Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 11
framkvæmd hin síðari ár en hún
telur yafalítið að um raunverulega
hugarfarsbreytingu hafi verið að
ræða. Af eigin raun segist hún
þekkja að starfsmenn ráðuneyta og
stofnana sem vinna að undirbúningi
lagasetningar séu stöðugt með það
í huga að frumvörp þeirra stangist
ekki á við sáttmálann.
Þórunn Guðmundsdóttir, hæsta-
réttarlögmaður og formaður Lög-
mannafélags íslands, telur að vegna
lögleiðingarinnar og áherslu mann-
réttindasáttmálans og stofnana
Evrópuráðsins á sjálfstæði dómara
hafi mótmæli við frumvarpi dóms-
málaráðherra til nýrra laga um lög-
menn mætt meiri skilningi en ella.
Frumvarpið, sem ekki náði fram
að ganga, hafði gert ráð fyrir að
aga- og eftirlitsvald með lögmönn-
um yrði tekið frá stjórn LMFÍ og
fært undir ráðherraskipaða nefnd.
Lögmenn töldu að sjálfstæð og óháð
lögmannastétt væri ekki síður mik-
ilvæg en sjálfstæðir og óháðir dóm-
arar. Öll itök stjórnvalda í mál stétt-
arinnar væru ógnun við réttarör-
yggið.
Þakkar lögtnönnum þróunina
Ragnar Aðalsteinsson, hæsta-
réttarlögmaður og sérfræðingur í
mannréttindamálum, sem leggur
áherslu á að mannréttindaþróunina
hér á landi megi fyrst og fremst
rekja til starfa sjáifstætt starfandi
lögmanna, nefnir lögmannafrum-
varpið sem dæmi um að þótt mann-
réttindavitund hér á landi hafi
styrkst mikið undanfarin ár skorti
enn á hana samanborið við þau lönd
sem eftirsóknarvert er að bera sig
saman við.
„Vitundin er enn á yfirborðinu.
Það kom fram í sambandi við frum-
varp til laga um lögmenn með áber-
andi hætti. Hún er ekki orðin rót-
gróin þannig að það sé þáttur í
starfi þeirra sem vinna að undirbún-
ingi löggjafar að bregða þessu ljósi
,á og heldur ekki hjá dómstólun-
um,“ segir hann.
í þessu samhengi nefnir Ragnar
að íslendingar láti sér gjarnan enn-
þá nægja að standast alþjóðlegar
lágmarkskröfur í mannréttindamál-
um. T.d. hafi það verið talið nægja
varðandi setningu stéttarfélagslag-
anna á þingi í vor að fá lagáálit
um það hvort frumvarpið mundi
kalla á áfellisdóm. Ekki er gagn-
rýni hans þó einhlít. Síðasta skrefíð
sem skoða beri í samhengi við þessa
þróun hafí verið stigið með myndar-
legri hætti á íslandi en víðast hvar
annars staðar. Þar er vísað til þeirra
réttinda sem hommar og lesbíur
öðluðust þegar lög um staðfesta
samvist tóku gildi síðastliðinn
fimmtudag.
Tæplega fjörutíu kærur frá
upphafi á íslenska ríkið
• Mannréttindanefnd Evrópu
hefur nú til meðferðar kæru ís-
lensks lögmanns, sem telur að
tjáningarfrelsi sitt hafi verið
skert með áminningu sem stjórn
Lögmannafélags Islands veitti
honum vegna ummæla sem hann
lét faila um starfandi héraðs-
dómara í dagblaði.
Eftir að nefndinni barst kæra
lögmannsins, sem taldi áminn-
inguna ekki samræmast 10.
grein mannréttindasáttmálans,
óskaði hún eftir skýringum ís-
lenskra stjómvalda og fékk
senda greinargerð héðan
snemma á síðasta ári. Síðan hef-
ur ekki frést af framgangi máls-
ins og því hvort það fær frekari
meðferð í Strassborg eða verður
fellt niður.
• Frá því að mannréttindanefnd
Evrópu tók til starfa árið 1955
og til dagsins í dag hafa fjórar
kærur á hendur íslenska ríkinu
verið teknar þar til ítrustu með-
ferðar. Sennilega hafa hins veg-
ar um fjörutíu kærur viðkomandi
íslandi verið færðar til bókar hjá
mannréttindanefndinni. Upplýs-
ingar um afgreiðslu tveggja
liggja ekki fyrir en öðrum hefur
ýmist verið vísað frá eða felldar
niður að fengnum athugasemd-
um íslenska ríkisins.
• 32 kæranna bárust fyrir árs-
lok 1990. Eftir þann tíma er
Morgunblaðinu kunnugt um að
borist hafi tvær kærur sem kom-
ist hafa á það stig að óskað var
skýringa íslenska ríkisins, þijár
kærur sem vísað var frá og tvær
sem enn bíða meðferðar. Að
meðaltali er talið að 2 kærur
berist árlega vegna íslenska rík-
isins sem aldrei komast á máls-
meðferðarstig hjá nefndinni.
• Þau fjögur mál sem mannrétt-
indanefndin taldi tæk til með-
ferðar hafa öll orðið tilefni mikill-
ar umræðu hér á landi. Tvö
þeirra snertu þá skipan dóms-
valds og umboðsvalds í héraði
sem breytt var með lögum sem
tóku gildi 1. júlí 1992. Annað
þeirra var kennt við Jón Kristins-
son. Þriðja málið var tjáningar-
frelsismál Þorgeirs Þorgeirsson-
ar rithöfundar og hið fjórða sner-
Kæra lögmanns vegna áminningar
LMFI nú til athugunar
Jón
Kristinsson
Þorgeir
Þorgeirson
Sigurður
Sigurjónsson
ist um rétt Sigurðar Sigurjóns-
sonar leigubifreiðastjóra til að
standa utan félags leigubifreiða-
stjóra. Málum Þorgeirs og Sig-
urðar var vísað til Mannréttinda-
dómstólsins, sem kvað upp dóma
um mannréttindabrot íslenska
ríkisins.
• Mál Jóns Kristinssonar snerist
sem kunnugt um það að Jón
taldi það ganga gegn ákvæði 6.
greinar mannréttindasáttmála
Evrópu að sýslumenn utan
Reykjavíkur væru í senn lög-
reglustjórar og héraðsdómarar.
Hæstiréttur hafði hafnað mál-
flutningi hans í dómi sem gekk
1985. Eftir að mannréttinda-
nefndin hafði ályktað einróma
um að íslenska ríkið hefði brotið
gegn 6. grein sáttmálans og lagt
það mál fyrir dómstólinn, féllst
mannréttindadómstóllinn á ósk
ríkisins um að fella málið niður
í mars 1990. Mannréttindadóm-
stóllinn taldi að bætt hefði verið
úr því atriði í í íslenskri löggjöf
sem gaf tilefni til kærunnar með
setningu laga um aðskilnað
dómsvalds og umboðsvalds í hér-
aði. Þær breytingar urðu til þess
að hætt var umfjöllun um annað
mál svipaðs eðlis, kennt við Ein-
ar Sverrisson, sem nefndin hafði
einnig talið tækt til frekari með-
ferðar.
• Mál Þorgeirs Þorgeirssonar
snerist um það að Þorgeir taldi
tjáningarfrelsi það sem 10. grein
sáttmálans tryggi honum hafi
verið skert með sakfellingu hans
fyrir brot gegn 108. gr. al-
mennra hegningarlaga vegna
ummæla um lögregluna í tveim-
ur blaðagreinum. Mannréttinda-
nefndin taldi brotið gegn Þor-
geiri og lagði málið fyrir mann-
réttindadómstólinn. Með dómi
sínum 25. júní 1992 komst dóm-
stóllinn að þeirri niðurstöðu að
brotið hefði verið gegn tjáningar-
frelsi Þorgeirs. 108. greinin var
felld úr almennum hegningarlög-
um á síðasta ári.
• Mál Sigurðar Siguijónssonar
kom fyrir mannréttindadómstól-
inn vegna þess að Sigurður taldi
ákvæði laga sem gerðu aðild
hans að bifreiðastjórafélagi að
skilyrði fyrir leyfi til að aka
leigubifreið andstæð reglum um
félagsfrelsi í 11. grein sáttmál-
ans. Nefndin taldi brotið gegn
ákvæðinu og að sömu niðurstöðu
komst Mannréttindadómstóllinn
með dómi sem kveðinn var upp
í júní 1993. í framhaldi af því
var lögum breytt hér á landi og
var þá um leið breytt öðru um-
deildu ákvæði sömu laga um
hámarksaldur leigubílstjóra en
samkvæmt eldri lögum höfðu
leigubílstjórar á höfuðborgar-
svæðinu búið við þrengri aldurs-
takmarkanir en aðrir atvinnubíl-
stjórar á landinu.
• Árið 1992 barst Mannrétt-
indanefnd Evrópu kæra varðandi
íslenska ríkið sem hún tók til
athugunar. Óskað var eftir skýr-
ingum íslenskra stjórnvalda á því
hvernig lögum um meðferð og
úrskurðarvald í forsjárdeilum
væri háttað hér á landi. Tilefnið
var kæra foreldris, sem taldi
mannréttindasáttmálann brotinn
þar sem ekki væri unnt að bera
forsjárdeilur undir dómstóla. ís-
lenska ríkið skilaði greinargerð
þar sem m.a. kom fram að lög-
gjöfin væri í endurskoðun. Sama
ár var sú breyting gerð á íslensk-
um lögum að hægt var að skjóta
forsjárdeilum til dómstóla og
lauk þar sem sögu málsins í
Strassborg.
• Þær kærur gegn íslenska rík-
inu sem mannréttindanefndin
hefur skráð en ekki talið hæfar
til meðferðar og vísað á bug
hafa lotið að ýmsu efni. Sú elsta
var sprottin af reglum um stór-
eignaskatt skv. lögum frá 1957.
Fimmtán kærur hafa borist frá
fólki sem talið hefur að bann við
hundahaldi í þéttbýli bryti gegn
ákvæðum 8. greinar sáttmálans
um friðhelgi einkalífs, fjölskyldu
og heimilis. Ekki hefur verið fall-
ist á það og heldur ekki kæru
íslendings, sem taldi reglur um
kosningar til Alþingis, sem
leiddu af sér misvægi atkvæða
milli kjördæma í andstöðu við
ákvæði sáttmálans. Kæra vegna
lagaákvæða um hámarksaldur
leigubílstjóra fékkst ekki tekin
fyrir, fremur en kæra vegna nið-
urstöðu í dómsmáli um forkaups-
rétt samkvæmt jarðalögum.
- • Þá eru a.m.k. tvær kærur sem
sendar hafa verið utan nýlega
en engin viðbrögð hafa enn feng-
ist við. Önnur snertir kæru konu
sem synjað hefur verið um bætur
vegna gæsluvarðhalds sem hún
sat í vegna rannsóknar fíkni-
efnamáls. Hitt málið varðar einn-
ig réttarstöðu sakbornings í
opinberu máli.
AÐSETUR mannréttindadómstóls Evrópu í Sharburg
ópu silja jafnmargir dómarar og
aðildarríki Evrópuráðsins eru.
Þing ráðsins kýs þá til níu ára
í senn úr hópi þriggja manna sem
hvert ríki tilnefnir. Dómstóllinn
starfar deildum sem níu dómarar
skipa hveiju sinni en sá dómar-
inn sem hefur verið kosinn fyrir
það aðildarríki sem mál beinist
að, situr alltaf í dómi í viðkom-
andi máli, auk forseta eða vara-
forseta og sjö annarra dómara
sem eru valdir með hlutkesti.
Dómstóllinn og Mannréttinda-
nefndin starfa nú aðeins hluta
ársins en þær breytingar sem
verða gerðar samkvæmt 11. við-
auka fela m.a. í sér, að stofnan-
irnar verði sameinaðar í eftirlits-
stofnun sem taki við hlutverki
begga og starfi allt árið.
Frá því að leitað er til Strass-
borgar geta nú liðið 5-6 ár uns
niðurstaða liggur fyrir, fáist mál
á annað borð tekið þar fyrir.
Algengt er að 1-2 ár líði áður
en fyrir liggur hvort ríkisstjórn
verður krafin svara og eftir það
geta liðið tvö ár til viðbótar áður
en vitneskja berst um framhald
máls. Verði málið borið undir
dómstólinn geta liðið 2 ár áður
en niðurstaða hans liggur fyrir.
Þetta þykir ýmsum kaldhæðnis-
legt, ekki síst ef um er að ræða
kærumál sem beinist að því að
broti á 1. mgr. 6. greinar sáttmál-
ans en samkvæmt henni ber öll-
um mönnum réttur til réttlátrar
og opinberrar málsmeðferðar
innan hæfilegs tíma fyrir sjálf-
stæðum og óvilhöllum dómstóli.
Það er áskilið í mannréttinda-
sáttmálanum að áður en maður
snýr sér til mannréttindanefnd-
arinnar hafi hann leitað allra
leiða sem lög í heimalandi hans
leyfa til þess að lesa úr kæruefn-
inu.
A.m.k. sumir lögfræðingar
telja að í þessu felist að kærumál
fáist því aðeins tekið til meðferð-
ar hjá mannréttindanefndinni að
við meðferð málsins fyrir dóm-
stólum í heimalandinu hafi sá
sem telur á sér brotið borið við-
komandi ákvæði mannréttinda-
sáttmálans fyrir sig sér til varn-
ar.
Á hinn bóginn er samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins
talið mun líklegra að ríki tapi
dómi fyrir mannréttindadóm-
stólnum eða -nefndinni ef dóm-
stóll í heimalandinu hefur í nið-
urstöðu sinni ekki tekið afstöðu
til allra helstu sjónarmiða máls-
aðila.