Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDÁGÚR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Mikilvægar kosningar í Bangladesh Þróun í átt til lýðræðis eða herstj órnar? Dhaka. Reuter. Reuter SHEIKH Hasina og flokkur hennar voru með kosningafund í Dhaka í fyrradag og voru margir með pappírsbát á höfði til að minna á kosningamerki flokksins. RÚMLEGA 100 eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu, Bandaríkjun- um og Asíu eru komnir til Bangla- desh til að fylgjast með framkvæmd þingkosninga, sem fram fara þar í dag, miðvikudag. Kosningamar eru taldar sérlega mikilvægar fyrir lýð- ræðisþróunina í landinu. Helstu stjórnarandstöðuflokk- arnir knúðu fram kosningarnar eft- ir að hafa þvingað fram afsögn Begum Khaleda Zia forsætisráð- herra í marsmánuði. Stjórnarand- staðan hundsaði þær á þeim for- sendum að frjálsar kosningar væm óhugsandi á meðan Zia væri við völd en hún er ekkja Ziaur Rah- man, fyrrum hershöfðingja og for- seta sem stofnaði flokk hennar, Þjóðernissinnafiokk Bangladesh. Líkt og búist hafði verið við sigruðu þjóðernissinnar Zia í kosningunum í febrúar en stjórnarandstaðan, Awami-fylkingin, neitaði að virða niðurstöðu þeirra og tók að krefjast þess að þær yrðu endurteknar. Mik- il spenna hefur ríkt í Bangladesh frá því þetta gerðist og ofbeldisverk verið tíð. Glæpahópar upprættir Á sunnudag tók lögregla að taka úr umferð hópa vopnaðra glæpa- manna, sem talið var víst að reynd- ust tilbúnir til að ganga til liðs við stjórnmálafylkingarnar gegn greiðslu. Talsmenn lögreglu segja að flokkamir hafi slíka hópa á sín- um snærum og noti þá til að gera upp sakirnar við andstæðinga sína. Um 4.000 vopn hafa verið gerð upptæk í landinu frá því að bráða- birgðastjóm tók við völdum í lok mars eftir afsögn Zia forsætisráð- herra. Alls hafa um 43.000 manns verið teknir höndum á þessum tíma fyrir óleyfilegan vopnaburð. Hæstiréttur Bangladesh ákvað á mánudag að meina Hassain Moh- ammed Ershad, fyrrum forseta landsins, að flytja kosningaræðu úr fangaklefa sínum. Forsetinn fyrrverandi sem leiðir Jatiya-flokk- inn hugðist fá ræðu sína flutta í sjónvarpi og útvarpi en hann hefur setið í fangelsi í fimm ár eftir að hafa verið við stjómvölinn í landinu í níu ár. Ershad getur tekið þátt í kosningunum þar sem æðri dómstig eiga eftir að taka til umfjöllunar áfrýjunarkröfur hans en Ershad var á sínum tíma dæmdur í 13 ára fang- elsi eftir að honum hafði verið steypt af stóli. Konur takast á Kosningarnar í Bangladesh eru taldar sérlega mikilvægar. „Niður- staða þessara kosninga mun ráða úrslitum um hvort Bangladesh held- ur áram að þróast í átt til vestræns lýðræðis eða hvort herforingjastjórn tekur við á ný,“ sagði eftirlitsmaður einn frá Suðaustur-Asíu. Herinn í Bangladesh hefur verið áhrifamesta aflið í stjórnmálum landsins frá því að það hlaut sjálfstæði frá Pakistan árið 1971. Helsti keppinautur Begum Zia er Sheikh Hasina, leiðtogi Awamai- fylkingarinnar. Þessar tvær konur takast á um forsætisráðherraemb- ættið og þykir því sýnt að kvenkjós- endur geti ráðið úrslitum í þessum kosningum en konur eru tæpur helmingur kjósenda sem eru um 60 milljónir talsins. Aðstoð við N-Kóreu Sunnan- menn veita 200 millj. Seoul. Reuter. SUÐUR-KÓREA mun leggja fram sem svarar 200-330 milljónum ís- lenskra króna til söfnunar Samein- uðu þjóðanna fýrir matvælaaðstoð við Norður-Kóreu, að því er ríkis- sjónvarpið í S-Kóreu greindi frá í gær. Sameinuðu þjóðirnar fóru fram á sem svarar tæpum þrem milljörðum íslenskra króna. Ríkissjónvarpið greindi frá því í gær, að veittar yrðu 200 millj. og myndi Kwon O-kie, sameiningamálaráðherra, greina opinberlega frá ákvörðun- inni. Stjómvöld í Suður-Kóreu hafa lagt að Sameinuðu þjóðunum og Japönum að veita ekki Norður- Kóreu stórfellda aðstoð fyrr en stjórn Norður-Kóreu gengst inn á að mæta til friðarviðræðna ú'ögurra ríkja, Norður og Suður-Kóreu, Kína og Bandaríkjanna. Forsætisráðherra Japan, Ryutaro Hashimoto, sagði á mánudag að Japanir myndu líklega veita Norð- ur-Kóreu álíka mikla aðstoð og Sameinuðu þjóðirnar. Að sögn emb- ættismanna munu Bandaríkjamenn áætla að veita sem svarar rúmum 400 milljónum íslenskra króna í aðstoð til Norður-Kóreu. Fimm ísraelskir hermenn bornir til grafar í gær Netanyahu lofar að „afgreiða“ Hizbollah Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, verðandi forsætisráðherra ísraels, hét því í gær að „afgreiða“ skæruliða Hiz- bollah-samtakanna þegar hann taki við stjómartaumunum í landinu. Fimm ísraelskir hermenn, sem Hiz- bollah-skæruliðar felldu í fyrirsát í Suður-Líbanon á mánudag, vom bomir til grafar í gær. Yfirmaður ísraelshers, Amnon Shahak, sagðist ekki myndu hika við að ráðast gegn Hizbollah, jafn- vel þótt það kæmi hart niður á líbönskum borgurum. Rúmlega 200 þeirra féllu þegar ísraelar réðust á Hizbolla í Suður-Líbanon í apríl. Komi til frekari átaka nú, myndi Netanyahu ekki einvörðungu baka sér óvild Líbanonstjórnar, heldur einnig Sýrlendinga, sem fara með hervald í Líbanon. Slíkt myndi draga úr líkum á áframhaldandi friðarviðræðum milli ísraela og Sýrlendinga, sem nú þegar þykja ólíklegar vegna þeirrar stefnu Likud-bandalags Netanyahus, að ekki komi til greina að Gólanhæð- um, sem ísraelsmenn tóku her- skildi 1967, verði skilað til Sýr- lendinga. „Alvarlegt vandamál" Netanyahu sagði um árásina á hermennina á mánudag að þetta væri „mjög alvarlegt vandamál," sem bregðast yrði við með fullri einurð. „Þegar við myndum ríkis- stjórn - sem ég vona að verði innan tíðar - munum við sjá um þetta með okkar eigin hætti,“ sagði hann við fréttamenn. Kúaríðudeilan stefnir leiðtogafundi í hættu INNAN Evrópusambandsins hafa menn vaxandi áhyggjur af því að aðgerðir Breta vegna kúariðudeil- unnar kunni að hafa áhrif á leið- togafund ESB í Flórens í næstu viku. Bretar hafa heitið því að trufla alla starfsemi Evrópusambandsins þar til að áætlun um hvernig af- létta megi útflutningsbanni á breskar nautgripaafurðir liggi fyr- ir. Önnur Evrópuríki hafa fordæmt aðgerðir Breta harðlega, segja þær „fáránlegar" og að ekki eigi að láta undan kúgunaraðferðum af þessu tagi. Neytendur í ríkjum ESB virðast sömuleiðis vera þeirrar skoðunar að ekki eigi að heimila sölu á bresku nautakjöti. „Ábyrgðin Iiggur öll hjá Bret- um,“ sagði æðsti talsmaður fram- kvæmdastjórnarinnar í gær. Bjartsýnismenn hjá ESB binda vonir við að takast muni að fmna málamiðlun, líkt og ótal fordæmi eru fyrir í sögu sambandsins, þann- ig að John Major, forsætisráðherra Bretlands, geti látið af andófi sínu með nokkurn veginn fullri reisn þó svo að bannið verði enn í gildi um skeið. Lamberto Dini, utanríkisráð- herra Ítalíu, hefur lagt til að fram- kvæmdastjórnin muni í vikunni ræða tillögur að því hvernig aflétta megi banninu og það viðunandi árangur muni nást fyrir leiðtoga- fundinn. Sagði hann að Bretar gætu haldið áfram að stöðva mál eftir leiðtogafundinn en kannski ekki öll. Eru tillögur hans mjög áþekkar hollenskum tillögum er lagðar voru fram á fundi utanríkisráðherranna á mánudag. Bretar eru hins vegar tregir til að láta undan og segjast ekki vilja gefa stefnu upp á bátinn sem greinilega beri árangur. „Við viljum ekki að málum miði áfram, við vilj- um niðurstöðu," sagði háttsettur breskur embættismaður. Láti hvorugur aðilinn undan er hins vegar hætta á að leiðtogafund- urinn fari að mestu leyti í harðvítug átök um nautakjöt. GORBATSJOV og Ronald Reagan á Reykjavíkurfundinum 1986. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna Fylgislaus en gefst ekki upp Pétursborg. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, fyrrverandi forseti Sovétríkjanna, gerði í gær lítið úr skoðanakönnunum, sem sýna, að hann nýtur lítils sem einsk- is fylgis í forsetakosningunum um næstu helgi, og sagði, að aðeins hann vær fær um að sameina lýð- ræðisöflin í landinu. Gorbatsjov var á fundi með verk- smiðjufólki í Pétursborg í gær og það leyndi sér ekki, að það var held- ur áhugalaust um forsetaframboð hans. Kvaðst hann hafa komist að því á kosningaferðalagi sínu um Rússland, að 60% þjóðarinnar kærðu sig ekkert um núverandi stjórnvöld eða um stjóm undir forsæti Genna- dís Zjúganovs, frambjóðanda komm- únista. Ailir kjósi Gorbatsjov „Allir verða að kjósa Gorbatsjov, hann er sá eini, sem getur komið lýðræðisöflunum saman í stjórn sem forseti," sagði Gorbatsjov. Gorbatsjov, sem er hálfsjötugur að aldri, hefur samkvæmt skoðana- könnunum innan við 1% fylgi en hann segir ekkert vera að marka skoðanakannanir, með þeim sé að- eins verið að ljúga að kjósendum. Deildi hann hart á ríkissjónvarpið, sem hann sagði sýna hve fólk væri ánægt með Borís Jeltsín forseta þótt sannleikurinn væri annar og lofaði stjórn, sem myndi bjóða upp á annað en vinstrimennsku Zjúg- anovs og umbætur í anda Jeltsíns. Lítill áhugi Á fundinum í verksmiðjunni voru um 200 manns og virtust flestir hafa meiri áhuga á að líta þennan fyrrverandi leiðtoga sovéskra kommúnista augum en á málflutn- ingi hans. Maður nokkuð við aldur spurði hann þessarar spurningar: „Míkhaíl Sergeyevítsj, við teljum öll, að þú sért vænsti maður en þú virðist eiga litla möguleika á að sigra. Geturðu þá ekki sagt okkur hvern við eigum að kjósa?“ „Ef ég gæti það, væri ég ekki í framboði," svaraði Gorbatsjov.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.