Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðstefna um framtíð norræna velferðarsamfélagsins Skattamir verði ekki hækkaðir Fjallað var um framtíð norræna velferðar- samfélagsins á fjölmennri ráðstefnu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, sem Bogi Þór Arason fylgdist með í Háskólabíói í gær. Framsögumenn lögðu þar áherslu á að gera þyrfti ráðstafanir til að bæta sam- keppnisstöðu fyrirtækja í því skyni að fjölga störfum og stemma stigu við atvinnuleysinu. Ekkert svigrúm væri því til að hækka skatta til að standa straum af auknum kostnaði vegna fjölgunar aldraðra. GESTIR á velferðarráðstefnunni í Háskólabíói í gær. Morgunblaðið/Kristinn PÁDRAIG M. Flynn, fulltrúi framkvæmdasljórnar Evrópusam- bandsins (t.v.), Ole Norrback, samstarfsráðherra Finnlands og for- maður ráðherranefndar Norðurlanda, og Par Stenback, fram- kvæmdastjóri skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar. FRÚ Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, var viðstödd setningu ráðstefnunnar um framtíð norræna velferðarsamfélagsins. Hún ræðir hér við Finnann Ole Norrback. RÁÐSTEFNUNA um framtíð nor- ræna velferðarsamfélagsins sátu tugir norrænna ráðherra, sem fara með atvinnumál, félags- og heil- brigðismál og jafnréttis- og neyt- endamál, auk embættismanna og starfsmanna norrænna stofnana á þessum sviðum og gesta frá alþjóð- legum stofnunum. Fjaliað var um framtíðarhorfur í velferðarmálum á Norðurlöndum og í Evrópu. Bengt Westerberg, fyrrverandi félagsmála- ráðherra Svíþjóðar og formaður sænska Þjóðarflokksins, sagði að mest hefði borið á umræðunni um nauðsyn þess að stemma stigu við atvinnuleysi, skapa ný störf og bæta samkeppnisstöðu norrænna fyrir- tækja. Pár Stenbáck, framkvæmdastjóri skrifstofu norrænu ráðherranefnd- arinnar, setti ráðstefnuna og Ingi- björg Pálmadóttir heiibrigðisráð- herra bauð ráðstefnugesti velkomna fyrir hönd ríkisstjórnar ísiands. „Skattaáþjánin" stuðlar að miklu atvinnuleysi Ole Norrback, samstarfsráðherra Finnlands og formaður ráðherra- nefndar Norðurlanda, flutti setning- arræðu um velferðarmálin frá sjón- arhóli Norðurlandanna og sjónarmið Evrópusambandsins (ESB) komu fram í ávarpi Pádraigs M. Flynns, sem á sæti í framkvæmdastjóm Evrópusambandsins. Norrback og Flynn voru sammála um að kostnaðinum af auknum ellilífeyris- greiðslum vegna fjölgun- ar aldraðra bæri ekki að mæta með skattahækk- unum. Ennfremur þyrfti að skapa fyrirtækjunum betri skil- yrði til að auka möguleikana á aukn- um fjárfestingum og fjölga störfum. Norrback sagði á blaðamanna- fundi að norræna velferðarkerfið stæði á krossgötum, skattar væru orðnir of háir og ekki gengi lengur að fjármagna kerfið með lántökum. Kostnaðurinn af viðvarandi atvinnu- leysi ykist og því yrði að minnka útgjöldin til annarra velferðarmála. Norrback sagði að „skattaáþján- in“ væri ein af meginorsökum mik- ils atvinnuleysis í Finnlandi. Launa- tengd gjöld fyrirtækjanna væru orð- in alltof há og stuðluðu að atvinnu- leysinu. „Segja má að við séum í ógöngum, þar sem skattaáþjánin orsakast að stærstum hluta af því að fjármagna þarf velferðarkerfið. Til að bjarga velferðarkerfinu verð- um við að stuðla að því að störfunum fjölgi, en til að það sé mögulegt verður skattaáþjánin að minnka, sem merkir að draga verður úr út- gjöldunum til velferðarmála. Tak- markaður niðurskurður velferðar- kerfisins er með öðrum orðum nauð- synlegur til að velferðarsamfélagið haldi velli. Verði þetta ekki gert færum við enn meiri skuldabyrðar á herðar barna okkar og barnabarna, sem er í algjörri andstöðu við sið- ferðilegar forsendur norræna vel- ferðarsamfélagsins.“ Forgangsröðun nauðsynleg Norrback kvaðst telja að hægt yrði að spara meira í velferðarkerf- inu en þegar hefur verið gert og stjórnvöld þyrftu að ákveða hvaða útgjöld ættu að hafa forgang. Mikil- vægara væri að viðhaida góðri opin- berri þjónustu en að jafna kjörin með tekjutilfærslum fyrir tilstilli skattakerfisins. „Ég tel brýnna að fjárfesta í menntun barnanna en að auka mþguleikana á tafarlausri neyslu. Ég tel einnig mikilvægara að tryggja góða heilsugæslu og umönnun aldraðra en að ríghalda í allt ellilífeyriskerfið eins og það legg- ur sig hvað sem það kostar.“ Norrback sagði í ávarpi sínu að í mörgum tilvikum væri hægt að einkavæða þjónustu sem ríkisvaldið hefur hingað til séð um. „Þetta gild- ir til að mynda um dag- vistun bama og umönnun aldraðra, en einnig heii- brigðiskerfið,“ sagði ráð- herrann og bætti við að konur gætu gegnt þar veigamiklu hlutverki. Norrback kvaðst telja að draga bæri úr tekjutilfærslunum þannig að það borgaði sig að vinna frekar en að velja atvinnuleysi. Breytt at- vinnustefna kynni að leiða til aukins tekjumismunar en það sé betra en viðvarandi fjöldaatvinnuleysi. Norrback kvaðst óánægður með að lítill áhugi væri á að móta sameig- inlega stefnu í velferðarmálum á ríkjaráðstefnu ESB sem nú stendur yfir. Hann sagði að framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins þyrfti að fá aukið umboð í félagsmálum. „Að- eins þannig getum við hindrað að það ríki sem leggur minnsta áherslu á félagslegt öryggi knýi önnur aðild- arríki til að skera niður velferðar- kerfi sín.“ Hlutfall aldraðra stóreykst Irinn Pádraig Flynn, sem fer með jafnréttis- og velferðarmál innan framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, sagði í ávarpi sínu að brýnt væri að móta nýja stefnu í velferðar- málum innan sambandsins vegna lýðfræðilegra breytinga sem fyrir- sjáanlegar væru. „Árið 2025 fjöigar fólki yfír sextugt um 37 milljónir - eða um tæp 50% - og ellilífeyrisþeg- ar verða tæpur þriðjungur af öllum íbúunum. Fólki á starfsaldri, 20-59 ára, mun fækka um 13 milljónir. Börn og unglingar verða 10 miiljón- um færri.“ Flynn sagði þessar miklu breyt- ingar á aldursskiptingu íbúanna stefna „óskráðum sáttmála kynslóð- anna“ í mikla hættu. „Þetta kallar á svör við nokkrum mikilvægum spurningum: Munu þeir sem verða á vinnumarkaðnum þegar fram líða stundir, sá aldurshópur sem fer minnkandi, standa við sáttmála kyn- slóðanna og flytji gífurlegt fjármagn til okkar, sem verðum þá á eftir- launaaldri? Eða segja þeir við okkur að þeir vilji ekki virða óskráðan sátt- mála kynslóðanna? Virði þeir þennan sáttmála og færi þessa miklu fjár- muni til hinna öldruðu, hafa þeir þá svigrúm til að bæta eigin Iífskjör og barna sinna? Eða tokum við, sem verðum háð aðstoð samfélagsins, til okkar alla verðmætaaukninguna." Flynn sagði að kostnaðurinn af ellilífeyrisgreiðslum væri mjög mis- munandi innan Evrópusambandsins, frá 5% af vergri landsframleiðslu á írlandi til 14% á Ítalíu. í Noregi er þetta hlutfall 6,5%, í Danmörku 7%, í Finnlandi rúm 10% og tæp 10,5% í Svíþjóð. Útgjöldin til heilbrigðis- mála eru frá 7% af vergri iandsfram- leiðsiu í Bretlandi og Danmörku og til 9,5% í Finnlandi og tæpra 10% í Frakklandi. „Um 40% af útgjöldunum til heil- brigðismála fara til ellilífeyrisþega, sem eru um 15% af íbúunum í Evr- ópu,“ sagði Flynn. „Og auðvitað eiga lýrirsjáan- legar breytingar á lýð- fræðilega jafnvæginu eftir að taka enn meira af landsframleiðslunni og valda enn meiri þrýstingi á þann minnkandi aldurshóp sem tekur virk- an þátt í framleiðslunni." Atvinnuþátttaka kvenna eykst Flynn sagði að breytingar hefðu einnig orðið á hefðbundnum fjöl- skyldutengslum, til að mynda fjölgi skilnuðum og einstæðum foreldrum. Þessar breytingar kalli oft á sérstaka aðstoð samfélagsins og hafi í för með sér ýmis vandamál, svo sem „félagslega einangrun, varanlegt atvinnuleysi, versnandi heilsufar og jafnvel heimilisleysi“. Fiynn sagði aukna þátttöku kvenna í vinnumarkaðnum mikil- vægan þátt í samfélagsbreytingun- um. „í Evrópu hefur aukin þátttaka kvenna skýrt alla aukningu vinnu- aflsins innan Eyrópusambandsins á síðustu 20 árum og líklegt er að sú þróun haldi áfram. Atvinnuþátttaka kvenna, til að mynda á aldrinum 25-54 ára, hefur aukist á aðeins sjö árum, frá 1987 til 1994, úr 60% í 68% í aðildarríkjunum 15 í Evrópu- sambandinu." Flynn sagði þessa þróun auka kröfurnar til samfélagsins, svo sem um dagvistun barna, en veitti einnig tækifæri til aukinnar framleiðslu og verðmætasköpunar. Til að tryggja hið síðarnefnda þyrfti að „endur- skoða allar þær reglur sem refsa konum sem þurfa að hætta að vinna til _að fæða eða annast börn.“ í ræðu Flynns kom ennfremur fram að á meðan öldruðum fjölgar hafi barnsfæðingum fækkað innan Evrópusambandsins, úr um þremur börnum á hverja konu um miðjan sjöunda áratuginn í 1,3-1,8 árið 1994. Úrelt öryggisnet Flynn sagði að fyrirkomulag at- vinnuleysisbóta og almannatrygg- inga innan Evrópusambandsins væri orðið úrelt, enda hefði verið miðað við alit aðrar forsendur en nú eru. Félagslega öryggisnetið sé frá þeim tíma þegar vöxtur var í iðnaði og byggingarframkvæmdum og því hafi verið ætlað að mæta miklum og skammvinnum hagsveiflum. Atvinnulífið í Evrópu hefur breyst mikið frá þessum tíma, einkum vegna tæknibreytinga og aukinnar samkeppni milli fyrirtækja, að mati Flynns. „Á hverju ári hverfa 10% allra starfanna og ný taka við sem krefjast aukinnar eða víðtækari fag- þekkingar. í nokkrum ríkjum kreij- ast 90% nýju starfanna sérþekkingar eða reynslu." Flynn sagði að ekki hefði verið brugðist nægjanlega við þessari þró- un, framboðið á nýju fagþekking- unni hafi aukist mun hægar en eftir- spurnin. „Við erum þess vegna föst í giidru, „tveggja hraða vinnumark- aði“, sem er höfuðorsök vandamál- anna sem komið hafa upp á evrópsk- um vinnumarkaði. Atvinnuleysið hefur breyst í varanlegt atvinnuleysi vegna þess að atvinnukerfi okkar er byggt á úreltum hugmyndum um vinnumarkaðinn, vinnuaflið og eðli sjálfs atvinnuleysisins." Flynn sagði að af þess- um sökum þyrfti að færa félagsiega öryggiskerfið í nútímalegra horf. Móta þyrfti skilvirkari atvinnu- stefnu, þar sem áhersla yrði lögð á fjárfestingar og lága vexti. Leggja þyrfti ríkari áherslu á að fjárfesta í menntun og endur- menntun til að gera atvinnulausu fólki kleift að afla sér þeirrar þekk- ingar sem nauðsynleg er til að verða gjaldgengur á breyttum vinnumark- aði. Þetta væri óhemju dýrt en Evr- ópuríkin hefðu ekki efni á að sleppa slíkum íjárfestingum. „Aðildarríki ESB veija hvorki meira né minna en 200 milljörðum ecu [16.600 milljörðum króna] í ýmiss konar félagslegar greiðslur, meðal annars til atvinnulausra. Nota þyrfti stóran hluta þessa fjármagns í skilvirkari atvinnustefnu til að auka þekkingu vinnuaflsins í samræmi við kröfur vinnumarkaðarins, og koma atvinnulausum aftur í atvinnulífið." Áhersla á bar- áttuna gegn atvinnuleysi Móta þarf nýja atvinnu- stefnu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.