Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 16

Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 16
16 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Heiðursfé- lagi sænskra hönnunar- samtaka ÁSRÚN Kristjánsdóttir myndlistar- maður og formaður félagsins Form Island var gerð að heiðursfélaga féiagsins Svensk Form á fundi hönnunarráðs Skandinavíu í Kalm- ar í Svíþjóð nýlega. Ráðið saman- stendur af formönnum hönnunar- samtaka í hveiju landi og voru for- menn hinna samtakanna einnig gerðir að heiðursfélögum við sama tækifæri. Svensk form eru elstu hönnunarsamtök á Norðurlöndum, 150 ára gömul. Þetta er í fyrsta sinn sem heiðursfélagar samtak- anna eru útnefndir. Nafnbótin er veitt til ársins 2002 og markmið veitingarinar er að styrkja sambandið milli hönnunar- samtakanna og hvetja til aukinnar samvinnu þeirra á milli. í tilkynn- ingu frá Svensk Form segir að Norðurlöndin eigi að horfa til fram- tíðar með hönnun sinni nú þegar líður að alda- og árþúsundaskiptum. Lögð er áhersla á að hannað verði með tilliti til framtíðarinnar og litið verði meðal annars til náttúrunnar, endurvinnslu og vandamála þriðja heimsins og á þessi hópur heiðursfé- laga að vera þar í fararbroddi. -----» ♦ ♦---- Sumardagskrá Norræna hússins ÝMISS KONAR starfssemi verður í Norræna húsinu í sumar. Má þar nefna liði eins og Island í dag sem verður á dagskrá alla sunnudaga kl. 17.30 en þar íjallar Einar Karl Haraldsson um islenskt samfélag og það sem efst er á baugi í íslensk- um þjóðmálum hveiju sinni. Þetta er sjötta sumarið sem Norræna húsið stendur fyrir fyrirlestrum fyr- ir norræna ferðamenn. Sunnudag- inn 30. júní verður sérstök áhersla lögð á forsetakosningarnar sem fara fram deginum áður. Sérhvern mánudag verður sýnt úrval íslenskra kvikmynda frá liðn- um árum og hefjast sýningarnar kl. 19.00. Þann 1. júlí verður kvik- myndin „Hin helgu vé“ eftir Hrafn Gunnlaugsson sýnd. Sérhvert fimmtudagskvöld verð- ur opið hús kl. 20.00. Þá er boðið upp á fyrirlestra um íslenska menn- ingu. Á hveijum sunnudegi kl. 17.30 verða sýndar heimildarmyndir um Island. Þetta eru hálftímalangar myndir sem eru ýmist á norður- landamáli eða ensku. LISTIR DRAUMALAUSN segir Frances-Marie Uitti um tveggja boga tæknina. Tveggja boga SELLÓLEIKARINN Frances- Marie Uitti hefur vakið óskipta athygli tónleikagesta í London en hún hefur náð tökum á þeirri óvenjulegu aðferð að Ieika á hljóðfæri sitt með tveimur bog- um samtímis. Uitti gerði tilraun með þessa aðferð vegna þess að henni þótti hinn hefðbundni bogi takmarka mjög leik sinn og tjáningu. „Eg fékk þetta vandamál bókstaflega á heilann. Velti ótal möguleikum fyrir mér en ekkert gekk. Svo birtist lausnin mér í draumi; að leika með tveimur bogum, báðum í hægri hendi. Ég gerði tilraun með þetta og sökkti mér á kaf í riýjan tónaheim, sem ég hef ekki enn komist út úr,“ segir Uitti í samtali við The Daily Telegraph. Nokkur tónskáld hafa samið verk sérstaklega fyrir Uitti, m.a. Benedict Mason, og Jonathan Harvey. Uitti er bandarísk en býr nú í Amsterdam. Hún kom í fyrsta skipti fram opinberlega er hún var ellefu ára og ferðast nú um allan heim, ekki síst til að kynna tveggja boga tæknina. Nýjar bækur I fjörtíu daga ÚT_er komin ljóðabók- in í ijörtíu daga eftir Þorgerði Sigurðardótt- ur sem ær starfandi myndlistarmaður. Bókin hefur að geyma 32 ljóð og fjórar lit- myndir eftir hana. Ljóðin og myndirnar eru frá sumri og hausti 1994. Tilefni verksins er skilnaður eftir 28 ára hjónaband. Það lýsir, reiði, sársauka, von og ást. Þetta er fyrsta ljóða- bók Þorgerðar en hún hefur haldið fjölda einkasýninga á grafík- Þorgerður Sigurðardóttir verkum sínum heima og erlendis og tekið þátt í samsýningum víða um heim. Ljóðabókin í fjörtíu daga er prentuð og bundin inn hjá prent- smiðjunni Grafík hf. í Kópavogi en Soffía Arnadóttir auglýsinga- teiknari og leturhönn- uður sá um letrun og hönnun á kápu. Útgef- andi er höfundur og bókin er til sölu í bóka- verslunum ogí anddyri Hallgrímskirkju til ág- ústloka. „Frátekið borð“ á Kaffi Króki FÉLAGAR úr Höfundarsmiðju Leik- félags Reykjavíkur eru að leggja land undir fót og munu sýna örlagaflétt- una „Frátekið borð“ eftir Jónínu Leósdóttur á Kaffi Króki á Sauðár- króki miðvikudaginn 3. júlí kl. 20.30, á Listasumri á Akureyri föstudaginn 5. og laugardaginn 6. júlí í Deigl- unni kl. 20.30. Höfundarsmiðja Leikfélags Reykjavíkur var starfrækt allan síð- asta vetur og komu þar margir nýir höfundar fram og voru verk þeirra sýnd í Borgarleikhúsinu. „Frátekið borð“ er einþáttungur með illfyrirsjáanlegu plotti! Þar kynnumst við tveimur konum sem hefur verið stefnt saman á veitinga- stað. Þær þekkjast ekki en reyna að finna út hvers vegna í ósköpunum þær eru þarna staddar! Hver bauð þeim og hvað eiga þær sameigin- legt?“ segir í kynningu. Leikarar eru Saga Jónsdóttir, Soffía Jakobsdóttir og Bryndís Petra Bragadóttir. Leik- stjóri er Ásdís Skúladóttir. Jutikkala verð- launaður fyrir vísindastörf HELSINGFORSBORG hefur stofnað til nýrra verðlauna fyrir vísindastörf. Verðlaunin nema 50 þús. finnskum mörkum (um það bil 680 þús. ísl. kr.). Verðlaunin hafa nú verið veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Eino Jutikkala pró- fessor sem einnig á sæti i Finnsku akademíunni. Jutikkala verður níræður á næsta ári og hefur stundað sagn- fræðirannsóknir í meira en 70 ár. Hann var 24 ára gamall þegar hann varði doktorsritgerð um herragarða í vestanverðu Finn- landi árið 1932. Enn hefur enginn lokið doktorsprófi í sögu Finnlands yngri að árum. Jutikkala var prófessor í háskól- anum í Helsingfors í 20 ár, en hefur í 30 ár stjórnað rannsóknum á sögu Helsingfors-borgar. Tónleikar til styrktar Minningarsjóði Flateyrar FYRRVERANDI tónlistarkennari við Tónlistarskóla Flateyrar, David Enns, hélt tónleika til styrktar minningarsjóðnum. í stuttu samtali við Mbl. kom fram að hann hyggst halda af landi brott til annarra starfa í heima- landi sínu, Kanada, ásamt vestur- íslenskri konu sinni. Áður en en að því kæmi hefði hann viljað leggja sitt af mörkum til sjóðsins og um leið þakka fyrir alla þá velvild sem hann hefði mætt á Flateyri þegar hann var kennari á sínum David Enns. tíma. Homstrandaferð BÓKMENNTIR Barnabók GRILLAÐIR BANANAR eftir Ingibjörgu Möller og Friðu Sig- urðardóttur Vaka-Helgafell, 1996 -128 s. Islensku bamabókaverðlaunin 1996. ÍSLENSKU barnabókaverðlaunin eru orðinn árviss viðburður, rétt eins og koma kríunnar. Um sumar- mál ár hvert er tilkynnt hvaða höf- undur eða höfundar hafi hlotið þessi eftirsóttu verðlaun og um leið kem- ur verðlaunabókin út. Meginhug- myndin bak við þessi verðlaun er að vekja athygli á bóklestri á öðrum tíma en þessari venjulegu jólaver- tíð. Sumarlestur hefur ekki verið mikið í tísku og því er þetta verðug viðleitni. Verðlaununum er einnig ætlað að auka fjölbreytni á barna- bókamarkaði. Handritin sem koma til álita í þessari verðlaunasamkeppni eru mismörg og óneitanlega er það merkilegt í sjálfu sér hversu marg- ir Islendingar skrifa og senda hand- rit í þessa og aðra samkeppni um verðlaun á ritvellinum. Á ellefu ára ferli þessara verðlauna hafa flestir verðlaunahöfundarnir verið annað hvort nýgræðingar á ritvellinum eða verið nýbúnir að stíga sín fyrstu skref á listabrautinni. Þar með má segja að þessi verðlaun hafi gert mikið gagn því ganga má út frá því vísu að margir verðlaunahöf- undanna hefðu aldrei séð sína bók í búðarglugga ef ekki væru þessi verðlaun. En þrátt fyrir það að úr mörgum handritum sé að velja á hvetju ári getur ekki hjá því farið að gæði bókanna séu mismunandi. Þær höfða til mismunandi lesenda- hópa og sem betur fer eru þær mjög ólíkar innbyrðis. Þótt nokkuð sé nú um liðið síðan verðlaunin voru veitt er ekki úr vegi að geta þeirrar bókar sem verð- launin hlaut árið 1996. Verðlauna- bókin ber nafnið —Grillaðir banan- ar— og er eftir mæðgurnar Ingi- björgu Möller og Fríðu Sigurðar- dóttur. Nafnið er heldur langsótt miðað við efni bókarinnar en hún gerist á Hornströndum í nokkurs konar skólaferðalagi þar sem síst er von á ávöxtum af þessari gerð. Það kemur þó fram á blaðsíðu 120 hvað þetta smellna nafn táknar á unglingamáli. Sagan segir frá ferðalagi tíu krakka til Hornstranda með kenn- ara sínum. Atburðarásin og spenn- andi atvik sem henda ferðalangana er aðalatriði sögunnar. Þar sem sögustaður er svo vel þekktur hefði verið snjallt að hafa kort af göngu- leiðum til að lesandi gæti betur áttað sig á staðháttum. Persónusköpun er heldur lítil og persónunum er aðeins lítillega lýst utanfrá. Þau hafa sín ytri einkenni fremur en kafað sé. djúpt í sálir þeirra. Fyrsta kvöldið segja nokkrir frá sjálfum sér og þá fær lesandinn innsýn inn í bakgrunn þeirra og smákynningu á sögupersónunum. Þá kemur í ljós að Snorri er speking- ur sem „hefur tvær rosalegar túrbó- heilasellur" (s. 40) en Þorgeir vinur hans er glanni sem aldrei getur setið kyrr. Tinna er hölt eftir bílslys og hefur unnið p.ersónulegan sigur á sjálfri sér og yfirunnið beiskju og vanmáttarkennd sem tengdist slysinu. Lára kennari er móðir herinar og hefur styrkt hana í erfið- leikum hennar. Systkinin Pétur og Anna Jóna hafa rekið útvarpsstöð og vinirnir Bjarni og Tómas geta sagt frá bernskubrekum úr skóla. Ómar, sem lýst er sem löngum, himinháum slána, hefur frá litlu að segja öðru en hundinum sínum. Inga og Björk fá ekki tækifæri þetta kvöldið til að segja frá sér. Eftir lestur sögunnar er jafnvel erf- itt að halda persónunum aðskildum. Unglingarnir eru aðeins nöfn án mikilla einkenna, peð á skákborði atburðanna. í upphafi er ýjað að þeim atburð- um sem sagan byggir á. Smáfrétt í dagblaði bendir til þess sem koma skal. Tortryggilegur ferðalangur er á feijunni. Ekki verður rakið hér hvaða ævintýri börnin upplifa. Frá- sögnin á sína góðu spretti, hefur nokkra skírskotun til þjóðsagna og íslendingasagna og ýmis fróðleikur er vafinn inn í gönguferð ungling- anna. Frásögnin er þó óþarflega endasleppt og ekki hægt að merkja að lífsreynsla unglinganna hafi haft áhrif nema þá að hún hafi kveikt áhuga á fjallgöngum. Sagan er læsileg og víða lipur og ekki vafa- mál að börn og unglingar geta átt góða stund við lestur hennar. Þótt þeir atburðir og ævintýri sem börn- in lenda 1 séu nokkuð langsótt á stundum er það allra góðra gjalda vert að staðsetja barnabækur og spennusögur í íslensku umhverfi. Sigrún Klara Hannesdóttír

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.