Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR MORGUNBLAÐIÐ Hvað gerir Olafur Ragnar í sumar? í 10. GREIN stjórn- arskrárinnar stendur: „Forseti vinnur eið eða drengskaparheit að stjórnarskránni, er hann tekur við störf- um.“ Gera verður ráð fyrir því sem mögu- leika að Ólafur Ragn- ar Grímsson verði kosinn forseti. Fyrir dómi hefur hann lýst því yfir að hann trúi ekki á guð. Því varð hann lögum sam- kvæmt að vinna drengskaparheit til að staðfesta framburð sinn í mikil- vægu dómsmáli. Sjálfur hefur hann nýlega sagt, oftar en einu sinni, að hann hafi ekki viljað leggja hönd á helga bók í þessu máli af því að um hafi verið að ræða „borgaraleg réttarhöld“. Á íslandi hefur aldrei verið neitt til sem heitir borgaraleg réttarhöld. Maður horfír á það undrandi og hryggur á það, að forsetafram- bjóðandi skuli bera svona bull á borð til þess að tala sig út úr þeirri sjálf- heldu, að hafa annað- hvort skýrt rangt frá fyrir dómi, eða segja þjóðinni nú ósatt um trú sína. Ef Ólafur Ragnar Grímsson verður kjör- inn forseti, leiðir það af 10. grein stjórnar- skrárinnar, að hann mun aftur standa frammi fyrir þeirri spurningu hvort hann trúi á guð. Þjóðin á rétt á því að hann segi henni svarið fyrir kosningar. Ætlar hann, ef hann verður forseti, að segja að hann trúi ekki á guð eins og hann gerði fyrir dómi? Eða ætlar hann að segja að hann trúi á guð og sveija trúarlegan eið og viðurkenna þar með, að hann hafi sagt ósatt fyrir rétti? MAGNÚS ÓSKARSSON Höfundur er hæsta■ réttarlögmaður. Magnús Óskarssonm Stökktu til Benidorm 25. júní fyrir kr. 29*932 í 2 vikur ÍBókaðu Við seljum nú síðustu sætin til Benidorm y 25. júní og bjóðum þér einstakt ferðatilboð tflCðaO - þar sem þú getur notið þess besta í yndislegu efu veðri á Benidorm í júní. Þannig gengur það fyrir sig: Við höfum tryggt okkur viðbótargistingu á frábærum kjörum. Þú bókar á mánudag eða þriðjudag og tryggir þér sæti og gistingu og fimm dögum fyrir brottför hringjum við í þig og segjum þér hvar þú gistir í fríinu. 29.932 Verð kr. M.v hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur. Skattar innifaldir. 39.960 Verð kr. M.v 2 fullorðna í íbúð, 25. júní, 2 vikur. Skattar innifaldir. VISA EIMSFERÐ Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562 4600. - kjarni málsins! Hæfastur fram- bjóðenda „SKRIPALÆTI", „leynistarfsemi og bellibrögð,, — þessi „sjálfumglaði fram- bjóðandi“ ætlar að „laumast bakdyrameg- in í forsetabústaðinn á Bessastöðum“. „Tildurherra“ lætur hengja upp af sér „skartmyndir" og skoðar forsetakjörið sem „einskonar feg- urðarsamkeppni", en „mistök“ hans og „víxl- spor“ sýna og sanna „að honum er ekki treystandi til að rækja það embætti sem hann keppir að og ætlast til að honum sé trúað fyrir“. „Einn aðalhvatamaður klofnings- ins“ í flokki sínum, og hefði enginn samflokksmaður hans þá „látið sér detta í hug að hann mundi styðja" hann „til mestu valda á íslandi", — „við sem þekktum aðkomuna" eftir að hann lauk störfum sem fjármála- ráðherra hefðum aldrei trúað því að „sá maður sem þá lét af völdum ... mundi reyna að þrengja sér inn í æðsta valdasæti þjóðarinnar". „Sjálfsdýrkunin og metnaðarlöng- unin hefur auðsjáanlega slegið hann algerri blindu.“ - Þetta eru nokkur af þeim ummæl- um sem viðhöfð voru um frambjóð- anda í „einHVerri hörðustu orrahríð sem fram hefur farið á síðum Morg- unblaðsins", eins og Matthías Jo- hannessen komst að orði. Frambjóðandinn hafði verið þátt- takandi í stjórnmálum, meðal annars sem íjár- málaráðherra og for- sætisráðherra. Meðal þess sem haft var gegn honum í kjörinu var íslandsbankamáíið 1930, þingrofið 1931, ferill hans í ljármála- ráðuneytinu í heims- kreppunni, lausn kjör- dæmamálsins, flokka- skipti og hinar svo- nefndu „Spánarmút- ur“. Frambjóðandinn var Ásgeir Ásgeirsson, og má lesa þessi ummæli meðal annarra í hinni ágætu ævisögu hans eftir Gylfa Gröndal _ (Forlagið 1992). Sjálfur svaraði Ásgeir þessum málflutningi svo í framboðsræðu í útvarpi þrem- ur dögum fyrir kosningar: „Kosningahríð þeirri sem nú gengur yfir mun senn slota. Hríðin er svörtust í blöðum og yfir höfðum nokkurra stjórnmálamanna sem enn skiija ekki hið sérstaka eðli forseta- kosninga. En almenningur hefur séð til sólar — bændur, sjómenn, iðnað- armenn, verkamenn og aðrar stéttir — furðu heiðskírt er víða. Þjóðin lítur á forsetakjör sem heilaga skyldu, sem hún mun rækja eftir bestu samvisku og sannfæringu, og spyr um það eitt: hver sé hæfastur.“ Einn stuðningsmanna hans sagði þetta í ræðu daginn fyrir kjördag: „Það er lýðræði að óskir fólksins og vilji þess ráði. Það er röng að- ferð að láta valdboð að ofan frá Misnotkun for- setaembættisins ÞAÐ VAR fróðlegt að fylgjast með Ólafi Ragnari Grímssyni for- setaframbjóðanda á Stöð 2 að kvöldi hins fimmta þessa mánaðar. Þar fullyrti hann að sjálfur væri hann flest- um hæfari til að fara með hlutverk forseta Islands við stjómar- myndanir. Sagðist hann ekki einungis hafa mikla þekkingu á hlut- verki forseta íslands vegna fyrri starfa sinna heldur einnig sem mik: ill „fræðimaður". í þessu máli, sem flestum öðrum, er reynslan traustari heimild um Ólaf Ragnar Grímsson en sú mynd sem hann sjálfur reynir nú að draga upp af sér. Hlutleysi Ólafs Ragnars í fyrra var Ólafur Ragnar Gríms- son formaður Alþýðubandalagsins. Að loknum kosningum í apríl ákváðu Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- Glœsileg kristallsglös ímíklu úrvali \ fch SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - flokkur að mynda ríkis- stjórn. Var sú ákvörðun tilkynnt opinberlega og stóðu á bak við hana 40 þingmenn af 63. Ólafur Ragnar lagði afar hart að formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, að ijúfa samninginn við Sjálfstæðisflokkinn og efna til vinstri stjórnar. Halldór neitaði þessu alfarið. Daginn eftir lagði Halldór til við for- seta íslands að for- manni Sjálfstæðis- flokksins yrði falið að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki. Hvað gerist þá? Þá gengur margnefndur Ólafur Ragnar á fund frú Vigdísar Finn- bogadóttur og hvetur hana eindregið til að hunsa þessa tillögu Halldórs en fela Halldóri sjálfum að mynda vinstri stjórn, allt aðra stjórn en Framsóknarflokkurinn og meiri hluti Alþingis vildu. Persónulegar skoðan- ir Ólafs á „sögulegu tækifæri" til * Skrifstofu- og rekstrarvörur • Plasthúðun - innbinding • Vélar - tæki - búnaður • Prentborðar - dufthylki - blekfyllingar ISO-9000 gæðatrygging • Leiðir til sparnaðar J. ÓSTVRLDSSON HF. Skipholti 33, 105 Reykjovík, sími 533 3535. Haraldur Johannessen knýja fólkið til fylgis. Flest okkar eru í flokki. Það er gott að vera góðir flokksmenn, en flokksþrælar viljum vér ekki vera. ... Látum kosningarnar á morgun verða ævar- andi áminningu til allra þeirra sem vilja beygja vilja fólksins og sann- færingu. Látum morgundaginn verða lofgjörð til lýðræðisins." Þetta var Gunnar Thoroddsen, 28. júní 1952. Af fjölmörgum athyglisverðum umsögnum um feril Ásgeirs Ás- geirssonar leyfi ég mér að vekja athygli á þessum orðum Ólafs Jó- hannessonar í Tímanum 12. október 1972: „Um stjórnmálastörf Ásgeirs Ás- geirssonar verður sjálfsagt deilt, og dómar felldir, svo sem um starfsemi annarra þeirra er á því sviði standa. Um hitt hygg ég að öll þjóðin sé sammála að hann hafi rækt sitt langa forsetastarf svo sem best varð á kosið. Þar naut hann sín vel, vann sér hvarvetna traust og virðingu, jafnt heima sem erlendis, jafnt í konungssölum sem á alþýðuheimil- um. Má og segja að hann hafi verið vel undir það búinn að takast for- setastarf á hendur. Auk meðfæddra eiginleika hafði hann mikla og margháttaða starfsreynslu og stað- góða þekkingu á fólki og þjóðarhög- um. Með virðulegri framkomu og eðlislægri háttvísi rækti hann hið vandasama þjóðhöfðingjastarf smá- þjóðar og kom ætíð fram á þann hátt að Islandi var sómi að.“ Tímarnir hafa vissulega breyst á þeim 44 árum sem liðin eru frá for- setakjörinu 1952. Sjálfur var ég ekki einusinni fæddur þegar þetta gerðist. Þó þykir mér eitthvað und- arlega kunnuglegt við frásögn Gylfa Gröndals af forsetakjöri hins um- deilda stjórnmálamanns, Ásgeirs Ásgeirssonar. MÖRÐUR ÁRNASON Höfundur er íslenskufræðingur. að mynda vinstri stjórn áttu að ganga framar þingræðinu og vilja meirihluta Alþingis. Þetta dæmi ætti að vera lýsandi um það hlut- leysi sem Ólafur Ragnar Grímsson telur eðlilegt af forseta íslands og hvers má vænta af honum í hlut- verki forseta sem hingað til hefur ekki þurft að gera ráð fyrir að vera gagnrýndur fyrir störf sín. „Sögulegu tækifærin" En ekki er ástæða til að láta að- ild hans að myndun ríkisstjórnarinn- ar 1988 ógetið. Þá tók hann þátt í því að fá forseta Islands til að heim- ila myndun ríkisstjórnar án þess að forseti vissi hvaða þingmenn styddu hana. Þegar sú stjórn var mynduð fyrir orð væntaniegra ráðherra naut stjórnin ekki meirihluta á Alþingi en varð að treysta á stuðning „huldu- manna“ Stefáns Valgeirssonar. Gekk þannig í eitt og hálft ár með tilheyrandi hrossakaupum þar til vinstri stjórnin keypti Borgaraflokk- inn til liðs við sig eins og menn muna. Þessi ríkisstjórnarmyndun árið 1988 átti einnig að vera „sögu- legt tækifæri" til að mynda vinstri stjórn og því þótti Ólafi og hans mönnum ekki tiltökumál þó eitthvað vantaði upp á meirihlutann að baki ríkisstjórninni. Það þótti ekki heldur tiltökumál þótt þetta „sögulega tækifæri" yrði þjóðinni gríðarlega dýrt og látið væri reika á reiðanum í fjármálum. Tilgangurinn helgaði öll meðul og gífurlegur og eftir- minnilegur hallarekstur, sjóðasukk og svikin loforð við launafólk, svo dæmi af afrekum þessarar dæma- lausu stjórnar séu tekin, virtust ekk- ert draga kjarkinn úr kokhraustum þáverandi fjármálaráðherra Ólafi Ragnari. Þetta eru vísbendingar um það sem fólk getur átt í vændum takist Ólafi Ragnari Grímssyni að verða kjörinn forseti íslands. Hætt er við að tilgangurinn muni helga ýmis meðul næst þegar „sögulegt tæki- færi“ til að láta einhvern pólitískan draum Ólafs Ragnars rætast. HARALDURJOHANNESSEN, Vesturgötu 41, Reykjavík. Höfundur er háskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.