Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 34
34 tylÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ 41 • -i í AÐSENDAR GREIIMAR • FORSETAKJÖR Þjóðarsálin o g hlutleysið í GÆR hlustaði ég á Þjóðarsálina í Ríkis- útvarpinu eins og oft áður, en nú brá svo við og fór fyrir mér eins og mörgum öðrum, að mér féllust hendur við að taka til kvöldskatt- inn meðan á þættinum stóð. Mér varð reyndar áFílheitt í hamsi og ætl- aði að leggja orð í belg, en komst ekki að, svo ég ákvað að skrifa til blaðsins. Ég velti því fyrir mér meðan þátturinn stóð á hvaða leið Ríkisútvarp- ið væri í umfjöllun sinni um forsetaframbjóðenduma fimm. Forráðamenn RUV hafa nú um nokkurt skeið reynt að veija tilveru- rétt og framtíð RUV, með því að öfða til upplýsingaskyldu sinnar, n því miður, hvað forsetaframbjóð- ndurna varðar hefur stofnunin stórkoslega brugðist þeirri skyldu. Þar á bæ yppa menn öxlum og nnnst engin ástæða til að gera bet- ur. í hvers þágu skyldi það vera? Er það í þágu þjóðarinnar að leyfa fólki að láta gamminn geysa í alls konar bulli í opnum umræðuþætti eins og Þjóðarsálinni og ekki nóg með það heldur kynti stjómandinn undir með mjög svo áberandi hlut- drægni og dró taum eins frambjóð- andans. Er þetta hlutleysi RUV? Einhver tímann hefði nú jafn per- sónuleg umræða verið stöðvuð af minna tilefni. En svo gripin séu örfá dæmi úr umræddum þætti 28. maí, þá hringdi sú mæta kona Rannveig Tryggvadóttir, sem lengi hefur bar- ist gegn alls konar óréttlæti; og benti mjög eindregið á hlutverk RUV og skyldur stjórnenda slíkra þátta og hvatti hún til að umrædd- ur stjómandi sæi sóma sinn í því að taka sér frí fram yfir kosningar. Ég tek undir þau orð. í umræddri Þjóðar- sál komu margvísleg sjónarmið í ljós hjá fólki en stjórnandinn hafði ekki fyrir því að benda á augljósan mis- skilning ef það hentaði ekki frambjóðanda hans. Einn taldi t.d. að nú væri „greinilega eitthvað í gangi hjá hægri mönnum, þar sem „áróður“ gegn Ól- afi væri svo mikill". Stjómandinn vissi jafnvel og ég að í skoð- anakönnunum kemur fram að margir sem styðja fyrrv. fjármála- ráðherra koma úr röðum Sjálfstæð- ismanna; þeir eru sem sagt jafn gleymnir og hinir. Þau eru dugleg að lesa upp úr blöðunum í dægurmálaútvarpi rás- ar tvö, en lesa yfirleitt bara það sem hentar þeirra sjónarmiðum. Það er enginn áróður, „í gangi" nema ef vera kynni áróður starfsmanna RUV fyrir einum frambjóðanda. Það hefur fyrst og fremst verið fyrir atbeina RUV að forsetakosn- ingamar eru nú gerðar pólitískari en nokkru sinni fyrr. Frambjóðend- ur eru eymamerktir hver af öðrum þrátt fyrir að aðeins tveir þeirra séu flokkspólitískir stjómmálamenn og hafi starfað sem slíkir. Það hefur hins vegar verið samdóma álit þjóð- arinnar að forsetaembætti skuli og eigi að vera hafið yfir flokkapólitík. En aftur að Þjóðarsálinni, stórn- andinn talaði með mikilli samúð um að ráðherrann fyrrverandi lægi vel við höggi af því að hann væri stjórn- málamaður. Ég vil nú leyfa mér að benda á, að sennilega hefur hann notið þess frekar en ekki a.m.k. í skoðanakönnunum þar sem hann er sá eini sem er þekktur, og enn- fremur nýtur hann þess að þjóðin er gleymin og stundum fljót að sópa verkum stjómmálamanna undir teppið. Þegar svo minnisbetra fólk rifjar upp embættisverk hans þá heitir það allt í einu áróður. Það er nauðsynlegt að ýta við minni fólks, því það verður að vita hvaða menn frambjóðendur hafa að geyma. Þannig væri það mjög æski- legt að RUV gegndi upplýsinga- skyldu sinni og fræddi fólk um bak- gmnn þeirra en eins og kunnugt er hefur umræddur frambjóðandi lagst gegn því. íslendingar hafa hingað til krafist þess að forsetinn sé vammlaus og hafinn yfir gagn- rýni, hann á hvorki að drattast með gamlar syndir á bakinu eða þurfa að fyrirverða sig fyrir ósæmilegt orðbragð. Við gemmst alltaf miklir Hildigunnur Högnadóttir baráttumenn fyrir „okkar manni“ meðan á kosningabaráttunni stend- ur, en að kosningum loknum þá hefur það alltaf gerst að þjóðin fylk- ir sér að baki forseta sínum, hvem svo sem það studdi í baráttunni. Dæmin em til stðar. En þetta mun ekki gerast verði Ólafur R. Gríms- son kjörinn. Þessi annars ágæti maður er einfaldlega of umdeildur stjórnmálamaður til að þjóðin geti sameinast um hann. Hversu fram- bærilegur sem hann kann nú að vera þá em þeir alltof margir sem hvorki geta né vilja gleyma skraut- legri fortíð hans. Fólk á kröfu til þess að RUV sinni þessum málum og aðrir fram- bjóðendur hafa lýst óánægju sinni með lélega kynningu ríkisfjölmiðils- ins% Ég geri það líka og mér fínnst það lélegt gagnvart því fólki sem býr afskekkt og hefur ekki tök á að sækja fundi frambjóðenda, mér fínnst það lélegt gagnvart þeim sem ekki ná öðram rásum en Ríkisút- varps og sjónvarps, að kynna fólkið ekki betur. Hámark lágkúmnnar í Þjóðarsál gærdagsins var maðurinn sem reyndi (án þess að vera truflaður af stjórnandanum) að gera störf Jóns Steinars Gunnlaugssonar tor- tryggileg. Jón Steinar er ekki í framboði og störf hans sem lög- fræðings koma þessum málum bara alls ekkert við. Ætli þessum manni þætti það ekki hart ef hann gerðist svo óheppinn að komast í kast við lögin, að fá engan veijanda í sínum málum? En þetta fannst stjórnand- anum líkleg ágætt innlegg í málið. Eða hvað? Ég ætla ekki að ergja mig frekar yfír RUV í bili. Ég gæti þó skrifað langa rullu um fáránlegheitin sem viðgangast á rás 2 þessa dagana eins og „viðtalið" við stjörnuspek- inginn fyrr um daginn. Þar voru frambjóðendur dregnir í dilka eftir forskrift sem enginn skildi. Sér em nú hver fræðin! Svo fullyrti stjórnandi þjóðarsálarinnar við Rannveigu Tryggvadóttur að þetta hefði aðeins verið „gert í garnni"! Ég hlustaði á mglið aftur síðastliðna nótt þegar það var end- urtekið (mátti nú ekki minna vera!), þar var hvergi talað um að þetta væri til gamans gert. Hópur fólks tekur þetta ömgg- lega sem fúlustu alvöra. í lokin var spekingurinn svo spurður: „Og hveijum eru svo stjörnurnar hagstæðastar 29. júní? Svarið var á þann veg að greinileg ánægja ríkti í hljóðstofu og speking- urinn sem lofsungið hafði einn umfram annan var kært kvaddur. Er það svona mgl sem við borgum fyrir? Stöð 2 á þakkir skildar fyrir röggsemi sína, en nú hefur verið boðaður kappræðufundur frambjóð- endanna þar á bæ næstu daga. HILDIGUNNUR HÖGNADOTTIR Túngötu 7, Ísafírði. Höfundur er skrifstofumaður. Þátttaka í happdrætti Krabbameinsfélagsins er stuðningur við mikilvægt forvarnastarf VeittU' stuðninfy - mrUtmeð! T)regið 17.júní Kæri Astþór „friðardúfa“ ÉG VIL byija á að þakka þér kraft þinn og framtak í að koma á laggimar samtökun- um „Friður 2000“. Með þessu átaki er stórt skref tekið í átt til friðar mannkynsins og óska ég samtökun- um bjartrar framtíðar og guðsblessunar. En kæri Ástþór! Þó svo að okkur íslending- um hafi verið ætlað það mikla hlutverk að leiða aðrar þjóðir í átt til ljóss og friðar, eins og getið er um í öllum helstu spádómum heims, eig- um við afar langt í land með að geta kallað okkur „friðarríkið" eða „ljósið úr norðri" eins og getið er um. Enginn maður getur leitt annan mann í átt til ljóss og friðar, nema hann hafí sjálfur öðlast innri frið og séð glitta í ljósið. Það sama á við um þjóðir, engin þjóð leiðir aðr- ar þjóðir í átt til friðar, hafi hún ekki sjálf sameinast í átaki gegn þeim ófriði, þeirri spillingu og böli sem heimurinn er nú sokkinn í. Það em ekki vopnin sjálf sem em hættuleg, það er maðurinn sem stýrir þeim sem ógnar jörðinni. Maðurinn getur einnig verið mikill skaðvaldur þó svo að vopn komi þar hvergi nærri. íslendingar hafa eins og aðrir jarðarbúar fijálst val um það, hvort þeir ganga á vit frið- ar og ljóss eða velja aðra leið. Mér sýnist við lestur bókar þinnar að þér sé með öllu ókunnugt um hvern- ig er komið fyrir þjóð okkar og á hvaða vegi hún sjálf er stödd. Ég held, Ástþór minn, að við verðum að byija á okkur sjálfum. Við verðum fyrst að skapa hér lítið fyrirmyndarríki, þar sem friður rík- ir á milli okkar landsmanna. Taka saman höndum og reyna að uppræta þá spillingu og böl sem hér ríkir. Það væri óvitlaust að byija á vímuefnavandanum og þeim glæpum sem hon- um fylgja. Hér þarf einnig að komast á betri siðmenning, þar sem fólk treður ekki hvert á öðm heldur ber virðingu og kærleika til hvers annars. Við þurfum líka að geta sýnt það að sjúkrahús- in okkar séu ekki full af ungu fólki illa höldnu af menningar- sjúkdómum. Sú þjóð sem á að gegna því mikla hlutverki að leiða aðrar þjóðir þarf einnig að eiga sterka trúarleiðtoga. Ég get ekki séð að íslensku trúarleiðtogarnir, þ.e. prestarnir, séu í stakk búnir til þess, þeir virðast fremur vera að brýna sverð sín hver á móti öðrum en vera að leiða þjóð sína til trúar og friðar. Spilling Vatíkansins, músl- ima og styijaldir annarra þjóða, sem þú talar um í bók þinni, breiðir ekki yfir okkar eigin óáran. Friður kemst ekki á í heiminum fyrr en sú þjóð sem ætlað var að leiða aðr- ar þjóðir, öðlast sjálf frið og það gerir hún best með því að hver ein- staklingur byiji á- sjálfum sér. Vissulega væri gott að fá forseta sem mundi beita sér fyrir því að koma þjóðinni úr þeim ógöngum sem hún er komin í, og skapa hér lítið friðarland, en hvar er hann? BIRNA SMITH Laugarásvegi 27, Reykjavík. Höfundur & sæti í samstarfsnefnd trúfélnga um heimsfrið. Birna Smith Forsetinn og friðurinn ÉG GET bara ekki orða bundist. Yerð að skrifa til að hvetja hann Ástþór og lýsa yfir samstöðu með honum og hans baráttu. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að íslenskur maður um fertugt færi að vekja athygli á vandamálum jarðarinnar á svo myndarlegan hátt. Núna á þessum síðustu tímum þeg- ar flestir yppa öxlum og muldra að það þýði nú ekki að gera neitt og svo eru þeir þotnir í hina vinnuna til að glíma við það vonlausa verk að ná saman endum _á íslandi í dag. Þegar bókin hans Ástþórs kom inn um lúguna hjá mér eins og öðrum Islendingum þá varð mér að orði: „Ja, svona eiga góðir hugsjóna- menn að vera!“ Ég get ekki betur séð en þarna séu gömlu hugsjónirnar okkar komnar á prent og fritt inn á hvers manns borð, færðar í nútímabúning en gmndvallarreglur þær sömu: Að bjarga jörðinni og bjarga manninum PCI lím og fúguefni ±-: k w Stórhöfða 17, við Guilinbrú, sími 567 4844 frá sjálfum sér. Ég get bara ekki annað en tekið ofan fyrir svona eld- huga og ég veit að það gera þau blómabörn sem enn eiga eitthvað af blómum eftir í sínum garði. Sum- ir spyrja hvort forseti Islands geti einhvern tímann orðið talsmaður friðar, hinna fátæku, bamanna sem falla fyrir jarðsprengjum, náttúr- unnar sem er að fara á kaf í meng- un og drullu? Því ekki það? Við Is- lendingar höfum lengi verið vopn- laus þjóð, hví skyldi ekki geta kom- ið héðan slíkur maður eða kona? Við vitum öll að heimurinn okkar flýtur að feigðarósi, ekki kannske sofandi en samt... Við tölum ekki um það dagsdaglega en það er ljóst að nánast aðeins kraftaverk getur bjargað. Það er skömm að því hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að gera þessa baráttu tortryggi- lega, reynt að bregða fyrir hana fæti. Að hugsa sér að enn skuli vera til hugsjónamaður á meðal okkar af þessari stærðargráðu, með fjár- hagslegt bolmagn, hugrekki, ímyndunarafl og hæfilega geggjað- ur til að leggja svo mikið undir. Þetta minnir mig á friðarbaráttu Johns sáluga Lennon og Yoko Ono gegn „Víetnamstríðinu uppúr 1970 þegar slagorðin vom: „Make love, not war“ og „Give peace a chance". Með baráttukveðju, INGÓLFUR STEINSSON Höfundur er tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.