Ey, en þar var hann áður
í nágrenni Höskuldsstaðapresta frá
1883. Kvennaskólinn varð síðar
húsmæðraskóli, en sr. Pétur prestur
skólans og prófdómari í fjölda mörg
ár. Og það fór fyrir honum eins og
svo mörgum öðrum Húnvetningum
að þar fann hann ástina sína. Hann
kvæntist Dómhildi Jónsdóttur, hús-
mæðrakennara, árið 1956 og eign-
uðust þau tvo sonu.
Starf prestsins breyttist mikið á
þessum árum. Húsvitjanir voru af-
lagðar, sem sr. Pétur taldi afturför.
Það væru mikil fríðindi að geta
komið heim til fólks og rætt við það
og kynnst kjörum þess. Það er nú
þannig, að það eru ekki alltaf þeir
sem mest heyrist í, sem eiga erfið-
ast og þurfa á aðstoð að halda,
ekki endilega fjárhagslegri aðstoð
heldur bara að geta talað við ein-
hvern, sem vill hlusta. Á þessum
árum hættu prestarnir einnig að sjá
um mánntalið o.fl. veraldleg störf.
Sr. Pétur skilaði alltaf skýrslum
sínum með prýði og á réttum tíma.
Hann var góður ættfræðingur
og hafði áhuga á þeim fræðum, en
hefði mátt skrifa meira um það
efni. Hann var lengi í ritnefnd fyrir
Húnavöku, fræði og fréttarit, sem
Austur-Húnvetningar hafa gefið úr
síðan árið 1961.
Sr. Pétur var borinn og barn-
fæddur Reykvíkingur og bar mjög
hlýjan hug til „bæjarins síns“ og
síðar borgarinnar. Hann var hafsjór
af fróðleik um „Gömlu Reykjavík"
og sagði margar sögur þaðan, um
menn og málefni, margar sem ekki
yrðu skráðar í ævisögum eða ann-
álum. Hann hafði einnig mikinn
áhuga á uppbyggingu Skaga-
strandar, en þar átti að byggja upp
2-3 þúsund manna fyrirmyndarbæ,
sem byggði afkomu sína á sjósókn
og hefði landbúnað í bakhöndinni
svona til öryggis. En síldin hvarf
af vestursvæðinu og þá um leið
framkvæmdirnar og kyrrstöðutíma-
bil tók við. Sr. Pétur trúði þvi að
með Guðs hjálp myndi rætast úr
erfiðleikunum og það gerði það
áður en hann lét af störfum árið
1981.
Sr. Pétur kom oft í heimsókn á
heimili föður míns og síðar á heim-
ili okkar hjóna. Hann var ávallt
kærkominn gestur. Það var ekki
aðeins fróðlegt að eiga samræður
við hann, heldur gat hann einnig
verið mjög skemmtilegur. Einhverju
sinni var verið að tala um slagsmál
á dansleik sem m.a. nokkrir Skag-
strendingar voru taldir hafa tekið
þátt í og verið að býsnast yfir ósköp-
unum. Sr. Pétur spurði aðeins: „Og
hvernig stóðu mínir menn sig?“
Sr. Pétur varð prófastur í Húna-
vatnsprófastdæmi 1968. Áttum við
þar gott samstarf á héraðsfundum.
Hann vildi einnig leggja áherslu á
að kirkjan væri þjóðkirkja m.a. með
því að fulltrúi hins veraldlega valds
væri ávallt boðinn á meiri háttar
athafnir kirkjunnar. Hann var ein-
lægur trúmaður. Það fannst þegar
farið var að ræða þau mál í alvöru
t.d. þegar válegir atburðir höfðu
gerst. Og fólkið í sjávarplássunum
væri einlægara í trú sinni einfald-
lega vegna þess, að alltof oft gæti
mannlegur máttur ekkert að gert
og eina ráðið væri að leita til Guðs
síns, þegar höfuðskepnumar færu
hamförum og ástvinir úti á sjó.
Hann var mjög vel ritfær og
skrifaði nokkrar greinar og frá-
sagnir í blöð og tímarit og hefði
mátt gera meira af því. Hann flutti
ágætar tækifærisræður, byggði
þær vel upp og lagði út af efni sem
vakti athygli, en samt var skammt
í kímnina, svo menn höfðu gaman
af. Hann gat þannig oft á tíðum
lífgað upp hálfdautt smkvæmi með
litríkum dæmum, sem féllu að efn-
inu og vöktu kátínu.
Það er ekki hryggðarefni þótt
gamall maður hverfi yfir móðuna
miklu og fái hvíld, en eftir er sökn-
uður aðstandenda og hugljúfar
minningar samferðamanna um góð-
an dreng. Við hjónin séndum frú
Dómhildi, sonum og öðrum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur.
Jón ísberg.
Með séra Pétri Þ. Ingjaldssyni
er genginn einn af þeim sem um
áratuga skeið setti mjög svip sinn
á umhverfi sitt hér í Húnavatns-
sýslu. Gáfur hans og sérkenni voru
slík að hann vakti hvarvetna at-
hygli og skemmtileg tilsvör hans
og athugasemdir gerðu hann nán-
ast að þjóðsagnapersónu. Þótt hann
hafi fallið frá 85 ára að aldri, sadd-
ur lifdaga eftir erfið veikindi, stend-
ur skarð eftir þegar slíkir menn
kveðja.
Séra Pétur var virtur prestur og
sálusorgari í 40 ár og síðari hlutann
af starfsævi sinni prófastur í Húna-
vatnsprófastsdæmi. Engan vissi ég
af sóknarbörnum hans, eða öðrum
sem áttu skipti við hann sem prest,
sem ekki báru til hans hlýjan hug.
Góðvild hans og mannþekking var
ríkuleg. Hreinskiptni hans og hisp-
ursleysi urðu síst til þess að draga
úr vinsældum hans og virðingu.
Séra Pétur var fróður maður, eink-
um um ættfræði og sögu. Hann
virtist kunna skil á ættum og ætta-
reinkennum ótrúlegs fjölda fólks
og eiga sagnir af því á hraðbergi.
Hann var skemmtilegur maður með
magnaða kímnigáfu og frásagnar-
hæfileika. Tilsvör hans komu stund-
um á óvart og verða því minnis-
stæð, kímnin hitti í mark og ekki
var alltaf hirt um að hún væri sér-
staklega prestleg. Vegna þessarar
hæfni sinnar, gáfna og þekkingar
var hann eftirsóttur sem tækifæris-
ræðumaður, þótt hann yrði of sjald-
an við þeim óskum. Hann starfaði
nokkuð að félagsmálum m.a. á veg-
um Ungmennasambandsins og var
um skeið í ritnefnd Húnavöku.
Séra Pétur kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni, Dómhildi Jónsdótt-
ur húsmæðrakennara og forstöðu-
konu Kvennaskólans á Blönduósi
árið 1956. Þá voru gæfuspor stigin.
Hjónabandið var farsælt og synir
þeirra tveir eru miklir efnismenn.
Dómhildur var einnig stoð og stytta
manns síns í safnaðarstarfi á vegum
kirkjunnar. Það var gott að koma
á heimili þeirra. Húsfreyjan virtist
jafnan vita hvað ég vildi helst í mat
eða drykk og reiddi það fram af
rausn sinni og myndarskap. Hús-
bóndinn miðlaði mér af fróðleik sín-
um og lífsreynslu. Hann spurði
frétta og sagði frá, glampinn í aug-
um hans var sérstæður þegar kímn-
in tók völdin. Slíkar stundir eru
mér dýrmætar í minningunni.
Að leiðarlokum flyt ég séra Pétri
MINNINGAR
þakkir fyrir samskipti öll, hollráð
hans, stuðning og vináttu við mig
og mitt fólk og bið honum blessun-
ar og fararheilla til „fegri heirns".
Við Helga sendum Dómhildi og
sonum þeirra hjóna einlægar sam-
úðarkveðjur.
Pálmi Jónsson.
Óðum saxast nú á hóp stúdent-
anna frá 1933. Hinn 1. júní féll
séra Pétur Þ. Ingjaldsson fyrrum
prófastur í Húnaþingi í valinn á
sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir all-
langa vanheilsu. Hann var á 85.
aldursári.
Það hefði verið í anda séra Pét-
urs að rekja ættir hans, en hér
verður látið nægja að geta þess,
að hann var af kunnri ætt kenndri
við Engey.
Pétur var mikill áhugamaður um
sögu þegar í menntaskóla og átti
það til að koma mönnum á óvart á
málfundum með því að líta á ólík-
legustu efni af sjónarhóli sögunnar.
Þessum áhuga hélt hann alla ævi,
enda minnugur vel og mikill fræða-
sjór, ekki síst í ættfræði og persónu-
sögu. Hann ritaði nokkra sagna-
þætti og gerði þar látnum sam-
ferðamönnum góð skil, þó voru
þessi ritstörf minni en efni stóðu til.
Að stúdentsprófi loknu hygg ég
að hugur Péturs hafi einkum staðið
til frekara náms í sagnfræði, en þá
voru krepputímar og atvinnuhorfur
afar óvissar. Pétur valdi því guð-
fræðinga og að prófi loknu bætti
hann við einu ári í Kennaraskólan-
um og lauk þaðan kennaraprófi.
hann kenndi við unglingaskóla suð-
ur í Garði einn vetur, en eftir það
hélt han norður yfir heiðar og þjón-
aði þar sem prestur í forföllum
annars prests. Þetta varð til þess
að hann ílentist í Húnaþingi, sótti
um Höskuldsstaðaprestakall og
vígðist þangað 1941. Þar þjónaði
hann fleiri sóknum og fluttist
reyndar síðar til Skagastrandar og
bjó þar. Og tryggð hélt hann við
söfnuð sinn allt til starfsloka.
Prestsstarfi séra Péturs er ég ekki
nógu kunnugur til að geta nokkuð
sagt um það. Þó kemur upp í hug-
ann lítið atvik sem varpar ljósi á
hug sóknarbarna til hans. Fyrir
nokkrum áratugum hitti ég hann
á götu í Reykjavík. Hann var þá
að koma vestan af Snæfellsnesi,
frá því að jarðsyngja gamla konu.
Hún hafði verið sóknarbarn hans
fyrir norðan en flust vestur á Snæ-
fellsnes fyrir nokkrum árum. Þeg-
ar leið að ævilokum hjá henni gat
hún ekki með nokkru móti hugsað
sér að hverfa aftur til moldar án
þess að séra Pétur veitti henni
leiðsögn síðasta spölinn, og það
gerði hann.
í einkalífi sínu var Pétur far-
sæll. Hann kvæntist fremur seint
en fékk þá hinnar ágætustu konu
Dómhildar Jónsdóttur frá Akureyri
sem verið hafði kennari við Kvenna-
skólann á Blönduósi. Hún bjó hon-
um gott heimili og annaðist hann
vel þegar ellin sótti að honum. Þau
eiga tvo syni, Pétur Ingjald og Jón
Hall sem báðir búa norðan heiða,
annar á Akureyri, hinn á Skaga-
strönd.
Þótt séra Pétur byggi fjarri
Reykjavík hélt hann tryggð við
okkur bekkjarsystkini sín. Þau
hjónin sóttu jafnan afmælishóf okk-
ar sem haldin voru á fimm ára
fresti. Hin síðari ár var spjall hans
um eitthvert sögulegt efni fastur
þáttur á dagskrá hjá okkur í afmæl-
ishófunum. Þótt ekki hefðu allir
jafn mikinn áhuga á viðfangsefninu
kunni hann að bregða yfír það blæ
góðlátlegrar kímni, þannig að eng-
um leiddist meðan hann sagði frá.
Þessi kímni var honum eiginleg, hún
leyndi á sér en var bæði frumleg
og notaleg.
Við bekkjarsystkinin kveðjum
séra Pétur með þökk fyrir liðnar
samverustundir og vottum frú
Dómhildi og sonunum tveimur ein-
læga samúð okkar.
Guðmundur Arnlaugsson.
Dánarfregnin kom okkur, vinum
hans, ekki að óvörum, því að svo
farinn var hann að heilsu seinustu
árin.
Þegar sr. Pétur Ingjaldsson lauk
embættisstörfum sem sóknarprest-
ur á Skagaströnd í Húnavatnssýslu
eftir 40 ára þjónustu þar auk próf-
astsstarfa í 13 ár, fluttist hann með
fjölskyldu sinni til átthaganna hér
syðra, enda Reykvíkingur í húð og
hár, fæddur að Rauðará af Eng-
eyjarætt.
Hann gerðist þegar meðlimur í
félagi okkar, Félagi fyrrverandi
sóknarpresta, og þótti okkur mikill
fengur í honum.
Starfskrafta hans fengum við
notið í 10 ár uns þau hjónin, sr.
Pétur og frú Dómhildur, tóku þá
ákvörðun að flytjast norður á
Blönduós árið 1992 þar sem þau
hafa átt heimili síðan.
Sr. Pétur var mikill aufúsugestur
hjá okkur öldruðum prestum, og
var hann brátt kjörinn til ábyrgðar-
starfa í félagi okkar ýmist sem for-
maður, ritari eða gjaldkeri eftir at-
vikum, og hvíldi félagsstarf okkar
eftir það mjög á herðum hans.
Sr. Pétur var sérstaklega eftir-
minnilegur maður, fróður og
skemmtilegur, hófsmaður í hví-
vetna og fordómalaus. Áhugamál
hans auk skyldustarfanna voru
helst saga, ættfræði og alls kyns
þjóðlegur fróðleikur. Hann kunni
vel að segja frá og fór þá oft á
kostum, þegar það átti við með
þeirri háttvísi, sem honum var lag-
in. Naut gamansemi hans sin eink-
ar vel í hópi vina og á öðrum gleði-
og fagnaðarfundum.
Hann var trúr og sannur til orðs
og æðis, integer vitae scelerisque
purus, eins og Horatius segir um
hinn vammlausa hal og vítalausa.
Ég, sem rita þessar fáu línur,
þakka séra Pétri Ingjaldssyni 73
ára kynni og vináttu, samleið um
óralangan veg, þótt vegslóðin væri
ekki samfelld, stundum löng leið á
milli okkar veraldlega séð, en aldrei
svo að okkur gæfíst ekki tóm til
að hittast á góðum stundum og
blanda geði meðal vina.
Fyrir hönd okkar öldunganna í
Félagi fyrrverandi sóknarpresta, vil
ég þakka sr. Pétri störf hans í þágu
félags okkar, fórnfúst starf hans
að heill og góðu gengi þess meðan
hans naut við og heilsa leyfði.
Eiginkonu hans, frú Dómhildi,
sonunum tveim, þeim Jóni Halli og
Pétri Ingjaldi, og öðrum ástvinum
vottum við samúð okkar og biðjum
þeim Guðs blessunar og heilla um
ófarinn veg.
Grímur Grímsson.
Pétur Þ. Ingjaldsson, hefur hlýtt
þvi kalli sem allir skulu gegna. Oft
hafði hann staðið yfir moldum lát-
inna sveitunga og samferðamanna.
Nú kveðjum við hann í dag og minn-
umst í þakklæti góðra kynna. Hann
var sérstæður sem prestur og tók
flestum fram. Hann var nákvæmur
í embættisfærslu en frjálslegur í fasi.
Séra Pétur var hispurslaus maður,
hreinskilinn og hollur. Hann kom
eins fram við alla, sagði að meðal
Húnvetninga þekktist ekki stétta-
skipting. „Hér eru allir höfðingjar."
Þegar við komum norður til
starfa og þjónustu meðal Húnvetn-
inga að loknu skólanámi tóku þau
séra Pétur og frú Dómhildur á
móti okkur. Þau voru okkur sem
foreldrar frá fyrsta degi í vináttu
og hollum ráðum, sem jafnt tóku
til andlegra og veraldlegra mála.
Séra Pétri var lagið að skapa
góðan anda á samfundum. Fleyg
orð, tilsvör og taktar bárust um
samfélagið, vöktu bros, gleði og svo
umhugsun þegar fólk tók að íhuga
dýpri merkingu. Hann hafði fágæta
frásagnargáfu, var sagnameistari
af Guðs náð. Það var bara einn
séra Pétur til og allir þekktu hann
og mátu. Sögurnar hans og sögurn-
ar um hann munu áfram kalla fram
hlýjar hugsanir og minningar þeirra
sem þekktu hann. „Vertu prestur á
stéttunum. Vertu eitt með fólkinu
sem þú ert að þjóna, og þú þjónar
Drottni,“ sagði séra Pétur. Þannig
þjónaði hann af kostgæfni og stakri
trúmennsku í samfélagi við Guð og
menn.
Við kveðjum hann með innilegu
þakklæti og sendum Dómhildi, Jóni
Halli, Ingjaldi og skylduliði og
venslafólki kærar kveðjur.
Signý Bjarnadóttir,
Hjálmar Jónsson.
Því miður get ég ekki fylgt prest-
inum mínum síðasta spölinn en
hugurinn verður hjá honum og fjöl-
skyldu hans í Húnaþingi þar sem
hann starfaði áratugum saman og
þar sem við hittumst á eftirminni-
legan hátt fyrir rúmri hálfri öld.
Þá var ég þriggja ára ásamt
móður minni og bróður í sumardvöl
á Geitaskarði í Langadal og sveita-
kyrrðin var skyndilega rofin af sím-»-
skeyti sem setti hið mikla myndar-
heimili á annan endann. Skeytið var
frá föður mínum, Þorsteini Egilson,
þess efnis, að skólabróðir hans,
nývígður prestur, væri á leiðinni
norður til að skíra mig. Forsaga
þess máls var sú, að þeir faðir minn
og Pétur höfðu hist á förnum vegi
þegar ég var nýfædd og Pétur í
guðfræðinámi. Talaðist þeim svo til
að Pétur myndi skíra mig og engu
máli skipti þótt nokkur ár væru í
prestvígsluna. Þess vegna var ég
óskírð þar til Pétur birtist á Geita-
skarði um hábjargræðistímann þar
sem fólk var drifið úr heyskap til
að pússa, skúra og baka svo að
skírnin yrði öllum til sóma. Þessi
atburður tengist mínum fyrstu end-
urminningum enda þótti hann sögu-
legur.
Móðir mín átti ekki orð til að
lýsa myndarskapnum á bænum og
hvað húsráðendur hefðu lagt sig
fram um að gera þessa stund hátíð-
lega og fagra. Húsfreyjan, frú Sig-
riður, lék á orgel en Þorbjörn bóndi
hélt uppi söngnum og allir viðstadd-
ir voru með sparisvip. í öllu írafár-
inu hafði þó gleymst að útskíra
fyrir skírnarbarninu í hveiju aí«^
höfnin ætti að felast því að þegar
séra Pétur sagði: „Nú skíri ég þig...“
greip mig ofsahræðsla og ég þóttist
eiga fótum fjör að launa og sagðist
alls ekki ætla að láta skera mig!
Prestur var þó ekki á því að láta
fyrsta prestverkið hlaupa frá sér
og tókst að koma nafninu á mig í
þriðju tilraun.
Nokkrum árum síðar var ég i
sveit á Akri í Húnavatnssýslu hjá
Jóni Pálmasyni sem lengi var for-
seti Sameinaðs Alþingis og frú Jón-
ínu Ólafsdóttur, konu hans. Þar var
haldin fjölmenn veisla í gamla, hlý-
lega torfbænum þeirra og glatt á
hjalla og ég fékk að taka þátt í
gleðskapnum. Þar sem ég er á vappi -
milli gestanna vindur sér að mér
maður og spyr mig að heiti. Þegar
hann heyrir nafnið glaðnar yfír
honum og hann segir: Veistu það,
Dóra, að ég er presturinn þinn. Og
síðan sagði hann öllum viðstöddum
á sinn skemmtilega hátt frá hinni
sérstæðu skírnarathöfn á. Geita-
skarði sem hefði reynst heilmikil
þrekraun fyrir hann nývígðan prest-
inn.
Þegar við hittumst rifjuðum við
þessa sögu gjarnan upp og höfðum
bæði jafn gaman af. Þarna hefur
kannski sannast hið fornkveðna að
fall sé fararheill því að þrátt fyrir
erfiða byijun reyndist séra Pétur
einkar farsæll I starfi og þjónaðl
sama prestakalli alla starfsævi sína.
Þegar hann skrapp i bæinn leit
hann oft inn hjá foreldrum mínum :
og þeir skólabræður rifjuðu upp j
gamla daga, fóru með kveðskap og 1
Pétur jós af sínum viskubrunni en
hann var mikil fróðleiksnáma um
menn og málefni. í einni bæjarferð-
inni skírði hann yngri systur mína,
Snæfriði Þóru, og sýndi fjölskyld-
unni tn,’ggð og vináttu alla tíð. Á
sama hátt bar faðir minn mikla virð-
ingu fýrir séra Pétri og þótti vænt
um hann sem sést best á þvi a*-
hann geymdi handa honum barn í
heil þrjú ár til að hefja sinn feril
á. Og í hjarta mínu var séra Pétur
alltaf presturinn minn.
Dóra Egilson.
Vinur, einlægur sannur ogj-~
traustur. Þetta eru orð, sem koma
í huga minn, þegar ég minnist sr.