Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 02.07.1996, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FORSETAKJÖR „Sigur allrar þjóðarinnar“ Morgunblaðið/Sverrir ÓLAFUR Raguar Grímsson, nýlyörinn forseti íslands, ásamt eiginkonu sinni, Guðrúnu K. Þor- bergsdótttur og dætrum þeirra, Tinnu og Döllu, fagnar með fjölmennum hópi stuðningsmanna á kosningahátíð þeirra hjóna á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Hreinræktuð sigurvíma einkenndi kosningahátíð Ólafs Ragnars Grímssonar á Hótel Sögu á laugardagskvöld. Sindri Freysson fylgdist með hátíðinni og höfðu margir á orði við hann að sjaldan eða aldrei hefði jafnmikið fjölmenni verið saman komið í Súlnasal. Hátíðin fór þó rólega af stað, meðan beðið var fyrstu talna. SAMEIGINLEGRI útsendingu Sjón- varpsins og Stöðvar 2 var varpað á stórt tjald fyrir ofan svið Súlnasalar, auk þess sem hvarvetna mátti beija augum dagskrána af sjónvarpsskjám sem komið var fyrir vítt og breitt um salinn. Viðstaddir fylgdust grannt með dagskrá í fyrstu og var ekki laust við að nokkurs kvíða gætti, enda skoðanakannanir misvísandi seinustu daga fyrir kjörfund. Niður- staða úr talningu atkvæða á Reykja- nesi breytti óvissunni hins vegar í einlægan fögnuð gallharðra fylgis- manna; sigur var í sjónmáli. Frambjóðanda vel fagnað Ólafur Ragnar kom í hús á Hótel Sögu eftir viðtalsfund frambjóðenda í sjónvarpssal, um klukkan 10.30, umvafinn ljósmyndurum, frétta- mönnum og dyggum stuðningsmönn- um sem virtust ekki í neinum vafa um að það gengi sem fyrstu tölur gáfu til kynna, héldi áfram. Nokkrir stuðningsmenn afhentu Ólafi Ragn- ari og Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur eiginkonu hans blómvendi og leituðu færis á að heilsa frambjóð- andandanum, en hann virtist taka fylginu samkvæmt fyrstu tölum af jafnaðargeði. Fjöldi gesta óx brátt og áttu marg- ir erfítt með að fínna sæti og var hitinn ekki minni innandyra en á sneisafullum skemmtistað stundu fyrir lokun. Gestir voru á öllum aldri, allt niður í ung böm sem væru und- ir venjulegum kringumstæðum kom- in í háttinn, en þó vom miðaldra stuðningsmenn og eldri í áberandi meirihluta á kosningahátíðinni í upp- hafí kvölds. Fólk klappaði og hrópaði þegar nýjar tölur bárust frá kjördæmunum, ekki síst þeim sem sýndu að forysta Ólafs var ótvíræð eins og á Austur- landi og Vestfjörðum, þar sem hann naut stuðnings tæplega helmings kjósenda. Á milli talna slógu kosn- ingahátíðargestir á létta strengi en þegar sjónvarpsmenn ræddu við Ólaf og ijölskyldu hans, sussuðu liðsmenn hver á aðra og þögðu þunnu hljóði meðan á viðtölum stóð. Skvaldrið hófst síðan að nýju, án þess að áber- andi spennu eða hugaræsings gætti, enda vom tölur þess eðlis að fáir óttuðustu að breyting yrði á. Samkeppni hefði aukið spennu Ýmsir höfðu raunar á orði að þeir hefðu viljað skæðari samkeppni, því þótt afgerandi forysta væri af hinu góða, hefði minni munur fyrst í stað hleypt meira rafmagni í andrúmsloft- ið. Stöðugur straumur gesta var á kosningahátíðina og yngdist hópur- inn talsvert eftir því sem leið á nótt- ina. Þar mátti líta ýmsa þjóðþekkta einstaklinga, svo sem listamenn, menn úr viðskiptalífi, stjómmála- menn, fjölmiðlafólk og fræðimenn auk margvíslegs fólks úr öllum stétt- um. Margir litu greinilega inn fyrir forvitnisakir, sumir studdu að vísu frambjóðandann leynt eða ljóst, aðrir úr andstæðum fylkingum komu til að skoða sigurliðið, viðurkenna ósig- ur eigin manna með viðeigandi stolti eða grafa stríðsöxina. Flestir þeirra sem svo var ástatt um báru höfuðið hátt, en einhverjir höfðu þó séð ástæðu til að fjarlægja barmmerki með andlitsmyndum af öðrum fram- bjóðendum áður en þeir blönduðu geði við hátíðargesti. Glaðværð setti svip á samkomuna, fólk tókst í hendur og faðmaðist og ámaði hvert öðru til hamingju með sætan sigur, en sigurgleðin var samt sem áður hófstillt og ölvun var ekki áberandi framan af. Hátíðarskapið var hins vegar vökvað af meiri þrótti þegar á leið, eins og við mátti búast. Áhuginn á útsendingum sjónvarps dvínaði í réttu samræmi við aukið öryggi um niðurstöðu kosninga, hóp- ur manna stóð þó lengi vel þolinmóð- ur og reyndi að heyra bollaleggingar fréttamanna og frambjóðenda í gegnum kliðinn og skarkalann. Ferðir um landið dýrmætur bakhjarl Um korteri fyrir eitt um nóttina stigu Ólafur Ragnar og Guðrún Katr- ín eiginkona hans á svið Súlnasalar og flutti hann stuðningsmönnum sín- um um fimmtán mínútna langt ávarp, sem var ákaflega vel tekið: „Það er með hrærðum hug sem við Guðrún Katrín komum hér aftur til ykkar í kvöld, til að þakka ykkur fyrir þann mikla stuðning, vináttu og hlýhug sem við höfum fundið á þessari löngu ferð síðan við stóðum tvö saman í stofunni heima hjá okk- ur með Döllu og Tinnu í lok mars. Þetta hefur satt að segja verið ævin- týraleg ferð og okkur óraði ekki fyr- ir því í upphafi að við ættum eftir að standa hér saman í kvöld. En það eru ekki aðeins við sem erum hér í LANGAR raðir bíla mynduðust á öllum leiðum að heimili Ólafs Ragn- ars Grímssonar og fjölskyldu hans á Sehjarnarnesi á sunnudagskvöld, þegar fjöldi manna hélt þangað til að hylla nýkjörinn forseta. Sam- kvæmt upplýsingum frá lögregl- unni í Reykjavík er talið að á fjórða þúsund manns hafi hyllt Ólaf Ragn- ar og Guðrúnu Katrínu Þorbergs- dóttur að loknum kosningum. Efnt var til tæplega hálfs annars klukkustundar langrar dagskrár fyrir hina mörgu gesti, og meðal annars flutti hornaflokkur tónlist, karlakórinn Fóstbræður söng valin lög, flautuleikari lék og meðal þeirra sem fluttu ávörp voru Elsa Þorkelsdóttir framkvæmdastjóri Skrifstofu jafnréttismála ogÞórar- inn Tyrfingsson yfirlæknir. Arni Gunnarson framkvæmdastjóri NLFÍ stýrði dagskrá. í ávarpi sínu til mannfjöldans flutti Ólafur Ragnar Grímsson meðal annars þakkir sínar til þjóð- arinnar fyrir kjör sitt og til með- frambjóðenda sinna fyrir heiðar- lega og drengilega samvinnu. Hann þessum sal, heldur vil ég einnig þakka þeim þúsundum sem ég veit að nú eru saman komin á Vestfjörð- um, á Norðurlandi, á Austurlandi, á Suðurlandi, á Reykjanesi og á Vest- urlandi fyrir þann mikla stuðning sem þessi breiða sveit hefur veitt okkur á undanfömum mánuðum. Þessi sigur er ekki aðeins okkar hjón- anna, hann er ykkar og þjóðarinnar allrar," sagði Ólafur Ragnar og brut- ust þá út mikil fagnaðarlæti á Hótel Sögu. „Sú lífsreynsla sem við höfum orð- ið fyrir á undanfömum mánuðum í heimsóknum okkar til nær allra þakkaði þeim fyrir hlýjar kveðjur og árnaðaróskir í kjölfar úrslita og sömuleiðis forsætisráðherra og rikisstjórn allri, forseta Alþingis og biskupi íslands. „Þetta hefur verið dýrðlegur dagur, sólin heilsaði okkur í morg- un og ég var þakklátur fyrir það tákn sem mér fannst hún gefa sjálf- um mér og vonandi einnig þjóðinni allri,“ sagði hann. „Á þessari stundu vil ég lýsa einlægum vilja mínum til að eiga gott og farsælt samstarf við rikisstjórnina alla, við Alþingi, við kirkju landsmanna og hver þau samtök og einstaklinga sem vilja vinna að hag lands og þjóðar. Ég vil einnig þakka Vigdísi Finnbogadóttur fyrir hennar góðu orð sem fram komu í samtali okkar í dag.“ Ólafur Ragnar lýsti þeirri ósk sinni að þjóðin gæti í sameiningu sinnt þeirri skyldu sinni að gera íslandi allt það gagn sem hún frek- ast má. „Scnn munum við og heims- byggðin öll fagna nýrri öld. Slík tímamót eru einstæð og það er rétt að við, þjóðin 811, tökum hönd- byggðarlaga landsins, hefur smátt og smátt orðið að vegarnesti sem nú á þessu kvöldi mun reynast okkur dýrmætasti bakhjarlinn í þeirri ábyrgð sem þjóðin virðist vera að leggja á mínar herðar. Ég vil hér i kvöld þakka öllum þeim þúsundum sem hafa á undanförnum mánuðum komið á viðræðustundir okkar Guð- rúnar Katrínar í fámennum þorpum og stærri byggðarlögum, í hádeginu, síðdegis og á kvöldin, með börnin sín, í vinnugallanum, stundum spari- búin, þjóðin sjálf eins og hún hefur birst okkur á þessum tíma. Þær áherslur og sá hugblær sem um saman og hefjum undirbúning að því hvernig við Islendingar í sameiningu viljum marka þessi tímamót og fagna nýrri öld með heitstrengingum um nýja sókn lands og þjóðar, um leið og við efnum til hátíðar til að minnast 1000 ára afmælis kristnitöku á ís- landi.“ Hann minntist þeirra sem börð- ust fyrir sjálfstæði landsins fyrir röskiri öld og minnti á að íslensk tunga, menning okkar og bók- menntir væru umfram allt „sá klettur sem við byggjum sjálfstæði okkar á. Það er menningin sem gerir okkur að þjóð, en það er mannauðurinn í okkur sjálfum sem skapar þá hagsæld að við kjósum öll að vera um alla framtíð Islend- ingar." Að lokum hrópuðu viðstaddir ferfalt húrrahróp fyrir íslandi, og leikin voru lög, en að því loknu flutti Guðrún Katrín nokkur orð og færði gestum og listamönnum þakkir sínar. Dagskránni lauk síð- an með því að nýlgörinn forseti og eiginkona hans voru hyllt. við fundum strax í upphafi ferðar okkar og fylgdi okkur alla leið til þess fjöldafundar sem var fyrir fram- an miðstöð okkar á Hverfísgötu í fyrrakvöld, hefur smátt og smátt orðið okkur að ógleymanlegum stundum sem við munum leita til á næstu árum, þegar við þurfum að sækja styrk til þess að geta gegnt þeirri ábyrgð sem felst í embætti forseta íslands." Tengja þjóðina í eina heild Mannfjöldinn hrópaði því næst sexfalt húrrahróp fyrir nýkjörnum forseta og fagnaði ákaft. „Þótt við séum samankomin hér í kvöld eru þúsundir samheija okkar um allt land. Nú skulum við þó umfram allt hafa það í huga á þessari nóttu og næsta morgun, að frá þessari stundu er það verkefni mitt og okkar Guð- rúnar Katrínar saman að tengja þjóð- ina alla í eina heild. Ég vil hér í kvöld, í viðurvist ykk- ar, þakka ykkur sérstaklega fyrir það að þið hafíð fylgt þeim tilmælum mínum sem ég setti fram í upphafi, að gæta í hvívetna heiðarleika og drengskapar í málflutningi og fram- göngu á undanförnum mánuðum. Það var mér dýrmætt að svo gæti verið, til þess að ef þjóðin fæli mér þessaábyrgð, þá gæti orðræða okkar öll orðið efniviður í að tengja þjóðina saman. Ég vil hér í kvöld þakka þeim Pétri Hafstein, Guðrúnu Agnarsdótt- ur og Ástþóri Magnússyni fyrir þeirra heiðarlegu og drengilegu framkomu. Einu sinni var sagt af einum fremsta leiðtoga þessa lands, að forsetakjör væri eins konar sjálf- stæð lýðræðishátíð þjóðarinnar. Þess vegna er það þannig að í raun og veru eru allir sem hafa tekið virkan þátt í því að styðja sinn frambjóð- anda í þessu kjöri, sigurvegarar kvöldsins. Ég vil senda kveðju til þeirrar fjölmennu sveitar sem hefur stutt Pétur Hafstein, hefur stutt Guðrúnu Agnarsdóttur og hefur stutt Ástþór Magnússon. Þeirra sigur er einnig mikill. Tími sátta og samstöðu Ég veit að í þeirri sveit sem hefur staðið á bak við þau hvert fyrir sig, alveg eins og hér í kvöld í stuðnings- sveit okkar Guðrúnar Katrínar, hafa verið þúsundir af einstaklingum sem unnið hafa óeigingjarnt starf, sjálf- boðastarf daga og vikur, vegna þess að allt þetta fólk ann íslenskri þjóð og virðir embætti forseta íslands. Ég sagði í upphafi þessarar ferðar að við yrðum að gæta þess að það er sameiginlegt verkefni þjóðarinnar að velja nýjan forseta. Auðvitað skil ég vel að á þessu kvöldi, þessari nóttu, viljum við fagna, en mig langar að lokum til að setja fram þá ósk að hvert og eitt ykkar sem hér eru í kvöld og hvert og eitt ykkar sem heima sitjið eða eru saman komin út um land, virði þá ósk mína að taka af heilum huga um hönd þeirra sem aðra hafa stutt í þessu kjöri. Nú fer í hönd tími sátta og samstöðu. Hvað sem líður afstöðu okkar í kosningum til emb- ættis forseta íslands, er sú skylda öllu æðri að vera íslendingur og virða embætti forseta íslands. Kæru vinir, megi gæfa fylgja íslenskri þjóð um alla framtíð." Yfir þúsund gestir? Gestir fögnuðu þeim hjónum með fimmföldu hrópi og langvinnu lófa- klappi, meðan þau föðmuðu dætur sínar og gengu af sviði í fylgd stuðn- ingsmanna sinna sem sættu lagi að taka í hönd Ólafs, nýs forseta ís- lenska lýðveldisins, og Guðrúnar Katrínar eða samfagna þeim með faðmlagi. Gríðarlegur fjöldi fólks var viðstaddur þegar Olafur flutti ávarp sitt og má áætla að um eða yfir þúsund manns hafí verið í Súlnasal Hótel Sögu meðan á því stóð, og var ekki auðan blett að sjá. Eftir brottför þeirra hjóna brast stór hópur gesta í söng, en þá var málum svo komið að erfitt var að stýra raddböndum jafn margra og sundurleitra einstaklinga til fagurrar sönglistar. Gáfust söngmenn upp eftir virðingaverðar tilraunir og hljómsveit hússins hóf leik fyrir dansi, sem dunaði til hátíðarloka. Ortröð við heimili Olafs E i í, i i i < I i li ( i h '( i ( |( i< ( ( ( ( ( ( ( ( ( (

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.