Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR ’96 Persónulegnr sigur fremur en vinstrisveifla Úrslit forsetakosninganna eru persónulegur sigur Ólafs Ragnars Grímssonar, fremur en að túlka megi þau sem pólitíska vinstri- sveiflu. Ólafur Þ. Stephensen fjallar um áhrif kosninganna á flokkastjómmálin. ÚRSLIT forsetakosninganna á laugardag eru fremur persónulegur sigur Ólafs Ragnars Grímssonar en að þau beri vott um vinstrisveiflu í landinu. Ólafur vann ekki kosning- arnar á neinni vinstristefnu, enda studdi talsverður hluti fylgismanna Sjálfstæðisflokksins hann í forseta- embættið. Engu að síður má draga ályktanir um flokkapólitíkina af úr- slitum kosninganna. Kalda stríðinu lokið í fyrsta lagi má segja að sigur Ólafs Ragnars sé enn ein staðfesting þess að kalda stríðinu sé lokið. Kjör fyrrverandi formanns Alþýðubanda- lagsins í embætti forseta hefði verið nánast óhugsandi fyrir sex til sjö árum. Alþýðubandalaginu var á tíma kalda stríðsins haldið markvisst fyr- ir utan hluta valdakerfisins, en „lýð- ræðisflokkarnir" Sjálfstæðisflokk- ur, Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur skiptu gjaman ýmsum stöð- um og embættum á milli sín. Allt fram á þennan dag hefur það verið óskráð regla í íslenzkum stjómmál- um að Alþýðubandalaginu sé hvorki treystandi fyrir utanríkisráðuneyt- inu né forsætisráðuneytinu. Áhrifa- mesta ráðherraembætti, sem al- þýðubandalagsmaður hefur hrepptj er embætti fjármálaráðherra. I þessu ljósi hlýtur það að teljast til tíðinda að fyrrverandi formaður Al- þýðubandalagsins skuli kjörinn þjóðhöfðingi á íslandi. Þrengra Alþýðubanda- lag án Olafs Hins vegar er ekki víst að sigur Ólafs Ragnars verði að öðru leyti til þess að styrkja Alþýðu- bandalagið. Ólafur hefur haft forystu um tilraunir til að stýra flokknum inn á nýjar brautir markaðs- _________ hyggju og nútímalegrar jafnaðarstefnu. Sumir af stuðnings- mönnum hans í flokknum hafa reyndar ekki viljað bíða þess að þær tilraunir bæm tilætlaðan árangur, heldur gengið til liðs við aðra vinstri- flokka; Alþýðuflokkinn og Þjóðvaka. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins em ýmsir fylgismenn Ól- Flokkspólitísk afskipti ósennileg afs, sem eftir em í Alþýðubandalag- inu, þeirrar skoðunar að þar verði daufieg vist eftir brottför hans úr flokknum og úr flokkastjórnmálum. Gera má því skóna að þetta Ólafs- fólk úr Alþýðubandalaginu sýni til- raunum til pólitísks samkmlls á milli Alþýðuflokksins og Þjóðvaka meiri áhuga en vinstri arrnur flokksins, sem margir telja að hafi undirtökin í Alþýðubandalaginu, þrátt fyrir kjör Margrétar Frímannsdóttur í embætti flokksformanns. Hvarf Ólafs Ragn- ars til Bessastaða getur því haft þær afleiðingar fyrir Aiþýðubandalagið að það verði enn „þrengri" flokkur á vinstri vængnum. Ekki vinstrisveifla Sumir stjómmálamenn á vinstri vængnum, til dæmis Svavar Gests- son, þingflokksformaður Alþýðu- bandalagsins, vilja leggja þann skilning í kosningaúrslitin að þau eigi að verða vinstrimönnum hvatn- ing, þar sem um 70% kjósenda hafi kosið fyrrverandi þingmenn Alþýðu- bandalagsins og Kvennalistans. Margt bendir hins vegar til að vara- samt sé að draga þessa ályktun af úrslitunum. Nefna má að sam- kvæmt skoðanakönnunum hefur Sjálfstæðisflokkurinn aukið fylgi sitt að undanfömu, bæði á landsvísu og í borgarstjórn Reykjavíkur. „Ég tel að pólitísk áhrif forseta- kosninganna verði mjög lítil," segir Gunnar Helgi Kristinsson, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla ís- lands. „Það kann að vera að ein- hveijir sjálfstæðismenn vilji halda áfram stríði við forsetann. Ég held þó að það sé mjög ólíklegt að það gerist, og væri raunar óráðlegt, þannig að ég held að það verði enginn styr um for- setann. Ég geri ráð fyrir að Ólafur verði fremur hefðbundinn forseti og að “ um það muni auðveldlega skapast sátt.“ Ekki_ er víst að allir stuðnings- menn Ólafs Ragnars hafi viljað að hann yrði „hefðbundinn forseti“. Hjá sumum þeirra hefur mátt heyra von um að kjör Ólafs muni valda breytingum á forsetaembættinu, og að forsetinn beiti sér jafnvel með virkari hætti gagnvart Alþingi en áður, til dæmis með því að nýta málskotsrétt sinn samkvæmt stjórn- arskrá. Það má telja ósennilegt að Ólafur Ragnar hætti sér út í ein- hver þau afskipti, sem túlka mætti sem flokkspólitísk, vegna þarfarinn- ar á því að skapa sátt um sjálfan sig í embætti. Ummæli hans sjálfs eftir kosningarnar, um að málskots- rétturinn sé ekki beinlínis til þess að nota hann, heldur sé hann eins konar viðvörun til þings og ríkis- stjórnar, renna stoðum undir það mat að hann verði hefðbundnari forseti en sumir stuðningsmenn hans vonuðu. Hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar, virðist viðhorfið innan foiystusveit- ar flokksins vera það, að þótt sigur Ólafs hafi ekki verið henni að skapi, sé ekki ástæða til að aðhafast neitt gegn Ólafi Ragnari sem forseta. Að minnsta kosti eigi að bíða og sjá hvort Ólafur verði ekki einmitt hefðbundinn forseti, sem Sjálf- stæðisflokkurinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af. Hjá sjálfstæðismönnum má nú reyndar einnig heyra það sjónarmið, að sigur Ólafs sé ekki alslæmur fyrir flokkinn. Telja megi að Ólafur Ragnar hafí grætt á því að Sjálf- stæðisflokkurinn sé nú í forystu rík- isstjómarinnar, vegna þess að al- menningur hafi kosið ákveðið jafn- vægi við Sjálfstæðisflokkinn. Með sama hætti kunni seta Ólafs á for- setastóli að koma Sjálfstæðisflokkn- um til góða í næstu þingkosningum. Gunnar Helgi Kristinsson segir að erfitt sé að draga þá ályktun af kosningaúrslitunum að vinstriflokk- ar muni græða á þeim eins og sum- ir haldi nú og hafí einnig haldið eftir síðustu borgarstjórnarkosning- ar í Reykjavík. Hann bendir á að þjóðin hafi ævinlega kosið vinstri- sinnaðasta forsetaframbjóðandann, án þess að það hafi skilið eftir spor í flokkapólitík. „Kristján Eldjárn vann með nærri tveimur þriðju hlut- um atkvæða. Það var ef til vill hluti af stærri uppreisn, en pólitísk áhrif af sigrinum voru í sjálfu sér engin. Sama gildir um kjör Vigdísar árið 1980. Eg hef enga trú á að þetta valdi miklum breytingum,“ segir Gunnar Helgi. Pétur ekki í pólitík, Ástþór vill hjálpa Ólafi Þótt kjör Ólafs Ragnars marki þannig ekki mikil tímamót í íslenzk- um stjómmálum, má spyija hvort einhveijir hinna forsetaframbjóð- endanna hyggist nota þann stuðning og tengsl, sem þeir söfnuðu sér í kosningabaráttunni, til þess að Morgunblaðið/Árni Sæberg KJÓSENDUR hafa ávallt valið vinstrisinnaðasta forsetafram- bjóðandann, án þess að það hafi skilið eftir spor í flokkapólitík. hasla sér völl í stjórnmálum í fram- tíðinni. Pétur Hafstein sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að hann hefði hafið störf í Hæstarétti á ný, enda hefði ekki annað staðið til, næði hann ekki kjöri í forsetakosn- ingunum. „Það er langt síðan ég gerði það upp við mig að fara ekki út í pólitík. Það er engin breyting á því í mínum huga,“ segir Pétur. Ástþór Magnússon segist ekki heldur ætla í pólitík; segir að með slíku væri hann kominn langt út fyrir það, sem hann ætlaði að vinna að. Ástþór segir að áhugi sinn bein- ist áfram að forsetaembættinu; hann vilji styðja Ólaf Ragnar Gríms- son sem friðflytjanda. „Ég vona bara að mér verði gefið tækifæri til að starfa í samvinnu við forsetann á þeim vettvangi. Þar liggur áhugi minn,“ segir Ástþór. Guðrún Agnarsdóttir veltir framhaldi fyrir sér Guðrún Agnarsdóttir segir hins vegar að hjá sér sé framhaldið opið og óráðið. „Það fer ekki hjá því, þegar ég geri mér grein fyrir þess- ari miklu samstöðu og lífskrafti, sem rennur í sama farvegi hjá stuðningsmönnum mínum og að þeir hafa verið reiðubúnir að standa þétt að baki þeim málefnum og lífs- gildum, sem ég hef kynnt í kosn- ingabaráttunni, að ég velti fyrir mér hvemig sé hægt að nýta þennan jákvæða lífskraft til að bæta samfé- lagið, því það var einmitt ætlun okkar,“ segir Guðrún. Hún segir að fjölmenni hafi verið á kosningavöku sinni og þar hafi hún rætt við margt ungt fólk, sem greinilega hefði gefið til kynna að það vildi eitt- hvert framhald, hvert sem það yrði. „Við, sem unnið höfum mest að þessu framboði, eigum eftir að hittast og gera okkur glaðan dag og ráða jafn- framt ráðum okkar,“ segir Guðrún. „Mér finnst staðan opin og full af möguleikum, hvað sem úr verður.“ Láti Guðrún til sín taka á vett- vangi stjórnmálanna, er ólíklegt að það verði aftur undir merki Kvenna- listans, enda ræða kvennalistakonur nú um að ekki sé ástæða til að bjóða fram að nýju í næstu kosningum. Guðrún segir að það hafi verið rætt fyrir síðustu þingkosningar að hún gæfi kost á sér fyrir Kvennalistann á nýjan leik. „Ég hafði ekki áhuga á því, fannst að þessum kafla í lífi mínu væri lokið og hafði áhuga á einhveiju öðru og nýju,“ segir Guð- rún. „Mér finnst þó jafnbrýnt og áður að leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið.“ Guðrún segist andmæla þeirri túlkun Svavars Gestssonar að hægt sé að setja samasemmerki milli fylg- is hennar og Ólafs Ragnars Gríms- sonar og segja sem svo að saman- lagt fylgi þeirra eigi að vera vinstri- mönnum einhver hvatning. „Að mér stendur fólk úr öllum flokkum, til dæmis rótgróið sjálfstæðisfólk, sem ekki vill láta setja sig í neina bása og þar að auki fólk, sem aldrei hef- ur verið flokksbundið eða virkt í pólitík,“ segir Guðrún. „Hvað sem úr verður, verður það eitthvað sem yrði nýtt og eitthvað, sem allir sem stóðu saman um mitt framboð gætu einnig sameinazt um.“ Guðrún P. nefnd sem frambjóðandi á D-lista Guðrún Pétursdóttir, sem dró framboð sitt í forsetakosningunum til baka, hlaut talsverða kynningu í kosningabaráttunni. Sú kynning hefur meðal annars leitt til þess að innan Sjálfstæðisflokksins hafa menn velt því fyrir sér hvort hún yrði fáanleg í framboð fyrir flokk- inn. í því sambandi nefna menn bæði framboðslistann í Reykjaneskjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar og framboðslista flokks- ins við næstu borgar- stjórnarkosningar í Reykjavík. Guðrún sagðist í sam- tali við Morgunblaðið hafa heyrt af þessum vangaveltum. „Ég tek einar kosningar í einu. Það er ótímabært að tjá sig nokkuð um þetta á þessu stigi. Það þarf margt að skoða áður en að því kemur,“ segir Guðrún. Óhugsandi fyrir sex til sjö árum Fréttaumfjöllim í norrænum blöðum um forsetakosningarnar á íslandi Völdu umdeildan stj órnmálamann LÖGÐ er áhersla á það í frásögnum nor- rænna blaða af forsetakjörinu, að Islendingar hafi valið umdeildan stjórnmálamann sem eftirmann Vigdísar Finnbogadóttur á forseta- stóli. Sagt er, að margir hafi efast um að Ólafur Ragnar Grímsson gæti sameinað þjóð- ina að baki sér og hægrimenn muni eiga erf- itt með að sætta sig við kjör hans. „íslendingar kusu hinn umdeilda Grims- son,“ sagði í fyrirsögn norska blaðsins Aften- posten af kjörinu. í fréttinni eru úrslitin rak- in og sagt að aðalviðfangsefni nýja forsetans verði að fylkja þjóðinni að baki sér. í þeirri viðleytni sé 41,4% atkvæða í kosningunum gott veganesti. Segir blaðið að Ólafur Ragnar hafi þegar hafist handa er ljóst var hvert stefndi á kosninganóttinni. Hafa eignast forsetafrú Blaðið segir, að margir eigi erfitt með að sætta sig við kjör Ólafs Ragnars, einkum hægrimenn. Þar á meðal sé Davíð Oddsson forsætisráðherra. Engum dyljist að þeir virði hvorn annan vart viðlits. Vitnar Aftenposten til spuminga sem lagðar voru fyrir Davíð Oddsson í kosningavöku sjónvarpsstöðvanna og hefur eftir honum að hingað til hafi hann ekki orðið að reiða sig á Ólaf Ragnar en ef til vill breyttist það nú. Aftenposten og Arbeiderbladet í Noregi segja, að íslendingar hafi ekki aðeins kosið sér forseta á laugardag heldur hafi þeir nú eignast forsetafrú þar sem eiginkona hans, Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, hafi tekið virkan þátt í kosningabaráttunni og ætíð staðið við hlið Ólafs. Arbeiderbladet lagði út af þessu í fyrirsögn og sagði: „Pakka- lausn fyrir fólkið.“ í frásögninni er nánar að þessu vikið og sagt að Ólafur Ragnar eigni konu sinni stór- an þátt í sigrinum. Sagt er að frá því hann tilkynnti um framboð sitt í upphafi hafi þau hjónin verið „markaðssett“ sem „forsetapar- ið“ en ekki sem forsetaefnið og konan hans. Þá lýsir Arbeiderbladet stjórnmálaferli Ólafs Ragnars og segir að honum sé lýst sem sjálfsöruggum, faglegum greindum, umdeild- um, séðum, hrokafullum, tækifærissinna, töfrandi og fjölskyldukæruín manni. Blaðið vitnar til nokkurra stjórnmálaskýrenda sem það segir sammála um að niðurstöðu forseta- kjörsins beri fyrst og síðast að skoða sem persónulegan sigur Olafs Ragna.rs en ekki stjórnmálasigur vinstri manna. f frétt Jyl- landsposten í Danmörku segir hins vegar í fyrirsögn, að „vinstriöflin" hafi unnið sigur á íslandi. Norska blaðið birtir stóra mynd af Ólafi Ragnari og Guðrúnu Katrínu og frásögn und- ir fyrirsögninni „Unnu hug og hjörtu allra.“ í upphafi frásagnarinnar og myndatexta er þó tekið fram að hann hafi ekki unnið hug forsætisráðherrans, Davíðs Oddssonar. Tals- vert er gert úr fjandskap þeirra, sagt að lengi hafi andað köldu milli þeirra og sagt, að vart verði nein breyting á. Sakna Vigdísar Á laugardag, kjördag, fjallaði Aftenposten um forsetakosningarnar á íslandi. Þar sagði að mikillar óvissu hefði gætt meðal fslend- inga er Vigdís Finnbogadóttir hafði verið kjörin forseti 1980. Margir hefðu efast um að konan og leikhússtjórinn væri sá leiðtogi sem þjóðin þyrfti á að halda. Nú væri þó svo komið, að hefði þjóðin fengið að ráða nú hefði hún miklu fremur kosið að Vigdís sæti áfram. Segir blaðið, að Vigdís hafi verið sameining- artákn á erfíðum tímum og verði hennar sakn- að um öll Norðurlönd. „Lítil og friðsöm þjóð“ í samtali við Reuters-fréttastofuna á sunnudag, segist Ólafur Ragnar Grímsson vonast til þess að gera hlut íslands á alþjóða- vettvangi meiri en nú er. Segir fréttastofan, að hann hafi rætt um að gera mætti forset- ann að alþjóðlegum talsmanni friðar, mann- réttinda, lýðræðis og afvopnunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.