Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 8

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR DING, dong. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Sögusýning HAFSTEINN Hafsteinsson, for- sfjóri Landhelgisgæslunnar, ávarpaði fjölda gesta sem voru viðstaddir opnun sögusýningar Landhelgisgæslunnar í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu í gær. Á sýningunni má sjá fjölmarga gripi úr sögu Landhelgisgæslunnar, svo sem fallbyssur, varðskip ogtog- víraklippur. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra var meðal gesta við opnun sýningarinnar og skoðaði hann m.a. eftirlíkingu af loftskeytaklefa úr varðskipinu Þór í fylgd Helga Hallvarðssonar skipherra. Lögreglu- menn á leið til Atlanta TUTTUGU manna hópur ís- lenskra lögreglumanna lagði af stað áleiðis til Atlanta í Banda- ríkjunum í morgun en fólkið mun starfa við öryggisgæslu á Ólymp- íuleikunum sem hefjast 19. júlí. Á myndinni eru standandi Magn- ús Þór Þórisson, Sigurgeir Sig- mundsson, Þórir Sigurðsson, Þorsteinn Þór Guðjónsson, Sæ- mundur Pálsson, Loftur G. Krist- jánsson, Kristján Friðþjófsson, Kristján H. Kristjánsson og Stef- án Alfreðsson. Fremst á mynd- inni eru Stefán K. Baldursson, Sigrún Sigurðardóttir og Grétar Norðfjörð, en á myndina vantar Guðjón Grétarsson, Guðmund Fylkisson, Hall Hilmarsson, Morgunblaðið/Þorkell Heiðar Henriksson, Hreiðar Eiríksson, Kristján Ó. Guðnason, Rúnar Valsson og Runólf Þór- hallsson. Hálf-íslendingar í Brasilíu Islendingar tala minnaen Brasilíumenn Renato Bertao SEINT á 19. öld fluttust margir íslendingar búferlum til Brasilíu í leit að betri heimi rétt eins og vesturfararnir. Brasilíu- faramir héldu samt ekki við þjóðlegri arfleifð sinni og týndu brátt niður tengslum sínum við ísland. Nú er hins- vegar kominn upp áhugi meðal afkomenda Islending- anna um að hefla rækt við íslenska menningu. Hefur Renato Bertano lagt sig fram um að leggja félaginu lið við að ná til sem flestra afkomenda íslendinga og fræða þá um uppruna sinn og kenna þeim um ísland og íslenska menningu. - Er ekki skrýtið fyrir fóik að vera að kynnast upp- runa sínum svona á fullorðinsaidri? „Jú, mikil ósköp. Þetta verður erfítt í byrjiin því menn spyija bara hvar ísland sé. Þú getur ímyndað þér hvernig það er að heyra að maður sé afkomandi manna frá eyju langt úti í hafi. Og það er ekki eins og það séu einhver líkindi með íslendingum nútímans og afkomendum innflytj- endanna hér því þeir eru dökkir á brún og brá rétt eins og aðrir Brasilíumenn. Hið eina sem fólk veit er að það er hálfíslenskt en veit ekki hvað það þýðir, þannig að það er heilmikið starf framund- an við að kynna fólkinu íslenska menningu. Við höfum auglýst stofnun Islendingafélagsins í biöð- um og hvatt fólk með eftirnöfn eins og Barrdal og Reykdal að hafa samband við okkur. Nú eru rúmlega 40 manns í félaginu, en við höldum að það séu fleiri afkom- endur íslendinga, jafnvel hundruð og að þeim erum við að leita sem ákafast." - Nú stendur fyrir dyrum að kenna afkomendunum að taia ís- iensku. Verður það gert með skipulögðum hætti? „Já, nú erum við að leita að heppilegu húsnæði undir kennsluna og þegar fólk fer í frí í ágúst þá ætlum við að byija. Kennslubókin verður hin sama og notuð er í Háskóla íslands í íslensku fyrir erlenda stúdenta. Kennarar verða tveir, þ.e. ég og annar sem var skiptinemi á íslandi í fyrra. Nem- endur verða um 10 talsins en það eru ekki margir sem hafa tíma til námsins, en flestir þeirra sem ætla að læra íslensku eru í yngri kantin- um. Þeir hafa sýnt mikinn áhuga fyrir því að læra íslensku og efla tengslin." - Verða haldin íslensk jól eða þorrablót bráðum? „Við erum að hugsa um það. Hálf-íslendingamir þekkja ekki svona siði, en það sem er skrýtið er að ég og Brasilíumaðurinn sem var skiptinemi á íslandi í fyrra, sem erum ekki Islendingar, erum jafn- framt þau einu sem kunna íslensku en ekki þau sem eru hálf-íslending- ar. Fyrst þarf að kenna þeim um íslensk jól og þorrablót og ýmsa aðra siði áður en farið er út í að halda slíkar hátíðir. 16. júní var haldinn smáhátíð í tilefni af 52 ára afmæli íslenska lýðveldisins 17.júní. Þó að flestir skemmtu sér vei vissu fæst- ir 17.júní væri þjóðhátíðardagur íslendinga. Við þetta tilefni var bíómynd Friðriks Þórs Friðriksson- ar „Böm náttúrunnar“ sýnd og á eftir s'agði ég viðstöddum frá ís- landi og íslenskri menningu, t.d. um hvernig 17. júní væri haldinn á Islandi og hvemig sagan væri á ► RENATO Bertao er 27 ára gamall Brasilíumaður sem er mikill Islandsvinur. Hann starf- ar sem grafískur hönnuður í heimalandi sínu, en var skipti- nemi hér á landi fyrir 10 árum hjá fjölskyldu sinni á Húsavik. Þegar hann var í fríi hér hjá þeim i fyrra frétti hann af því að hálf-Islendingar ætluðu að stofna íslendingafélag. í því skyni bauð hann fram aðstoð sína enda veit hann fátt skemmtilegra en að fjalla um Island. bak við hann. Svo sagði ég nokkur orð um stríðsárin á Isiandi." - Hvernig er þjóðfélagsleg staða hálf-Islendingana? „Einn er læknir, annar er kenn- ari og enn aðrir vinna við fyrir- tæki. Sumir sjá um börn og er ekki annað að sjá en þeim vegni hvorki betur né verr en gengur og gerist." - Á hvaða aldri er fólkið í ís- lendingafélagin u ? „Þeir eldri, sumir um áttrætt, eru í stjórn félagsins og vinna að því að semja lög fyrir félagið. Hin- ir yngri framkvæma og skipu- leggja hátíðir, auglýsa félagið og hringja í fólk. Þetta er fólk á barn- eignaaldri. En það er verið að skrá alla sem koma að félaginu og von- andi verður búið að ná í alla þegar félagið verður formlega stofnað í ágúst. Ennfremur er rannsóknarmið- stöð hér í Curitibaborg sem starf- rækir rannsóknir á innflytjendum til Brasilíu fyrr á tímum, en það vill svo til að engar upplýsingar eru til um Islendinga sem hingað komu á sínum tíma. Við höfum lagt þeim lið í því tilliti og látið þeim í té ýmsar mikilvægar upplýsingar." - Þegar þú ert að segja hálf- íslendingum frá landi okkar og þjóð, hvernig lýsir þú þá dæmi- gerðum íslendingi? „Ég segi þeim að íslendingar séu ekki eins mikið fyrir að tala og Brasilíumenn og sumir séu allt- af að vinna. Það getur verið erfitt að nálgast íslendinga en það þýð- ir ekki að maður geti ekki eignast góða vini á Islandi. Þeir eru bara seinteknari en Brasilíu- menn. Islendingar eru mun ánægðari með landið sitt en Brasilíumenn. Það kom einmitt ritgerð í blaði hér um daginn sem íjallaði um rannsókn á þvi hversu mikið tilteknum þjóð- um þætti vænt um land sitt, stjórn o.s.frv.. Niðurstaðan var að íslend- ingar voru ánægðastir allra, en sú er alls ekki raunin hér í Brasilíu." — Ætlið þið að koma til íslands bráðum? 40 hálf- íslendingar fundnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.