Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1996 21 ERLENT Reuter Frakkar með á ný JAVIER Solana (t.h.), fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, ræðir við Charl- es Millon, varnarmálaráðherra Frakklands, á fundi bandalags- ins í Brussel í gær. Varnarmála- ráðherrar NATO hittust til að ræða friðargæsluna í Bosníu og breytingar á skipulagi banda- lagsins þannig að hlutur Evrópu- ríkjanna i stjórn þess aukist. Frakkar yfirgáfu hernaðar- samstarf NATO árið 1966 en ætla að auka þátttöku sína í sam- starfinu á ný og var fundurinn í gær sögulegur, sá fyrsti af þessu tagi sem franskur varnar- málaráðherra situr í 30 ár. Bandaríkjamenn sögðu í gær að áfram væri nauðsynlegt að æðsti yfirmaður herafla NATO væri Bandaríkjamaður. Hvalspik hleðst upp í Noregi Talið geta leitt til stöðv- unar hrefnuveiðanna Lófóten. The Daily Telegraph. NORÐMENN eru hrifnir af hval- kjöti, en hvalspik á ekki upp á pallborðið hjá þeim og nú hleðst upp spikfjall vegna þess að þeir mega ekki selja hvalafurðir úr landi. Norðmenn borða hvalkjöt helst brasað í rauðvíni með grænum baunum og finnst ekki tiltökumál að borga 1.500 íslenskar krónur fyrir kílóið af kjöti þegar það er fáanlegt. Þeir eru hins vegar ekki reiðu- búnir til að borga krónu fyrir hvalspik, sem er um 40% af afurð- um skepnunnar. Það eru Japanar hins vegar. Þeir steikja það ýmist eins og beikon, eða borða hrátt og finnst lostæti, að sögn Ulfs Ellings- ens, framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins Ellingsens, sem kaupir mest hvalkjöt í Noregi, og myndu Japan- ar borga allt að þrefalt það sem Norðmenn borga fyrir kjötið fyrir kílóið af spiki, eða 4.500 íslenskar krónur. Milliríkjaviðskipti bönnuð Það dugar hins vegar skammt því að milliríkjaviðskipti með hval- afurðir eru bönnuð. Því eru 300 tonn af hvalspiki geymd í Svolvaer, norðarlega í Noregi, og fjallið stækkar dag frá degi á meðan hrefnuvertíðin stendur yfir í Noregi. 31 bátur er á hrefnuvertíð og heildarkvótinn er 425 dýr. Þegar þau hafa veiðst munu 150 tonn af spiki hafa bæst í fjallið. „Fyrr eða síðar verður haugur- inn svo stór að ekki verður hægt að ganga í kringum hann,“ sagði Ellingsen. „Það verður að finna lausn. Það verður að stöðva hval- veiðarnar ef við getum ekki selt afurðirnar. Þetta er sóun. Það er frekar kjánalegt að leyfa veiðar í ágóðaskyni ef ekki má selja helm- inginn af vörunni." Samkvæmt norskum reglum verða neytendur nauðugir viljugir að kaupa spik með hrefnukjötinu og kostar kílóið um tíu krónur. Norðmenn hættu hvalveiðum árið 1986 og hófu þær aftur árið 1992. Friðunarsinnar óttast að fleiri þjóðir hefji hvalveiðar hefjist við- skipti með hvalafurðir milli Japana og Norðmanna. Ellingsen lifir hins vegar í voninni um að banninu verði aflétt og geymir spikfjallið við 30 mínusstig á Celcius-kvarða í umbúðum, sem eru í samræmi við japanska staðla. „Ekkert mun gerast fyrr en ákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Ellingsen. „En við megum ekki henda þessu, það er bannað.“ Grísokjöt er kjötiS sem er alltaf ferskt, þa5 er ó sérlega hagstæSu ver&i og matrei&slumöguleikarnir eru óteljandi. Grísakjöt tilheyrir öllum gleðskap og góðum stundum. f sumar munu grillmeistararnir ó flrgentínu steikhúsi kynna grísakjöt \ verslunum og lei&a okkur \ allan sannleika um hversu ótrúlega einfalt er að grilla grísakjöt. Prófaðu að grilla grísakjöt næstu daga - Það svínvirkar. Grísakjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.