Morgunblaðið - 08.06.1996, Side 50
50 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 5.15. B.i. 16 ára.
Allra síðasta sýning.M
HASKOLABIO
SÍMI 552 2140
Háskólabíó
mn
C L
Bráðfyndin ærslamynd með
mjúkri kímni. beittri ádeilu og
rrtiklum tilfinninqum". .
★★★ ÓHT Rás 2 S;
V o n
3æ*
cage
Skemmtileg ævintýramynd um leitma að Loch Ness.
Ted Danson (Þrír menn og barn) fer með hlutverk
vísindamanns sem fer til Skotlands til að afsanna
tilvist Loch Ness dýrsins en kemst að því að
ekki er allt sem sýnist!
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.
Bráðskemmtileg gamanmynd um brjálæðislegasta par hvita
tjaldsins. Robin Williams, Gene Hackman, Nathan Lane og
Dianne Wiest fara á kostum í gamanmynd sem var samfleytt
■ 4 vikur í tODDsætinu í Bandaríkiunum í vor.
Sýnd kl. 2.45, 4.45, 7.15, 9 og 11
4 D
MADtl
R U
STO
ITT
Taka
Ras
lYDDÁííJipíDAR
Tll-BOÐ
Á.Þ *KR:40<^
H. K.DV Cai^es1995t
fO<
STÆRSTA BIOIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
Evrópukeppnin 1996 í Englandi er öflugasta
keppni allra tíma sem enginn fótboltafrík má
láta fram hjá sér fara.
Allir leikirnir í keppninni sem sýndir verða í
sjónvarpinu verða í beinni útsendingu á
breiðtjaldi í Háskólabíói.
Við höfum fjárfest í langöflugasta myndvarpa
sem fyrirfinnst á íslandi og gæðin eru engu lík.
Fáðu stemninguna beint í æð og kíktu til okkar i
Háskólabíó og upplifðu leikina í hörkusándi og
risamynd.
Fundur með Ólafi Ragnari
og Guðrúnu Katrínu
á Ilótel llvolsvelli
kl. 17:00 ídag.
Mðr.rrtur, úvörp og l> rii spiu nir.
Allir velkomnir!
FORSETAKJÖR 1996
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON
llvolsvölliu
Stuðningsfólk Ólafs Ragnars Gn'mssonar Hvolsvelll.
Tónlist á engin
landamæri
Sænski tónlistarmaðurinn Robert Wells, sem er
talinn með fremstu píanóleikurum Svía, heldur
tvenna tónleika hér á landi í vikulokin. Wells
er meðal annars þekktur fyrir það að blanda
saman ólíkum stíltegundum á listilegan hátt;
blanda saman rokki, poppi, djass, boogie-woogie
og klassískri tónlist eftir því sem andinn blæs
honum í bijóst.
SÆNSKI tónlistarmaðurinn
Robert Wells
ROBERT Wells ákvað þegar á
barnsaldri hvað hann vildi verða;
hann skyldi verða tónlistarmaður
og það með hraði. Hann gekk í
tónlistarskóla í Stokkhólmi og út-
skrifaðist á endanum frá Konung-
legu sænsku tónlistarakademíunni,
yngsti nemandinn sem það hefur
gert. Ekkert lát var á velgengni
hans á næstu árum og sextán ára
gamall vann hann til tvennra verð-
launa fyrir píanóleik sinn og um
tvítugt var hann farin að vinna fyr-
ir sér sem tórilistarmaður. Á næstu
árum starfaði hann með tónlistar-
mönnum úr ýmsum áttum, ýmist
sem undirleikari, upptökustjóri, út-
setjari eða tónlistarstjóri. Sjónvarp-
ið reyndist honum vel og velgengn-
in þar varð til þess að honum var
boðið að leika í einni helstu hljóm-
sveit Svía, Stockholm All Stars.
Samtímis tónleikaferðalögum um
Norðurlönd með þeirri sveit samdi
hann lög og tók upp og fyrsta smá-
skífan,..Upp pá berget kom út 1987,
en á þeirri skífu fengu tónlistarunn-
endur sönnun þess að hann er lið-
tækur söngvari ekki síður en snjall
píanóleikari.
Rokkrapsódíur
Þegar hér var komið sögu hafði
Wells, sem haldið hafði sig við popp-
ið að mestu, hrifist af klassískri
tónlist og sá fyrir sér að bræða
mætti þessi og fleiri tónlistarform
saman; taka það besta úr rokki,
blús, djassi og klassískri tónlist og
flytja með aðstoð sinfóníusveitar,
en þau verk kallar Wetls
rokkrapsódíur. Eftir margra mán-
aða æfingar og undirbúning lagði
Wells upp í langferð með rokktríói
sinu og sinfóníuhljómsveit Gávle-
borgar. Ferðinni lauk með sjón-
varpstónleikum sem vöktu mikla
hrifningu og diskur með tónleika-
upptökum seldist gríðarlega vel.
Ári síðar buðu rússnesk menningar-
yfirvöld Wells að koma með flokk
sinn til tónleikahalds austur þar og
Wells héít þrenna tónleika í Rúss-
landi, tvenna í St. Pétursborg og
eina í Moskvu við mikla hrifningu
rússneskra tónlistarskríbenta.
Að lokinn Rússlandsför brá Wells
sér vestur um haf, dvaldist í New
York um hríð og lék meðal annars
sem einleikari á þrennum tónleikum
í Metropolitan-tónleikahöllinnni.
Ævintýramennskunni var þó ekki
lokið, því þegar við komuna til Sví-
þjóðar á ný tók hann til við enn
nýja tegund tónlistar, nú boogie-
woogie, og hljóðritaði breiðskífu
með boogie-woogie-manninum
kunna Carlie Norman. Enn voru
ferðalög á dagskrá, meðal annars
til Barbados, þar sem hann tók
þátt í alþjóðlegri tónlistarkeppni,
þá til Spánar, þar sem Wells kom
fram fyrir hönd heimalandsins á
heimssýningunni í Sevilla 1992.
í Svíþjóð hélt Wells áfram að
þróa rokkrapsódíur sínar og var
meðal annars boðið að leika í
sænsku konungshöllinni, eini rokk-
tónlistarmaðurinn sem þar hefur
leikið.
Tónlist á engin landamæri
Robert Wells er frægur fyrir það
að vaða úr einu í annað svo listi-
lega að ekki ber á öðru en hann
sé að leika samfellt verk þegar
hann spinnur sig frá boogie-
woogie í djass, í popp, í rómantísk-
an pínaókonsert, í gamaldags
píanórokk og svo mætti lengi telja.
Sjálfur segist hann helst vilja auka
skilning manna á milli og leggja
lið unnendum sígildrar tónlistar að
skilja rokkið og öfugt. „Tónlist á
engin landamæri," segir hann
sjálfur og það evangelíum hyggst
hann útbreiða hér á landi á tvenn-
um tónleikum. Robert Wells treður
upp með tríói sínu í Hótel íslandi
á föstudags- og laugardagskvöld
með tríó sitt sér til halds og trausts.
Á efnisskránni eru meðal annars
verk eftir Beethoven, sem hann
leikur gjarnan þátt úr einhveijum
píanókonsertanna, Chopin, Bach
og Mozart og síðan rokk, djass og
boogie-woogie eins og menn geta
í sig látið.