Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 4

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTiR Stórtjón þegar byggingavöruverslun brann í Keflavík sl. laugardag Eldsupptök rakintil sígarettna Morgunblaðið/Golli MIKINN reyk lagði frá húsi Járns og skips í strekkingsvindi á Iaugardag. Slökkvilið Keflavíkur, Keflavíkurflugvallar og Sand- gerðis lögðust öll á eitt að ráða niðurlögum eldsins. GÍFURLEGT tjón varð í eldsvoða í Keflavík sl. laugardag þegar verslunin Járn og skip og hluti timburlagers brann. Talið er að kviknað hafi í út frá sígarettuglóð. Mikinn reyk lagði frá húsinu og var fjöldi húsa rýmdur. Þá var fólki ráðlagt að yfirgefa hús sín ef það fyndi fyrir óþægindum vegna þess að hluti eldsmatar voru hættuleg efni. Lögreglan í Keflavík tilkynnti slökkviliðinu kl. 15.19 að reyk legði frá portinu við verslunina. Dælu- bíll var sendur á staðinn og á leið- inni var kallað út allt fastalið og bakvaktalið einnig. Þegar á staðinn var komið var kallað á slökkviliðið í Sandgerði og slökkviliðið á Kefla- víkurflugvelli. Skömmu síðar var hafíst handa við að rýma íbúðir á því svæði sem reyk lagði yfir. Vatn til slökkvistarfs var m.a. sótt út í sjó, enda stutt að fara. Kviknaði í út frá sígarettum John Hill, rannsóknarlögreglu- maður í Keflavík, segir að þrír 12 og 13 ára piltar hafi viðurkennt að hafa verið að reykja í portinu við verslunina í tvígang þennan dag. Þeir hafí setið upp á timbur- stæðu, sem pakkað var inn í pappa, og hent síðan sígarettustubbum frá sér án þess að drepa í þeim. Talið er nær víst að eldurinn hafi kvikn- að út frá þeim. Sigmundur Eyþórsson, slökkvi- liðsstjóri í Keflavík, segir að eldur- inn hafí komist í gegnum vegg við timburstæðuna, sem stóð stutt frá veggnum. Eldurinn fór í þak og komst síðan í málningar- og teppa- lager. Að sögn Sigmundar myndaðist mikið eldhaf og gífur- legur hiti og breiddist eldurinn út á móti vatninu og strekkingsvindi. Slökkvilið náði ekki tökum á eldin- um og voru ástæður þess, að sögn Sigmundar, strekkingsvindur, sem var mjög óhagstæður, mjög erfiður eldsmatur og að brunahólf bygg- ingarinnar voru ekki sem skyldi. Erfiður eldsmatur Eldsmaturinn sem Sigmundur talar um er m.a. málningarvörur, túnáburður, teppi, fúavamarefni og timbur, sem var í yfirbyggðu skýli vestan við húsið. Timbrið var þar til þurrkunar þannig að mikill súgur streymdi í gegn. Sigmundur segir erfitt hafa verið að eiga við eldinn í timbrinu, þar sem slökkva þurfti nánast í hverri einustu spýtu. Aðalvörugeymsla Járns og skips slapp óskemmd en hún er 9 metr- um vestan við húsið sem brann. Slökkvistarfi var að mestu lokið um sjöleytið en þá var eftir mikil vinna við að umstafla timbri og slökkva í glæðum. Björgunar- sveitamenn gerðu þakið eins ör- uggt og hægt var og lokuðu bygg- ingunni. Yfir 50 manns voru í björgunarstörfum þegar mest var. Eitthvert tjón varð í nærliggj- andi húsum af reyk en vegna anna slökkviliðs urðu húsráðendur að reykræsta sjálfir. TJónið á annað hundrað milljónir Sigmundur segir slökkviliðs- menn hafa um tíma talið að þeir hefðu náð tökum á eldinum en þá var hann kominn í þak og í bruna- hólf, sem ekki var eins og það átti að vera samkvæmt lögum um brunavarnir. Þá segir Sigmundur að einangrunarplast í þaki hafi dreift eldinum í því hólfi og þá hafi byggst upp mikill hiti. Guðjón Stefánsson, kaupfélags- stjóri Kaupfélags Suðumesja, segir tjónið óhemjumikið en ekki sé búið að meta það enn. í gær var verið að hreinsa svæðið og reyna að koma starfseminni í gang eftir megni. Guðjón sagðist gera ráð fyrir að sala á timbri og annarri grófvöru hæfist aftur í dag og allt kapp yrði lagt á að fínna húsnæði fyrir smávöruna. Tuttugu manns unnu í versluninni og sagðist Guð- jón vonast til að fyrirtækinu tæk- ist að finna þeim störf ef opnun verslunarinnar drægist. Guðjón segir að unnið hafi verið að því í fyrirtækinu undanfarið að bæta eldvamir en þeim hafi ekki verið að fullu lokið. Morgunblaðið/Golli Landsbankinn minnist 110 ára afmælis LANDSBANKINN fagnaði 110 ára afmæli sínu með viðskiptavinum í gær. Gestum á afgreiðslustöðum víðs vegar um land var boðið að þiggja kaffi og kökur og þá var leikin tónlist og bömum boðið að bregða á leik fyrir utan nokkur útibú. Skemmtu margir krakkar sér á trampolíni við aðalbankann í Austurstræti. Bankinn bauð til hádegisverðar, 10 tíu ára bömum, sem bankinn hafði glatt fyrir 10 árum, á fæðingardegi þeirra, þeg- ar bankinn hélt upp á 100 ára af- mæli sitt. Bömin fengu peninga- gjöf frá bankanum og bakpoka. Forstjóri ISAL um nýjar virkjanir Sáttir við hugmynd- ir Lands- virkjunar CHRISTIAN Roth, forstjóri íslenska álfélagsins, segir að ISAL sé mjög sátt við hug- myndir Landsvirkjunar um næstu virkjunarkosti. Þær til- lögur sem liggi fyrir tryggi að ISAL fái raforku í sam- ræmi við orkusamning fyrir- tækisins við Landsvirkjun. ISAL kaupir í ár um 1700 GWst af Landsvirkjun. Raf- orkusamningur fyrirtækjanna gerir ráð fyrir að orkukaupin aukist verulega á næsta ári og verði 2500 GWst í árslok 1997. Samningurinn gerir ráð fyrir að á árinu 1998 kaupi ISAL 2671 GWst af Lands- virkjun. „Við höfum átt í viðræðum við Landsvirkjun um hvernig þeir geti uppfyllt ákvæði raf- orkusamningsins við ISAL. Viðræðurnar hafa gengið vel. Fyrir liggja hugmyndir um hvernig staðið verður við samninginn og við erum mjög sáttir við þær,“ sagði dr. Roth. ISAL gerir ráð fyrir að framleiða 122 þúsund tonn af áli á næsta ári, en þá verð- ur nýi kerskálinn tekinn í notkun. Á árinu 1998 verður verksmiðjan rekin með fullum afköstum allt árið og gera áætlanir ráð fyrir að þá verði framleidd 162 þúsund tonn af áli. Áætlanir gera ráð fyrir að í ár verði framleiðslan 102 þúsund tonn. Bensínverð lækkar OLÍUFÉLÖGIN lækkuðu í gær verð á bensíni um 60 aura á lítrann vegna breytinga á heimsmarkaðsverði. Lækk- unin á sér stað þrátt fyrir að bensíngjald hafi hækkað um 66 aura á lítra í gær og að gjald í Flutningsjöfnunarsjóð hafí nýlega verið hækkað um 60 aura. Á bensínstöðvum Esso, Olís og Skeljungs er verðið nú á 95 oktana bensini 73,70 krón- ur lítrinn en 98 oktana bensín kostar 78,40 krónur lítrinn eftir lækkunina. Afsláttur sem olíufélögin veita þeim sem dæla sjálfir bensíni á bíla sína helst óbreyttur. Eldurí Svörtu pönnunni ELDUR kom upp í feitipottum í veitingahúsinu Svörtu pönn- unni við Tryggvagötu síðast- liðið laugardagskvöld, en starfsfólki og lögreglumönn- um tókst að slökkva eldinn áður en verulegt tjón hlaust af. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík notaði starfsfólk veitingahúss- ins eldvarnarteppi til að kæfa eldinn og einnig komu lög- reglumenn frá miðbæjarstöð lögreglunnar með hand- slökkvitæki á vettvang. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði var búið að slökkva eldinn en þeir reyklosuðu húsnæðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.