Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 47 Vímuvamir í Reykjavík í FRAMHALDI af Vímuvarnaskól- anum, sem var farskóli milli allra grunnskólanna í borginni á síðast- liðnu vormisseri, munu Kennarahá- skólinn og Vímuvarnanefnd Reykjavíkur standa fyrir námskeiði á komandi sumri. Á námskeiðum Vímuvarnaskól- ans var lögð áhersla á að við hvern skóla verði í framtíðinni einn kenn- ari sem taki að sér að leiða sam- starf um mótun vímuvarnastefnu innan skólans og fylgja henni éftir. Námskeiðið er ætlað kennurum í grunnskólum Reykjavíkur sem taka að sér það hlutverk að vera vímuvarnafulltrúar síns skóla. Efni námskeiðsins er margþætt og verð- ur þar meðal annars unnið með samstarf foreldra og skóla í al- mennu forvarnarstarfi, íhlutun starfsmanna skóla í ferli einstakl- inga sem eru í svokölluðum áhættu- hópi, íhlutun í ferli sem er tengt neyslu, viðbrögð skólanna þegar ungmenni eru eða hafa verið í með- ferð, greiningu einkenna o.fl. Nám- skeiðið verður byggt upp með fyrir- lestrum, vettvangsferðum og sam- starfsverkefnum þeirra er nám- skeiðið sækja. Námskeiðið hefst í Kennarahá- skólanum 26. og 27. ágúst nk. Því verður fram haldið í áföngum í sept- ember og október en lokið með eins dags vinnu í mars. BHM mótmælir lagasetningu MIÐSTJÓRN Bandalags háskóla- manna harmar að Alþingi skuli hafa sett ný lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og um stéttarfélög og vinnudeilur í and- stöðu við gjörvalla verkalýðshreyf- inguna, segir í ályktun BHM. Þar segir auk þessa: „Með setn- ingu laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins breytti Alþingi einhliða forsendum kjarasamninga stéttarfélaga ríkisstarfsmanna og með setningu laga um stéttarfélög og vinnudeilur hafði Alþingi óeðlileg og jafnvel ólögleg afskipti af innri málefnum og samningsrétti stéttar- félaga í landinu. Við setningu þessara laga hefur orðið alvarlegur trúnaðarbrestur milli aðildarfélaga bandalagsins og viðsemjenda þess eftir setningu þessara „ólaga“ og það ofríki sem ríkið beitti starfsmenn sína í tengsl- um við lagasetninguna. Aðildarfé- lögin hafa nú þegar hafið undirbún- ing að gerð kröfugerða fyrir næstu samninga þar sem mið verður tekið af því að endurheimta þau réttindi sem af voru tekin. Að sjálfsögðu verða einnig gerðar kröfur um nauðsynlegar launahækkanir. Að- ildarfélögin heita á önnur samtök launamanna og stéttarfélög að sýna órofa samstöðu. Leiði þessar rétt- mætu kröfur til átaka á vinnumark- aði er allri ábyrgð vísað til þeirra sem friðnum spilltu.“ Strandaveisla í Nauthólsvík UNGLINGADEILD siglingafélags- ins Brokeyjar og Sportkafarafélag íslands bjóða til strandveislu í Naut- hólsvíkinni helgina 15. og 16. júní. Bátar, sjóskíði og fleira verður þar til leigu gegn vægu gjaldi. Að loknu buslinu er svo hægt að fá sér kaffi og hressingu í húsnæði Brok- eyjar. Suðræn tónlist •• á Ara í Ogri DÚETTINN Harmslag sem skipað- ur er þeim Stínu bongó og Böðvari á nikkunni leika suðuræna tónlist á veitingahúsinu Ara í Ögri. Tónlistarmennirnir koma fram föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld. Viðurkenning fyrir störf í þágu barna Brautskráning’ frá Kennara- háskóla Islands BARNASMIÐJAN ehf. veitti Þór- unni Björnsdóttur, kórstjóra og tónmenntakennara við Kársnes- skóla í Kópavogi, viðurkenningu fyrirtækisins fyrir vei unnin störf í þágu barna. Barnasmiðjan hefur leitast við að styrkja félög og samtök sem unnið hafa að málefnum barna og styrkir t.d. samtök um kvennaathvarf á hverju ári. Fyr- ir rúmu ári kviknaði sú hugmynd að veita einstaklingi viðurkenn- ingu í formi peningagjafar og ■ TALMEINAFRÆÐINGAR áður í Skipholti 50b, hafa flutt starfsemi sína í eigið húsnæði í Bolholti 6og starfa nú undir heitinu Talþjálfun Reykjavíkur ehf. Eins og áður er boðið upp á greiningu, ráðgjöf og meðferð allra tal- og málmeina barna og fullorðinna t.d. stams, framburð- argalla, seinkaðs málþroska hjá varð Þórunn fyrir valinu. Hún hefur m.a. stjórnað kór Kársnes- skóla. í frétt frá Barnasmiðjunni segir að valið hafi verið auðvelt: „Störf Þórunnar eru ekki bara óeigingjöm og gefandi, heldur einnig fyrirbyggjandi, hvetjandi og ekki síður uppbyggjandi." Eigendur Barnasmiðjunnar, þau Hrafn Ingimundarson og Elín Ágústsdóttir, afhentu Þór- unni viðurkenninguna, 100 þús- und krónur, á æfingu kórs Kárs- nesskóla fyrir skömmu. börnum, málstols, raddvandamála o.fl. Að Talþjá'.fun Reykjavíkur standa sjö konur allar talmeinafræð- ingur. Þær eru: Anna María Gunn- arsdóttir, Ásthildur B. Snorra- dóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Elísabet Arnardóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Þóra Másdóttir og Þóra Sæunn Úlfsdóttir. BRAUTSKRÁNING kandídata frá Kennaraháskóla íslands fór fram laugardaginn 8. júní síðastliðinn. Voru þá í fyrsta sinn brautskráðir kandídatar úr framhaldsnámi til meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum. Við athöfnina brautskráðust 109 kandídatar með almennt kennara- nám B.Ed. Þeir voru: Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, Aðalsteinn Hjartarson, Anna Halldórsdóttir, Anna Hulda Hjaltadóttir, Anna Lilja Þórisdóttir, Auður Óskarsdóttir, Ása Helga Ragnarsdóttir, Ásbjörg Bene- diktsdóttir, Ásta Bjarney Elíasdóttir, Ásta Steina Jónsdóttir, Ásthildur Björg Jónsdóttir, Ásthildur Krist- jánsdóttir, Berglind Halldórsdóttir,. Birna Kristín Friðriksdóttir, Bjarki Þór Jónsson, Björg Jóhannsdóttir, Björgvin ívar Guðbrandsson, Bryndís Ósk Sigfúsdóttir, Dagbjört Jóh. Þor- steinsdóttir, Dísa Mjöll Ásgeirsdóttir, Elín Aradóttir, Elín Huld Árnadóttir, Elín Einarsdóttir, Elín Kristinsdóttir, Elínborg Herbertsdóttir, Eygló Rún- arsdóttir, Fjóla María Lárusdóttir, Fríða Jónasdóttir, Guðbjörg Jóns- dóttir, Guðbjörg Pálsdóttir, Guð- mundur Ingi Jónsson, Guðný Hall- dórsdóttir, Guðný María Höskulds- dóttir, Guðrún Þóra Bjarnadóttir, Guðrún Garðarsdóttir, Guðrún Sig- ríður Jóhannesdóttir, Guðrún Jó- hannsdóttir, Guðrún Ingibjörg Karls- dóttir, Guðrún Eylín Magnúsdóttir, Gyða Þorbjörg Guttormsdóttir, Hall- dóra Guðrún Hinriksdóttir, Hanna Guðbjörg Birgisdóttir, Hanna Rún Eiríksdóttir, Heiður Eysteinsdóttir, Helen Ómarsdóttir, Helena Óladóttir, Helga Björg Garðarsdóttir, Helga Karlsdóttir, Hildigunnur Guðmunds- dóttir, Hildur Karen Jónsdóttir, Hjör- dís Edda Broddadóttir, Hrafnhiidur I. Halldórsdóttir, Hrafnhildur Ingi- bergsdóttir, Hrönn Arnarsdóttir, Hrönn Bjarnadóttir, Ingibjörg Hann- esdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingi- björg Pálmadóttir, Ingibjörg Ósk Sigurjónsdóttir, Ingibjörg Þorvalds- dóttir, Ingibjörg Þórsdóttir, Ingunn Kr. Vilhjálmsdóttir Snædal, Ingunn Helga Þórodssdóttir, Jón Hörðdal Jónasson, Karólína Skarphéðinsdótt- ir, Katrín Cýrusdóttir, Katrín Anna Eyvindardóttir, Katrín Guðjónsdótt- ir, Kári Gunnarsson, Kristborg Ein- arsdóttir, Kristín Inga Guðmunds- dóttir, Katrín Svanhildur Helgadótt- ir, Kristín Guðbjörg Snæland, Krist- jana Björnsdóttir, Laufey Óskars- dóttir, Lilja Þorkelsdóttir, Linda Björk Halldórsdóttir, Ljósbrá Bald- ursdóttir, Magnea Guðný Hjálmars- dóttir, Magnea Ólafsdóttir, Margrét Ingadóttir, Marta Sævarsdóttir, Nanna Hlín Skúladóttir, Olga Bjark- lind Magnúsdóttir, Ólafur Pétursson, Ragna Björnsdóttir, Ragna Gunnars- dóttir, Ragnheiður Guðný Ragnars- dóttir, Rakel Steingrímsdóttir, Rún Kormáksdóttir, Sigfríður Sigurðar- dóttir, Sigríður Indriðadóttir, Sigrið- ur Huld Konráðsdóttir^ Sigríður Sig- urðardóttir, Sigríður Ágústa Skúla- dóttir, Sigrún Anna Ólafsdóttir, Sig- urbjörg Alfonsdóttir, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Sigurður Orn Ág- ústsson, Sigurður Haukur Gíslason, Sigurhanna Friðþórsdóttir, Soffía Ragnhildur Guðmundsdóttir, Stella Sigurgeirsdóttir, Svala Ágústsdóttir, Tinna Hrafnsdóttir, Unnur Birna Þórhallsdóttir, Valgarður Lyngdal Jónsson, Vilborg Þórunn Guðbjarts- dóttir, Þorbjörg Elenora Jónsdóttir, Þorgerður Anna Arnardóttir og Þór- hildur Þorbergsdóttir. Framhaldsnámi til meistaragráðu í uppeldis- og kennslufræðum luku Anna Kristín Sigurðardóttir, Ingi- björg Símonardóttir, Rannveig Auð- ur Jóhannsdóttir og Rannveig Guð- rún Lund. Með almennt kennarapróf B.Ed. brautskráðust fimm kandídatar 16. október 1995: Bjarni Gunnarsson, Jónína Sesselja Guðmundsdóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Ragnheiður Elín Stefánsdóttir og Þorsteinn Garð- ar Þorsteinsson. Þann 15. febrúar 1996 brautskráðust Birna Margrét Júlíusdóttir og Steinþóra Eir Hjalta- dóttir. Hollvinasamtök HÍ á Ing-ólfs- torgi HÁSKÓLASTÚDENTAR verða á Ingólfstorgi laugardaginn 15. júní frá kl. 12 til 14 til að skrá stofnfé- laga í Hollvinasamtök Háskóla ís- lands. Háskólakórinn syngur. Formleg stofnun Hollvinasam- takanna verður á háskólahátíð í Laugardalshöllinni 17. júní. Hátíðin hefst kl. 13.30 og til hennar er öll- um hollvinum boðið. Námskeið um notkunjarð- fræðikorta HIÐ íslenska náttúrufræðifélag efnir til námskeiðs í notkun mis- munandi jarðfræðikorta laugardag- inn 22. júní kl. 13-18 í Orkustofn- un, Grensávegi 9. Kynnt verða berggrunns-, jarð- grunns- og vatnafarkort sem unnin hafa verið af höfuðborgarsvæðinu, síðan verður farið út á mörkina í Elliðaárdal, á Álftanes og suður fyrir Hafnarfjörð og leiðbeint þar um notkun kortanna. Tilbúin eru kort nr. 1613, III SV og fást þau hjá Landmælingum Islands. Leið- beinendur verða jarðfræðingarnir Freysteinn Sigurðsson, Hreggviður Norðdahl og Arni Hjartarson. „Námskeiðið er ætlað almenningi og ekki síður sérfræðingum sem vinna að skipulagningu lands og verklegra framkvæmda. Væntan- legir þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig á skrifstofu HÍN að Hlemmi 3,“ segir í fréttatil- kynningu frá HÍN. Þátttaka er öll- um heimil og kostar hún 1.500 kr. fyrir fullorðna. HLJÓMSVEITIN Havana. Havana á Hótel íslandi HUÓMSVEITIN Havana leikur fyrir dansi á Hótel íslandi eftir sýn- ingu píanóleikarans Robert Wells föstudags- og laugardagskvöld. Hljómsveitina skipa: Edda Borg, sem syngur, Sigurður Flosason, slagverksleikari, sem einnig leikur á saxafón, Pétur Grétarsson á trommur, Bjarni Sveinbjörnsson á bassa og Kjartan Valdimarsson á píanó. EIGENDUR og starfsmenn Töru. ■ HEILDVERSL UNIN Tara hef- ur opnað nýja og stærri aðstöðu að Kringlunni 7, jarðhæð. Heildversl- unin Tara sérhæfír sig í vörum tengdum förðun og snyrtifræði. Eru þar m.a. í boði allar rekstrarvörur fyrir snyrtistofur, vörur til háreyð- ingar, förðunarvörur og burstar einn- ig fyrir gervineglur og ýmsar aðrar sérvörur. Eigendur heildverslunar- innar eru Undína Sigmunsdóttir og Jóhann Þór Halldórsson en starfsmenn eru Bergþóra Haralds- dóttir og Sigríður Garðarsdóttir. Einsöngvarar - Kórsöngvarar! Prufusöngur í íslensku ópemnni Fostndaginn 21. juní. Þáttaka tilkynnist á miðvikudaginn 19. júní í síma 552 7055
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.