Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.06.1996, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996 41 FRÉTTIR ÚTSKRIFTANEMENDUR frá ML. Fjölbreytt dagskrá í Fj ölsky ldugar ðinum ÁLFURINN Tijálfur kemur í heimsókn í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í Laugardal milli kl. 14 og 18 í dag, laugardag. Á morgun, sunnudag, er ókeypis inn í garðinn í boði Myllunnar og er fjölbreytt dagskrá allan daginn og fá allir krakkar blöðru þegar þeir koma. Vífilfell verður með körfubolta- keppni á sunnudag frá 10 til 17 og fá þeir sem hitta körfu Sprite í verðlaun. Neistarnir verða með harmoníkuleik við innganginn frá 13 til 17 fallhlífastökkvarar úr Fallhlífaklúbbi Reykjavíkur stökkva í garðinn um kl. 13.30. Trúbador og töframaður verða við grillið kl. 14 til 16. Svokölluð Sprell leiktæki, geimsnerill, teygjuhlaup og loftkastali verða á staðnum frá kl. 13 til 17. Bylgjan verður með beina út- sendingu úr garðinum kl. 14.30 og verður tilkynnt um leik fyrir alla þar sem í boði eru nokkrir veglegir vinningar, t,d. matar- karfa að verðmæti 10.000 krónur frá Nóatúnsbúðunum. 23 stúdent- ar braut- skráðust fráML MENNTASKÓLANUM að Laugar- vatni var slitið 31. maí sl. Að þessu sinni brautskráðust aðeins 23 stúd- entar, verða væntanlega 26 alls á árinu. Þetta var síðasti fámenni árangurinn í skólanum nú i mörg ár en sl. vetur stunduðu 210 nem- endur alls nám í skólanum auk 27 í grunnskóladeildum. Hæstu einkunn á stúdentsprófi að þessu sinni hlaut Baldur Helga- son á Laugarvatni, ágætis einkunn 9,50. Háar fyrstu einkunnir hlutu einnig Þorsteinn Magnússon frá Seljalandi undir Eyjafjöllum og Haukur Hreinsson úr Reykjavík. Hæstu fullnaðareinkunnir í yngri bekkjum hlutu María Þorsteinsdótt- ir úr Njarðvík og Guðbjörg Helga Hjartardóttir úr Landeyjum. Skólanum bárust höfðinglegar gjafir frá afmælistúdentum; 10 ára stúdentar færðu honum mjög vand- aða og nákvæma yfirlitsmynd af Laugarvatnsstað og næsta ná- grenni með örnefnum; hana gerði einn úr hópnum, Hrafnhildur Lofts- dóttir, landfræðingur hjá Landmæl- ingum íslands. Með gjöfínni minnt- ust gefendur félaga síns og fyrrum stallara, Þórs Jóns Guðlaugssonar, sem lést sl. vetur. 20 ára stúdentar gáfu stór málverk eftir Baltasar, Mælir Óðinn við Mímis höfuð; það prýðir nú forsal skólahússins. Aðrir afmælisstúdentar gáfu rausnarleg- ar peningagjafir er veija á til ritun- ar sögu skólans sem Nemendasam- band ML er nú að hleypa af stokk- unum. Aðsókn að skólanum fer vax- andi, framkvæmdir við hann og endurbætur á húsakosti á þessu ári eru að mestu fólgnar í stækkun heimavistar um 13 tveggja manna herbergi á nýrri þakhæð yfir við- byggingunni frá 1972. -----♦ ♦ ------ Fræðsla um undirbún- ing göngu- ferða BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnafélags íslands í sam- vinnu við Ferðafélag íslands stend- ur fyrir fræðslufundi fyrir almenn- ing um ferðabúnað í göngu- og íjallaferðum þriðjudaginn 11. júní kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríks- son. Fundurinn er haldinn í hús- næði Ferðafélags íslands, Mörkinni 6 og er öllum opinn. Þátttökugjald er 1.000 kr. og er fræðslurit um ferðamennsku inni- falið í þátttökugjaldinu. FORSETAKOSNiNGAR 1996 , Forseti íslands. LETOANDIAFL ST * Embættiforseta íslensku bjóðarinmr pr tábi um samstöðu Islenánga. Meðforseta okkar ífaramroddi gœti Island orðið vegvísir tilfriðar í veröldmni Við erum sú fjóð em sem aldrei hefur rekið skipukgðan hemað négegntherþjónustu.Engínn erpvíbetn íhlutverkjmarmða en forseti íslflmubjóðannmr. Astbór miússon hek starfað víða um heim að Mðarmálum os X 1 1 1 | L/, x 11 • / Xí 1 • f . ,♦♦ p / yt 1 /S STUÐNINGSMENN FRIÐAR rókum fomtuna - \iikjum Bessastaði 1 hágu friðar. Kosningaskrijstofa: Tryggvagötu 26,2. hœð, 101 Reykjavík Sími: 552-2009 Fax: 552-2024 Netfang :http://www.peace.is//forseti.html

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.