Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 31
30 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 31 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MIKILVÆG SAMSKIPTI WERNER Hoyer, aðstoðarutanríkisráðherra Þýska- lands, segir í viðtali í Morgunblaðinu í gær að íslend- ingar séu eðlilegir bandamenn Þjópveija. „Island er mjög evrópskt ríki og samstarfsfúst. ísland er stofnaðili að Atlantshafsbandalaginu og við eigum þar náið samstarf við íslendinga í varnarmálum. Með aðildinni að EES tek- ur samstarfið til fleiri sviða. Aðild íslands myndi hafa góð áhrif á jafnvægið innan sambandsins en með aðild Finna og Svía, auk Dana er voru fyrir, er komið jafnvægi gegn þeim þunga er Miðjarðarhafsríkin höfðu áður. Eg held að þetta sé mjög gott fyrir ESB auk þess sem það er Þýskalandi í hag. Island yrði því eðlilegur bandamaður okkar innan Evrópusambandsins, rétt eins og innan Atl- antshafsbandalagsins,“ sagði Hoyer. Það er mikilvægt fyrir ísland að eiga Þjóðveija að vin- um óháð allri umræðu um umsókn að Evrópusambandinu. íslendingar tengjast þjóðum Evrópu sterkum efnahagsleg- um böndum í gegnum EES-samninginn og sú þróun, sem á sér stað innan Evrópusambandsins, hefur óhjákvæmi- lega áhrif á okkur. Þýskaland er óumdéilt forysturíki Evrópusambandsins, jafnt efnahagslega sem pólitískt. Þjóðverjar hafa ítrekað sýnt að þeir bera"hlýhug til íslendinga og að þeir séu reiðubúnir til að koma til móts við sjónarmið okkar þegar þess gerist þörf. Ummæli Hoy- ers eru enn ein staðfesting þess. Vinátta þessi, er bygg- ist ekki síst á sameiginlegri menningarlegri arfleifð þjóða okkar, hefur reynst íslendingum dýrmæt og ljóst er að tengsl okkar við Þjóðverja munu verða enn mikilvægari eftir því sem við tengjumst Evrópuríkjunum nánari bönd- um. RÍKISREKIÐ VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI? * ISAMTALI við Morgunblaðið sl. laugardag lýsti Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, þeirri skoðun sinni, að ríkissjóður ætti að hætta beinni smásölu á spariskírtein- um en nýt^ í þess stað Qármálafyrirtæki, banka og verð- bréfafyrirtæki, sem dreifiaðila. Um þetta sagði bankastjór- inn: „Þó svo að finna megi þess dæmi, að ríkissjóðir ann- arra landa stundi smásölu á verðbréfum verður að taka mið af því, að hér á landi eru umsvif ríkissjóðs mun meiri en gerist annars staðar og því hafa aðgerðir ríkisins mun meiri áhrif á markaðinn hér. Sú aðferð, sem nú er notuð við sölu spariskírteina veldur mikilli spennu á markaðnum og auglýsingastarfsemi og markaðssetningin, sem henni fylgir eiga þar stærstan þátt. Þessi spenna getur síðan leitt til hærri vaxta.“ Gunnar Helgi Hálfdánarson, forstjóri Landsbréfa, segir um þetta efni í samtali við Morgunblaðið sl. laugardag: „Það er alveg ljóst, að eftir því, sem verðbréfamarkaðnum fleygir fram, þeim mun auðveldara á hann með að sinna fjárþörf ríkissjóðs. Þessir aðilar verða því að skynja þess- ar breytingar og sýna meiri samstarfsvilja." Það er auðvitað alveg ljóst, að smásala ríkissjóðs á spariskírteinum jafngildir því, að ríkið reki verðbréfafyrir- tæki. Á undanförnum árum hefur verið lögð áherzla á að ríkið dragi sig út úr atvinnustarfsemi og bæði núverandi ríkisstjórn og fyrrverandi ríkisstjórn hafa haft einkavæð- ingu á stefnuskrá sinni og fylgt þeirri stefnu eftir í fram- kvæmd að töluverðu leyti. En á sama tíma og það er yfirlýst markmið ríkisstjórn- ar að einkavæða fyrirtæki í ríkiseigu og alvarlegar umræð- ur fara fram um einkavæðingu ríkisbanka, hefur ríkissjóð- ur verið að byggja upp nýja starfsemi, sem er ríkisrekin verðbréfasala. Það er auðvitað ekkert samræmi í þessu. Raunar á það við um fleiri svið eins og Morgunblaðið hefur bent á, að ríkið eykur atvinnuumsvif sín á nýjum sviðum svo sem í fjarskiptum og hugbúnaðargerð. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á að hlusta á þá rökstuddu gagnrýni, sem fram hefur komið frá talsmönn- um fjármálafyrirtækja og hætta rekstri verðbréfafyrirtæk- is í samkeppni við þau fyrirtæki, sem á markaðnum eru. Verðbréfamarkaðurinn er áreiðanlega orðinn nógu þróað- ur til þess að selja spariskírteini ríkissjóðs án atbeina, hjálpar og samkeppni frá ríkissjóði sjálfum. lendra aðila í sjávarútvegi á fundi Félags ís- lenskra stórkaupmanna í gær. Þeir Pétur Reimarsson og Pétur Blöndal lýstu sig báðir fylgjandi því að erlendum aðilum yrði heimilað að fjárfesta beint í íslenskum sjávarútvegi og að auðlindagjaid yrði tekið upp. Erlendir aðilar fái að fjárfesta í sjávarútvegi Líflegar umræður urðu um fjárfestingar er- AUKA þarf frelsi sjávarút- vegsins, bæði í veiðum og vinnslu, minnka afskipti hins opinbera á fjölmörgum sviðum og fækka reglum sem fyr- irtækjunum er gert að fara eftir til að bæta samkeppnisstöðu greinarinn- ar. Meðal annars þarf að rýmka heim- ild erlendra aðila til þátttöku í sjávar- útvegi með beinum hætti. Það er ekki eðlilegt að menn sem eiga kost á sam- starfsaðila eriendis, sem vill eignast hlut í féiagi hér á landi, geti ekki farið í slíkt samstarf fyrir opnum tjöldum, að því er fram kom í máli Péturs Reimarssonar, framkvæmdastjóra Ár- ness hf., á hádegisverðarfundi Félags íslenskra stórkaupmanna í gær. Þar var fjallað um erlendar fjárfestingar í sjávarútvegi. Pétur lýsti því yfir að þannig mætti með ýmsum ráðstöfunum auka veru- lega arðsemi í sjávarútvegi. „Eg er reyndar þeirrar skoðunar að það geti verið atvinnugreininni hagstætt að gera sátt við alþingi, ríkisstjóm, stétt- arfélög og aðra aðila í þjóðfélaginu um þessi atriði, en sem endurgjald geti menn fallist á það að greiða hóf- legt gjald fyrir afnot af auðlindinni," sagði Pétur. Hann tók fram í upphafi máls síns að hann væri almennt fylgjandi er- lendri fjárfestingu í sjávarútvegi á ís- landi á sama hátt og íslendingar vildu geta fjárfest í sjávarútvegi erlendis. „Ég er einnig þeirrar skoðunar að það eigi að fara gætilega. Ástæða þess að mikil andstaða hefur ríkt við fjár- festingar erlendra aðila í sjávarútvegi á íslandi eru aðallega þrenns konar. í fyrsta lagi, hvers vegna vorum við að beijast í öll þessi ár við að færa út landhelgina og ná fiskimiðun- um undir okkur ef það verður síðan fyrsta skrefið að hleypa útlendingum með óbeinum hætti inn í sjávarútveg- inn með hiutafjáreign? Þetta fínnst mér fyrst og fremst vera tilfinningaleg rök og þau eiga í sjálfu sér fyllilega rétt á sér. Menn mega vera þeirrar skoðunar að það eigi engir útlendingar að vera í íslenskum sjavarútvegi. í öðru lagi segja menn að íslensk fyrirtæki séu svo veik að erlend stór- fyrirtæki geti með auðveldum hætti keypt upp stærstan hlutann af íslensk- um sjávarútvegi án þess að blikna. Hér er ég sammála því að það þurfi að fara varlega og það þarf að fylgj- ast vel með fjárfestingum stórra aðila í veiðum og vinnslu hér á landi. í þriðja lagi segja menn að útlend- ingar muni flytja fiskvinnsluna úr landi. Ég held hins vegar að sú þekk- ing sem í fyrirtækjunum býr sé mjög mikilvæg auðlind og miklu dýrmætari en menn átta sig almennt á hér á landi. Ef erlend fyrirtæki í matvælavinnslu og dreifíngu hefðu áhuga á að fjár- festa hér á landi þá er það meðal annars í þessari þekkingu. Ég held einnig að enginn fjárfestir, hvort sem hann er innlendur eða erlendur, hafi áhuga á því að fara i miklum atriðum gegn hagsmunum sem ríkja á þeim stað þar sem hann er að fjárfesta. Geri hann það mun það einungis rýra þann ávöxt sem hann hefur af íjárfest- ingunni, bæði til skemmri tíma og lengri tíma.“ Dýr hlutabréf sj ávarútvegsfy rirtælg a Þá vék hann að nýjum lögum sem alþingi samþykkti þann 15. maí en þar er erlendum aðilum heimilað að eiga óbeinan hlut í íslenskum sjávarút- vegsfyrirtækjum, þó með ákveðnum takmörkunum. Þar væri kveðið á um að erlendir aðilar megi eiga allt að 25% í félagi sem á aftur í sjávarútvegs- fyrirtæki en allt að 33% ef eignarhlut- urinn fer ekki yfir 5%. Væntanlega hefðu menn að einhverju leyti horft til þess að útlendingargætu átt í hluta- bréfasjóðum hér á landi. „Mér sýnist að á Verðbréfaþingi séu skráðir fimm hlutabréfasjóðir og markaðsvirði þeirra sé um 4.200 millj- ónir. Ef þeir eiga allir yfir 5% í ein- hvetju sjávarútvegsfyrirtæki þá má heildarfjárfesting erlendra aðila í þess- um sjóðum vera 1.400 milljónir. Ef enginn sjóður á meira en 5% í nokkru sjávarútvegsfyrirtæki þá má heildarfjárfesting útlendinga í þessum sjóðurri vera rúmir tveir millj- arðar. í grófum dráttum má segja að staðan sé þannig að útlendingar megi kaupa í þessum hlutabréfasjóðum fyr- ir 20-30 milljónir dollara. Eg held að í augum flestra verðbréfafyrirtækja erlendis sé þetta varla mjög áhuga- vert, sérstaklega þegar menn hafa í huga að þessu þarf að dreifa á milli margra sjóða sem reknir eru af fyrir- tækjum í samkeppni hvert við annað. Mér sýnist að 13 félög af þeim 30 sem skráð eru á Verðbréfaþingi eigi hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum en þar að auki eru sjö hrein sjávarútvegsfyrir- tæki. Erlendum aðilum er sem sagt heimilt að eiga hlut í tíu fyrirtækjum beint og þrettán öðrum með takmörk- unum. Mér sýndist einnig að markaðsvirði þessara sjö sjávarútvegsfyrirtækja væri í kringum 20 milljarðar og hagnaður þeirra væri um 5,5% af markaðsvirði eða 1.100 milljónir. Nú má vera að hagnaðurinn verði miklu meiri á þessu ári og hlutabréfin haldi áfram að hækka í verði. En ef erlendir aðilar vilja með afgerandi hætti koma inn á þennan markað þá er líklegt að gengi bréfanna hækki enn meira og spurning hvort hagnaður fyrirtækjanna geti staðið undir þeim væntingum. Niður- staða mín af þessu er sú að það er ólíklegt að almennum erlendum fjár- festum sem eru að leitast við að að hámarka sinn arð fínnist íslenski hluta- bréfamarkaðurinn vænlegur. Bæði er markaðurinn lítill, á honum eru veru- Iegar takmarkanir og menn geta ekki treyst því að eiga hlutina eins lengi og þeir vilja. Auk þess eru hlutabréfin dýr, eins og staðan er í dag.“ ESB-styrkir notaðir til að kaupa fisk frá íslandi „En eru þá engir útlendingar í sjáv- arútvegi á Isiandi í dag?“ spurði Pétur í erindi sínu. „Jú, ég held að svo sé. Ég held að það sé meira um þá í fisk- vinnslu heldur en í útgerðinni. Það eru þó nokkur dæmi um fyrirtæki í fisk- vinnslu þar sem hlutafé er mjög lítið, kannski 400 þúsund krónur. Þau stunda um- fangsmikinn rekstur, eru vel tækjum búin, hafa lít- il sem engin bankavið- skipti hér á landi og selja langstærstan hlut sinna afurða einum kaupanda. Allt frumkvæði og upp- bygging þessara fyrir- tækja kemur frá hinum erlenda aðila. Hann sér um að fjármagna tæki og tól, tekur til sín afurð- imar um leið og þær verða til og greiðir fyrir þær þannig að það dugi til að fjármagna rekstur- inn hér. Það er erfitt að áætla umfang þess- ara fyrirtækja og fjölda þeirra, en ef lagt er saman þá skiptir velta þeirra einhveijum milljörðum. Hinn erlendi kaupandi vinnur svo gjarnan afurðirn- ar áfram í verksmiðjum sínum erlend- is og nýtir það síðan til eflingar sínu markaðsstarfi. íslenska fyrirtækið fær svo vel fyrir sínum kostnaði. Spurningin er svo sú hvort þetta sé slæmt. Eg held að svo sé ekki. En þegar fylgst er með þessu þá eru þessi fyrirtæki almennt á þannig stöðum í Évrópu að þau hafa aðgang að styrkj- um frá Evrópusambandinu, bæði til uppbyggingar og eins til að halda at- vinnu í sinni byggð. Styrkirnir eru meðal annars notaðir til að tryggja fisk héðan frá íslandi til vinnslu og markaðssetningar. Á sjávarútvegssýningunni í Brussel sem haldin var seinnipartinn í apríl sl. hitti ég forsvarsmenn evrópsks fyrir- tækis sem í samvinnu við íslenskt fýrir- tæki og sveitarfélag úti á landi er að setja á stofn fiskvinnslu núna í sumar. Verkefnið er búið að vera I undirbún- ingi í meira en eitt ár og hjá fyrirtækp. inu hafa íslendingar verið í starfsþjálf- un í fleiri mánuði. Þessir menn sögðu einfaldlega: „Það er svo mikil kvóta- skerðing í Norðursjónum að okkur er nauðugur einn kostur að gera þetta til að halda fyrirtækinu gangandi. Við höfum einnig séð að aðrir geta gert þetta.“ Ég held að það sé nánast útilok- að að koma í veg fyrir þetta. Sam- keppnisstaða íslenskra fyrirtækja er ekki góð gagnvart þessu en þetta er einfaldlega afleiðing af fijálsu flæði fjármagnsins á milli landa.“ Fjárfestingar erlendra aðila nátengdar eignarhaldi kvótans Pétur Blöndal, alþingismaður, sagð- ist í erindi sinu telja að ótti við er- lenda fjárfestingu væri að töluverðu leyti ástæðulaus. íslendingar þyrftu að tryggja það að þeir hefðu rétt til að takmarka veiðar, stjórna þeim og hirða arð gegnum skattlagningu á einn eða annan hátt. Pétur sagði þetta mál nátengt því hvemig eignarhaldinu á kvótanum væri háttað og að einhvers konar greiðsla þyrfti að koma fyrir auðlindina. „Ég er reyndar mjög mik- ið á móti auðlindaskatti vegna þess að ég er almennt á móti auknum ríkis- umsvifum. Hins vegar gætu menn haft þetta þannig að hver maður sem væri búsettur á íslandi fengi sinn hluta í þessari auðlind og hann mætti selja afraksturinn, þ.e.a.s leiguna, til dæm- is fimm ár fram í tímann.“ Benti hann á að þetta hefði í för með sér að alltaf yrði til kvóti og sveiflujöfnun skapaðist hjá heimilum og einstaklingum. Allir hefðu jafna möguleika til að taka þátt í útgerð. Þá mætti fella niður öll lagaákvæði um erlendar fjárfestingar vegna þess að allir þyrftu að kaupa kvóta og út- lendingar gætu keypt kvóta til jafns við íslendinga. Hins vegar kom fram hjá Pétri að þetta fyrirkomulag yrði ekki innleitt nema á löngum tíma, því annars myndi það leggja sjávarútveginn í rúst. „Ég er með hugmynd um það að gera þetta á tuttugu árum, þ.e.a.s. að skerða kvótann um 5% á ári, sem ég hygg að margir útgerðarmenn yrðu hrifnir af. Kvóti sem yrði skertur um 5% á ári er miklu verðmætari heldur en kvóti sem er óljós sameign þjóðarinnar og getur verið tekinn af þeim hvenær sem er.“ „Arðsmiðjan“ fari ekki frá íslandi „Ég held að umræðuefnið í dag, fjárfesting erlendra aðila í íslenskum sjávarútvegi, sé nátengt því hvernig eignarhaldi á kvótanum verður háttað. Öll þau lög sem hér er verið setja eru að mínu mati til að veija það að þessi eignaraðild komist ekki í hendur út- lendinga. Að mínu mati ætti aðalá- hyggjuefnið að liggja í því að arðsmiðj- an („Profit center") fari ekki frá ís- landi. Þá yrði ísland mjög óbyggilegt og aðeins verstöð sem ég held að eng- inn vilji og allir óttist." Pétur Blöndal Pétur Reimarsson Talsverð þensla er í atvinnulífinu og halli á viðskiptum við útlönd Þarf að halda aftur af hagvextinum? Aðstoðarframkvæmda- stjóri VSÍ segir að ný þjóðhagsspá sýni að nauðsynlegt sé að stjórn- völd auki aðhald í ríkis- fjármálum. Takistþað ekki séu líkur á að vext- ir hækki. Brýnt sé að koma í veg fyrir við- skiptahalla. Hagfræð- ingur ASÍ segir við- skiptahalla stafa fyrst og fremst af virkjana- og álversframkvæmdum og ekki sé tilefni til aðgerða að sinni. Egill Ólafsson ræddi við þá um efna- hagshorfur. EINKANEYSLA hefur aukist verulega á undanförnum mánuðum og umfram það sem spáð hafði verið. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN spá- ir því að hagvöxtur verði 4,5% á þessu ári og við- skiptahallinn í ár verði yfir sex milljarðar króna. Að mati stofnunarinnar er þenslan í efna- hagslífinu orðin heldur mikil og hvetur hún stjórnvöld til að sýna meira aðhald í ríkisfjármálum. Stofnunin telur að ekki sé að vænta frekari vaxtalækkana þar sem lánsfjáreftirspurn fyrirtækja og heimila hafi aukist. „Það er ljóst að innlend eftirspum er drifkrafturinn í þessum hækkuðu hagvaxtartölum og það er ástæða til að reyna að beita ríkissjóði við þessar aðstæður. Einkaneysla er mikil og fjárfesting sömuleiðis og þess vegna þarf ríkissjóður að leit- ast við að hamla á móti vaxtahækk- unum með auknu aðhaldi í ríkisút- gjöldum," sagði Hannes G. Sigurðs- son; aðstoðarframkvæmdastjóri VSI. Hannes sagði að ef stjórnvöldum tækist ekki að sporna gegn þenslu með aðhaldi í ríkisfjármálum ættu þau ekki annan kost en að beita vöxtum. Þjóðhagsstofnun bendir á að útlán bankakerfisins á fyrstu fjórum mán- uðum ársins hafi aukist ---------- um 4,5% til atvinnuveg- anna og 6,9% til heimil- anna. Stofnunin telur að í ljósi þessarar auknu eft- ______ irspurnar eftir lánsfé að undanförnu sé líklegt að lát verði á vaxtalækkunum á næstunni. Hagvöxtur vegna skuldasöfnunar erlendis „Viðskiptahallinn er að aukast mjög mikið vegna þessarar auknu innlendu eftirspurnar. Okkar mark- mið er að hafa afgang á viðskiptum við útlönd vegna okkar erfiðu skuldastöðu. Ef við tökum eyðslu- spretti innanlands og fáum góðar hagvaxtartölur eitt árið með því að safna erlendum skuldum þá er það okkur ekki hollt. Þessi þróun er því ekki í anda þess jafna vaxtar sem við viljum sjá. Þetta er of mikið við þessar aðstæður. Þetta veldur vonbrigðum. Þegar Hannes Spáð er 6% meiri einka- neyslu í ár fer að ára betur eftir þetta langa erfiðleikatímabil, sem við áttum fyrr á þessum áratug, skuli þetta gamla mynstur endurtaka sig,“ sagði Hannes. Gylfr Arnbjörnsson, hagfræðing- ur ASÍ, sagðist ekki vera sammála því sjónarmiði að aukinn viðskipta- halli væri sérstakt hættumerki. „Halli á viðskiptajöfnuði á þessu ári er fyrst og fremst tilkominn vegna þess að verið er að ráðast í miklar fjárfestingar í tengslum við fram- kvæmdir við álver og virkjanir. Þetta eru fjárfestingar sem skjóta stoðum undir aukinn útflutning þegar lengra líður og er þess vegna ekki hættumerki sem slíkt. --------- Það er að mínu mati ekkert tilefni til að fara út í einhverja skyndi- aðgerðir til að sporna við fótum, en hins vegar er full ástæða til að huga að því. Það er ekki gott ef uppkeyrsl- an á hagkerfínu verður of hröð.“ Gylfi sagðist geta tekið undir með þeim sem segðu að æskilegt væri að heimilin notuðu eitthvað af efna- hagsbatanum í að laga skuldastöðu sína. Viðbrögð heimilanna ættu sér þó sínar skýringar. „Það hefur verið mikill samdrátt- ur í einkaneyslu á undanförnum árum. Viðbrögð fólks í slíkum sam- drætti koma fyrst fram í stærri fjár- festingum. Fólk frestar því að end- urnýja bílinn, dýr heimilistæki o.s.frv. Þegar það fer að rofa til hjá fólki er ekki óeðlilegt að neyslan taki kipp. Það er ekki endalaust hægt að fresta því að endurnýja bílinn,“ sagði Gylfi. Gylfi sagði að ef hins vegar verð á sjávaraf- urðum erlendis myndi hækka með sambæri- legum hætti og gerðist á síðasta ári gætu áhrif- in af því á efnahagslífið orðið slík að full ástæða væri fyrir stjómvöld að bregðast við. Það væri ekki gert ráð fyrir neinni sveiflujöfnun í sjávarútvegi. Ekki væri gert ráð fyrir að greiðsl- ur hæfust í Verðjöfnun- arsjóð sjávarútvegsins Gylfi fyrr en þorskkvótinn færi upp í 250 þúsund tonn og það myndi ekki gerast á allra næstu árum. Auknar fjárfestingar Útlit er fyrir að fjárfestingar auk- ist um 20% í ár, en að langstærstum hluta er skýringin framkvæmdir við álver. Fjárfesting á síðasta ári jókst um 3%. Hannes sagði að fyrirtæki væru farin að ijárfesta að nýju. Það væri ánægjuleg breyting því að með því móti væri sköpuð forsenda fyrir fleiri störf og hagvöxt. Fjárfestingar hefðu verið of litlar á síðustu áram. Gylfi tók undir þetta og benti á að þessu leyti hefði aukin einkaneysla góð áhrif. Fyrirtækin hefðu haldið aftur af fjárfestingum á undanfömum árum vegna þess að eftirspurn eftir vöru þeirra hefði ekki verið nægilega mikil. Um leið og neyslan ykist fengju Stjórnendur fyrirtækjanna aukna trú á fj árfestingaráformunum og hrintu þeim í framkvæmd. Atvinnuleysi hefur minnkað og spáir Þjóðhagsstofnun 4,2% at- vinnuleysi í ár. Störfum hefur hins vegar fjölgað meira en sem nemur þeirri fækkun sem hefur orðið á atvinnuleysisskrá. Hannes sagði þetta benda til að hér hafi myndast allstórt kerfislægt atvinnuleysi. Gylfi sagði að búast mætti við að atvinnuleysi héldi áfram að minnka. Hann benti á að bein tengsl væra á milli þorskveiðiheimilda og atvinnuleysis. Aukinn kvóti myndi leiða til minna atvinnuleysis. Gylfi benti á að óverulegur hluti af þessum efnahagsbata væri kom- inn fram í kauptöxtúm. „Þessi um- snúningur í efnahagslífinu er í takt sem við vonuðumst eftir og höfum— unnið að á síðustu áram. Launafólk hefur sýnt verulega biðlund og það sættir sig ekki við að það verði spornað við þessari þenslu áður en hún er komin fram í grannkaupi." Hefur áhrif á kaupkröfur Gylfi sagði að spár um aukinn hagvöxt væru að sjálfsögðu fallnar til að hafa áhrif á kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar í næstu samning- um. Atvinnurekendur og stjómvöld hefðu á undanförnum áram lagt mikla áherslu á að við launabreyt- ingar yrði að taka tillit til hagvaxt- ar. Verkalýðshreyfíngin hefði fallist á þessi rök og launabreytingar við gerð samninga á undanfömum árum hefðu verið litlar í takt við lítinn hagvöxt hér á landi. Góður hagvöxt- ur hlyti því að endurspeglast í launa- hækkunum við gerð samninga um næstu áramót. Gylfi benti á að við gerð síðustu samninga hefði verið gert ráð fyrir 2% hagvexti í ár, en útlit væri fyrir 4,5% hagvöxt. Fyrirtækin hefðu því augljóslega möguleika á að borga hærri laun heldur en gengið hefði verið út frá við gerð síðustu samn- inga. Hannes sagði að kaupmáttur hefði verið að aukast jafnt og þétt á þessu og síðastíT ári. Mikill hagvöxtur í ár gæfi hins vegar ekki til- ________ efni til að taka einhver stökk í launabreytingum. „Ef við sköpum mikinn hagvöxt um skamman tíma með því að eyða um efni fram, eins og virðist vera að gerast núna, þá fæ ég ekki séð að aukin skuldsetning heimilanna og þjóðarinnar skapi svigrúm hjá fyrirtækjunum til að borga hærri laun. Það hefur í flestra huga verið aðalmarkmið efnahagsstjórnarinnar og aðalárangur hennar að stöðva erlenda skuldasöfnun. Við eram með óþolandi miklar vaxtagreiðslur til útlanda. Ef þær væra ekki til staðar gætu kjörin hér verið mun betri. Við þurfum að búa í haginn og láta stærri hluta af verðmætasköpuninni renna til Islendinga en ekki til er- lendra fjármagnseigenda." Lánsfjáreftir spurn fyrir- tækja eykst
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.