Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ HELGI Sveinbjörnsson og Björg Ólafsdóttir í bæjardyrunum með soninn Egil Óla. HVOLPARNIR eru elskir að krökkunum. Til að þreyta þá ekki fær þessi brátt nýtt heimili, en aðrir nýir koma í staðinn. ALLIR hafa sitt einbýlishús með einkalóð. - EFTIR hádegið fara bílamir að streyma upp afleggj- arann að Garðyrkjustöð- inni Slakka og út hoppa fjölskyldur með krakka. Varla geta þau verið að skoða gúrkur og tóm- ata í gróðurhúsunum hjá hjónunum Helga Sveinbjörnssyni og Björgu Ólafsdóttur. Enda reynist það rétt. Við gróðurhúsin hafa þau komið upp dýragarði og vegna góðra und- irtekta í fyrrasumar stækkað hann og fjárfest í rúmgóðum bílastæðum. í dýragarðinum er nú allt fullt af ungviði af ýmsum tegundum. Hvert dýr hefur sitt hús, snotran svartan burstabæ með hvítum gluggakörmum og blómakassa undir með lifandi blómum. Allt ein- staklega snyrtilegt. Ekki virðast þó allir kjósa einbýli, því kettling- amir vilja hvergi annars staðar vera en hjá litlu lömbunum. Skríða inn til þeirra og hjúfra sig að þeim á nóttunni. Þarna em dvergkanín- ur, sem em að þiggja brauð hjá krökkunum og stórar og feitar þýskar kanínur. í næsta nábýli við þær gargar hvítur fallegur kakadú-páfagaukur, sá eini sem lætur verulega í sér heyra. Nag- grísir koma út í búrið sitt og úr næsta húsi andarangar. Þeim er ekki hleypt út úr búrinu vegna kattanna, sem ganga lausir. Tví- lembingarnir eru nokkurra daga gamlir en þó sýnilega vanir að krakkarnir klappi þeim og jafnvel gefi þeim. Þarna gefur líka að líta kálf og grísi. Islensk marglit hænsni vappa um garðinn. Dröfn- ótt hæna og skrautlegur hani, sem er nýr og galar ekki bara á morgn- ana heldur reigir hann kambinn og lætur í sér heyra uppi á einum bæjarmæninum þegar honum sýn- ist. Hanarnir tveir eiga það til að slást, enda sýnilega ekki enn búnir að skifta með sér hænuhópnum. Geitin er tjóðrað og leikur hlutverk sláttuvélar. Hún klippir snyrtilega grasið á torfgarðinum í kring og er færð til svo að hún geti tekið fyrir hvern blettinn af öðrum. Kannski garðeigendur í höfuðborg- inni ættu að fá sér geit til að létta sér sláttustörfin? Í einu húsinu býr nýr krummaungi, sem gapir og gargar þegar hann sér hreyfingu og heimtar sinn mat og engar reíj- ar, alveg sama hvort það er mamma eða Helgi sem stingur upp í hann. Enn er þó beðið eftir yrð- lingum. Hvolparnir gera mikla lukku hjá Dýrinbúa í burstabæ Morgunblaðið/Golli GEITIN gegnir hlutverki sláttuvélar, klippir grasið á grasgarðinum í kring, blett eftir blett þegar hún er færð til. I baksýn sjást burstabæir dýranna. Austur í Laugarási í Biskupstungum gefur að líta ungviði af mörgum tegundum. Þar hafa garðyrkjubændumir Helgí Svein- bjömsson og Björg Olafsdóttir komið upp dýragarði, þar sem hvert dýr á sinn bæ og böm á öllum aldri mega skoða og klappa, jafnvel taka sum í fangið. Elín Pálma- dóttir skoðaði garðinn einn daginn með hinum krökkunum. krökkunum, sem fá að halda á þeim. Helgi segir mér að þeim verði brátt skipt út fyrir nýja. Ekki vilji þau leggja of mikið á sömu dýrin, en ekki hefur reynst erfitt að koma út öllum hvolpum og kettlingum á góð heimili. Marg- ir búnir að leggja drög að því að fá ákveðið dýr eftir að hafa kynnst þeim þarna. Eins er ekki opið nema frá 1-6 til að álagið verði ekki of mikið og dýrin fái um fijálst höfuð að strjúka meiri hluta sólarhrings- ins. Úr sjónvarpinu í sveitina Við setjumst niður í kaffistof- unni með Helga og Björgu, sem ÞAÐ ER mikið ævintýri að fá að gefa litlu lömbunum mjólk úr pela. Helgi segir þau hafa fundið að vantaði svona dýragarð. Bæði fyrir fólk sem er að aka um sveitir og sumarbústaða- fólkið, sem er þarna alla vikuna en með lítið fyrir börnin að gera. líka eru með nýtt afkvæmi, tveggja mánaða gamlan einkasoninn Egil Óla. Þau hjónin opnuðu dýragarðinn í fyrra til reynslu og hafa nú lagt mikið í að stækka hann og bæta aðgengi með stóru bílastæði, vel aðgreindu frá garðinum með torf- garði og stóram tijám. Sögðu að rútur hefðu í fyrra kvartað undan því að komast ekki alveg að garðin- um. Þau höfðu ekki átt von á svo snöggum viðbrögðum. Kaffistofan er í fallegum tveggja stafna burstabæ, þar sem foreldrar geta fengið sér kaffi meðan krakkarnir taka sinn tíma með dýrunum. Helgi sagði að þau
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.