Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.06.1996, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. JÚNÍ 1996 51 KAPPAKSTUR Vanræksla talin orsök dauða Ayrton Senna ÍTALSKUR saksóknari í Bo- logna hefur mælst til þess að Frank Williams, keppnisstjóri Williams Formula 1 liðsins verði dreginn fyrir rétt ásamt sjö starfsmönnum liðs síns. Astæðan er sú að talið er að bilun í stýrisbúnaði, sem hafði verið endurbættur af Will- iams- liðinu skömmu fyrir keppni á Imola á ítalfu hafi valdið því að Senna ók útaf og á vegg. Lést Senna þegar hluti úr framhjólabúnaði slóst í hjálm hans íkeppni á ítaliu fyrirtveimurárum. Bíll Senna fór útaf í beygju á nær 300 km hraða og telur ítölsk rannsóknarnefnd, sem skoð- að hefur allar aðstæður og hefur WRKKKHKKM keppnisbílinn Gunnlaugur undir höndum í tvö Rögnvaldsson ár að mistök hafi skrífar verið gerð í endur- bótum á bílnum. Soðin var fram- lenging við stýrisstöng í bíl Senna stuttu fyrir keppni og er talið að suðan hafi gefið sig, með fyrr- greindum afleiðingum. Maurizio Passarini, sem er opinber saksókn- ari, er einnig sagður vilja draga rekstraraðila brautarinnar til saka og verður tekin ákvörðun um rétt- mæti óska hans af ítölskum dóm- stólum á næstunni. Á sínum tíma var talið að öryggisveggir við brautina hefðu verið ófullnægjandi og jafnvel hættulegir ökumönnum. Rannsókn á þessu máli hefur stað- ið yfir í meira en tvö ár, en Senna lést 1. maí 1994. Daginn áður lést Austurríkismaðurinn Rolang Ratzenberger á sömu braut, þegar vængur aftan á bíl hans þeyttist af í tímatökum og bíllinn flaug stjórnlaust útaf. Ástæður fyrir dauða hans voru rannsakaðar, en ekki var talið að um saknæma vanrækslu viðhalds á bílnum hefði verið að ræða. Ratzenberger var góður vinur Senna og var beygur í Senna eftir lát Ratzenberger, en hann ákvað samt að keppa daginn eftir, sem kostaði hann síðan lífið. Enrico Lorenzini, prófessor í verkfræði sem hafði með rannsókn á stýrisbúnaðinum í bíl Senna að gera taldi að viðbót við stýris- stöngina hefði verið illa soðin á hana. Fjölskylda Senna óskaði strax eftir opinberri rannsókn á orsökum slyssins, en hann lést af áverkum sem hann hlaut þegar hluti framhjólabúnaðar sem brotn- aði við áreksturinn gekk í gegnum öryggishjálm hans. Verði þetta mál að dómsmáli og aðilar þess fundnir sekir getur það varðað allt að sjö ára fangelsi. Lögmaður Williams hefur látið hafa það eftir sér að möguleikar á því að menn- irnir verði fundnir sekir séu engir. Miklir peningalegir hagsmunir gætu verið í húfi ef til dómsmáls kemur og Willams-liðið verður dæmt fyrir vanrækslu af opinber- um dómstólum á Ítalíu. Slysið var mikið áfall fyrir Frank Williams, sem hafði lengi dreymt um að hafa Senna í liði sínu. Williams-liðið keppir á sunnudag í franska Formula 1 kappakstrin- um, en ökumenn þess, þeir Damon Hill og Jaques Villenueve hafa forystu í heimsmeistarakeppninni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Sá öflugasti KARTBILL Akureyringsins Auðuns Svavars Guðmundssonar er nýjasti og öflugasti keppnisbílllnn. Hann leiddi síðustu keppni, en var síðan ekið útúr brautinni af öðrum keppanda. Kappakstur á Kríngluplaninu Fyrsta kappaksturskeppnin fyrir kartbfla í Reykjavík verður á bílastæði Kringlunnar kl. 20.00 í kvöld. Keppnin er liður í íslands- mótinu í kart-kappakstri, en fyrsta keppnin fór fram á Akureyri fyrir nokkrum vikum. Gunnar Hákonar- son, fyrrum vélsleðameistari vann þá keppni og leiðir íslandsmótið. Kartbílarnir sem keppt er á til Islandsmeistaratitils eru mjög öflugir og ná 100 km hraða á að- eins fjórum sekúndum og 150 km hámarkshraða. Eru eknar þrjár 15 mínútna umferðir á hlykkjóttri braut, sem liggja mun um efri hæð bílaplansins við verslunarmiðstöð Kringlunnar. „Þetta er ótrúlega erfið íþrótt, mun erfiðari en ég átti von á. Það tekur gífurlega á líkam- ann að hanga á stýrinu þennan tíma og hröðunin er mikil“, sagði Gunnar Hákonarson í samtali við Morgun- blaðið. „Ég hef trú á að kart-kapp- akstur verði vinsæll hérlendis, en íjögur mót gilda til íslandsmeistara og þrjú þeirra verða á Akureyri. Erlendis er kart-kappakstur grunn- ur að öðrum akstursíþróttum og jafnvel þeir sem keppa í Formula 1, halda snerpunni við með því að aka kartbílum. Ég hætfi í vélsleða: sportinu og ætla að keppa í þessu, því ökumenn fá mikla útrás fyrir lítinn pening og litla fyrirhöfn", sagði Gunnar. i Kaupmannahöfn Einstakt tækif æri Vegna sérstakra samninga við PepsiCo Nordic og Bryggerigruppen A/S (FAXE ÖL), gefst áhugasömum fjárfestum nú kostur á að eignast veitingastaði í Kaupmannahöfn (mjög góðar staðsetningar). Veitingastaðirnir fást afhentir strax gegn lágri útborgun. Útborgun og rekstrarfé í upphafi er einungis á bilinu frá 4-7 milljónir. Allur annar kostnaður greiðist á 10 árum. Væntanlegir rekstraraðilar ganga inn í afsláttar- og auglýsingasamninga við PepsiCo Nordic og Bryggerigruppen A/S, jafnframt verður veitt fullkomin aðstoð við áætlanagerð, samskipti við birgja, opinbera aðila, mannaráðningar og allt annað er viðkemur stofnun og rekstri fyrirtækja í Danmörku. Veitingastaðirnir verða hluti af Pizza 67 veitingastaðakeðju í Danmörku. Hver veitingastaður mun þjóna í heimsendingu svæðum með um 100.000 - 200.000 íbúum. Öll gögn og upplýsingar veitir Vinsamlegast bókið tíma fyrirfram á mánudaginn frá kl. 10.00 - 12.00 í síma 588 3330 n ÁSGEIRÁ, RAGNARSSON HDL, LÖGMBNN BRYGGERIGRUPPEN A/S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.