Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 43 MINNIIMGAR INGIMAR JON ÞORKELSSON + Ingimar Jón Þorkelsson fæddist í Litla-Dal í Blönduhlíð hinn 7. febrúar 1930. Hann lenti í slysi á vinnu- stað sínum hinn 15. maí síðastliðinn og lést á Landspítalan- um 4. júní. Foreldr- ar hans voru Una Gunnlaugsdóttir og Þorkell Jónsson. Ingimar ólst upp í Miðsilju í Blöndu- hlíð, en bjó á Akur- eyri frá fimmtán ára aldri. Systur hans eru: Guðrún Þóra, fyrrv. hús- freyja á Fjalli í Skagafirði, lést á síðast ári, Lína, gift Rögnvaldi Árnasyni, búa á Akureyri, og Helga, til heimilis í Reykjavík. Eiginkona Ingimars er Ósk Óskarsdóttir frá Akureyri, en þeirra börn eru: Óskar Vignir, býr á Akureyri, Una Þóra, hennar eigin- maður er Þór Eng- ilbertsson og dætur þeirra Tinna Ósk, f. 1990, og Alma Rós, f. 1995, búa í Vest- mannaeyjum, Þor- kell Ingi, unnusta hans er Sigrún Inga Hansen, búa á Akur- eyri, og yngst er Hafdís Elva, unnusti Guðmundur Rúnar Guðmundsson, búa á Akureyri. Ingimar var raf- vélavirkj ameistar i og rak lengi fyrirtækið Rafsegul á Akureyri ásamt þeim Agnari Óskarssyni og Gunnlaugi Jó- hannssyni, en hafði verið starfs- maður Krossanesverksmiðjunn- ar vel á annan áratug. Útför Ingimars var gerð frá Akureyrarkirkju 13. júní. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku pabbi. Með þessum ljóðum langar okkur til að þakka fyrir þann tíma sem okkur var gefinn með þér. Hann mun reynast okkur dýr- mætur um ókomna tíð. Elsku mamma. Megi Guð gefa þér styrk í sorg þinni. Óskar, Una Þóra, Þorkell Ingi og Hafdís Elva Ingimarsbörn. Ingimar, pabbi Unu vinkonu, er dáinn. Sorgleg tíðindi, en minn- ingin um notalegan mann mun lifa. Elsku Ósk, Óskar Vignir, Una Þóra, Þorkell Ingi og Hafdís Elva, missir ykkar er mikill og söknuður- inn sár, megi almættið veita ykkur styrk á erfiðum stundum. Ég fer yfir heiði gepum svarta- myrkur og vængjaðir minkar svífa kringum mig. Ég fer yfir haf gepum svarta- myrkur og náttfuglar setjast í bátinn minn. Ég er aldrei alveg einn (Gyrðir Elíasson) Samúðarkveðja, Vala Ágústsdóttir og fjölskylda. SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Sigríður Sigurðardóttir fæddist í Steinmóðarbæ undir V-Eyjafjöllum 14. febr- úar 1945. Hún lést á Landspítal- anum 18. maí síðastliðinn ogfór útför hennar fram frá Stóra- dalskirkju undir Eyjafjöllum 31. maí. Elsku nafna mín. Nokkur kveðjuorð langar mig að setja á blað til þín þegar leiðir hafa skilið í bili. Þótt kynni okkar hafi orðið alltof stutt, bara nokkrir mán- uðir, þá fannst okkur báðum að við hefðum þekkst í mörg ár, kannski aldir, þegar við sáumst fyrst. Þegar þú komst hingað fyrst síð- astliðið haust með Valdimar, þá vannst þú strax hugi og hjörtu ijöl- skyldunnar. Þú fórst með barna- hópinn inn í herbergi og spilaðir á gítargarm sem fannst hér og söngst með þeim og kenndir þeim gítargrip, og þau voru alsæl. Re- bekka, elsta barnabarnið á næsta bæ, sagði við mig eftir að fréttist um lát þitt: „Amma, versti dagur sem ég hef lifað er 18. maí þegar Sigríður dó.“ Og nú er erfitt að fara í leikinn hennar Pollýönnu þar sem hægt er að finna gleði út úr öilu sem fyrir kom. Þó er það sannarlega PETUR PETURSSON + Pétur Pétursson stórkaup- maður fæddist í Reylqavík 1. október 1918. Hann lést í Landspítalanum 17. maí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 28. maí. Við skrifum þessi orð í kveðju- skyni við afa okkar og langafa, Pét- ur Pétursson stórkaupmann. Afi var merkur maður, hagsýnn, iðinn og áreiðanlegur. Afi var ekki mikið fyrir að láta í ljós tilfínningar sínar og aldrei heyrði maður hann kvarta undan veikindum sínum, sem hann átti við að stríða síðustu miss- erin. Afi vann sig upp úr engu og var ávallt sjálfum sér nógur og var það svo að margir leituðu til hans um stuðning og aðstoð sem hann og veitti. Allar minningar okkar sem tengj- ast afa eru ljúfar og munum við geyma þær í hjarta okkar. I þennan helga Herrans sal vort hjarta leita griða skal, því úti heijar heift og strið, en hér er eilífð blíðutíð. (M. Joch.) Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) ÞORIR GUÐMUNDUR ÓLAFSSON + Þórir Guð- mundur Ólafs- son bifreiðastjóri fæddist í Reykjavík hinn 22. júní 1939. Hann lést í Hafnar- firði 9. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Stefanía Ingibjörg Guð- mundsdóttir, f. á Neskaupstað _ 8.10. 1917, og Ólafur Guðjónsson, f. í Sandvík á Eyrar- bakka 11.6. 1911, d. 22.10. 1987. Þau bjuggu lengst af í Hafnarfirði. Systkini Þóris eru Elín Sigríð- ur, f. í Hafnarfirði 25.6. 1946, og Guðjón Magnús, f. í Reykja- vík 19.7. 1956. Dóttir Þóris er Þórey S. Þór- isdóttir, gift Ólafi Geir Jóhann- essyni og eiga þau þijú börn, Klöru Rut, f. 22.10.1985, Snæv- ar Örn, f. 16.8. 1987, og Berg- stein Inga, f. 7.10. 1990. Útför Þóris fer fram frá Víði- staðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. börnin okkar nokkrum klukkustundum áður en kallið kom. Foreldr- ar eiga að vera ódauð- legir finnst okkur. í dag þegar hann er jarðsettur streyma þúsund minningar sem allar renna út í eitt, en mig hefði aldrei grunað að laugardagskvöldið síðastliðið væri í síð- asta skiptið sem ég ætti eftir að hella upp á kaffi fyrir Tóta, því við áttum svo margar og góðar stundir þar sem við sátum yfir kaffíbolla og ræddum saman um lífíð og tilver- una og hann með börnin í fanginu. Elsku Tóti, mig langaði að segja Ljósið er lífið, ljósið er eilíft. Láttu ljósið lýsa sálu hjarta þíns. Lifðu fyrir ljósið. Það er lífið. Óli Geir. Hann Tóti er dáinn. Þegar ég heyrði þessi orð, að tengdapabbi væri dáinn, þá hljómuðu þau eins og þruma. Hann sem var að passa + Ástkær móðir okkar, tengdamóöir og amma, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR frá Þingeyri, lést á Hrafnistu í Reykjavík miövikudaginn 12. júní. Sævaldur Runólfsson, Hermann Bjarnason, Sigurbirna Hafliðadóttir, Elísabet Kristjánsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Bjarni Ó. Kristjánsson, Málfríður Vagnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við vottum sonum, systrum og öðrum ættingjum og vinum hans afa okkar innilegustu samúð og biðj- um góðan Guð að varðveita hann og blessa. Steindór Einarsson, Dóra M. Gylfadóttir og börn. gleðiefni fyrir alla ástvini þína að minnast þess að hafa átt vináttu þína og væntumþykju. Ég er enn að standa mig að því, ef eitthvað skondið og skemmtilegt gerist, að hugsa ósjálfrátt: „Þetta verð ég að segja nöfnu minni.“ Þú hafðir svo lifandi áhuga á öllu í kringum þig. Það er erfitt að sætta sig við að þú skyldir hverfa okkur á þeim tíma sem þið Valdimar höfðuð valið fyr- ir brúðkaupið ykkar. Þið höfðuð verið að skipuleggja þennan dag í allan vetur. Það lýsir þér svo vel, að þar sem tengdafaðir þinn tilvon- andi er fatlaður og treysti sér ekki til ferðalags suður á land þar sem fjölskylda þín og vinir eru flestir búsettir, þá ákvaðst þú að giftingin skyldi fara fram í litlu kirkjunni í Breiðuvík, sem er okkar sóknar- kirkja. Þegar þetta var bollalagt fann ég að þú „vildir vefja öllum vorylnum að hjarta“ vina þinna og vandamanna. Ég bið þess að Valdi, Þöll, syst- kini þín og vinir, sem þótti svo vænt um þig, fínni svo aftur gleð- ina hennar Pollýönnu. Það væri þér að skapi. Við Össur og fjölskyldan öll kveðjum þig með þökk fyrir alltof stutt kynni. Vertu svo sæl, og guð geymi þig ævinlega. Sjáumst síðar. Þín vinkona og tengdamóðir, Sigríður Guðbjartsdóttir. þér svo margt, því alltaf gastu glaðst með okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og aldrei gagnrýndir þú vitleysuna í okkur heldur studdir okkur á þinn hóg- væra hátt. Með þessum orðum kveð ég ekki bara tengdaföður, heldur líka góðan vin. Það eina sem við vitum um lífíð er fæðing og dauði, það sem er þar á milli er sem óskrif- uð bók. Það rúm sem þú áttir í huga og hjarta barnabarnanna þinna þriggja, mun enginn annar geta skipað, því þau elskuðu afa á leigubílnum eins og við öll hin. Elsku Tóti, af Guði varstu gefínn og af Guði varstu aftur tekinn. Blessun fylgi þér í nýju lífi. HAPPDRÆTTI ae Vinningaskrá 6. útdráttur 13. Júní 1996. Ibúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 75193 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 7472 11458 19924 20603 Kr. 50.000 Ferðavinningar 10661 15514 20332 47142 53988 68020 15101 17031 43899 52349 66426 70783 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningar 336 14293 21806 31808 39538 52357 60536 69145 1307 14915 22345 32105 39555 52376 60953 69453 1445 15119 22429 32479 39690 52564 60969 69583 1812 15273 22875 32610 40243 52897 61531 70066 3602 15277 23121 32723 40355 53164 61794 71010 4105 15290 23487 32808 40991 53304 61882 71645 4334 15361 23529 32823 41785 54047 61942 71989 4604 16268 23571 33095 42669 54409 63067 72569 4983 16715 24157 33186 43142 54443 63646 73323 5084 17118 24589 33195 43391 54855 63972 73361 5958 17124 25177 33407 43604 55083 64039 73396 6549 17439 25228 33575 43665 56443 64101 73599 6609 18187 25380 33743 43942 56475 64421 73775 7592 18285 25485 33867 44035 56745 64471 73964 8473 18881 25635 34057 44353 57453 64708 74005 8627 18999 26025 34181 44658 57574 65024 74041 9526 19354 26072 34556 44733 57697 65168 74909 9807 19956 26217 35018 44891 57778 65374 74947 10456 19961 26678 35258 44977 58087 65403 75055 10831 20163 26786 35983 45730 58161 65670 76199 10881 20491 27448 36604 48753 58204 65719 77380 10966 20641 28111 36914 49060 58618 66137 77392 11142 20686 28382 36986 49488 58687 66286 77559 11198 20933 28504 37142 50261 58714 66986 78393 11502 20978 28701 37352 50587 58863 67024 78439 11686 20998 29061 37375 50693 59142 67068 78592 12451 21095 30227 37575 50775 59320 67701 78848 13289 21291 30245 39176 50910 59525 67801 78868 13490 21377 30885 39208 51466 60003 67818 14276 21510 31270 39225 52042 60267 69084
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.