Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 43 + Sigurlaug Sig- urjónsdóttir var fædd í Vindheimi í Norðfirði 20. nóv- ember 1911. Hún lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. júní síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sig'urjón Asmunds- son sjómaður, f. 16.3. 1883, d. 25.10. 1953, og Helga Davíðsdóttir, f. 9.1.1885, d. 25.7. 1920. Alsystkini Sigurlaugar voru: Þórunn, f. 1905, d. 1983, Ás- mundur , f, 1908, Sigríður, f. 1910, d. 1995 og Ágústa f. 1913. Sigurjón gekk síðar í hjóna- band með Helgu Þorvaldsdótt- ur. Hálfsystkini Sigurlaugar voru: Helga, f. 1921, Kristján, Skin og skúrir fylgja lífinu á sama hátt og fæðing og dauði. Hvorutveggja tengt órjúfanlegum böndum. Allt vegur salt. Annars vegar gleðin sem við öll viljum að gangi við hlið okkar og hins vegar sorgin sem við viljum ekki horfast í augu við. En rétt eins og gleðin er stundum förunautur okkar verð- ur sorgin óhjákvæmilega á vegi okkar. Á slíkum stundum er gott að geta huggað sig við orð Kahlil Gibran úr Spámanninum, sem hljóða svo: Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá að aðeins það sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þeg- ar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. Það er einlæg von mín og bæn að þið sem í dag kveðjið Sigurlaugu Sigurjónsdóttur megið umfram allt annað koma auga á þá gleði sem hún veitti ykkur með lífi sínu. Sigurlaug var fædd á Norðfirði og ólst þar upp til sextán ára ald- | urs. Þá fluttist hún til Reykjavíkur i og var í vist fyrstu tvö. árin. Síðar I lærði hún kjólasaum hjá Guðrúnu ' Arngrímsdóttur og vann hjá henni í mörg ár eftir að námi lauk. Hún starfaði við saumaskap allt til árs- ins 1977, bæði á almennum vinnu- markaði og eins heima við og var vandvirk og vel hæf í sínu fagi. Sigurlaug og Jóhann maður hennar áttu heimili bæði í Hafnar- firði og Reykjavík en eftir lát hans | bjó hún með dóttur sinni. Heimili | Sigurlaugar einkenndist af smekk- , vísi og glæsibrag, hún hafði sér- f. 1923, d. 1983, Guðmundur, f. 1924, og Ásdís, f. 1927. Sigurlaug giftist ung Kjartani Gíslasyni en þau slitu samvistir. Hún giftist 11. janúar 1957 Jóhanni E. Frimann sjómanni, f. 13.8.1923, d. 12.1. 1978. Dóttir þeirra er Sigurlaug, f. 24.12. 1960, graf- ískur hönnuður, hún er gift Guð- mundi Kjartanssyni húsasmíðameistara ojg eiga þau þijú börn: Jóhann Órn, Hólm- fríði Sunnu og Kjartan. Utför Sigurlaugar fer fram i dag frá Fossvogskirkju og hefst athöfnin kl 15. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. stakt dálæti á fornum húsmunum og þeir mynduðu fallegan ramma utan um sterkan og traustan per- sónuleika. í einkadóttur sinni og nöfnu sá Sigurlaug sitt mesta lán og sína stærstu hamingju. Milli þeirra ríkti gagnkvæm elska og virðing. Tengdasyni sínum Guðmundi bar hún sérstaka virðingu fyrir, stærst- an sess í hjarta hennar áttu þó efa- laust litlu barnabörnin. Hún var þeim hlý og elskuleg amma, sat með þeim, las, spjallaði og gaf þeim ástrík faðmlög. Hún horfði aldrei í tíma né fyrirhöfn þegar þau voru annars vegar. Fjölskyldan var ekki stór en að hennar mati fólst í henni mikill auður. Kynni mín af Sigurlaugu hófust er hún fluttist í nágrenni við for- eldra mína ásamt Jóhanni manni sínum og Sillu litlu sem þá var aðeins fárra mánaða gömul. Góð kynni tókust með þeim hjónum og foreldrum mínum sem leiddi til þess að Sigurlaug falaðist eftir mér til að gæta litlu stúlkunnar sinnar og var ég í vist hjá henni tvö sumur. Ég var of ung þá til að bera skyn- bragð á hversu einstaklega vel gerð manneskja hún var, þó man ég að sem barni þótti mér hún glæsileg og alltaf afskaplega vel klædd. Seinna þegar ég komst á unglings- ár saumaði hún á mig kjóla og við vorum alltaf á öndverðum meiði varðandi síddina. Henni fannst þessi ósköp ekki lengur kjóll þegar búið var að stytta hann eins og mér líkaði. Samband okkar rofnaði eftir að ég komst á fullorðinsár en ég fylgd- ist þó með henni í gegnum foreldra mína sem hún hélt alltaf tryggð við og mat mikils og við ótímabært andlát þeirra fyrir mörgum árum kom hún og sýndi þá einiægu og látlausu samúð sem henni var einni lagin. Hin síðari ár þegar ævikvöldi hennar var tekið að halla áttum við saman góðar stundir sem ég veit að hún mat mikils ekki síður en ég og þrátt fyrir að fjörutíu ár skildu okkur að fann hvorug okkar nokkru sinni til þess. Hún hlustaði á mig segja fra skemmtunum og ýmsum uppákomum og hló dátt eins og hún væri orðin ung í annað sinn og ég hlustaði á hana segja frá lífshlaupi sínu og dáðist að hversu auðvelt hún átti með að sjá spaugilegu hlið- arnar á atburðum sem aðrir hefðu ekki getað tekið með jafnaðargeði. Við deildum saman áhuga á andleg- um málum, samræður okkar snér- ust því oftar en ekki um lífið og tilveruna og hvað við tæki að jarð- vist lokinni. Hún átti sterka trú á æðri máttarvöld, trú sem var henni mikill styrkur þegar á móti blés, því lífið var henni ekki alltaf eins og hún hefði best kosið. Sigurlaug var glæsileg kona, gædd sterkum og virðulegum per- sónuleika og frá henni stafaði mik- il hlýja, Hún hafði fágæta og heil- brigða lífssýn og samúð með kjörum annarra var henni eðlislæg. Elsku Silla mín, Gummi og börn ykkar. Ég bið góðan guð að gæta ykkar allra og gefa að þið megið um ókomna tíð bera góðri móður fagurt vitni. Ég votta ykkur, systk- inum hennar og öðrum aðstandend- um samúð mína. Elsku vinkona mín, þú varst mér kær og verður það áfram í minning- unni. Þú kaust þér sumarið til að kveðja og nú ertu umvafin eilífu sumri. Nú veist þú betur en ég. Við áttum margt ósagt. Það bíður þess tíma er við hittumst aftur, þangað til, vertu guði falin. Ég þakka góðar stundir, ást og hlýju í minn garð. Aðalbjörg Sigþórsdóttir. Með fáeinum orðum langar mig að kveðja hana Sillu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur send- um við ykkur, elsku Silla mín, Gummi, Jóhann, Hólmfríður og Kjartan. Guðný og Kári. SIGURLAUG SIG URJÓNSDÓTTIR OSKAR PETUR EINARSSON -4- Óskar Pétur Einarsson • fæddist á ísafirði 20. mars { 1920. Hann lést 14. apríl síðast- I liðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 20. apríl. Hann Pétur er látinn, okkur setur hljóð og við minnumst liðins tíma. Við systrabörn Guðbjargar konu hans, sem erum fædd og uppalin á Hlíðarenda á ísafirði, höfðum þekkt hann alla okkar tíð og viljum minn- ; ast hans. Hann var einn af fjölskyldunni ^ og samofinn lífsgöngu okkar allra I á Hlíðarenda, þar sem tengdafor- eldrar hans og tengdasystkin bjuggu, í dag búa þar systkinin Björg og Andrés. • Alltaf þegar við komum saman á Hlíðarenda, eða á heimili einhvers okkar, þá voru þau þar líka, Pétur, Guðbjörg og þeirra börn og var þá kátt á hjalla og oft tekið lagið. Um | jól og áramót voru þau með okkur, tóku þátt í jólahátíðinni, kvöddu með okkur gamla árið og fögnuðu ' því nýja. Hin síðari ár, er þau hjón voru með börnum sínum og fjöl- skyldum þeirra sunnanlands um jólahátíðina, þá söknuðum við þeirra á Hlíðarenda. Einnig minnumst við samveru- stunda með Pétri og fjölskyldu á Fossum í Engidal í Skutulsfirði þar sem tengdafaðir hans, afi okkar, Jón Andrésson og svo seinna mágur Péturs, Andrés, heyjuðu á sumrin. Oft var fjölmennt þar, sérstaklega um helgar þegar frí var frá vinnu, þá fjölmennti skyldfólkið inneftir og hjálpaði til við heyskapinn og við hin yngri lærðum_ að taka til hendinni af þeim eldri. í endurminn- ingunni er sérstakur ljómi yfir kaffi- tímunum á Fossum þegar ilminn lagði frá nýlöguðu kaffinu á prím- usnum og allir settust niður í skjól- sælli laut og gæddu sér á nestinu. Þarna úti i náttúrunni við nið foss- ins og fuglasöng var gleði og gam- an og gjarnan brugðið á leik. Þá eins og alltaf þegar fjölskyldan kom saman hafði Pétur góð áhrif þannig að hressileiki, gleði og kátína voru ríkjandi þar sem hann var. Hann var okkur og fjölskyldum okkar elskulegur og góður og tók þátt í gleði okkar og sorg. Við tengdafólkið frá Hlíðarenda sökn- um hans úr hópnum. Við þökkum honum samfylgdina og biðjum Guð að blessa minningu okkar kæra vinar. Guðbjörgu, börnum og fjölskyld- um þeirra og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Þorgerður S., Steinunn, Guðmundur, Tryggvi, Þorgerður og fjölskyídur. Lokað vegna jarðarfarar ERLENDAR ERLENDSSONAR, fyrrverandi leigubifreiðastjóra, verður lokað eftir hádegi miðvikudaginn 12. júní. ísloft blikk- og stálsmiðja ehf., Bíldshöfða 12, Reykjavík. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma ELÍNBORG K. STEFÁNSDÓTTIR, Kleppsvegi 120, Reykjavík, andaðist sunnudaginn 9. júní. Þórður Sveinbjörnsson, Guðbjörg Kristjánsdóttir, Þórarinn Sveinbjörnsson, Þórgunnur Jónsdóttir, Gríma Sveinbjörnsdóttir, Stefnir Helgason, Vilborg Sveinbjörnsdóttir, Kenneth Wilson, Stefanía Sveinbjörnsdóttir, Raymond Dignum, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, sonur og fað- ir okkar, GÍSLI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, lést í Landspítalanum sunnudaginn 9. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Leona Friðjónsdóttir, Mikkalína Finnbjörnsdóttir, Baldvina Karen Gísladóttir, Randý Helga Gísladóttir, Guðjón Þorkelsson Gíslason, Mikkalfna Mekkin Gfsladóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGIMAR JÓN ÞORKELSSON, Spónsgerði 1, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 13. júní kl. 13.30. Ósk Óskarsdóttir, Óskar Ingimarsson, Þorkell Ingi Ingimarsson, Sigrún Inga Hansen, Hafdfs Elva ingimarsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Una Þóra Ingimarsdóttir, Þór Engilbertsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar, GUÐRÚNAR STEFÁNSDÓTTUR, Hnappavöllum. Sérstakar þakkir sendum við læknum, hjúkrunarfólki og öðru starfsfólki Skjólgarðs fyrir góða umönnun. Systkini og fjölskyldur þeirra. t Alúðarþakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför SIGNHILD S. KONRÁÐSSON. Ástarþakkir til starfsfólks lungnadeildar Vifilsstaðaspítala fyrir einstaka góðvild og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Björnsdóttir, Borgþór Björnsson, Signhild Borgþórsdóttir og aðrir ástvinir. t Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður minnar, ömmu okkar og langömmu, ELÍSABETAR GÍSLADÓTTUR, Unufelli 50. Ingibjörg Axeldóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.