Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 18

Morgunblaðið - 30.06.1996, Side 18
18 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LÍFSKJÖR á Norðurlönd- um hafa verið til umræðu undanfarnar vikur eink- um eftir að Þjóðhags- stofnun sendi frá sér skýrslu þar sem samanburður var gerður á vinnustundum og launum íslend- inga annars vegar og annarra Norðurlandaþjóða, einkum Dana, hins vegar. Niðurstöður hafa verið ræddar, reiknaðar og túlkaðar og sýnist sitt hverjum, en menn vita þó í það minnsta hvar þjóðir standa, svona tölfræðilega séð. En kannski einmitt vegna þeirrar vitneskju hafa aðrar spurningar vaknað sem ekki verður svarað með aðstoð reiknivélar. Hvernig er til dæmis heimilislíflð hjá fjöl- skyldum sem vinna minna en hafa svipuð laun og oft hærri en íslend- ingar? Hvað gera þessar fjölskyld- ur í frítímanum? Geta þær leyft sér meira en við? Ferðast þær meira? Eiga þær fínni bíla? Fá börnin gott uppeldi úr því að vinnutími foreldranna er styttri en Daglegt brauðí Danmörku Lífskjör á Norðurlöndum ínlítrinn kosti tæpar kr. 80.00 og algengt verð á nýjum bíl, til dæm- is litlum Golf, sé um 1,9 milljónir. Matarreikningurinn er hins veg- ar mjög viðráðanlegur. Fyrir fjög- urra manna fjölskyldu eyða þau um kr. 23.000 í mat á mánuði. Þetta er svo lygilega lág upphæð að ég yfírheyri þau margsinnis um þennan þátt lífsins en fæ alltaf sama svarið. „Matur er mjög ódýr í Dan- mörku,“ segir Gurli. „Við fórum eitt sinn til Svíþjóðar og ég fékk næstum taugaáfall þegar ég sá verðið á matnum þar. En við förum með svipað í mat og ættingjar okk- ar og vinir. Ég geri stórinnkaup einu sinni í viku og kaupi þá vörur á tilboði ef ég sé þær. Inni í þess- ari upphæð er líka bjór, en við kaupum oft einn kassa á mánuði.“ Erik tekur undir orð konu sinnar og ræðir með ánægju um danska matinn sem hann segir að sé sá allra besti á Norðurlöndum. Við spjöllum aðeins nánar um Morgunblaðið/Kristín Maija FJÖLSKYLDAN í Hvidovre í Danmörku. Frá vinstri Erik, Gurli, Sarah og Casper. | » í » I c- hér tíðkast? Hvað leggja þessar fjölskyldur yfirleitt áherslu á þeg- ar líf og störf eru annars vegar? Til að fá svör við þessum spurn- ingum og öðrum heimsótti ég fjöl- skyldur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. í flestum tilvikum, að undanskildu einu, voru hjónin op- inberir starfsmenn, á aldrinum frá 36 til 45 ára og áttu ýmist tvö eða þrjú böm. Hér á eftir segir frá heimsókn til dönsku fjölskyld- unnar. Vinnutíminn í kyrrlátri götu í Hvidovre við Kaupmannahöfn búa hjónin Gurli Kristensen og Erik Lavridsen, ásamt tveimur börnum sínum og agnarsmáum hundi með mikið skap. Gurli er 38 ára gömul og starfsmaður hjá héraðsdómi, er þar yfiraðstoðarmaður, og Erik sem er þremur árum eldri, er greiningartæknir og sér um við- hald og viðgerðir hjá Mercedes Benz umboðinu í Danmörku. Börn- in eru bæði í skóla, sonurinn Casp- er er 16 ára og dóttirin Sarah er 11 ára. Fjölskyldan býr í nær fjörutíu ára gömlu múrsteinshúsi, um 250 fm að stærð, sem þau hjónin keyptu fyrir sex árum og hafa síð- an stöðugt verið að endurbæta. Bak við húsið er stór garður þar sem meðal annars má finna kirsu- berjatré, perutré og eplatré, og má því fullyrða að ekki skortir ávextina á þessu heimili. A flöt- ínni við húsið er svo kaffið drukk- Vinnutími Dana er styttri en íslendinga en endar virðast ná ágæt- lega saman hjá þeim þótt engin sé yfírvinnan. Krístín Maija Bald- ursdóttir kíkti á búreikninga hjá danskri fjölskyldu, fylgdist með daglegu lífí þeirra og kannaði hvemig uppeldi og frítíma værí háttað. HÚSIÐ keyptu þau hjónin fyrir sex árum og fer frítíminn í að endurbæta það. Kaffi er svo drukk- ið á flötinn eftir að vinnudegi lýkur. ið úr dönsku mávastelli þegar komið er heim úr vinnunni, enda hafa Danir alltaf kunnað að hafa það huggulegt eins og menn vita. Erik vinnur 37 stundir á viku, sem er full vinnu- vika að hans sögn, og er vaknaður klukkan hálf fimm á hveijum morgni. Þegar ég spyr hvort það sé ekki þreytandi að vakna svona um hánótt segist hann ekkert finna fyrir því á sumrin, en á veturna í myrkrinu geti það stundum verið erfitt. „En ég vil hafa tíma fyrir sjálfan mig á morgnana og finnst gott að borða morgunmat í kyrrð og næði,“ segir hann. „Ég ek 18 km til vinnu minnar og er mættur tímanlega áður en vinnan hefst kl. 7.15. Ég er síðan yfirleitt kom- inn heim milli kl. fjögur og fimm á daginn. Annan hvern mánudag á ég svo frí.“ Gurli vinnur 27 tíma á viku, á alltaf frí á mánudögum og fjórða hvern þriðjudag. Hún fer á fætur kl. korter í sjö og vinnur frá kl. átta til hálf fimm á daginn. Afkoman Þau hjónin vinna aldrei yfir- vinnu en fyrir dagvinnuna er Erik með um kr. 271.000 íslenskar á mánuði fyrir 37 tíma á viku og Gurli er með kr. 148.000 fyrir 27 tíma. Þau segja þetta algeng laun á dönskum vinnumarkaði. En skattar eru háir í Dan- mörku. „Við borgum 46% af tekjunum í beina skatta og 7% að auki til vinnumarkaðarins," segir Erik. „Ég fæ síðan frá- drátt en Gurli engan og eru því mánaðarlegar ráðstöfunartekjur okkar samtals um kr. 257.000. Að auki fáum við greidd- ar bamabætur l'jómm sinnum á ári, samtals kr. 160.000.“ En í hvað skyldi nú aurinn fara og hver er dýrasti kostnaðarliður- inn? Gurli segir að það sé tvímælalaust húsið. „Við greiðum tæpar kr. 65.000 á mán- uði í lán sem við tókum þegar við keyptum húsið. Það lán er með 6% vöxtum.“ Bifreiðakostnaður er líka hár og segir Erik að þau hefðu alls ekki getað eignast bílinn, sem er svartur Benz árgerð ’88, ef hann hefði ekki unnið hjá umboðinu. Hann fræðir mig á því að það sé dýrt að reka bíl í Danmörku því að við- haldskostnaður sé mjög hár. Bens- fjárhaginn og þau segjast engar íjárhagsáætlanir gera og ekkert heimilisbókhald færa. Bankinn sjái um allar greiðslur fyrir þau og ekki nóg með það, allan sparnað líka. Þau segjast nú samt ekki leggja neitt sérlega mikið fyrir. „Við greiðum hvort um sig kr. 3.400 á mánuði í einkalífeyri. Frá fæðingu barnanna hafa alltaf ver- ið lagðar inn kr. 1.200 fyrir hvort barn um sig, sem þau fá síðan greitt þegar þau verða 21 árs gömul. Auk þess leggjum við allt- af inn á svonefndan fermingar- reikning, frá fæðingu barnsins og þar til það fermist kr. 400.00 á mánuði.“ Niðurstöður þessarar fjármála- umræðu eru svo þær, að oftast eiga þau afgang af launum sínum í íok hvers mánaðar, nema eftir sumarfrí. Þegar ég spyr þau í hvað þau vilji nú helst eyða aurunum sínum segjast þau helst vilja eyða þeim í fríin. „I sumarfríunum eyðum við peningum af mikilli ánægju.“ Daglegt líf Þegar talið berst að hinni sívin- sælu verkaskiptingu á heimilinu segir Erik þreytulega að hann geri allt. Gurli útskýrir að þetta „allt“ sé að útbúa eigin morgun- mat. Hún sjái alfarið um húshald- ið. „Ég kaupi inn, elda, þríf, þvæ og strauja, en allir setja í upp- þvottavélina sem við keyptum fyr- ir ári. Börnin sjá svo um að þrífa herbergin sín. f €;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.