Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Grettir BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Tvöfaldur fjár- magnstekjuskattur á lífeyrisþega Ferdinand Smáfólk that's a nice 5HIRT h'OU'RE UlEARINS, RERUN..^ THANK YOU..ACTUALLT: IT USED TO BEL0N6 TO LINUS.. Þetta er snotur skyrta Þakka þér fyrir, Lárus Ég er yngstur svo að Sem er látið ganga til þín. sem þú ert í Rabbi. átti hana reyndar einu það eina sem ég fæ er Gildir einu. sinni. það sem gefið er upp á bátinn. Frá Þorbergi Kristjánssyni: HJÁKÁTLEGAR voru þær umræð- ur, er fram fóru við Austurvöll undir þinglokin, þegar rætt var frumvarpið um hinn svokallaða fjármagnstekjuskatt. Gegn því hömuðust þar mest, þeir sem ákaf- ast hafa heimtað, að slíkum skatti yrði komið á. Þeir hneyksluðust mjög á því, að áhrifamenn, er áður höfðu látið svo sem þeir væru mót- fallnir slíkum skatti, skyldu nú nota tækifærið, er talsmenn hans höfðu lagt þeim í hendur, til þess að létta skattgreiðslur þeirra, er umtalsvert hlutafé eiga. Víst má það undarlegt virðast og vekur spurn, að þeim sem valdið hafa skyldi svo mjög í rnun að hraða slíku máli gegnum þingið, að það skuli ekki betur ígrundað en svo, að þeir, sem eiga að framkvæma lögin, munu á einu máli um að verulegum vandvæðum verði bund- ið að vinna eftir þeim, hvað sem réttlætinu svo líður. Þegar spurt var um það í téðri umræðu, hvort ætlunin væri að láta bótaþega borga tvöfaldan fjár- magnstekjuskatt, var því og því einu svarað til af hálfu ríkisstjórn- arinnar, að þeir sem fengju ein- greiddar örorkubætur mundu ekki þurfa að greiða nema einfaldan fjármagnstekjuskatt. . Við afgreiðslu ijárlaga fyrir jólin og bandormsins, er þeim tengdist, var ákveðið, að vaxtatekjur öryrkja og lífeyrisþega skyldu skerða greiðslur til þeirra frá og með 1. september 1996, þótt engir aðrir ættu að greiða beinan eða óbeinan skatt af vaxtatekjum fyrr en 1997. En þá var látið í veðri vaka, að þessi mismunun mundi leiðréttast, þegar til framkvæmda kæmi vaxta- tekjuskattur á þá alla, er einhveijar slíkar tekjur hefðu. Fyrstu daga júnímánaðar virtist þetta hins veg- ar ýmsum gleymt og ekkert tiltöku- mál, þótt lífeyrisþegum og öryrkj- um með árstekjur langt undir því sem talið er viðhlítandi framfærsiu- eyrir annarra, væri nú ætlað að borga tvöfaldan fjármagnstekju- skatt frá næstu áramótum. Nú virðist gengið út frá því, að öryrkj- ar og lífeyrisþegar sæti tengingu vaxtatekna við bætur almanna- trygginga og greiði auk þess 10% skatt af vaxtatekjum frá næstu áramótum. Þetta felur vissulega í sér, að þeim einum er ætlað að greiða tvöfaldan ijármagnstekju- skatt. Stjórnvöld, sem telja það eðlilega lausn á fjárhagsvanda ríkissjóðs að ganga sérstaklega á hlut líf- eyrisþega, hafa vissulega rétt fyrir sér að því er eitt áhrærir. Þeir eru sá hópur, sem áhættuminnst er að meðhöndla þannig. Almennir lífeyr- isþegar eiga nefnilega engan kost annan en þann að vera lífeyrisþeg- ar, sem þýðir yfileitt, að þeir geta ekki sett neinum neinn stól fyrir neinar dyr. Og það er óneitanlega óskemmtilegt að verða vitni að þeirri tilhneigingu valdhafa að etja saman einstökum hópum lífeyris- þega. Sú „deildu og drottnuðu" stefna, sem stjórnvöld virðast að- hyllast kann tæpast góðri lukku að stýra. Þegar málum er svo komið, sem hér hefir nú stuttlega verið vikið að, getur það tæplega talist tiltöku- mál, þótt upp hafi komið sú spurn- ing, hvort sérstakur flokkur líf- eyrisþega sé e.t.v. eini möguleikinn á að þeir fái einhverja áheyrn. ÞORBERGUR KRISTJÁNSSON, Reynihvammi 39, Reykjavík. Otrúleg verðlagning Frá Kristni Snæland: AÐFARANÓTT sl. sunnudags hugðist undirritaður kaupa sér einn lítinn poka af Háls mentol bijóst- sykri frá Opal hf. í verslun þeirri sem rekin er á Umferðarmiðstöð- inni í Reykjavík. Sökum þeirrar reynslu að verðlag þar hefur verið mun hærra þar en í öðrum nætur- sölum, svo sem Bláa turninum á Háaleitisbraut, á nætursölunni í Hafnarfirði, Bitabæ í Garðabæ og Staldrinu þá var það með tregðu sem ég hugðist versla á BSÍ. Þegar ég samt sem áður lét til skarar skríða og festi kaup á pokanum þarna, komu ósköpin, þetta eru 130 krónur. Mér blöskraði svo að mér varð að orði, nei ég læt ekki okra á mér, sneri frá og festi kaup á svona poka í Bláa turninum við Háaleitisbraut, fyrir 75 krónur. Eftir það hugsaði ég mig um og ók aftur niður á Umferðarmiðstöð og festi einnig kaup á svona poka þar og fékk kvittun fyrir. Nú má vel vera að þessar smá- breytingar sem gerðar hafa verið á verslunarhorninu þarna, hafi verið dýrar, en þar sem engin næturversl- un hefur aðra eins veltu og sjoppan á BSÍ ætti hún að vera ódýrari en allar hinar. Þó ótrúlegt sé, þá virð- ist hún samt með hæstu verðlagn- inguna. Slíka kaupmenn eiga við- skiptavinir vitanlega að forðast, nema þeir vorkenni þeim erfiðleik- ana. KRISTINN SNÆLAND, Engjaseli 65, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni tii birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.