Morgunblaðið - 20.06.1996, Side 4

Morgunblaðið - 20.06.1996, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR STEFÁN Guðmundsson, Harpa Bjðrk Hilmarsdóttir, Ari Leifur Jóhanns- son, Birkir Freyr Hilmarsson og Tómas Guðmundsson, umferðarskóla- nemendur á Álftanesi. Morgunblaðið/Kristinn SÝNIKENNSLA hjá Kristjáni lögregluþjóni og Krist- björgu Örnu: „Svona á að setja hjálminn á höfuðið.“ FIMM og sex ára börn víða um land flykkj- ast í Umferðarskólann þessa dagana. Þar eru hinir ungu vegfarendur fræddir um helstu umferðarreglur og athygli þeirra vakin á hættum sem á vegi þeirra kunna að verða. Morgunblaðið leit inn á námskeið i Álfta- nesskóla í gær, þar sem Kristín Evertsdótt- ir leikskólakennari og Kristján Guðnason lögregluþjónn voru að sýna ungum Álftnes- ingum myndir úr umferðinni, segja þeim umferðarsögur og kenna þeim að nota hjól- reiðahjálma. „Stóra reglan“ var nokkuð sem allir krakkarnir höfðu á hreinu: „Líta vel til beggja hliða og hlusta,“ með tilheyr- andi látbragði. Lífleg skoðanaskipti urðu um það hvað ætti að gera ef bolti færi undir bíl. Voru allir viðstaddir sammála um að ekki mætti skríða undir bílinn á eftir boltanum. Þó að boltinn gæti eyðilagst þá gerði það ekki mikið til, því alltaf væri hægt að Hjólreiða- hjálmar ogum- ferðarálfar kaupa nýjan bolta úti í búð. Aftur á móti væri ekki hægt að kaupa nýjan krakka í búðinni. Mikla kátínu vakti myndband með um- ferðarálfinum Mókolli, sem hegðaði sér fremur álfslega í umferðinni, og stelpunni Guðbjörgu, sem reyndi að kenna honum umferðarreglurnar. Hinir ungu nemendur voru áhugasamir og fróðleiksfúsir og tjáðu óspart eigin skoðanir og reynslu úr umferðinni. Einn þeirra viðurkenndi t.d. að hann hjólaði alltaf „á bílagötunni". Var hann umsvifa- laust leiddur í allan sannleika um að það mætti ekki. Annar kom með svohljóðandi uppljóstrun: „Mamma mín og pabbi nota aidrei hjálma, þau kunna svo vel á hjól.“ Kristján lögregluþjónn var með sýni- kennslu í notkun hjólreiðahjálma og fékk til liðs við sig stúlku úr hópnum, Krist- björgu Örnu. Henni var kippt upp á borð, svo allir gætu séð hana og settur á hana hjálmur. Síðan upphófust miklar umræður um gildi hjálmanna og notkun þeirra. í ljós kom að það er hreint ekki sama hvern- ig hjálmurinn er settur á höfuðið og að maður má bara vera með hjálminn þegar maður er að hjóla. Helmingur fylgis Guðrúnar telur Pétur næstbesta kostinn 10% munur á efstu mönnum RÚMLEGA 52% stuðningsmanna Guðrúnar Pétursdóttur segja Pétur Kr. Hafstein næstbesta kostinn ef marka má skoðanakönnun sem Gall- up hefur gert um afstöðu kjósenda til forsetaframbjóðenda. Niðurstaða skoðanaköniiunar Gallup um fylgi forsetaframbjóðenda er mjög svipuð þeirri sem fram kom í könnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið og greint er frá í blaðinu í gær. Helsti munur- inn er sá að stuðningur við Guðrúnu Pétursdóttur mælist heldur meiri, en stuðningur við Guðrúnu Agnarsdótt- ur heldur minni. 40,4% kjósenda lýsa yfír stuðningi við Ólaf Ragnar Gríms- son, 30% styðja Pétur Kr. Hafstein, 15% Guðrúnu Agnarsdóttur, 11;3% Guðrúnu Pétursdóttur og 3,3% Ást- þór Magnússon. Líkt og í könnun Félagsvísinda- stofnunar munar um 10% á Ólafí Ragnari og Pétri. í síðustu könnun Gallup, sem gerð var fyrir hálfum mánuði, mæidist munurinn á fylgi þeirra rúmlega 21%. 47,6% fylgismanna Ólafs Ragnars nefndi Guðrúnu Agnarsdóttur sem næstbesta kostinn og um 30% Pétur Hafstein. Um 40% fylgismanna Pét- urs setur Guðrúnu Pétursdóttur í annað sætið og þriðjungur nefnir Guðrúnu Agnarsdóttur. 37% fylgis- manna Guðrúnar Agnarsdóttur setur Pétur Hafstein í annað sætið og 33% Ólaf Ragnar. Rúmlega 52% fylgis- manna Guðrúnar Pétursdóttur setur Pétur í annað sætið. Sjávarútvegsráðherra segir óskyldum málum blandað saman í umræðu um öryggi sjómanna Oþarft að breyta reglum um endurnýjun fiskiskipa Tvö óhöpp á skipum á síldveiðum djúpt austur af landinu, þar sem annað skipið sökk, en hitt lagðist á hliðina, hafa leitt hugann að ör- yggi skipa og áhafna. Þórmundur Jónatansson ræddi í gær við Þor- stein Pálsson sjávarútvegsráðherra, Sævar Gunnarsson formann Sjó- mannasambandsins og Aðalstein Jónsson útgerðarmann á Eskifírði. ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra telur enga ástæðu til að breyta eða fella niður ákvæði um endumýjun fískiskipa í lögum um stjórn fískveiða vegna örygg- issjónarmiða og segir að aðstoðar- siglingamálastjóri hafí í yfírlýs- ingum sínum um endumýjunar- reglur og öryggismál blandað saman óskyldum málum. Hafí menn áhyggjur af því að físki- skipafiotinn sé of gamall eigi Sigl- ingamálastofnun að setja reglur þar að lútandi og gera ríkari kröf- ur um búnað og ástand skipa. „í þessari umræðu hefur tveim- ur ólíkum málum verið blandað saman. Annars vegar er verið að fjalla um þær reglur sem gilda um aldur og búnað fiskiskipa, þannig að haffæmi og öryggis- skilyrðum sé fullnægt," sagði Þor- steinn. „Hins vegar er verið að tala um fiskveiðistjórnunarreglur og það er alveg út í hött að blanda þessu tvennu saman. Endumýjun- arreglumar eru settar vegna þess að fískiskipastóllinn hefur verið of stór. Það liggur alveg fyrir, og þar höfum við orð sjómanna sjálfra, að fiski er hent í of miklum mæli vegna þess að það eru of mörg skip með of lítinn kvóta. Við höfum viljað ná jafnvægi milli afrakstursgetu stofnanna og sóknargetu flotans. Við teljum að eðlilegast sé að það gerist þannig að útgerðin sjálf takist á við þann vanda og þess vegna eru þær skyldur lagðar á þá sem eru að kaupa ný skip eða eru að stækka að þeir leggi til hliðar jafnmarga rúmmetra og þeir taka inn í staðinn. Þetta breytir í sjálfu sér engu um það hvort skip eru keypt ný eða göm- ul. Þó að þessar reglur yrðu felld- ar niður gætu menn keypt til landsins gömul skip. Og við sjáum að þar sem þessar reglur gilda ekki, eins og utan landhelginnar, hafa menn verið að kaupa gömul skip,“ sagði Þorsteinn Pálsson. Loðnuskip öðruvísi byggð nú en áður Sævar Gunnarsson formaður Sjómannasambands íslands sagð- ist ekki setja jafnaðarmerki milli öryggis sjómanna vegna þessara tveggja óhappa og öryggis sjó- manna almennt. „Einfaldlega vegna þess að ekkert hefur komið fram um að öryggisbúnaður í þess- um tveimur skipum hafí ekki verið í topplagi. Ég segi þetta að gefnu tilefni því að þetta hefur verið túlk- að út og suður,“ sagði Sævar. „Ég hef aftur á móti haldið því fram að úreldingarákvæðin hafi hamlað því að loðnuflotinn hafi verið endurnýjaður vegna þess að skipin eru einfaldlega öðruvísi byggð nú en áður og meiri kröfur gerðar um vinnslutæki og örygg- isbúnað. Ef endumýja á skip með sama rúmmetrafjöida og gamla skipið þá kemur skipið til með að flytja minni farm.“ Sævar var spurður hvort setja ætti strang- ari reglur um aldur skipa og haffærni. „Þessi tvö umræddu skip voru aflaskip og fluttu mikinn afla af miðum á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Síðan hefur skipið sem fórst verið gert út á allt aðrar veiðar í 20 ár. Við hljót- um að velta því fyrir okkur hvort ekki sé fyllileg ástæða til þess að skip sem ekki hafa stundað til- teknar veiðar, s.s. loðnu- og síld- veiðar, í áraraðir séu tekin í sér- staka skoðun áður eh þau hefja þessar veiðar að nýju. I þessum skipum voru t.d. lensistokkar áður en þeim var breytt í neta- og iínu- báta. Kanna þarf hvort svo er enn þegar skipin eru send á síldveiðar að nýju. I þessum efnum þarf að taka á málum og læra af fenginni reynslu síðustu daga,“ sagði Sæv- ar Gunnarsson. Ekki ástæða til að breyta reglum Aðalsteinn Jónsson útgerðar- maður á Eskifírði kveðst ekki sjá ástæðu til þess að breyta reglum um úreldingu fískiskipa af örygg- issjónarmiðum og kveðst ekki sjá að sjómönnum sé stefnt í hættu með því að gömul skip séu send á miðin. „Þegar á heildina er litið er það þannig í dag að við höfum of mikið af skipum til að veiða okkar kvóta. Uthafsveiðar hafa á hinn bóginn bjargað okkur. Hvað gerð- ist í tilfellum bátanna tveggja fyr- ir austan land veit ég ekki. Þetta eru kannski of lítil skip til að fara þessa leið,“ sagði Aðalsteinn. Hann var spurður hvort fiski- lega. Eg er aftur á móti hræddast- ur við sjósóknina á þessum litlu trillum og smábátum sem er orðið svo mikið af. Það er eini óttinn sem ég ber varðandi sjósóknina í dag,“ sagði Aðalsteinn Jónsson. :a- Upplýsingar um forseta- kosningarnar eru gefnar á kosningaskrifstofunni í Borgartúni 20 og í síma 588 6688 Upplýsingar um kjörskrá og atkvæðagreiðslu utan kjörfundar eru gefnar í síma 553 3209 Hræddastur víA sjósókn- ina á þessum litlu trillum og smábátum Aðalsteinn segir í íslenskum skipum i yfirleitt vel við haldi „Þá eru mörg þessai gömlu skipa vel bygf og sterk. Þau eru byg{ ______ úr miklu þykkari ef en gert er nú á dögu sem virðist endast út í hið óenda L

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.