Morgunblaðið - 12.06.1996, Side 8

Morgunblaðið - 12.06.1996, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Viking-Konvoyen 1997: Norðmenní víking til| íslands næsta sumar T&rAúMD ÞAÐ hlautað komaaðþví að Norðmenn létu sverfatil stáls . . . Lás á hurð leiguflugvélar hrökk upp Engin skýring hefur fundist EKKI hefur verið skýrt hvers yegna hurð á flugvél frá Leiguflugi ísleifs Ottesen með Pétri Kr. Hafstein og Qölskyldu innanborðs hrökk úr lás í um 3.000 feta hæð yfir Snæfells- jökli um helgina. Vélin hafði skömmu áður verið í um 5 þúsund feta hæð, en lækkað sig nokkuð þegar atvikið átti sér stað; að sögn Isleifs Ottesen, eiganda LIO. Hann segir útilokað sé að um bil- un hafi verið að ræða. Dyrunum hafi heldur ekki verið illa lokað. Ef svo hefði verið hefði hurðin væntan- lega hrokkið úr lás mun fyrr. „Þegar flugmaðurinn var að lækka flugið inn til lendingar lenti flugvélin í dálítilli ókyrrð og hurðin hrökk úr lás. Við vitum ekki hvað gerðist og bilun var útilokuð við skoðun á vél- inni eftir flugið. Ef dymar hefðu verið illa lokaðar hefðu þær opnast mun fyrr. Hugsaniegt er að farþeginn við dymar hafí í fáti í ókyrrðinni gripið í húninn með fyrrgreindum afleiðingum. En aldrei var hætta á ferðum og dyrnar galopnuðust ekki heldur hrökk hurðin aðeins úr lás svo að rifa myndaðist milli stafs og hurð- ar,“ sagði ísleifur og tók fram að loftþrýstingur kæmi í veg fyrir að dymar opnist alveg upp á gátt. Hann nefndi í því sambandi að ef opna þyrfti dyrnar í lofti t.d. til myndatöku eða til að kasta niður varahlutum þyrfti að draga verulega úr hraða flugvélarinnar. ísleifur sagðist vel skilja að far- þegunum hafi bragðið í brún enda myndaðist mikill hvinur og hávaði þegar dyrnar opnuðust. Flugfélaginu þætti atvikið afar leiðinlegt. Ekki sagðist hann vita til að hurð hafi áður hrokkið úr lás á flugvél sömu gerðar. Að lokum lagði Isleifur áherslu á að misskilningur væri að smærri flugvélar lentu frekar í ókyrrð en stærri. Eftir áðumefnda skoðun var hald- ið áfram að fljúga vélinni, sem er tveggja hreyfla af gerðinni Partena- via og tekur 6-7 manns. Gegn reyk- ingum og áfengisböli RÁÐHERRAR félags- og heil- brigðismála á Norðurlöndum leggja til að reyklaus svæði verði á feijum sem sigla á milli Norðurlanda. Einnig munu ráðherrarnir styðja félagsmálaráðherra Svía, Margot Wallström, sem ætlar að leggja til við framkvæmdastjórn ESB að áhrif áfengisnotkunar í öllum lönd- urn ESB verði könnuð. Árið 1989 beindu félags- og heil- brigðisráðherrar á Norðurlöndum þeim tilmælum til flugfélaga að taka upp reyklaus flug, og ári síðar voru 90% flugleiða á Norðurlöndum reyklaus. Nú er mælst til þess að a.m.k. helmingur klefa í feijum sem ganga á milli Norðurlanda verði reyklaus, svo og þriðjungur borða á djskótekum og börum. Áfengisbölið kom einnig til umræðu á ráðstefnunni og félags- málaráðherra Svíðþjóðar ætlar að leggja til við framkvæmdastjórn ESB að könnun verði gerð á vandamálum sem tengjast áfeng- isneyslu í hveiju landi Evrópusam- bandsins fyrir sig. rca EE Afmælistilboð I2.-I5. júní 1 áf er síðan við fluttum af LauQovegi í Mörhina 6. Heilsárskápur Aður 1Vtí 19.00(1.- 9.900.- L V ^ Fyrir 1 7. júní Hellsárskápa með fóðri sem hægí er að hneppa úr. Áður Nú p&fib.- 15.900,- Unglingajakkar, heilsárs. rcgnþéttlr. Áður Nú iy9oo.- 7.900,- I Ullarjakkar, yfírsixðir Stutlkúpur - Áður Nú Áðitr Nú ■ WHI/I5J0 ijy&OO.- 4.900,- íydOO,- 7.900,- í Mðrhín G—sími S88 SS18 Z D Q z UJ P w § ffílastæði víð böðarveQQínn« Hðrg önnui spennandi tilboð • SumariaHHar og stutthápur. Listahátíð ’96 - framkvæmdastjórn * Ovæntar uppá- komur fram á síðustu stundu STARF framkvæmda- stjóra Listahátíðar er eril- samt mjög því áætlanir, sem gerðar eru langt fram í tímann, þurfa að stand- ast auk þess sem forsend- ur geta breyst þegar síst skyldi og þá ríður á að hafa góða yfirsýn sem aldrei fyrr yfir framgang mála. - Hvað er það fyrsta sem hugiið er að viðvíkj- andi undirbúningi Listahá- tíðar? „Það er byijað á því að stofna nýja fimm manna framkvæmdastjórn, sem kemur saman að hausti strax að lokinni Listahá- tíð. Þá verður varaformað- ur síðustu framkvæmda- stjórnar formaður og ríkið skipar næsta varaformann en einnig sitja í nefndinni þrír listamenn úr fulltrúaráði Lista- hátíðar. Að þessu loknu tekst framkvæmdastjórnin á við öll þau fjölmörgu tilboð sem berast frá listamönnum, innlendum jafnt sem erlendum, sem vilja koma fram á Listahátíð. Þegar stjórnin hefur flokkað úr þau tilboð sem fýsileg eru er hafist handa við að vinna úr þeim fyrir- framhugmyndum sem stjórnin hefur sjálf um að ná í ákveðna listamenn." - Hvað er tímafrekast við un dirbúninginn ? „Það getur oft verið heilmikill eltingarleikur að ná í heims- fræga listamenn eins og hljóm- sveitarstjórnendur og einsöngv- ara sem eru á „topp tíu“. Einnig felst mikil skipulagsvinna þegar kemur að leik— og sviðsverkum. Að auki þurfa meðlimir stjórnar- innar að fylgjast vel með því sem er að gerast í Iistaheiminum hér heima og erlendis. Listamenn- irnir í stjórninni koma úr ólíkum áttum og hafa ágæta yfirsýn, en samt veitir okkur ekki af tveimur árum í undirbúning. - Hvernig eru erlendu lista- mennirnir viðskiptis? „Það er allt mögulegt og endalausar uppákomur. Kannski er búið að útvega píanóleikara flygil, en þá vill hann fá öðru- vísi flygil. Listamenn tilkynna okkur svo breytingar á flugi þegar minnst varir og einnig eru ýmis flókin tækniatriði í tengsl- um við danssýningar sem krefj- ast heilmikils undirbúnings, en allt leysist þetta nú að lokum. - Hvað kostar að fá heims- frægan listamann á Listahátíð? „Laun listamann- ----------- anna eru trúnaðarmál því þeir vilja ekki að aðrar listahátíðir frétti af hvað þeir slái mikið af launum sínum hér. Ýmist eru þeir fengnir í gegnum persónuleg- an kunningsskap eða að þeir hafa skilning á því hversu lítill markaðurinn er hérna. Samt vilja þeir koma þótt þeir geti ekki rukkað fulla greiðslu." - Hvernig er tekið á móti erlendum listamönnunum? „Móttökustjóri tekur á móti þeim úti á velli og fer með þá á hótel og kynnir þeim áætlun í Signý Pálsdóttir ►Signý Pálsdóttir er fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík 1996. Hún er fædd árið 1950 í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá MR árið 1969. Hún nam tungumál við H.í.íeitt ár áður en hún hélt til Danmerkur þar sem hún lauk prófi í leikhúsfræðum 1974. Að loknu námi var hún kennari í Stykkishólmi frá ’75-’82, leikhússtjóri á Akur- eyri frá 1982-1986 og leikhús- ritari og markaðsstjóri í Þjóð- leikhúsinu til 1991. Þá hefur Signý samið og þýtt leikrit og fengist við leikstjórn. Sambýlismaður Signýjar er Árni Möller og börn Signýjar eru þijú; Melkorka Tekla, Torfi Frans og Guðrún Jó- hanna Olafsbörn. Við vildum sérstakt tákn, tiltölulega óþekkt á Is- landi sambandi við æfingatíma. Einn- ig fá þeir upplýsingar um ferðir til áhugaverðra staða og við kappkostum við að kynna þeim land og þjóð meðan á dvöl þeirra stendur. Flestir þeirra eru samt of uppteknir til þess, en þó dvöldu Shiokawa og Schiff hérna í fríi eftir tónleikana og Maureen Fleming náði að skreppa til Þingvalla. Lista- mennirnir ætlast ekki í raun til annars en að þeir hafi sinn æf- ingatíma í friði og að umbúnað- ur aliur, sem heyrir undir þeirra atriði, sé fyrsta flokks. Kröfur um persónulegan aðbúnað eru ekki áberandi, þó að brosleg atr- iði séu ekki langt undan eins og þegar einn vildi hafa ákveðinn lit á handklæðinu sínu. En allir --------- eru þakklátir fyrir móttökurnar sem þeir fá héma. - Eitt að lokum; af hverju var sebra- hestur valinn sem tákn Listahátíðar? „Við erum mikið spurð að þessu og það finnst okkur gott því það bendir til að fólk taki eftir tákninu. Við vild- um fá sérstakt tákn, sem væri tiltölulega óþekkt á íslandi og gæfi fýrirheit um eitthvað óvænt og gæfi margt í skyn. Að auki er áferð sebrahesta fjölbreytileg, falleg og skrautleg - eins og Listahátíð."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.