Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 19 Hlutafjárútboð Olíufélagisins hf. Fjármagnar arðgreiðsluna OLJUFÉLAGIÐ hf. hefur boðið út hlutabréf að nafnvirði tæpar 12 milljónir króna til að mæta arðgreiðslu vegna ársins 1995. Sölugengi bréfanna til for- kaupsréttarhafa verður 5,8 þannig að andvirði þeirra nemur um tæp- lega 70 milljónum. Forkaupsréttartímabilið stend- ur til 24. júní, en að þeim tíma liðnum verða óseld bréf boðin á almennum markaði á genginu 6,0. Um rekstrarhorfur félagsins segir í útboðslýsingu að horfur í efnahagslífí íslendinga á næstu árum séu góðar. Gert sé ráð fyrir auknum hagvexti meö aukinni stóriðju. Aukin hagræðing Orðrétt segir ennfremur: „Undir slíkum kringumstæðum er mikil- vægt að stjórnvöld viðhaldi festu í efnahagslífinu. Samkvæmt elds- neytisspá Orkustofnunar er gert ráð fyrir að innlend notkun olíu muni vaxa hægt á næstu áratug- um. í ljósi þess mun Olíufélagið hf. leggja enn frekari áherslu á að hagræða í rekstri með það markmið að leiðarljósi að vera ávallt með hlutfallslega lægstan rekstrarkostnað á íslenska olíu- markaðnum. Rekstraráætlanir gera ráð fyrir að hagnaður félags- ins á árinu 1996 verði ekki minni en á árinu 1995.“ Bókfærður hagnaður Olíufé- lagsins nam alls um 263 milljónum á síðasta ári samanborið við 240 milljónir árið áður. I ► \ ) í í Löng bar- átta BA og American Airlines framundan Briissel. Reuter. BANDALAG British Airways og American Airlines mun líklega sæta deilum innan Evrópusam- bandsins, valda ágreiningi um loft- ferðasamning við Bandaríkin og koma keppinautum félaganna úr jafnvægi. Með samningnum verður komið á fót stærsta flugfélagi heims, sem fær yfirburðastöðu á leiðum milli Bretlands og Bandaríkjanna, og þá hlið mun framkvæmdastjórn ESB áreiðanlega kynna sér sér- staklega vel. „Ég tel nokkuð augljóst að nokkur evrópsk flugfélög munu hafa áhyggjur af þessu og skýra frá þeim í Brússel,“ _sagði sérfróð- ur lögfræðingur. Alls mun 61% farþega milli Bandaríkjanna og Bretlands ferð- ast með BA og American að sögn talsmanns BA í Brússel. Þar af er hlutdeild BA 40%. Líklega munu keppinautar fé- laganna einnig hafa áhyggjur af áhrifum samningsins á rástíma þann sem er skammtaður til brott- farar eða komu á Heathrow-flug- velli Lundúna. Aðalkeppinautur BA, Virgin Atlantic Airways, flýtti sér að skera upp herör gegn samningnum þegar hann var kunngerður. Framkvæmdastjórn ESB leggur áherzlu á að hún þurfi nægan tíma til að kynna sér samninginn, en fyrst í stað eru aðalhindranirnar bandaríska flutningamálaráðu- neytið og brezka ríkisstjórnin. Líkt tengslum SAS-Lufthansa í fyrra heimilaði framkvæmda- stjórnin tengsl SAS og Lufthansa, sem eru mjög lík samningi BA og American Airlines, þegar félögin samþykktu að breyta honum til að leyfa samkeppni á leiðum milli Þýzkalands og Skandinavíu. Þar sem hvorki er um samruna né hlutabréfaskipti að ræða með stofnun hins nýja bandalags fellur það ekki undir reglur ESB um samruna fyrirtækja, heldur 85. grein Rómarsáttmálans um bann við samningum er bijóta í bága við samkeppnisreglur, að því er lögfræðingar segja. Það táknar að flugfélögin tvö þurfa ekki að bíða formlegs sam- þykkis ESB og ekki þarf að fá það samþykki innan tiltekins tíma. „Þetta verður augljóslega alllöng þróun,“ sagði talsmaður Neils Kinnocks, flutningamálastjóra ESB. Þjóðhátíðar vöndur* ✓ Hansarós Tilboð ís' cauðíootú 50 Begonía
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.