Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Listahátíð í Reykjavík 1996 Föstudagur 14. júní Zilia-píanókvartettinn. Listasafni íslands: Tónleikar kl. 20.30. Circus Ronaldo. Hljómskála- garðurinn: 4. sýn. kl. 20. Galdra-Loftur. íslenska óp- eran: 6. sýn. kl. 20. Jötuninn eftir Evripídes. Loftkastalinn: 2. sýn. kl. 20.30. Klúbbur Listahátíðar. Loft- kastalinn: Opið frá kl. 17. Aukasýning á Le Grand Tango MIÐNÆTURTÓNLEIKAR verða í Loftkastalanum í kvöld föstudag 14. júní kl. 23.30. Uppselt var á tangókvöld Le Grand Tango í Loftkastalan- um 12. júní og hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á miðnæturtónleikum í kvöld. Hljóðfæraleikarar Le Grand Tango eru; Auður Hafsteins- dóttir fiðla, Gréta Guðnadóttir fiðla, Helga Þórarinsdóttir lágfiðla, Bryndís Halla Gylfa- dóttir selló, Richard Korn bassi, Edda Erlendsdóttir píanó og Oliver Manoury band- oneon. Auk tónlistarmannanna munu dansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Had- aya sýna tangó. En Bryndís og Hany hafa um árabil kennt og sýnt tangó í sjónvarpi og víðar. Tangóleikar til minningar um Guðmund Thoroddsen TANGÓLEIKAR til minningar um Guðmundur Thoroddsen myndlistarmann verða haldnir í sal frímúrara á ísafirði laug- ardaginn 15. júní nk. kl. 17. Þar munu Olivier Manoury og Edda Erlendsdóttir ásamt Bryndísi Höllu Gylfadóttur, Auði Hafsteinsdóttur, Grétu Guðnadóttur, Helgu Þórarins- dóttur og Richard Korn leika tangóa úr ýmsum áttum. Guðmundur Thoroddsen, sem lést nýverið, starfaði sem kunnugt er lengi í París og var í miklu vinfengi við þau Olivier og Eddu sem þar starfa. Hafði Guðmundur skömmu fyrir andlát sitt stungið því að þeim að koma til ísaijarðar með þessa tón- leika, sem eru á vegum Lista- hátíðar í Reykjavík. Eru því þessir tónleikar tileinkaðir minningu hans. Tónleikamar verða haldnir á vegum Edin- borgar — Menningarmiðstöðv- ar. Gullin mín SÝNINGU Magdalenu Mar- grétar Kjartansdóttur, Gullin mín, hjá Jens gullsmið Skóla- vörðustíg, hefur verið fram- lengd til 22. júní. Hún sýnir þar í listhorninu ellefu dúkrist- ur sem eru unnar undanfarin tvö ár. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 12-18, föstudaga 12-19, laugardaga 10-14 og lokað á sunnudögum. \ i ■■ ix< Ævintýri um riddarann hug- umstóra og Næturgalann TÓNLIST Þjóðlcikhúsið ÓPERU-OG BALLETTSÝNING Óperu- og ballettsýning við tónlist eftir Manuel de Falla og John Speight. Flytjendur Kammersveit Reykjavíkur og einsöngvaramir Þóra Einarsdóttir, Jón Þorsteinsson og Bergþór Pálsson. Stjórmmdi Stefan Asbury. Miðvikudagurinn 12. júní, 1996. UNDIRRITAÐUR mun aðeins fjalla um tónlistina og flutning hennar á Ævintýrakveldi Kamm- ersveitar Reykjavíkur, en þar gat, auk tónlistarflutnings, að sjá brúðuleikhús og ballett, sem er annarra umfjöllunarefni. Brúðu- spil meistara Péturs er flokkuð sem ópera og var af hálfu tón- skáldsins ætlast til að öll hlutverk- in væru túlkuð af brúðum. Sjálft brúðuleikhúsið, er sýndi söguna af don Gayferos, Melisendru og márunum, átti að vera af venju- legri gerð, en mannfólksbrúðum- ar, áhorfendurnir, leikhúsastjórinn og sögumaðurinn, tvisvar sinnum stærri. Hér var valin sú leið, að í staðinn fyrir stóru brúðurnar sungu og léku þrír söngvarar hlut- verkin. Drengurinn var sunginn af Þóru Einarsdóttur, en hún rakti söguna undir stjórn leikhússtjór- ans, meistara Péturs, sem var sunginn af Jóni Þorsteinssyni. Aheyrendur áttu að vera tveir, don Quixote, sunginn af Bergþóri Páls- syni og Sancho Panza, en þeim síðarnefnda var sleppt í þessari uppfærslu. Fleiru var breytt, t.d. sleppt upphlaupi don Quixote í lokin, sem líklega hefði getað orð- ið gamansamt atriði, einkum ef Sacho Panza og meistari Pétur hefðu hjálpað til við skrítilegheitin. Tónlistin er einföld og söngurinn að mestu söngles og oft aðeins á einum og sama tóninum. Flytjend- ur, bæði Kammersveit Reykjavík- ur, undir stjórn Stefans Asbury og söngvararnir, skiluðu sínu vel, en eins fyrr segir vantaði ýmislegt í hina leikrænu framvindu, sér- staklega er varðar túlkun á sér- kennilegum atferliseinkennum don Quixote, er sá óvini í ótrúlegustu hlutum og þjáðist af heimsfrelsun- aráráttu. Seinna verkið er ballett, gerður við tónlist eftir John Speight, sem er byggð á sögunni Næturgalinn eftir H.C. Andersen. Þetta er þokkafull tónlist er hæfir vel þessu fallega og predikandi ævnitýri og var tónverkið mjög vel flutt undir stjórn Stefans Asbury. Fyrir undirritaðan mætti vel leika þetta verk á konsert og ekki erfitt að hugsa sér söguna, án þess að hún sé myndgerð. Tónlistin sjálf segir sína sögu, eins og á sér stað um alla góða tónlist. Verkið í heild býr yfir ýmsum litbrigðum, skemmtilegum útfærslum fyrir hljómsveitina, t.d. slagverkið, sem leikur mikilvægt hlutverk í leik- rænni túlkun verksins, sérstaklega í túlkun gervinæturgalans. Þá gat þar að heyra einleiksþætti á selló, er voru eins konar „leitmótív“ fyr- ir keisarann, sem Inga Rós Ing- ólfsdóttir flutti mjög fallega. Nátt- úrulegi næturgalinn var fa'lega túlkaður á óbó af Daða Kolbeins- syni. Eins fyrr segir mætti Ieika verkið á konsert, því það er mjög fallega ritað fyrir hljómsveitina. Jón Ásgeirsson Ævintýri LISTDANS úr ævintýrinu lifandi persónur, eins og til dæmis næturgalann sem Sigrún Guðmundsdóttir dansaði yndislega og hafði angurværa túlkun á sem var vel við hæfi. Táskó hefði ég viljað sjá á fögrum fótum Sigrúnar í þessu hlutverki! Keisari Jóhanns Freys Björgvins- sonar var sérstaklega trúverðugur og gervi hans gott. Samdans þeirra Sigrúnar var góður. Lára var alveg prýðilega skemmtileg í hlutverkum sínum, sérstaklega var hún kostuleg í gervifuglinum. Innkoman með gyllta borðann var sniðug svo og ýktur og vélrænn dansinn. Dansverkið er hugvit- samlega og fallega samið. Ef und- irrituð vissi ekki betur, héldi hún að dansararnir hefðu ekkert fyrir hlutunum - svo áreynslulaust og fallega var dansað. Búninga hann- aði Þórunn Jónsdóttir svona ljóm- andi skemmtilega, nema hvað mér fannst búningur Sigrúnar full vað- málslegur. Lýsing Páls Ragnars- sonar var einföld en smekkleg, svo allt varð þetta hið besta sjónar- spil. Hljómsveitin var á sviðinu, óvenjulegt fyrir baílett, þó ekki truflandi. Eg fékk sömu tilfinn- ingu þessa kvöldstund og ég fékk í fyrsta sinn er ég fór í leikhús, barnslega ánægju! Ásdís Magnúsdóttir Farandridd- ari ræðst á brúðuleikhús Næturgalinn eftir John Speight. Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir. Ballett við ævintýri H.C. Andersen. ÞAÐ má með sanni segja að nú hafi áhorfendum verið „sagt“ ævintýri í tónum og dansi, á mest sprelllifandi hátt sem hægt er. Það væri hægt að „segja“ þetta ævintýri svona hvar sem væri í heiminum, því engin tungumálahöft eru á flutningi sem þessum. Dansinn og tónlistin urðu eitt og þannig á það að vera. Ljómandi. hefur Láru Stefáns- dóttur tekist vel að galdra fram LEIKLIST Ævintýrakvöld með Kammersveit Reykjavíkur og fleirum. Brúðuspil meistara Péturs eftir Mauuel de Falla. Tónsetning og sviðsetning á kafla úr „Hinum hugkvæma höfð- ingja Don Kikóta frá Manacha". íslensk þýðing: Þorsteinn Gylfason. Brúðuleikhúsgerð og stjómun: Katrín Þorvaldsdóttir. Búningar: Þórunn Jónsdóttir. Lýsing: Páll Ragnarsson. Aðstoð við brúðustjóm- un: Hulda Hlín Magnúsdóttir. FYRRA verkið á Ævintýra- kvöldinu, Brúðuspil meistara Pét- urs, mætti vel kalla „ör-óperu“ (í stíl við „örsögur" og ,,örleikrit“) því hún er aðeins um hálftíma löng. Þetta er ópera samin upp úr einum kafla úr þeirri frábæru sögu Cervantesar um farandridd- arann Don Kíkóta. Kaflinn segir frá því þegar Don Kíkóti horfir á sýningu í brúðuleikhúsi Meistara Péturs og er innlifun hins sálsjúka riddara svo sterk að fljótlega þurrkast út mörk leiks og veru- leika og hann fer að blanda sér inn í atburðarás brúðuleiksins. Lýkur þeirri afskiptasemi með því að hann ræðst á brúðurnar og stráfellir þær. Sviðsetning á óperunni er þann- ig að einsöngvararnir þrír (Don Kíkóti, Meistari Pétur og „piltur- inn“) standa hjá hljómsveitinni en til hliðar er brúðuleikhús Meistara Péturs þar sem sýningin fer fram. „Pilturinn“ (Þóra Einarsdóttir) syngur söguþráð leiksins sem jafn- óðum fer fram á sviði brúðuleik- hússins. Don Kíkóti blandar sér síðan inn í sýninguna eins og áður er sagt. Þó eru þau afskipti ekki sviðsett heldur koma bara fram í texta. Katrín Þorvaldsdóttir er höf- undur og stjórnandi brúðuleik- hússins í verkinu. Brúður hennar eru fallegar strengjabrúður og hefur hún búið þeim „ljóðrænt" og einfalt umhverfi. Litir spiluðu stórt hlutverk í heildaráhrifum brúðusýningarinnar og stjórnun var örugg og oft skemmtileg, eins og til að mynda þegar ein brúðan vinkaði í kveðjuskyni þegar hún hvarf af sviðinu. Það er ekki mitt hlutverk að tjá mig um söng þremenninganna, en ég vil geta þess að þeir stóðu sig allir mjög- vel sem leikarar, en það er ekki öllum söngvurum gefið. Bergþór Pálsson sýndi sálsýki far- andriddarans alveg frá upphafi þótt nokkuð liði á verkið áður en hann hóf söng. Þóra Einarsdóttir var sannfærandi rogginn piltungur og Jón Þorsteinsson var ágætur í hlutverki Péturs. Búninga þeirra gerði Þórunn Jónsdóttir og var búningur Don Kíkóta sérstaklega skemmtilegur og stirðbusalegur. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.