Morgunblaðið - 30.06.1996, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ1996 37
+ Þóra Aðal-
steinsdóttir
fæddist í Eyjafirði
15. desember 1916.
Hún lést á Akureyri
23. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
( voru Aðalsteinn
Þórðarson og
Filippía Hallgríms-
dóttir. Systkini
hennar sem upp
komust voru Þóra,
Guðmundur og Vil-
hjálmur, öll látin.
Eiginmaður Þóru
var Stefán
Tryggvason frá Ytra-Hvarfi í
Svarfaðardal, f. 4.11. 1917,
) d. 21.1. 1976. Sonur þeirra er
Hallgrímur, f. 3.5. 1957.
Utför Þóru fer fram frá Akur-
eyrarkirkju á morgun, mánu-
daginn 1. júlí, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Horfin er nú á braut gömul vin-
kona okkar og granni, Þóra Aðal-
steinsdóttir. Andlát hennar kom
ekki á óvart því lífsþróttur hennar
I fór þverrandi síðustu árin, uns hún
að lokum fékk hægt andlát síðast-
liðinn sunnudagsmorgun.
Föður sinn missti Þóra á miðjum
aldri úr berkium. Filippía móðir
hennar giftist síðar Ingólfi Árna-
syni. Filippía andaðist árið 1949.
Með Þóru og Ingólfi stjúpa hennar
var einlæg vinátta og tillitssemi.
| Hann dvelur nú í hárri elli á Dvalar-
heimilinu í Skjaldarvík.
Eftir unglingsárin hér í bæ vann
P Þóra við hin ýmsu störf er til féllu,
var í vist sem þá var alltítt og við
ýmis afgreiðslustörf. Nokkur sumur
var hún í síldarvinnu á
Siglufirði og síðar við
ýmsa vinnu í Reykja-
vík, m.a. starfaði hún
þar hjá Lofti ljósmynd-
ara. I Reykjavík kynnt-
ist hún verðandi manni
sínum Stefáni
Tryggvasyni frá Ytra-
Hvarfi í Svarfaðardal.
Hann hafði lokið prófi
frá Samvinnuskólanum
árið 1940 og vann nú
syðra við ýmis verslun-
arstörf og • múrverk.
Þau gengu í hjónaband
23. maí 1942. Árið
1945 fiuttu þau norður til Akur-
eyrar. Stefán var kunnur bókhald-
ari og starfaði hann í fyrstu hjá
Vélsm. Odda og Mars hf. en síðan
sem skrifstofustjóri og gjaldkeri hjá
BSA-verkstæðinu á árunum 1949-
1971. Síðustu árin var hann skrif-
stofustjóri hjá Búvélaverkstæði
Eyfirðinga. Stefán var fæddur 14.
nóv. 1917 og andaðist hann langt
um aldur fram 21. janúar 1976.
Þeim varð ekki barna auðið, en
tóku sér fósturson Hallgrím Stef-
ánsson sem fæddur var 3. maí 1957.
Þóra starfaði um margra ára
skeið hjá vinkonu sinni, Fríðu Sæ-
mundsdóttur í verslun hennar,
Markaðinum. Einnig vann hún í
Litlabarnum, fyrirtæki þeirra Stef-
áns, og um skeið við afgreiðslustörf
hjá KEA. Hún naut hvarvetna virð-
ingar og vinsemdar í starfi því
hennar ljúfa lund og samviskusemi
var flestum augljós.
Þóra gekk til liðs við kvenfélagið
Framtíðina og vann þar mikil og
góð störf um langt árabil. Við gift-
ingu sína tengdist Þóra tónlistinni
órjúfandi böndum, því systkinin frá
MINIMINGAR
Hvarfi eiga merkan þátt í tóniistar-
sögu okkar Norðlendinga. Jakob og
Ólafur, kunnir organistar, Jóhann
hljómsveitarstjóri í London og syst-
ir þeirra Lilja er einna lengst allra
Islendinga hefir sungið í kirkjukór,
eða frá fermingu fram á 82. aldurs-
ár. Stefán var dyggur stuðnings-
maður tónlistarinnar og gjaldkeri
Tónlistarfélagsins um margra ára
skeið. Oft barst okkur íbúum á
Byggðaveginum ómur góðrar tón-
listar er Jakob spilaði á flygil sinn
í suðurendanum en Stefán lék á
fiðlu sína í norðurendanum. Og oft
var glatt á hjalla þegar Þórunn
Jóhannsdóttir og Askenazy komu í
heimsókn og var þá ætíð leikið á
léttari nótunum í ■ bókstaflegum
skilningi.
Hin síðari árin er halla tók undan
fæti naut Þóra einstakrar hlýju og
umhyggjusemi Sólveigar dóttur
Lilju. Það var fagur vináttustreng-
ur.
Við söknum Þóru og margra
ánægjustunda á heimili þeirra Stef-
áns. Við þökkum tryggð og áratuga
vináttu og ekki síst vinsemd og
umburðarlyndi við börnin okkar,
sem þar gengu um garða, rétt eins
og heima hjá sér.
Einlægar þakkir og blessunarorð
fylgi henni á ókunnum slóðum.
Elsa og Haraldur.
Þegar hringt var til mín sunnu-
daginn 23. júní síðastliðinn og mér
tilkynnt lát Þóru Aðalsteinsdóttur
nóttina áður varð fyrsta hugsun
mín: „Guði sé lof að hún hefur loks
fengið langþráða hvíld.“ Margra
ára baráttu við sjúkdóm sem smám
saman rændi hana öllu þreki og gaf
aldrei grið var lokið.
Enda þótt við fögnum dauðanum
þegar hann líknar sjúkum, fer ekki
hjá því áð þungt verði um hjarta-
rætur þegar minningarnar og sökn-
uðurinn sækja á. Þóra er samofin
ÞORA AÐALSTEINS-
DÓTTIR
öllum mínum minningum frá
bernsku- og uppvaxtarárum. Hún
var gift föðurbróður mínum Stefáni
Tryggvasyni, en þau bjuggu eins
og við á Ákureyri, þannig að mikill
samgangur var á milli fjölskyldna
okkar. Stefán og Þóra voru barn-
laus á uppvaxtarárum mínum og
systur minnar og nutum við þess í
ríkum mæli að vera einu börnin í
fjölskyldunum tveimur.
Stefán og Þóra voru fyrir okkur
ein heild og því ævinlega nefnd
bæði í sömu andránni. Þau eignuð-
ust bíl fyrr en almennt gerðist á.
þeim árum, svo allir lystitúrar sem
farnir voru í Vaglaskóg eða til afa
og ömmu í Svarfaðardalnum voru
farnir í bílnum með þeim. Villibráð-
in sem við borðuðum á veturna kom
frá þeim, svo og silungurinn eða
laxinn á sumrin, því Stefán frændi
var afar snjall veiðimaður. Stefán
og Þóra eignuðust ekki eigið hús-
næði fyrr en um 1960, en bjuggu
fram að því í leiguhúsnæði á eyr-
inni og í miðbænum, í gömlum og
fallegum timburhúsum.
Þóra hafði einstakt lag á að gera
fallegt í kringum sig, svo það var
sama hvar hún bjó, alltaf var jafn
notalegt að koma til þeirra. Sér-
staklega minnist ég jólaboðanna.
Þá var alltaf hlýtt og bjart og borð
hlaðin kræsingum. Stefán dró
gjarnan fram fiðluna sína og spil-
aði, en við sungum. Þóra og mamma
höfðu báðar afskaplega fallegar
söngraddir, en aldrei vissi ég til að
Þóra notaði þann hæfileika nema
til að raula heima við. Hún söng
oft þegar hún var að vinna í eldhús-
inu og kunni marga af þessum
skemmtilegu slögurum sem kenndir
eru við stríðsárin. Þannig minnist
ég hennar, brosandi, syngjandi, fal-
lega klæddri með fallega svuntu
að útbúa eitthvað gott í gogginn
handa okkur. Þóra var ein af þess-
um konum sem var alitaf fín og
vel til höfð, hvað sem hún annars
var að gera. Ævinlega var allt í röð
og reglu í kringum hana. Um ára-
bil ráku þau hjónin Litlabar í Hafn-
arstræti á Akureyri.
Þeir eru áreiðanlega margir sem
enn muna góða heimagerða matinn
sem þar var á boðstólum. Þóra
matreiddi þá í eldhúsinu á hæðinni
fyrir ofan og rétti matinn niður um
lúgu sem var á eldhúsgólfinu.
Seinna fór Þóra svo að vinna í kven-
fataversluninni Markaðnum og þar
hefur hún kannski notið sín best.
Bæði var hún einstaklega smekkleg
og hafði gaman af fallegum fötuin,
en auk þess var hún í eðli sínu
kaupmaður.
Árið 1957 tóku Stefán og Þóra
kjörsoninn Hallgrím. Ég man vel
þegar við fórum niður í Strandgöt-
una að skoða nýja frænda og sam-
gleðjast foreldrunum. Man ég enn
áhyggjur Þóru — hvort hún væri
ekki orðin alltof gömul til að gegna
móðurhlutverki — en þær áhyggjur
hennar voru aldeilis óþarfar, því
umhyggjusamari og ástríkari móð-
ur hefði Hallgrímur varla getað
fengið.
Eins og fyrr sagði réðust Stefán
og Þóra í húsbyggingu um 1960.
Sama gerðu foreldrar mínir og var
þeim bræðrum úthlutaður sinn hvor
endinn í raðhúslengju við Byggða-
veg. Um líkt leyti fluttist ég frá
Akureyri, en kom hvert sumar og
dvaldi um tíma í foreldrahúsum.
Ekki var ég búin að vera marga
klukkutíma á Byggðaveginum þeg-
ar ég hljóp „yfírí enda“, þar sem
ég kom mér fyrir í eldhúskróknum
og þáði kaffi og svo var spjallað
um heima og geima.
Með þessum sundurlausu minn-
ingabrotum vil ég kveðja Þóru Aðal-
steinsdóttur og þakka fyrir fallegu
blómin í blómabeði minninga
minna. Ég sé hana fyrir mér fríska
og glaða að syngja stríðsáraslagar-
ana við undirleik Stefáns. Hallgrími
votta ég og dætur mínar, Margrét
og Sólveig, innilega samúð okkar.
Soffía Jakobsdóttir.
ASTA B. MAGNUS-
DÓTTIR
+ Ásta B. Magnús-
dóttir fæddist á
Hornafirði 2. júlí
1927. Hún lést á
Landspítalanum 24.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Magnús
Bjarnason frá
Rauðabergi á Mýr-
um í Hornafirði og
Signý Stefánsdóttir
frá Leiti í Suður-
sveit. Þau eru bæði
látin. Systir hennar
er Helga og uppeld-
isbróðir þeirra er
Róbert Marinósson, sem var
systursonur Magnúsar og ólst
upp með þeim frá tveggja ára
aldri. Ásta eignaðist einn son,
Magnús Sigmar Aðalsteinsson,
f. 4. des. 1947, og er kona hans
Lilja Hjartardóttir. Þau eru
búsett á Hvammstanga. Börn
þeirra eru Helga og Hjörtur.
Útför Ástu fer fram frá Foss-
vogskirkju á morgun, mánu-
daginn 1. júlí og hefst athöfnin
klukkan 15.00.
Ásta Magnúsdóttir og Horna-
fjörður. Hvað skildi vera sameigin-
legt með þeim? Jú, aðdráttaraflið,
það löðuðust allir að Ástu sem
kynntust henni, alltaf kát og ljúf
og einstaklega jákvæð kona.
Þessari heiðurskonu kynntist ég
fyrir 24 árum þegar ég ungur mað-
ur var að gera hosur mínar grænar
fyrir henni Siggu litlu sem síðan
varð konan mín. Á milli þeirra voru
alveg einstök tengsl sem höfðu
reyndar skapast fyrir daga Siggu
við fjölskyldu hennar þegar Asta
kom til Reykjavíkur frá Hornafirði
aðeins 15 ára gömul, en Sigurgeir
Benediktsson tengdafaðir minn og
kona hans Sigríður Bjarnadóttir,
sem nú er látin, reynd-
ust henni svo vel að
þessi tengsl urðu svo
sterk að_ það var alltaf
litið á Ástu . sem eina
úr fjölskyldunni hans
Sigurgeirs.
Ásta endurgalt
þetta svo sannarlega
með nærveru sinni alla
tíð.
Lífshlaup hennar
Ástu var að þjóna.
Ung gerðist hún „ser-
vitresa" á ýmsum
kaffi- og matsölustöð-
um í Reykjavík.
Lengst af vann hún á Hressingar-
skálanum. Hver man ekki eftir
henni þeysast um „skálann“ í svörtu
pilsi og með hvíta svuntu með bakk-
ann fullum af kræsingum og slá á
létta strengi um leið og hún dró
veskið upp úr slíðrinu?
Þegar Hressó missti sinn gamla
sjarma missti hann líka Ástu. Hún
hætti þar eftir tæplega þijátíu ára
viðveru og hóf störf í banka allra
landsmanna, eins og áður sem „ser-
vitresa" í mötuneyti Landsbankans
á Höfðabakka. Fyrir fimm árum
veiktist hún af þeim sjúkdómi sem
nú hefur sigrað hana að fullu, en
hún barðist vel og hafði betur allt
þar til fyrir um það bil einu ári að
halla fór undan fæti og hún varð
að hætta að vinna. Það var aðdáun-
arvert hve vel hún tók öllum þeim
áföllum sem hún varð fyrir á þessu
tímabili.
Ásta var af þeirri kynslóð sem
kynntist bæði tíðaranda kreppuár-
anna og síðan sem ung kona þeirra
velmegunarára sem fylgdu eftir
stríð. Vetrargarðurinn var hennar
Glaumbær og Haukur Mortens var
hennar Bjöggi.
En nú er Ásta öll, farin í ferð
án íýrirheits, vonandi hefur hún
gott útsýni yfir Hornafjörðinn sinn,
en þaðan var hún og þaðan kom
hún og að hennar sögn er það fal-
legasti staðurinn og þar ku líka
vera besta veðrið. Þegar Ásta heim-
sótti æskuslóðirnar ásamt sínum
bestu vinum síðastliðið sumar,
leyndi það sér ekki hvað átthagarn-
ir áttu sterk ítök í henni, þá komst
sá sem þetta skrifar að því að það
var bara nokkuð til í þessu hjá
henni.
Það kemur alltaf vor að liðnum
vetri og nýjar rósir vakna sumar
hvert. En sama rósin sprettur aldr-
ei aftur, en minningin um Ástu mun
lifa um ókomna tíð.
Að lokum kæra Ásta um leið og
ég og fjölskylda mín sendum þér
hinstu kveðju sendum við nánustu
aðstandendum innilegustu samúð-
arkveðjur okkar.
Halldór Valdimarsson og
fjölskylda.
Hún Ásta er farin frá þessu jarð-
neska lífi okkar. Það er erfitt að
horfast í augu við þá staðreynd,
þegar vinirnir hverfa of fljótt frá
okkur, en ég get ekki látið hjá líða
að minnast hennar, með nokkrum
orðum, svo mikils mat ég hana.
Kynni mín af Ástu hófust þegar
ég kem sem unglingur til Reykja-
víkur fyrir 38 árum. Þá leigðu þær
saman íbúð, hún og Magga systir
mín, en Ásta var besta vinkona
hennar og ekki varð langt á milli
þeirra, þar sem Magga dó fyrir
tæpum þremur árum. Nú hittast
vinkonurnar aftur, hressar og kát-
ar. Kynni okkar Ástu urðu sterk
þar sem ég var heimagangur hjá
þeim sem unglingur og mín fyrstu
spor í borginni voru með þeim vin-
konum.
Þegar Magga systir vann á m.s.
Gullfossi fórum við Ásta saman sem
farþegar, báðar að fara til útlanda
í fyrsta sinn, en þetta var ekki eina
ferðin okkar, þær áttu eftir að vera
fleiri og þær ógleymanlegu minn-
ingar sem við höfum átt saman.
Ásta var litríkur persónuleiki.
Hún hafði sínar skoðanir en þurfti
ekki að fá þær að láni frá öðrum,
en hún mat skoðanir annarra og
virti þær. Hún var jákvæð, með
æðruleysi og bar tilfinningar sínar
ekki á torg, en börnin fengu blíðu
hennar.
Þegar skíra átti dóttur mína og
við komum til hennar og spurðum
hvort við mættum skíra seinna
nafnið á barninu í höfuðið á henni,
þá var svarið já. — Já, en er ég
ekki eitthvað ap troðast?
Svona var Ásta hún vildi ekki
troðast upp á fólk.
Mestallan sinn starfsaldur vann
Ásta við veitingastörf, á Matstofu
Austurbæjar, Hressó og síðast í
mötuneyti Landsbankans í Höfða-
bakka. Hún var meira þjónn ann-
arra en að aðrir þjónuðu henni.
Elsku Ásta mér fannst ég alltaf
skilja þig svo vel.
Þakka þér fyrir allar skemmti-
stundirnar, vinnustundirnar á
Hressó og allt og allt.
Guð veri með þér alla tíð.
Guðrún Haraldsdóttir.
Við viljum minnast elskulegrar
frænku okkar Ástu Magnúsdóttur
í nokkrum orðum.
í minningum okkar um Ástu
stendur hvað hæst lífsgleði hennar
og skal þá engan undra. Það var
sama hvenær og hvar hún var
stödd, alltaf var stutt í hláturinn
og gamansemina. í dag blundar
vissulega söknuður í hjörtum okkar
alira, en þegar á samband okkar í
gegnum tíðina er litið, stendur hlát-
urinn eftir og gráturinn gleymist.
Þegar við Systkinin kynntum
hana fyrst fyrir kærustum og kær-
ustu var sem hún hefði þekkt þau
fyrir. Góðlátleg stríðni og kátína
vörpuðu skugga á formlega kynn-
ingu og samræðustíl ókunnugra. •
Báru þau Ástu alltaf vel söguna
og sögðu hana gull af manni.
Ásta var sérstaklega barngóð.
Minnumst við þess á eigin barns-
árum, en undirstrikum það í sam-
skiptum hennar við börnin okkar.
Hún bókstaflega heillaðist af þeim
og var það gagnkvæmt þó ung séu
og óvita.
Dauðinn er sjáldnast aufúsugest-
ur. Hann losar okkur dauðlega
menn úr viðjum líkamans og trúum
við því að Ásta hafi glaðst yfir að
fá að halda göngu lífsins áfram inn
í dauðann. Lífið var henni erfitt
undir það síðasta, en trúin hefur
kennt okkur að þar sem Ásta er
nú, líður henni betur.
Við viljum biðja Guð að blessa
minningu Ástu og veita ættingjum
hennar styrk í sorg sinni. Megi al-
máttugur Guð varðveita Ástu
frænku.
Angantýr, Sigríður og
Ragna Björk Einarsbörn.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár.
Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má
greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar
um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki
yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög.
Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 - sími 587 1960