Morgunblaðið - 08.06.1996, Síða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
PÖSTHÓLF 3040, NETFANG MBUtXENTRUM.lS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1996
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Fundur fulltrúa Islands og Noregs í Osló í dag
Lausn Smugndeil-
unnar í sjónmáli
Mótmæli
gegn „inn-
flutningi“
á brauði
Hellu. Morgunblaðið.
HELLUBÚAR efndu í gær til þög-
ulla mótmæla við verslun Kjarvals á
Hellu, en það heitir matvöruverslunin
á staðnum núna. Hún var áður rekin
undir nafni Hafnar-Þríhyrnings hf.
Með nýja nafninu voru ýmis tilboð í
gangi, m.a. brauð frá bakaríi í Þor-
lákshöfn. Heimamenn voru ekki al-
veg sáttir við innrásina „að vestan",
þar sem bakaríið á Hellu þykir fram-
leiða afbragðs brauð og kökur, auk
þess sem þetta þótti vera atlaga að
rangæsku atvinnulífi. Brugðu
Hellubúar því á það ráð að stilla bif-
reiðum sínum upp með auglýsingum
og áskorunum til viðskiptavina um
að kaupa ekki „innflutt" brauð.
Gestur Hjaltason, framkvæmda-
stjóri Hafnar-Þríhyrnings, sagði
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
HELLUBÚAR settu mót-
mælaspjöld í glugga bifreiða.
þetta óþarflega harkaleg viðbrögð.
„Viðskiptavinir okkar eiga að hafa
frelsi til að velja. Ef þeir vilja ekki
brauðin frá Þorlákshöfn þá hættum
við að bjóða þau, það verður bara
að koma í ljós. Þetta er eins og svo
margt annað, við erum t.d. með
margar kryddtegundir, enginn segir
neitt við því. Fólk velur það sem því
líkar best við, “ sagði Gestur.
FUNDUR fulltrúa íslands, Noregs
og Rússlands verður í dag í Ósló
um skiptingu veiðiheimilda í Bar-
entshafi. Halldór Asgrímsson utan-
ríkisráðherra segir að í drögum að
samkomulagi milli þjóðanna sé gert
ráð fyrir að veiðiheimildir ísienskra
skipa í Barentshafi verði ekki
bundnar við Smuguna.
„Ég tel að það sé möguleiki á
að ná samkomulagi á fundinum.
Ég tfeysti mér hins vegar ekki til
að fullyrða um hvort það gerist.
Það eru ýmsir endar lausir,“ sagði
Halldór.
Af hálfu íslands sitja samninga-
fundinn Guðmundur Eiríksson þjóð-
réttarfræðingur, Árni Kolbeinsson
ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðu-
neytinu og Álbert Jónsson frá for-
sætisráðuneytinu.
Þetta er fyrsti formlegi samn-
ingafundur þjóðanna frá því að upp
úr viðræðum slitnaði í október sl.
Ráðherra og embættismenn í lönd-
unum þremur hafa rætt óformlega
saman undanfarna daga og vikur
og í gær var það mat manna að
grundvöllur væri kominn fyrir
formlegar viðræður. Halldór sagði
að það vantaði talsvert upp á að
samningur lægi á borðinu, en það
lægi fyrir samkomulag um grund-
vallaratriði málsins, sem ætti að
verða til þess að hægt væri að klára
aðra þætti þess.
Fyrir fundinn í Ósló var ræddur
sá mö'guleiki að ráðherrar þjóðanna
hittust um helgina til að undirrita
samning um skiptingu veiðiheimilda
í Barentshafi. Ráðherrarnir áttu
hins vegar ekki allir möguleika á
að koma á slíkan fund.
Vladimir Korelski, sjávarútvegs-
ráðherra Rússlands, hefur opinber-
lega sagt að Noregur og Rússland
hafi boðið íslandi 12.000 tonna
kvóta í Barentshafi. Ekki er talið
að íslensk stjórnvöld samþykki þá
tölu óbreytta, en nefndar hafa verið
tölur á bilinu 16.000 til 18.000 tonn.
Stjórnsýslu ísafjarð-
arbæjar dreift
Hluti bók-
halds á
Þingeyri
MEIRIHLUTI nýkjörinnar bæjar-
stjórnar ísafjarðarbæjar hefur
áform um að hafa hluta af skrif-
stofuhaldi sveitarfélagsins á Þing-
eyri og Flateyri. Samanlagðar
skuldir sveitarfélaganna sem sam-
einuðust í ísafjarðarbæ nema um
1,6 milljarði kr.
Fyrstu verkefni bæjarstjórnar
verða að samhæfa stjórnsýsluna í
sveitarfélaginu og endurskipu-
leggja fjármálin, að sögn Þorsteins
Jóhannessonar, forseta bæjar-
stjórnar. Tillögur eru um að dreifa
stjórnsýslunni. Þannig er áhugi á
að stjórna rekstri heilsugæslu og
öldrunarheimila á Flateyri og
Þingeyri frá gömlu hreppsskrif-
stofunni á Þingeyri. Einnig kemur
til greina að hafa hluta bókhalds-
kerfisins þar, til dæmis innheimtu
fasteignagjalda í öllu sveitarfélag-
inu.
■ Stjórnsýslan dreifist/29
-----♦ ♦ ♦
Tveir á
slysadeild
HARÐUR árekstur varð á Selfossi
síðdegis í gær og var tvennt flutt
á slysadeild, farþegi og ökumaður.
Ókumaður annars bílsins virti
ekki stöðvunarskyldu með fyrr-
greindum afleiðingum. Kalla
þurfti út tækjabíl slökkviliðsins á
Selfossi til að hreinsa slysstaðinn,
en ekki kom til að klippa þyrfti
fólk úr bílum. Bifreiðarnar báðar
eru mikið skemmdar en meiðsli á
fólki eru ekki talin meiriháttar að
sögn lögreglu á Selfossi.
einu blaði
LESBÓK Morgunblaðsins og
Menning/listir koma í dag út í
einu blaði, sem ber nöfn beggja.
Þetta er gert í tilefni af Listahá-
tíð í Reykjavík 1996 og er efni
blaðsins, sem er 20 síður, að
mestu helgað hátíðinni. Lesbókin
er elzta sérblað Morgunblaðsins,
hóf göngu sína 1925.
Þjóðin vill breyttar áherslur forseta
64% kjósenda
vilja ekki auka
völd forsetans
TVEIR þriðju hlutar þjóðarinnar
eru andvígir því að auka völd for-
seta íslands. Þriðjungur kjósenda
telur það hins vegar af hinu góða
að forseta íslands verði veitt meiri
pólitísk völd. 21,6% kjósenda eru
algerlega andvíg því að forsetinn
neiti að undirrita lög sem Alþingi
hefur samþykkt, en 59,8% telja
slíkt koma til greina, en aðeins í
undantekningartilfellum. Þetta
kemur fram í nýrri skoðanakönnun
sem Félagsvísindastofnun hefur
gert fyrir Morgunblaðið.
Meirihluti kjósenda allra fram-
bjóðenda telur koma til greina að
forsetinn neiti að undirrita lög sem
Alþingi hefur samþykkt. Fjórðung-
ur kjósenda Péturs Kr. Hafsteins
er þessu algerlega andvígur. Þetta
hlutfall er lægra hjá öðrum fram-
bjóðendum og lægst hjá kjósendum
Ástþórs Magnússonar og Ólafs
Ragnars Grímssonar.
Kjósendur eru almennt þeirrar
skoðunar að forseti íslands eigi að
leggja meiri áherslu á að afla við-
skiptatengsla erlendis en gert hefur
verið. Helmingur stuðningsmanna
Ólafs Ragnars leggur áherslu á
þetta atriði, en 39,3% kjósenda
Péturs Hafsteins leggja áherslu á
það.
Frumkvæði í
þjóðmálum
58,7% kjósenda Ólafs Ragnars
vilja að forsetinn leggi meiri
áherslu á að veita Alþingi og ríkis-
stjórn aðhald en gert hefur verið,
en 48,8% kjósenda Péturs leggja
áherslu á þetta. 45,5% kjósenda
Péturs vilja hins vegar að forsetinn
hafi meira frumkvæði á vettvangi
þjóðmála og er það hærra hlutfall
en hjá öðrum frambjóðendum.
Kjósendur Ástþórs Magnússon-
ar skera sig nokkuð úr í könnun-
inni og vilja almennt að forsetinn
hafi meiri afskipti af þjóðmálum,
fái meiri völd og beiti neitunarvald-
inu.
■ Forsetinn sinni/4
Morgunblaðið/Einar Falur
Hitabeltisfiðrildi
klekjast út
í NÝLISTASAFNINU eru stór
og litrík hitabeltisfiðrildi byrj-
uð að klekjast út úr púpum sín-
um sem fluttar voru hingað til
lands í tilefni af sýningu mynd-
listarmannsins Carstens Höll-
ers. Fjórar tegundir af fiðr-
ildápúpum voru settar í blóma-
potta sem eru á víð og dreif
um efstu hæð safnsins. Ljós-
myndari Morgunblaðsins var
viðstaddur þegar fyrstu fiðrild-
in byrjuðu að breiða út vængina
og var mikill viðbúnaður í safn-
inu vegna þessa og vel þurfti
að huga að rakastigi loftsins til
að aðstæður væru ákjósanleg-
ar. Fjórir erlendir listamenn
sýna í Nýlistasafninu á Listahá-
tíð og lýkur sýningunum um
næstu helgi.
IISHrtK MOIICU\BLADSINS - MGMNINC/IJSTIH
Lesbók og
Menning/
listir í