Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skólastjórí Vesturhlíðar- skóla segir upp GUNNAR Salvarsson, skólastjóri Vesturhlíðarskóla, hefur sagt stöðu sinni lausri vegna ágreinings við menntamálaráðuneytið. Gunn- ar telur að ráðuneytið hafi hafnað skólastefnu Vesturhlíðarskóla með því að gefa Öskjuhlíðarskóla kost á að nýta fyrrum heimavistarhús á lóð skólans án samráðs við sig. Menntamálaráðherra vísar á bug ásökunum hans um að ráðuneytið hafi ekki skilning á málefnum heyrnarlausra. Gunnar hefur sent frá sér grein- argerð vegna málsins, þar sem segir m.a. að það sé heyrnarlaus- um börnum brýn nauðsyn að hafa táknmálstalandi málfyrirmyndir í umhverfi sínu. Það sé skylda sam- félagsins að skapa þessar aðstæð- ur á leikskóla- og grunnskólastigi svo þau búi við ámóta uppeldisskil- yrði og heyrandi böm. Því sé það eitt af lykilatriðum skólastefnunn- ar að nýta fyrrum heimavistarhús skólans áfram í þágu heyrnar- lausra. Gunnar segir að sér sé ekki unnt að una þeirri lítilsvirðingu sem birtist í einhliða ákvörðun ráðuneytisins, auk þess sem í upp- sögninni felist mótmæli við því áhrifaleysi sem menntað skólafólk á þessu sviði búi við. Ennfremur segir Gunnar að ákvörðun ráðu- neytisins nú opinberi skilningsleysi embættismanna á málefnum heyrnarlausra, og að oft hafi þurft að veija hagsmuni barnanna í skólanum gegn ákvörðunum ráðu- neytisins. Vísar ásökunum á bug Björn Bjarnason menntamála- ráðherra segir að það sé alrangt að leggja málið þannig upp að verið sé að lítilsvirða heyrnarlausa eða að bijóta á bak aftur skóla- stefnu Vesturhlíðarskóla. Hús- næði þar sem Samskiptamiðstöð heyrnarlausra var áður til húsa sé nú laust og spurning hvernig það verði best nýtt. Björn segir að hús sem Öskjuhlíðarskóli hafi haft til afnota í Garðabæ hafí nýlega verið seld, og hafi skóla- stjóra Öskjuhlíðarskóla því verið boðið að skoða aðstöðuna í um- ræddu húsi á lóð Vesturhlíðar- skóla. Það hafi komið í ljós að húsnæðið falli mjög vel að þörfum skólans og málið sé nú á umræðu- stigi. Segir Björn það skynsamlega nýtingu á opinberu húsnæði að leyfa Óskjuhlíðarskóla að fá þessa aðstöðu og unnt sé að koma mál- um þannig fyrir að það trufli ekki starfsemi Vesturhlíðarskóla. Þann l. ágúst flytjast mál skólanna tveggja úr höndum menntamála- ráðuneytisins til sveitarfélaganna. „Mér fínnst ástæðulaust fyrir þennan ágæta skólastjóra að kveðja ráðuneytið með þessum hætti og svo stórum orðum,“ sagði Björn. „Ég hef undanfarið rætt mál- efni heyrnarlausra mjög ítarlega við fulltrúa þeirra, m.a. í tengslum við aðalnámsskrá fyrir grunnskóla og framhaldsskóla, þar sem ég vil að áherslur taki mið af þörfum heyrnarlausra. Ráðuneytið hefur m. a. beitt sér fyrir því með sam- þykki Alþingis að sett voru mun skýrari ákvæði í ný framhalds- skólalög um rétt heyrnarlausra en áður, þannig að það kemur mér algjörlega í opna skjöldu að mál séu lögð upp með þeim hætti að menntamálaráðuneytið hafí ekki skilning á málefnum heyrnar- lausra. Hef ég raunar átt ágætt samstarf við Gunnar Salvarsson, þar til hann ákvað að segja starfi sínu lausu, en lausnarbeiðni hans hef ég staðfest." Morgunblaðið/Sverrir JÓN Loftsson, skógræktarstjóri, Brynjólfur Jónsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags íslands, Jón Geir Pétursson, starfsmaður Skógræktarfélags Islands, og Hulda Valtýsdóttir, formaður Skóg- ræktarfélags íslands, kynntu ráðstefnu Norræna skógarsambandsins á fundi með fréttamönnum. Fimmtíu ára afmæli Norræna skógarsambandsins Fjölmennasta ráðstefn- an hér um skógarmál NORRÆNA skógarsambandið, NSU, heldur ráðstefnu hér á landi í Borgarleikhúsinu 22. júní næstkom- andi í tilefni 50 ára afmælis síns, og er gert ráð fyrir að hingað komi um 200 norrænir gestir af þessu til- efni og dvelja þeir hér dagana 19.-22. júní. Verður þetta langfjölmennasta erlenda ráðstefnan sem haldin hefur verið hér á landi um skógræktarmál. Dagana 19.-21. júní fara ráð- stefnugestirnir í ferðir um landið þar sem ýmis skógræktarverkefni verða kynnt og skoðuð, en farið verður um Norðurland, Austurland og Suður- land. „Skógurinn og umheimurinn“ Yfirskrift ráðstefnunnar í Borgar- leikhúsinu verður „Skógurinn og umheimurinn" og mun frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, flytja opnunarerindið. Á ráðstefnunni munu erlendir fyrirlesarar fjalla um umhverfis- og skógræktarmál, en ráðstefnustjórar verða þau Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktar- félags Islands, og Jón Loftsson skóg- ræktarstjóri. Karen Westerby-Juhl, forseti Nor- ræna skógarsambandsins, setur ráð- stefnuna, en fyrirlesarar eru J. S. Maini, formaður alþjóðlegrar nefndar um skógræktarmáí á vegum Samein- uðu þjóðanna, sem fjallar um stöðu norrænu skóganna og barrskógabelt- isins í alþjóðlegum umræðum um skóga heimsins, Monika Stridsman, aðalritari Alþjóðlega náttúruvernd- arsjóðsins í Svíþjóð, sem fjallar um boðskapinn um sjálfbæra nýtingu skóga, J. P. Kimmins, skógvistar- fræðingur og prófessor við Háskól- ann í Bresku Kólumbíu í Kanada, sem fjallar um virðingu gagnvart hinu náttúrulega umhverfi - hvernig samræma megi það hugtak í skóg- rækt á 21. öld, R.A. Shebbare, fram- kvæmdastjóri Canada Pulp and Pap- er í Brussel, sem ræðir um þróun skógræktar í Kanada til sjálfbærrar nýtingar og breytt verðmætamat al- mennings, Eeva Hellström, sérfræð- ingur við Evrópsku skógræktarstofn- unina í Finnlandi, sem ræðir um mismunandi viðhorf til skógræktar, Oluf Aalde, skógræktarstjóri í Nor- egi, sem fjallar um hvort skógrækt á Norðurlöndum sé sjálfbær, Áke Barklund, verkefnisstjóri hjá Sam- bandi sænskra skógareigenda, sem flallar um umhverfisvottun í nor- rænni skógrækt, og Niels Elers Koch, forstjóri hjá Rannsóknamiðstöð fyrir skóg og landslag í Danmörku, sem tekur saman dagskrána að loknum erindaflutningi. Ráðstefnunni lýkur með umræð- um, en um kvöldið verður afmælis- kvöldvaka haldin í Perlunni. Hvatning fyrir skógræktarfélögin NSU var stofnað árið 1946 er meginmarkmið samtakanna og að Margfaldur verðlaunabíll sameinar glœsilegt utlit. óviðjafnanlega aksturseiginleika, ríkulegan staðalbúnað, mikil gœðí og einstaka hagkvœmni í rekstri. Verðið stenst allan samanburð Honda Accord 1.8i er búinn 115 hestafla 16 ventla vél meö tölvustýröri fjölinnsprautun. Upptak er 11.3 sek. í 100 km/klst. meðan eyöslan viö stöðugan 90 km. hraöa er aðeins 6,6 lítrar á 100 km. Honda Accord 1.8i er búinn loftpúöa í stýri, rafdrifnum rúöuvindum og loftneti, vökva- og veltistýri, þjófavörn, samlæsingum, útvarp/segulbandi og bremsuljósi í afturrúöu. Styrktarbitar eru í hurðum. Lengd: 468,5 cm. Breidd: 172 cm. Hjólhaf: 272 cm. Honda Accord 2.0i LS er búinn 131 hestafla vól, ABS-bremsukerfi, tvöföldum loftpúöa, 4 gíra sjálfskiptingu ásamt fjölmörgum öörum kostum. Veröiö er aöeins 2.185.000,- á götuna. Tveggja ára alhliöa ábyrgö fylgir öllum nýjum Honda bifreiðum og þriggja ára ábyrgð er á lakki. Tökum aöra bíla uppí sem greiðslu og lánum restina til allt aö fimm ára. 1.734.000,- H) VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 koma á samvinnu milli Norðurland- anna á vettvangi skógræktar til gagns fyrir skóga á Norðurlöndum. Hefur sambandið gengist fyrir fjöl- mörgum uppákomum í því sam- bandi og má þar nefna fundi, náms- ferðir, kynnisferðir og Norrænu skógarráðstefnuna, sem er umsvifa- mesta verkefni samtakanna. Æðsta stjórn samtakanna 'er fulltrúaráð sem samanstendur af deildum frá hveiju landi, en starfsemi sam- bandsins er aðallega í höndum verk- efnanefndar sem í situr einn aðili frá hveiju Norðurlandanna og er fulltrú Islands þar Jón Loftsson skógræktarstjóri. Jón sagði í samtali við Morgun- blaðið að helsta verkefni samtak- anna væri að gefa norrænum skóg- ræktarmönnum tækifæri til að hitt- ast, en Norræna skógarráðstefnan, sem haldin er á fjögurra ára fresti, flyst á milli landanna og hafa sótt hana 1.500 til 2.000 manns. Næst verður slík ráðstefna haldin í Dan- mörku 1998 og er afmælisráðstefn- an hér á landi því aukaráðstefna. Vegna umfangs reglubundnu ráð- stefnanna hafa þær aldrei verið haldnar hér á landi, en að sögn Jóns er ekki útilokað að af því geti orðið að sex árum liðnum. „Þarna kynna menn það nýjasta sem þeir eru að gera í hveiju landi og einnig er norræn skógrækt kynnt fyrir umheiminum, en öllum skóg- ræktarmönnum er gefið tækifæri til að taka þátt. íslenskir skógræktar- menn hafa í gegnum árin verið fjöl- mennir á þessum ráðstefnum og þangað hafa menn sótt kraft og inn- blástur," sagði Jón. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags íslands, sagði að Norræna skógarráðstefnan væri mjög mikil hvatning fyrir skógrækt- arféiögin hér á landi þar sem sjálf- boðaliðastarf væri í miklu ríkari mæli en annarsstaðar á Norðurlönd- unum. „Þar eru auðvitað margir sem stunda skógrækt, en yfirleitt eru þeir að vinna í skógi sem þeir eiga persónulega. Hér eru félögin hins vegar að rækta skóg sem er fyrir alla íslendinga," sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.