Morgunblaðið - 20.06.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 20.06.1996, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HÁSKOLABÍÓ SÍMI 552 2140 Háskólabíó http : //vortex.is/pamela Nýtt í kvikmyndahúsunum Á síðustu stundu í Laugarásbíói LAUGARÁSBIÓ hefur hafið sýning- ar á spennumyndinni Á síðustu stundu eða „Nick of Time“ í leik- stjórn John Badham. Með aðalhlut- verkin fara Johnny Depp, Christoph- er Walken, Marsha Mason og Peter Strauss. Depp leikur bókarann Gene Wat- son sem dag einn er staddur á lest- arstöðinni í Los Angeles ásamt sex ára dóttur sinni þegar tveir glæpa- menn vinda sér að honum og taka dóttur hans í gíslingu. Watson er gert ljóst að eftir 90 mínútur verður dóttir hans tekin af lífi fari hann ekki að vilja mannræningjanna. Hon- um er afhent öflug byssa, sex skot og mynd af þingkonunni Elenor Grant sem halda á ræðu á hóteli skammt frá innan hálfs annars tíma. Hann á að myrða hana. ÞegarÁVat- son neitar að verða við þessu er hon- um gert Ijóst að hann á í höggi við gjörsamlega samviskulaust fólk sem mun ekki hika við að senda kúlu í höfuð dóttur hans fremji hann ekki morðið innan tímamarkanna. Þar með hefst hrikaleg og æsispennandi kapphlaup við tímann því Watson á ekki um neitt annað að velja en fara að vilja glæpamannanna. Hann getur ekki kallað á lögregluna eða Iátið öryggisverði vita því mannrænin- gjamir fylgjast með hveiju hans fót- máli og munu lífláta dóttur hans reyni hann að leita aðstoðar. JOHNNY Depp í hlutverki sínu í myndinni Á síðustu stundu. Bjdrkeyjarkvistur. Aður kr. 590 Tilboð kr. 340 Hansarós kr. 620 plöntusalan í Fossvogi Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opið kl. 8-19. helgar kl. 9-17. Sími 564 1777 Plöntur og ráðgjöf e Úrval af trjám, runnum og sumar- blómum Reynslan kemur til góða LÖGFRÆÐINGURINN Robert Shapiro sem þekktastur er fyrir að hafa átt hlutdeild í því að O.J. Simp- son var sýknaður ætlar nú að ljá Hollywood krafta sína. Hann hefur ákveðið að gerast framleiðandi myndarinnar „Evil Empire“ sem Joe Eszterhas er að skrifa um uppgang mafíunnar í Rússlandi eftir hrun kommúnismans. Eszterhas hyggst hitta rússneska glæpasnúða til að persónur mynd- arinnar verði trúverðugar og segir að reynsla Shapiros úr O.J. Simpson réttarhöldunum muni nýtast vel við skrifin. „Eg treysti á sköpunargáfu Shapiros og samningahæfileika í viðskiptum mínum við rússneska skrifræðið og glæpalýðinn," segir Eszterhas. Gárungarnir segja að ekki sé loku fyrir það skotið að Shapiro fái nýja kúnna eftir við- skiptin við Rússana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.