Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 13

Morgunblaðið - 30.06.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 13 nöktum ungum stúlkum. Onaruto segir algengt að súmó-kappar nýti sér þjónustu vændiskvenna og kann skýringin á þessu að vera sú að þeim er gert að búa við aðstæð- ur sem á sínum tíma hefðu þótt hæfa Spartverjum. Glímumennirn- ir halda til í „hesthúsum" og þar inn mega konur ekki stíga fæti sínum. Gamlar hefðir eru enn í heiðri haldnar í súmó-heiminum og sjálfsagt þykir að yngri menn séu í hlutverki þjóna fyrir eldri kappa. Þeir sendast fýrir þá, svara í símann og hjálpa þeim við að þrífa sig og klæðast, sem verður sífellt erfiðara eftir því sem kílóun- um fjölgar og glímukappinn tekur á sig þá bolta-mynd er fylgir þess- ari gömlu íþrótt. Enn skelfilegri þykja þær full- yrðingar Onarutos að japanska mafían, yakuza, sé helsti fjár- mögnunaraðili íþróttarinnar. í bók- inni segir að margir glímumenn umgangist glæpaforingja og noti þá til að komast með leynd í sam- band við vændiskonur. Þá hjálpi mafíuforingjarnir glímumönnun- um að „þvo“ peninga. Þetta geri hinir glæpahneigðu með gleði í sinni þar sem þeir stjórni ólöglegri veðmálastarfsemi í tengslum við glímuna og því komi sér vel fyrir þá að vita um úrslit þeirra viður- eigna sem þegar sé búið að semja um. Ahugamenn umn súmó hefur raunar lengi grunað hið síðast- nefnda. Það þykir með ólíkindum hversu oft glímumenn sem unnið hafa sjö viðureignir og tapað öðr- um sjö vinna þá síðustu á 15 keppnisdegi og komast þannig hjá því að lækka í „tign“ og þar með í launum. Onaruto segir algengt að glímu- kappar fallist á að tapa viðureign- um sínum gegn gegn 350-700.000 króna greiðslu. Kveðst hann sjálfur hafa verið í hlutverki milligöngu- manns er tveir af þekktustu glímu- mönnum Japana komust á toppinn með svikum. Hann segir og að stjórnendur glímusamtakanna geti ekkert við þessu gert vegna þess að þeir hafi sjálfir tekið þátt í þessu athæfi þegar þeir voru yngri. Súmó-sambandið segir að full- yrðingar þessar séu bæði lygar og þvættingur og hafa nú þegar farið í mál við vikublað eitt sem birt hefur fjölda grein um svik og sið- „ Vörubíllinn “ fer hamförum GLÍMUKAPPINN Konishki (t.v.), sem gengur undir nafninu „vörubíllinn" ,beitir þunga sínum til að þvinga andstæðinginn út úr hringnum. Konishki er um 250 kíló og þyngstur japanskra súmó-glímumanna. leysi í súmó-heiminum. Hið sama hafa þeir gert gagnvart útgefend- um bókar Onarutos. Asakanirnar séu ekki síst alvarlegar þar sem Japanskeisari fylgist stundum með súmó-viðureignum. Afturhvarf til Tokugawa? Það þykir ganga bijálsemi næst að gagnrýna þá sem stunda þessa helgu iðju í Japan. Þeirra bíður í besta falli útskúfun og þeir geta ekki gert sér vonir að vera boðnir í veislur á borð við þá sem haldin var er Konishiki, sem vegur ijórð- ung úr tonni og er þyngsti glímu- kappi sögunnar, gekk að eiga fyrir- sætu sem sagt er að losi 50 kíló. Þetta var einn stærsti fréttaat- burðurinn í Japan árið 1992 og hamfarir Konishkis við veisluborð- ið þar sem hann skóflaði upp í sig öllu matarkyns og rúmlega það þóttu sýna að hann hygðist ekki missa einbeitinguna þótt hans biði sæla hjónabandsins. Sú regla gildir innan súmó-sam- bandsins að glímumenn mega ekki tala við fjölmiðla nema að sam- bandið hafi veitt blessun sína. Af þessum sökum eru ýmsir japanskir fjölmiðlar teknir að hvetja erlenda blaðamenn til að fjalla sérstaklega um spillinguna á þessu sviði þjóð- lífsins í Japan. Margir óttast að súmó-glíman eigi sér tæpast viðreisnar von og að hættan sé sú að fólk taki að líta hana sömu augum og sviðsettu fangbrögð þau (Wrestling) sem löngum hafa notið vinsælda alþýðu manna í vesturheimi. Þykir mörg- um það skelfileg tilhugsun ef þess- arar göfugu íþróttar bíður þetta hlutskipti en súmó-glímu er fyrst getið á spjöldum sögunnar um 100 árum fyrir Krist. Þá drap Sukume, næstum því þriggja metra risi, andstæðing sinn með öflugu rifjasparki. Verðlaunin voru allar eigur hins fallna and- stæðings. Árið 858 var ákveðið með súmó-glímu hver taka skyldi við keisaraembættinu. íþróttin hefur að sönnu gengið í gegnum erfiðleikatímabil áður. Á Tokugawa-tímabilinu þótti ris hennar einna lægst en þá var als- iða að akfeitar og stórvaxnar kon- ur lumbruðu á blindum karlmönn- um. Von unnenda súmó-glímunnar er nú sú að svipað niðurlæging- arskeið sé ekki í vændum. SARAH Netanyahu er jafnan við hlið eiginmannsins við opinber tækifæri. Hér ræða ísraelsku forsætisráðherrahjónin, fyrir miðju, við Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Ehud Olmert, borgarsljóra Jerúsalem. ævarandi ást sinni. Sarah Net- anyahu er alger andstæða Soniu Peres, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, sem hefur ævinlega gætt þess að halda sig fjarri sviðsljósinu á löngum sljórnmálaferli manns síns. Fæst- ir ísraelar myndu þekkja frú Peres í sjón. Hún gerði innkaup án þess að lífverðir væru með í för og á kosningadaginn síðasta, fór hún ein á kjörstað. Núver- andi forsætisráðherrafrú hætti hins vegar við að veita skírteini um meistaragráðu í sálfræði móttöku fyrir skemmstu, til að lífverðir hennar myndu ekki trufla útskriftarathöfnina. Sarah Netanyahu þykir glað- leg, jafnvel stelpuleg. Hún kynnt- ist manni sínum er hún var flug- freyja en hann aðstoðarutanrik- isráðherra. Þau giftu sig skömmu eftir að hún varð þung- uð af fyrsta barni þeirra. Net- anyahu-hjónin hafa verið óhrædd við að sýna synina en sú ákvörðun að gera fjölskyldulífið opinbert á þennan hátt, kann að koma þeim illa. Ekki er til dæm- is langt síðan fjölmiðlar fóru að spyija hvers vegar dóttir Net- anyahus af fyrra hjónabandi hef- ur ekki sést á sama tíma og hálf- bræðrum hennar er stöðugt hampað. Er hætt við að sé fjöl- skyldulífið gert opinbert á sama hátt og í Bandarikjunum, muni verði það til þess að fjölskyldu- leyndarmálin verði það einnig. Byggt á The Daily Telegraph.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.