Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ 1 Eiginmaður minn, GUNNAR M. HAUBITZ bakarameistari, lést á heimili sínu þriðjudaginn 25. júní sl. Útförin fer fram frá Ríkissal Votta Jehóva, Sogavegi 71, Reykja- vík, miðvikudaginn 3. júlí kl. 13.30. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Anna Rut Haubitz. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓLAFUR JÓHANNSSON, Löngumýri 57, Garðabæ, lést þann 28. júní. Kristbjörg Óskarsdóttir, Vilborg Ólafsdóttir, Gestur Sigurðsson, Jóhann Ólafsson, Hjördis Hjaltadóttir, Elfn Rut Ólafsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson og barnabörn. t Jarðarför bróður okkar, ÞORSTEINS JÓNSSONAR frá Gjögri, fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 2. júlí kl. 15.00. Garðar, Margrét og Auðunn. t Móðir mín, ÁSTA B. MAGNÚSDÓTTIR, sem lést í Landspítalanum 24. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. júlí kl. 15.00. Fyrir mína hönd, vina og vandamanna, Magnús Aðalsteinsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda- móðír og amma, ÞÓRUNN INGJALDSDÓTTIR, Stekkjarflöt 21, Garðabæ, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ miðvikudaginn 3. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag áhugafólks og aðstand- enda Alzheimersjúklinga og fólks með skylda sjúkdóma, Flóka- götu 53, simi 562 1722. Ragnar M. Magnússon, Gunnar Magnús Ragnarsson, Frances Josephine Ragnarsson Ingjaldur Henny Ragnarsson, Hafdís Odda Ingólfsdóttir, Egill Þór Ragnarsson, íris Alda Stefánsdótir, Eiríkur Snorri Ragnarsson, Leifur Ragnar Ragnarsson og barnabörn. + Þökkum öllum þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, MARELS KR. MAGNÚSSONAR, Furugerði 1. Guðbjörg Pálsdóttir, Erna Dóra Marelsdóttir, Alfreð Júlíusson, Guðmar Marelsson, Pálina Jónmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. 00 BOÐVARB. SIG URÐSSON + Böðvar B. Sig- urðsson var fæddurí Óseyri við Hafnarfjörð 19. maí 1915. Hann lést á Borgarspítalan- um 22. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson, f. 17. júní 1891 í Pálsbæ á Seltjarnarnesi, d. 12. júní 1951, og Elísabet Böðvars- dóttir, f. 20. apríl 1896 á Steinum undir Eyjafjöllum, d. 3. mars 1993. Systkini Böð- vars eru: Hrefna f. 2. júní 1916, d. 1. apríl 1995, Sigfús Berg- mann f. 18. júlí 1918, Sigurður f. 27. janúar 1920, Guðný Sig- ríður f. 4. mars 1921, Bryndís Elsa f. 12. nóv. 1922. Böðvar kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Rögnu Hjördisi Agústs- dóttur, f. 23. ágúst 1919, hinn 9. nóvember 1940. Börn þeirra eru: 1) Ingibjörg, f. 11. mars 1941, gift. Gunnlaugi Magnús- syni og eiga þau þijú börn. 2) Böð- var, f. 31. ágúst 1944, sambýliskona Bjarney Sólveig Gunnarsdóttir og eiga þau eitt barn. 3) Hulda, f. 24. des- ember 1945, fráskil- in, og á hún fjögur börn. 4) Þórarinn, f. 3. apríl 1950, kvæntur Sigrúnu Ogmundsdóttur og eiga þau fjögur börn. 5) Agúst, kvæntur Þorgerði Nilsen og eiga þau fjögur börn. 6) Elísabet, f. 14. september 1958, sambýlismaður Oddur Halldórsson og eiga þau tvö börn. Böðvar ólst upp í Hafnar- firði. Hann lauk prófi frá Versl- unarskóla Islands, vann m.a. í Rafha, en yfir 50 ár rak hann Bókabúð Böðvars í Hafnarfirði. Útför Böðvars fer fram frá Víðistaðakirkju á morgun, mánudaginn 1. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afí er nú farinn frá okkur. Hann Böðvar afi veiktist af sjúk- dómi sem hann lést af á skömmum tíma. Við systurnar eigum margar góðar minningar um hann afa okk- ar. Oft var komið við í bókabúðinni hans í Hafnarfirði og þar fengum við alltaf hlýjar móttökur. Stundum kom það fyrir að við gistum yfir nótt hjá afa og ömmu og eigum við margar góðar minningar frá þeim tíma. Þetta eru nú bara nokkrar minningar, en við áttum fleiri góðar stundir með afa okkar. Þess vegna er erfitt að átta sig á því að hann sé farinn frá okkur. Allt þetta hefur gerst svo hratt. Við viljum biðja góðan Guð að styrkja ömmu í henn- ar miklu sorg. En við vitum það að honum líður miklu betur núna og getur fylgst með okkur öllum. Elsku afi, þú ert ávallt í hjarta okkar og við kveðjum þig með þessum orðum: Nú legg ég augun aftur 6, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Þýð. S. Egilsson) Ragnhildur og Guðrún Ósk Gunnlaugsdætur. Það slær mann alltaf út af laginu þegar náinn ættingi og vinur er kallaður á brott. Þannig var það líka þegar Böðvar frændi minn og vinur kvaddi þennan heim. Aldur er ákaflega afstæður en hjá Böðv- ari var aldrei neitt til sem hét kyn- slóðabil. I kringum hann var alltaf mikið glens og stutt í kátleg tilsvör enda laðaði hann til sín háa sem lága, átti oft góðgæti handa smá- fólki en hinum var óspart boðið tóbak í nös. Mest var gaman að ræða við hann um hesta en af þeim hafði hann mikið yndi og var tíð- rætt um kosti þeirra og galla. Það var eins og hann kæmist í annan heim þegar umræður fóru út á þá braut. Böðvar eignaðist margan hestinn um dagana en enginn held ég hafi verið honum eins hjartfólg- inn og stóðhesturinn Krummi. Út frá Krumma er kominn mikill ætt- bogi. En Böðvar var líka kynsæll maður og út frá honum og Hjördísi er kominn stór og glæsilegur ætt- leggur. Það er eftirsjá að honum frænda mínum og erfitt að ímynda sér að eiga ekki oftar eftir að spjalla við hann um hross og fá í nefið hjá honum eða taka lagið á góðri stund, en við hittumst áreiðanlega aftur og þá tökum við vissulega upp þráð- inn aftur þar sem frá var horfið. Ég hefði ekki getað óskað honum frænda mínum betri brottfarar, að lifa lífinu _ lifandi fram á síðustu stundu og fara svo. Við hér í Skarði sendum Díu og öllu frændfólki okk- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar. Sigurður Björgvinsson. Minningarbrot. Við erum stödd á kínverskum veitingastað í Frank- furt í Þýskalandi í lok janúarmánað- ar 1995. Við borð sitja nokkrir ís- lendingar og snæða framandi rétti. Sá sem sýnilega skemmtir sér best við borðið er öldungurinn í hópnum. Hann reytir af sér gamanmál og býður þess á milli í nefið. Hann nýtur kvöldsins til fullnustu. Böðvar Sigurðsson heitir þessi maður og hefur nú lokið göngu sinni í þessu jarðlífi. Hann var þarna staddur í fyrsta sinn í Frankfurt á alþjóðlegri vörusýningu ritfanga til að gera innkaup fyrir bókaverslun sína. Þar þrammaði hann tæplega áttræður með syni sínum óralanga ganga sýningarinnar frá morgni til kvölds og gaf hvergi eftir. Ekki veigraði hann sér svo við að fara „út á lífið“ að -kvöldinu. Þarna er Böðvari bóksala rétt lýst. Hánn var ungur í anda og hugsun og það létti mjög skrefin hans. Það var unun að fá að fylgj- ast með honum ganga í gegnum endurnýjun lífdaga á efri árum. Búðin hans dafnaði og óx í hans höndum hin síðustu ár, hann hóf bókaútgáfu á nýjan leik eftir ára- tuga hlé, gaf á síðasta ári út nokk- ur póstkort af bænum sínum og tókst á hendur innflutning á rit- föngum, ekki aðeins fyrir verslun sína heldur einnig í heildsölu til annarra verslana. Geri aðrir áttræð- ir betur! Margs er að minnast af Böðvari og mætti lengi halda áfram. Alltaf var stutt í gamanið hjá honum og hann hafði yndi af að spjalla við viðskiptavini sína og aðra gesti. Allir fengu hjá honum athygli í versluninni T>g þjónustulund hans var einstæð. Um leið og við vottum öllum aðstandendum Böðvars innilegustu samúð viljum við með þessum fá- tæklegu orðum þakka einstök kynni á liðnum árum. Eggert og Garðar. Látinn er einn af merkari borgur- um Hafnarfjarðar, Böðvar B. Sig- urðsson, bóksali, en hann lést eftir aðeins viku sjúkdómslegu. Allt fram til þess tíma rak hann fyrirtæki sitt, Bókabúð Böðvars, af miklum eldmóð þótt hann væri orðinn 81 árs gamall og var hann þekktur fyrir heiðarleika í viðskiptum. Böðv- ar mun hafa verið elsti starfandi bóksali á landinu en hann stofnaði verslun sína fyrir rétt rúmri hálfri öld. Hann var ávallt hrókur alls fagnaðar í vinahópi enda mjög fé- lagslyndur maður og drengur góð- ur. Hans glaðlega og einlæga fram- koma hefur án efa átt sinn þátt í vinsældum bókabúðar hans. Böðvar var sannarlega maður sem setti svip sinn á bæinn. Böðvar var mikill söngmaður og var árum saman í Karlakórnum Þröstum. Síðar söng hann með Eldri Þröstum. Ennfremur söng hann með kór Víðistaðakirkju og hin síð- ari ár í Kór eldri borgara í Hafnar- firði. Böðvar bóksali, eins og hann var gjarnan kallaður, hafði yndi af að dansa og minnist ég þess, að á áttræðisafmæli hans fyrir rúmu ári var hann enginn eftirbátur þeirra ungu þegar hann sveiflaði sér létti- lega um dansgólfíð. Böðvar var mikill áhugamaður um hesta og stundaði hann hestamensku um árabil. Böðvar gerðist félagi í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar árið 1955 og var þar virkur félagi þar til hann lést. Hann hlaut æðstu viðurkenn- ingu innan Rótarýhreyfingarinnar, er hann var tilnefndur Paul Harris- félagi og sæmdur tilheyrandi orðu. Það var í Rótarýklúbbi Hafnarfjarð- ar sem leiðir okkar Böðvars lágu fyrst saman er ég gerðist sjálfur félagi nokkrum árum á eftir honum. Skömmu síðar urðum við svo ná- grannar og vorum það um langt árabil. Glaðværð Böðvars átti oft dijúgan þátt í því að gera Rótarý- fundina líflega og skemmtilega. Auk þess nutum við félagarnir sönghæfileika hans því í áraraðir var hann einn þeirra, sem stjórnaði söng á fundum. Þrátt fyrir glað- værð sína var Böðvari ekki að skapi að trana sér fram og því var hann ekki gefinn fyrir að halda langar ræður. Ég minnist hins vegar margra afar skemmtilegra og hnyttinna athugasemda frá honum við umræður á fundum enda var ávallt grunnt á kímnigáfunni. Þegar Böðvar var að verða átt- ræður hóf hann að vinna af miklum áhuga að því að gefa út póstkort með myndum af sínum fallega bæ, Hafnarfirði, en hann taldi slík kort vanta á markaðinn. Með því sýndi hann glöggt þá miklu atorku sem hann bjó enn yfir. Gaf hann út póstkort sem komu út í tilefni af- mælisins og um sl. jól gerði hann svo gott betur með því að gefa út fleiri póstkort og einnig jólakort, öll með myndum frá Hafnarfirði. Þessu til viðbótar hafði hann fullan huga á að gefa meira út af svipuð- um kortum næstu jól. Með þessu framtaki lagði öldungurinn, Böðvar bóksali gott lóð á vogarskálina við kynningu á okkar fallega bæjarfé- lagi. Auk kortaútgáfunnar vann Böðvar að fullum krafti á sl. ári að útgáfu barnabóka en á því sviði hefur hann lagt drjúgan skerf að mörkum á starfsferli sínum. Böðvar vann þannig af fullum krafti til hinstu stundar svo segja má að ,hann hafi kvatt með stígvélin á fótunum. Ég og kona mín, Margrét, vottum eftirlifandi eiginkonu Böðvars, Hjördísi Ágústsdóttur, svo og börn- um þeirra, barnabörnum og tengda- börnum innilega samúð. Jafnframt færi ég hlýjar samúðarkveðjur frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar með þakklæti fyrir það góða framlag, sem Böðvar lagði Rótarýhreyfing- unni til. Megi minning hins góða drengs og trygga félaga, Böðvars B. Sigurðssonar, lengi lifa. Gísli Jónsson. Genginn er á vit feðra sinna heið- ursmaðurinn Böðvar B. Sigurðsson, bóksali í Hafnarfirði, og vil ég minn- ast þessa ágætisdrengs í örfáum orðum. Er ég flutti í Hafnarfjörð fyrir 27 árum hófust kynni okkar Böð- vars er hann spurði að þar væri kominn frændi úr Bollagarðaætt, en hann var mjög frændrækinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.