Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 29 AÐSENDAR GREINAR • FORSETAKJÖR Fleyg orð í ALEXANDERSSÖGU, sem Brand- ur ábóti þýddi á 13. öld, segir Arist- óteles m.a. á þessa leið við lærisvein sinn, Alexander mikla, er hann gefur honum heilræði: „Það vil ég þér fyrst ráða, að þú sért ráðvandur, að þú hafir jafnan hina bestu menn við þína ráðagerð. Hlýð ekki á hviksögur þeirra manna, er tvítyngdir eru og hafa í sínum hvoftinum hvora tunguna. Engi skal þá menn hátt setja, er náttúran vill að lágt sitji, því að þeirra metnaður þrútnar svo skjótt af metorðunum sem lítill lækur af miklu regni. Það er og órunum næst, er veslu batnar." Það er sem að stökkva af háum stalli ofan á jafnsléttu ef bera ætti saman andlega burði Aristótelesar og Olafs Ragnars Grímssonar. Svan- ur Kristjánsson, prófessor skrifaði grein til stuðnings Ólafi Ragnari í Morgunblaðið 8. júní og nefnir hana Ólafur Ragnar er brautryðjandinn. Segir Svanur hann „afburðamann á sínu vísindasviði" og talar um „vand- aða úrvinnslu hans á íslenskum heimildum". Nú hefur Ólafur ekkert vísindarit samið nema doktorsritgerð sína og í þessari grein tek ég dæmi um „vandaða úrvinnslu hans á ís- lenskum heimildum" eða hitt þó heldur. I bókinni Samtíðarmenn eru talin upp ritverk Ólafs, þ.ám. fjölrituð skýrsla í þremur heftum um Hlust- endakönnun Ríkisút- varpsins sem þeir Er- lendur Lárusson trygg- ingastærðfræðingur gáfu út 1973, en Ólafur sat í útvarpsráði 1971-75. Lítum nánar á hana. Halldór Guðjónsson dósent skrifaði gagn- rýni um skýrsluna að beiðni ritnefndar Sam- félagsins, rits félags þjóðfélagsfræðinema við Háskólann. Dróst lengi að grein Halldórs yrði birt svo hann fékk inni fyrir hana í Tíma- riti Máls og menningar. í umfjöllun sinni segir Halldór seinni heftin tvö tölvuútskriftir og því afar leiðinleg aflestrar. Fyrsta heftið sé ekki aðeins leiðinlegt, held- Rannveig Tryggvadóttir ur- líka svo morandi í vitleysum að nákvæm gagnrýni yrði lengri en skýrslan sjálf. Talna- meðferðin virðist rétt en sé skýrslan skoðuð undir öðru sjónarhorni sé hún stórgölluð og alveg sama hvaða sjón- arhorn sé valið. Fyrsta og augljós- asta gallann segir hann þann að hún sé naum- ast skrifuð á íslensku, né heldur á neinu máli sem líkur séu til að höf- undar eða aðrir kunni. Sé málið á skýrslunni fyrir miskunnar sakir kallað íslenska, þá sé það svo vond íslenska að firnum og býsnum sæti. Varla sé nokkur setning í skýrslunni sem telja megi rétta. Sýnishorn á bls. 59: „Einnig kjósa karlar föstu- daginn meira en konur.“ Og á bls. 46: „Hvað Ensku knattspyrnuna snertir, sker stundum hlustunin sig úr; hún er heldur hærri en alltaf og oft til sarnans." Annar galli segir Halldór að sé á skýrslunni, sá að hún sé gerð án tilefnis og sá þriðji og versti að hún hafi varla nokkurt fræðilegt gildi nema sem víti til varnaðar. Tilgang greinar sinnar segir Hall- dór þann að spilla lítillega vaxt- arskilyrðum vitleysu og ónákvæmni á sviði þar sem slíkt illgresi vex gjarnan. Menn verða að vanda sig, sjálfra sín og barna sinna vegna, þegar þeir kjósa forseta þjóðarinnar. RANNVEIG TRYGGVADÓTTIR, Bjarmalandi 7,108 R. Höfundur er húsmóðir og þýðandi. Gunnar Björnsson Styðjum Ólaf Ragnar EMBÆTTI forseta íslands, hið virðulegasta með þjóðinni, hefur allt frá stofnun lýðveldis á íslandi verið að sama skapi þýðingarmikið, sem vér höfum átt því láni að fagna að forsetastólinn hafa prýtt ágætir fulltrúar íslensks mannfélags. Þarf ekki að fara mörgum orðum um það, hversu brýnt er, að vel takist til um val forsetans, sem á landi voru er fremstur meðal jafningja. Það yerður ekki á hveijum degi, hvorki á liðnum dögum né heldur, trúi ég, \ framtíðinni, sem oss býðst Vestur-ísfirðingur í sæti þjóðhöfð- ingja, borinn og barnfæddur á þeim slóðum, sem um margt á sér afar merkilega fortíð og litríka sögu í atvinnu- og menningarlegum efn- um. Þegar hér við bætist, að fram- bjóðandinn er óvenju vel til þess fallinn að takast á hendur embætti forseta, fyrir glæsileika-, menntun- ar- og mannkosta sakir, þætti mér það eðlilegt og raunar nauðsynlegt, að hann hlyti brautargengi á heima- slóðum sínum. Oss hlýtur að þykja mikil sæmd að því að styðja Ólaf Ragnar. Mun ég, að mínu leyti, og kona mín, leggja lóð á vogarskál- arnar til þess að hin glæsilegu hjón, Ólafur og Guðrún Katrín, hljóti ótví- ræða kosningu. Á ég bágt með að trúa öðru en að fjölmargir Vestfirð- ingar gjöri hið sama. SÍRA GUNNAR BJÖRNSSON, Holti, Önundarfirði. Höfundur er sóknarprestur og sellóleikari. - kjarni málsim! LATTU PENINGANA VINNA IVIEO ÞÉR - Kjarabréf og Markbréfbera góða vexti hjá Skandia meðan þú sinnir þinni vinnu. Markbréf og Kjarabréf Skandia eru fyrir þá sem vilja fjárfesta í traustum bréfum til lengri tíma en geta jafnframt innleyst þau með skömmum fyrirvara ef þörf krefúr. Innlausnargjald er 1%. Sjóðirnir samanstanda af innlendum og erlendum langtímaskuldabréfúm sem gefa góða ávöxtun. Nafnávöxtun Kjarabréfa síðustu 12 mánuði var 11,0% og Markbréfa 13,7%. Veröbréfasjóðir Skandia cru byggðir upp með hámarks ávöxtun og örugga áhættudreifingu að leiöarijósi. Ávöxmn þeirra er í flestum tilvikum hærri en á bankabókum og bankareikningum og eru þeir því góður kostur fyrir þá sem vilja trausta fjárfestingu með bestu mögulegu ávöxtun. Auk Kjara- og Markbréfa býður Skandia Skyndibréf sem henta vel fyrir þá sem vilja fjárfesta til skemmri tíma og Tekjubréf sem greiða út raunvextina 4 sinnum á ári. Láttu peningana vinna með þér og tryggðu þér góða ávöxtun. Ráðgjafar Skandia veita allar frekari upplýsingar. ^jJ^rSkandia FJÁBFESTINGARFÉLAGIÐ SKANDIA HF • LOC3GILLT VEBÐBBÉFAFYRIRTÆKI LAUGAVEGI 170 • SlMI 540 50 BO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.