Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Smáfólk Við gætum setið hér til ei- Veistu af hverju? Vegna Við erum bara hundur og Strætisvagna- lífðarnóns og enginn strætó þess að við erum einskis fugl, þeir halda að við stoppistöð. stoppaði fyrir okkur. virði! séum ekki neitt. BREF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 • Netfang: lauga@mbl.is Einelti í Hólabrekkuskóla Frá skólastjórnendum og kennara- ráði Hólabrekkuskóla: VEGNA skrifa um einelti í Hóla- brekkuskóla í Velvakanda 7. og 11. júní sl. fðrum við fram á að eftirfar- andi verði birt við fyrsta tækifæri. í bréfi frá „aðstandenda úr fjar- lægð“ eins og bréfritari kýs að kalla sig eru stór og þung orð látin falla í garð skólastjórnenda og kennara Hólabrekkuskóla, því bréfritari full- yrðir að kúgun, ofbeldi og sálarmorð eigi sér stað innan veggja skólans án þess að nokkuð sé að gert. Sagt er að þolendur þori ekki að segja frá, því þá verði þeir barðir eða eitthvað þaðan af verra og gerandinn er á síðasta snúningi að vera rekinn úr skóla. í stórum dráttum er þetta inntak bréfsins ásamt áskorunum og leiðbeiningum. Um það geta allir verið sammála að nemandi sem lagður er í einelti á í verulegum erfiðleikum og þarf að- stoðar við. í Hólabrekkuskóla, eins og víðar, koma upp eineltismál sem tekið er á og reynt að leysa eftir bestu getu. En sú ásökun á starfsfólk skólans að það láti kúgun og ofbeldi viðgang- ast innan veggja skólans og loki augunum fyrir slíku fær ekki staðist. Hvers vegna hefur bréfritari ekki snúið sér til skólans með þetta mál og sagt frá áhyggjum sínum? Er það ekki alvörumál að þegja yfir vanda- máli nemanda sem lagður er í ein- elti, í stað þess að koma upplýsingum til réttra aðila? Það eru eindregin tilmæli til bréfritara að hafa sam- band við skólann og greina frá mál- um. Einelti fer oftast dult og getur liðið langur tími þar til það verður öðrum ljóst, bæði foreldrum og kenn- urum. Það að einhveijir nemendur, ger- endur, séu á síðasta snúningi og verði reknir úr skóla, segi þolendur frá, er algjör uppspuni. Ekki hefur staðið til að vísa neinum nemanda úr skólanum. Aftur á móti höfum við nokkrum sinnum tekið við nem- endum sem hafa átt í erfiðleikum annars staðar. Það að 5 böm í sömu götu hafi verið lögð í einelti og flölskylda tek- ið börn sín úr skólanum vegna slíkra mála, eins og sagt er frá í Velvak- anda 11. júní, kannast skólastjóm- endur ekki við. Nemendaverndarráð hefur starfað við skólann í mörg ár og skipa það skólasálfræðingur, aðstoðarskóla- stjóri, hjúkrunarfræðingur, sérkenn- ari og námsráðgjafi. Nemendavernd- arráð fjallar um þann vanda sem nemandi á við að stríða og vinnur að úrbótum. Sérfræðingar hafa verið fengnir til þess að fræða kennara um ein- elti, s.s. Guðjón Ólafsson sérkennari, Brynjólfur Brynjólfsson sálfræðingur og dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir sem hefur unnið með kennurum skólans og þeir sótt námskeið hjá henni. í fjölmennum skólum em og verða alltaf einhveijir árekstrar á milli nemenda sem oftast er hægt að leysa á skömmum tíma, en alvariegu mál- in em tímafrekari. Við sem störfum við Hólabrekku- skóla viljum veg skólans sem mestan og að nemendum líði sem best. Það tekst ekki nema allir sem koma að uppeldi barna og unglinga séu reiðu- búnir að vinna saman að lausn þeirra mála sem upp kunna að koma. SKÓLASTJÓRNENDUR OG KENN- ARARÁÐ HÓLABREKKUSKÓLA. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. FRÁBÆRT VERÐ Á 21 GÍRA FJALLAHJÓLUM BRONCO PRO TRACK 26", 21 gíra Vel útbúið fjallahjól með Shimano pírum, átaksbremsum, álgjörðum, gliti.brúsa, standara, gírhlíf og keðjuhlíf. Hjól sérstaklega útbúin fyrir islenskar aðstæður. híerrastelí 18", 20" og 22" dökk blátt. Dömustell 18" blágrænt. Verð kr. 25.900, stgr. 24.605 Hjólin eru afhent samsett og stillt á fullkomnu reiðhjólaverkstæði. Árs ábyrgð og frí upphersla eftir einn mánuð. Vandið valið og kaupið (sérverslun. l/ADAUI I ITIP Greiðslukort og samningar. VMnMnLU I Itt Sendum i póstkröfu. AUKAHLUTIR Ármúli40 Hjálmar, barnastólar, grifflur, Ijós, Símar 553 5320 fatnaður, bjöilur, brúsar, töskur, 568 8860 ( hraðamælar, slöngur, hjólafestingar 1 Æ > . á blla, plastskítbretti, bögglaberar, 01"§ | U fl 111 dekk, standarar, demparagafflar, jm jm jm stýrisendar og margt, margt fleira. ÆM Æm Æm 5% stgr. afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.