Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ1996 23 ERLENT Sonur „Skrímslis- ins“ handtekinn Sagður hafa fetað í fótspor föðurins Palermo. Reuter. LÖGREGLAN í Palermo á Sikiley hefur handtekið tvítugan son maf- íuforingjans Salvatore Riina og verður hann ákærður fyrir ýmiss konar glæpastarfsemi. Faðir hans, sem hefur viðumefnið „Skrímslið“, er í fangelsi. Giovanni Riina, elsti sonur mafíuforingjans fyrrverandi, var handtekinn á heimili sínu í fjalla- bænum Corleone, skammt frá Palermo, höfuðstað Sikileyjar. Að sögn lögreglunnar hafa nokkrir mafíumenn, sem gengið hafa til liðs við lögregluna, vitnað gegn Riina og segja hann meðal annars hafa framið morð. „Nokkrir“ lífstíðardómar Faðir hans, sem fékk viðurnefn- ið „Skrímslið“ vegna illmennsku og grimmdar meðan hann var for- ingi Corleone-flokksins og helsti guðfaðir mafíunnar, var handtek- inn 1993 og hafði þá verið eftir- lýstur í 23 ár. Hefur hann verið dæmdur til að afplána „nokkra“ lífstíðardóma. Lögreglan á Sikiley hefur einnig skipað fyrir um handtöku 20 manna vegna morðsins á Giuseppe Di Matteo, 11 ára gömlum dreng, en faðir hans sneri baki við maf- íunni og gekk til liðs við lögregl- una eftir morðið á dómaranum Giovanni Falcone 1992. Er mafíós- inn Giovanni Brusca, sem hand- tekinn var í síðasta mánuði, grun- aður um að hafa kyrkt drenginn sjálfur og leyst líkið upp í sýru. Reuter Qantas-safnið vígt ÞRJÁR Tiger Moth-flugvélar á flugi yfir bænum Longreach í Vestur-Queensland í Ástralíu. Flugmenn- irnir eru í félagi áhugamanna um Tiger Moth-flugvélar og var boðið að vera við vígslu Qantas-safnsins, en það er í fyrsta flugskýli Qantas-flugfélagsins og var komið á fót í minningu og til heiðurs stofnendunum. FORSETAKJÖR 1996 ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Kynnist Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur í endurteknum Laufskálaþætti kl. 21 á Rás 1 í kvöld. Guðrún Katrín ræðir uin Ólaf Ragnar, viðhorf sín og forsetakjörið í viðtali sem vakið hefur athygli. Stuðningsfólk Reuter STARFSFÓLK í skipasmíðastöðinni í Gdansk var ábúðarfullt þegar það kom saman til útifundar í gær. Gdansk. Reuter. Fyrrum kommúnistar sakaðir um að vilja hefnd UM það bil þijú þúsund starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar í Gdansk í Póllandi samþykktu í atkvæða- greiðslu í gær að leggja niður vinnu í tvo sólarhringa til þess að mót- mæla áformum pólskra stjórnvalda um gjaldþrot stöðvarinnar. Verkfallsboðun kom frá nefnd, sem starfsfólkið skipaði, til þess að fjalla um mótmælaaðgerðir, og í eiga sæti fulltrúar allra þriggja verkalýðsfélaganna sem starfsfólk- ið tilheyrir. Formaður verkalýðsfé- lagsins Samstöðu, Marian Krzaklewski, sagði að um allt land yrði gripið til stuðningsaðgerða. Ættu að berjast eins og ljón Fyrrum forsprakki Samstöðu og rafvirki í skipasmíðastöðinni í Gdansk, Lech Walesa, sem var for- seti Póllands þar til í desember, sagði á mánudag að hann myndi taka þátt í hveijum þeim mótmæla- aðgerðum sem starfsfólkið gripi til. Hann bætti við: „Starfsfólkið ætti að berjast eins og ljón til að bjarga stöðinni sinni.“ Á fundi hluthafa á laugardag krafðist pólska fjármálaráðuneytið, sem á 60% hlut í skipasmíðastöð- inni, þess að fyrirtækið yrði ekki lengur starfrækt, og urðu stjómar- menn þess því að lýsa yfir gjald- þroti. Wieslaw Kaczmarek, einkavæð- ingarráðherra í stjórn Póllands, veitti samþykki við tillögum stjórn- armanna stöðvarinnar um að nýtt fyrirtæki yrði stofnað með kaup- leigu á 60% eigna stöðvarinnar, en setti ströng skilyrði, sem bæði stjórn og verkafólk fyrirtækisins sagði að gerðu út af við alla mögu- leika á rekstri í framtíðinni. Sagðir vilja hefnd Kaczmarek sagði í útvarpsviðtali í gær að gjaldþrot væri eina leiðin til þess að bjarga stöðinni. Erlendir fjárfestar hefðu sýnt henni áhuga, en vildu ekki kaupa stöðina í heild með öllum þeim skuldum sem á henni hvíldu. Leiðtogar Samstöðu ásaka ríkis- stjórnina, sem fyrrum kommúnistar hafa meirihluta í, um að vilja hefna sín á starfsmönnum skipasmíða- stöðvarinnar í Gdansk, þar sem Walesa stóð fyrir stofnun Samstöðu 1980, fyrsta ftjálsa verkalýðsfé- lagsins í kommúnistaríkjunum þá- verandi. í útvarpsumræðum æpti Jerzy Borowczak, núverandi leiðtogi Samstöðu í Gdansk, að Kacmarek: „Þú og þitt hyski viljið bara hefna ykkar á mér.“ Borowczak var með- al þeirra sem tóku þátt í stofnun Samstöðu 1980. Waldheim játar mistök en iðrast einskis Vínarborg. Reuter. KURT Waldheim, fyrrum fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og forseti Austurríkis, segir í endur- minningum sínum að það hafi verið mistök að gera ekki ítarlega grein fyrir fortíð sinni í her nasista á Balkanskaga í síðari heimssstyijöld- inni. Waldheim telur hins vegar að framganga hans hafi á engan hátt verið gagnrýniverð. Þetta kemur fram í bók sem út kom í gær, þriðjudag, og nefnist „Svarið“. Einn kafli bókarinnar er lagður undir þátttöku Waldheims í síðari heimsstyijöldinni en vegna grunsemda um þátttöku í stríðs- glæpum var Waldheim rúinn vinum og trausti síðustu ár sín á forseta- stóli. „Ég geri mér nú ljóst að nákvæm skrá yfir helstu æviatriði, þ.á m. um daga mína í hernum, hefði ef til vill getað unnið gegn mér til skemmri tíma litið en hefði getað hlíft mér við margvíslegum vand- ræðum síðar,“ segir Waldheim í þessum kafla bókarinnar. Waldheim er 77 ára en hann var framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna á árun- um 1972-1982 og forseti Austurrík- is 1986-1992. Vegna ásakana um að hann hefði komið nærri stríðs- glæpum sem nasistar gerðust sekir um á Balkanskaga á árum síðari heimsstyijaldarinnar var hann sett- ur á lista yfir grunaða illvirkja í Bandaríkjunum og gat af þeim sök- um ekki sótt þau heim. Síðustu árin í embætti voru Waldheim mjög erf- ið af þessum sökum og var hann þráfaldlega vændur um að hafa reynt að leyna þessum kafla í iífi sínu. Var hann nánast einangraður af þessum sökum og samskipti for- setaembættisins við erlend ríki lítil sem engin. „Líkt og svo oft áður þá var sann- leikurinn sá að ég hafði ekkert að fela. Það gilti um hermannsferil minn og þann tíma sem ég dvaldist á Balkanaskaga," segir Waldheim. Segir hann að andstæðingar sínir í Austurríki, Jafnaðarmannaflokk- urinn og Heimsráð gyðinga í Banda- ríkjunum hafi sameinast í herferð gegn sér eftir tilheyrandi leynimakk í þá veru. Waldheim segir að honum og öðrum löndum hans hafi verið full- kunnugt um að gyðingar sættu of- sóknum. Þeim hafi hins vegar verið öldungis ókunnugt um helförina gegn gyðingum; hina skipulögðu útrýmingarherferð sem nasistar Adolfs Hitlers hleyptu af stokkun- um. Waldheim kveðst telja að kjör hans 1986 hafi sýnt og sannað að fortíð hans og mannorð hafi verið óflekkað. Hann varð þar með fyrsti forseti Austurríkis sem kom ekki úr röðum sósíalista frá stríðslokum. WALDHEIM, í miðið, í Podgorica I Júgóslavíu í maí 1943. Verkfall skipa- smiða í Gdansk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.