Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Viking-Konvoyen 1997: Norðmenní víking til| íslands næsta sumar T&rAúMD ÞAÐ hlautað komaaðþví að Norðmenn létu sverfatil stáls . . . Lás á hurð leiguflugvélar hrökk upp Engin skýring hefur fundist EKKI hefur verið skýrt hvers yegna hurð á flugvél frá Leiguflugi ísleifs Ottesen með Pétri Kr. Hafstein og Qölskyldu innanborðs hrökk úr lás í um 3.000 feta hæð yfir Snæfells- jökli um helgina. Vélin hafði skömmu áður verið í um 5 þúsund feta hæð, en lækkað sig nokkuð þegar atvikið átti sér stað; að sögn Isleifs Ottesen, eiganda LIO. Hann segir útilokað sé að um bil- un hafi verið að ræða. Dyrunum hafi heldur ekki verið illa lokað. Ef svo hefði verið hefði hurðin væntan- lega hrokkið úr lás mun fyrr. „Þegar flugmaðurinn var að lækka flugið inn til lendingar lenti flugvélin í dálítilli ókyrrð og hurðin hrökk úr lás. Við vitum ekki hvað gerðist og bilun var útilokuð við skoðun á vél- inni eftir flugið. Ef dymar hefðu verið illa lokaðar hefðu þær opnast mun fyrr. Hugsaniegt er að farþeginn við dymar hafí í fáti í ókyrrðinni gripið í húninn með fyrrgreindum afleiðingum. En aldrei var hætta á ferðum og dyrnar galopnuðust ekki heldur hrökk hurðin aðeins úr lás svo að rifa myndaðist milli stafs og hurð- ar,“ sagði ísleifur og tók fram að loftþrýstingur kæmi í veg fyrir að dymar opnist alveg upp á gátt. Hann nefndi í því sambandi að ef opna þyrfti dyrnar í lofti t.d. til myndatöku eða til að kasta niður varahlutum þyrfti að draga verulega úr hraða flugvélarinnar. ísleifur sagðist vel skilja að far- þegunum hafi bragðið í brún enda myndaðist mikill hvinur og hávaði þegar dyrnar opnuðust. Flugfélaginu þætti atvikið afar leiðinlegt. Ekki sagðist hann vita til að hurð hafi áður hrokkið úr lás á flugvél sömu gerðar. Að lokum lagði Isleifur áherslu á að misskilningur væri að smærri flugvélar lentu frekar í ókyrrð en stærri. Eftir áðumefnda skoðun var hald- ið áfram að fljúga vélinni, sem er tveggja hreyfla af gerðinni Partena- via og tekur 6-7 manns. Gegn reyk- ingum og áfengisböli RÁÐHERRAR félags- og heil- brigðismála á Norðurlöndum leggja til að reyklaus svæði verði á feijum sem sigla á milli Norðurlanda. Einnig munu ráðherrarnir styðja félagsmálaráðherra Svía, Margot Wallström, sem ætlar að leggja til við framkvæmdastjórn ESB að áhrif áfengisnotkunar í öllum lönd- urn ESB verði könnuð. Árið 1989 beindu félags- og heil- brigðisráðherrar á Norðurlöndum þeim tilmælum til flugfélaga að taka upp reyklaus flug, og ári síðar voru 90% flugleiða á Norðurlöndum reyklaus. Nú er mælst til þess að a.m.k. helmingur klefa í feijum sem ganga á milli Norðurlanda verði reyklaus, svo og þriðjungur borða á djskótekum og börum. Áfengisbölið kom einnig til umræðu á ráðstefnunni og félags- málaráðherra Svíðþjóðar ætlar að leggja til við framkvæmdastjórn ESB að könnun verði gerð á vandamálum sem tengjast áfeng- isneyslu í hveiju landi Evrópusam- bandsins fyrir sig. rca EE Afmælistilboð I2.-I5. júní 1 áf er síðan við fluttum af LauQovegi í Mörhina 6. Heilsárskápur Aður 1Vtí 19.00(1.- 9.900.- L V ^ Fyrir 1 7. júní Hellsárskápa með fóðri sem hægí er að hneppa úr. Áður Nú p&fib.- 15.900,- Unglingajakkar, heilsárs. rcgnþéttlr. Áður Nú iy9oo.- 7.900,- I Ullarjakkar, yfírsixðir Stutlkúpur - Áður Nú Áðitr Nú ■ WHI/I5J0 ijy&OO.- 4.900,- íydOO,- 7.900,- í Mðrhín G—sími S88 SS18 Z D Q z UJ P w § ffílastæði víð böðarveQQínn« Hðrg önnui spennandi tilboð • SumariaHHar og stutthápur. Listahátíð ’96 - framkvæmdastjórn * Ovæntar uppá- komur fram á síðustu stundu STARF framkvæmda- stjóra Listahátíðar er eril- samt mjög því áætlanir, sem gerðar eru langt fram í tímann, þurfa að stand- ast auk þess sem forsend- ur geta breyst þegar síst skyldi og þá ríður á að hafa góða yfirsýn sem aldrei fyrr yfir framgang mála. - Hvað er það fyrsta sem hugiið er að viðvíkj- andi undirbúningi Listahá- tíðar? „Það er byijað á því að stofna nýja fimm manna framkvæmdastjórn, sem kemur saman að hausti strax að lokinni Listahá- tíð. Þá verður varaformað- ur síðustu framkvæmda- stjórnar formaður og ríkið skipar næsta varaformann en einnig sitja í nefndinni þrír listamenn úr fulltrúaráði Lista- hátíðar. Að þessu loknu tekst framkvæmdastjórnin á við öll þau fjölmörgu tilboð sem berast frá listamönnum, innlendum jafnt sem erlendum, sem vilja koma fram á Listahátíð. Þegar stjórnin hefur flokkað úr þau tilboð sem fýsileg eru er hafist handa við að vinna úr þeim fyrir- framhugmyndum sem stjórnin hefur sjálf um að ná í ákveðna listamenn." - Hvað er tímafrekast við un dirbúninginn ? „Það getur oft verið heilmikill eltingarleikur að ná í heims- fræga listamenn eins og hljóm- sveitarstjórnendur og einsöngv- ara sem eru á „topp tíu“. Einnig felst mikil skipulagsvinna þegar kemur að leik— og sviðsverkum. Að auki þurfa meðlimir stjórnar- innar að fylgjast vel með því sem er að gerast í Iistaheiminum hér heima og erlendis. Listamenn- irnir í stjórninni koma úr ólíkum áttum og hafa ágæta yfirsýn, en samt veitir okkur ekki af tveimur árum í undirbúning. - Hvernig eru erlendu lista- mennirnir viðskiptis? „Það er allt mögulegt og endalausar uppákomur. Kannski er búið að útvega píanóleikara flygil, en þá vill hann fá öðru- vísi flygil. Listamenn tilkynna okkur svo breytingar á flugi þegar minnst varir og einnig eru ýmis flókin tækniatriði í tengsl- um við danssýningar sem krefj- ast heilmikils undirbúnings, en allt leysist þetta nú að lokum. - Hvað kostar að fá heims- frægan listamann á Listahátíð? „Laun listamann- ----------- anna eru trúnaðarmál því þeir vilja ekki að aðrar listahátíðir frétti af hvað þeir slái mikið af launum sínum hér. Ýmist eru þeir fengnir í gegnum persónuleg- an kunningsskap eða að þeir hafa skilning á því hversu lítill markaðurinn er hérna. Samt vilja þeir koma þótt þeir geti ekki rukkað fulla greiðslu." - Hvernig er tekið á móti erlendum listamönnunum? „Móttökustjóri tekur á móti þeim úti á velli og fer með þá á hótel og kynnir þeim áætlun í Signý Pálsdóttir ►Signý Pálsdóttir er fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 1996. Hún er fædd árið 1950 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1969. Hún nam tungumál við H.í.íeitt ár áður en hún hélt til Danmerkur þar sem hún lauk prófi í leikhúsfræðum 1974. Að loknu námi var hún kennari í Stykkishólmi frá ’75-’82, leikhússtjóri á Akur- eyri frá 1982-1986 og leikhús- ritari og markaðsstjóri í Þjóð- leikhúsinu til 1991. Þá hefur Signý samið og þýtt leikrit og fengist við leikstjórn. Sambýlismaður Signýjar er Árni Möller og börn Signýjar eru þijú; Melkorka Tekla, Torfi Frans og Guðrún Jó- hanna Olafsbörn. Við vildum sérstakt tákn, tiltölulega óþekkt á Is- landi sambandi við æfingatíma. Einn- ig fá þeir upplýsingar um ferðir til áhugaverðra staða og við kappkostum við að kynna þeim land og þjóð meðan á dvöl þeirra stendur. Flestir þeirra eru samt of uppteknir til þess, en þó dvöldu Shiokawa og Schiff hérna í fríi eftir tónleikana og Maureen Fleming náði að skreppa til Þingvalla. Lista- mennirnir ætlast ekki í raun til annars en að þeir hafi sinn æf- ingatíma í friði og að umbúnað- ur aliur, sem heyrir undir þeirra atriði, sé fyrsta flokks. Kröfur um persónulegan aðbúnað eru ekki áberandi, þó að brosleg atr- iði séu ekki langt undan eins og þegar einn vildi hafa ákveðinn lit á handklæðinu sínu. En allir --------- eru þakklátir fyrir móttökurnar sem þeir fá héma. - Eitt að lokum; af hverju var sebra- hestur valinn sem tákn Listahátíðar? „Við erum mikið spurð að þessu og það finnst okkur gott því það bendir til að fólk taki eftir tákninu. Við vild- um fá sérstakt tákn, sem væri tiltölulega óþekkt á íslandi og gæfi fýrirheit um eitthvað óvænt og gæfi margt í skyn. Að auki er áferð sebrahesta fjölbreytileg, falleg og skrautleg - eins og Listahátíð."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.