Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 18

Morgunblaðið - 02.07.1996, Side 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GENGIÐ frá koparplötu neðst við jarðveg á klæðningu húss- ins, en meðfram öllum veggn- um liggur loftræstikerfi. Morgunblaðið/Sverrir HÚS Hæstaréttar er nær fullbúið að utan. í steinhluta suðvesturhorns hússins er grágrýti sem tekið er við Lögberg í landi Kópavogs, sagað úr stórum blokkum og slípað niður. Neðst niðri þar og í austurhluta, er höggvið grágrýti, svipað og er í Aiþingishúsinu og var flókið að koma þessu heim og saman að sögn byggingastjóra. Við innganginn er stakur veggur úr gabbró, fengið frá Horna- firði og er það líka í innfelldum vegg á móti Arnarhváli. Vinnu við nýtt hús Hæstaréttar miðar vel Flókið í einfaldleika sínum VINNU við hús Hæstaréttar miðar vel og er stefnt að verklokum síð- ari hluta ágústmánuðar næstkom- andi, en framkvæmdir hófust um miðjan júlí 1994. Nú er réttarhlé hjá Hæstarétti og stefnt að því að hann heiji störf í haust í nýja húsinu. Agúst Þór Gunnarsson, byggingafræðingur og bygginga- stjóri hússins, segir húsið stíl- hreint í alla staði, en það sé jafn- framt „flókið í sínum einfaldleika og vandasamt um margt.“ Hann segir alúð og nákvæmni setja svip sinn á verkið í heild sinni, og sé verklýsing afar ítarleg og vel unnin. „Að baki þessu húsi liggur miklu meiri vinna en lítur út fyrir við fyrstu sýn. Eg held að þótt það sé frábrugðið um margt húsum í kring, sé það ekki neikvætt, því slíkt endurspeglar einfaldlega sinn samtíma eins og hin húsin standa fyrir þá tíma sem þau voru reist á. Helstu kostir hússins eru að það ætti að vera mjög viðhaldsfrítt og þannig eru t.d. gangstéttarhellur á þakinu, sem hvíla á tíu sentímetra þykkri einangrun en undir henni er as- falt,“ segir Ágúst. Miklar kröfur gerðar Arkitektarnir Steve Christer og Margrét Harðardóttir hönnuðu húsið, Almenna verkfræðistofan hf. og Línuhönnun hf. voru ráð- gjafar á samkeppnisstigi, auk þess sem fyrrnefnda fyrirtækið annað- ist lagnahönnun og það síð- arnefnda burðarþolshönnun, Verkfræðistofan Önn hf. annaðist hljóðhönnun, Rafteikning hf. raf- lagnahönnun og Ármannsfell byggingu hússins eins og áður sagði. Otal undirverktakar koma síðan að verkinu. í fyrsta verk- áfanga var lokið við uppsteypu, klæðningu að utan, ísetningu á gluggum, frágang á þaki og annað það sem tengist ytra byrði. I síð- ari verkáfanga er Iokið við frá- gang innanhúss, svo sem inn- veggi, gólfílagnir og niðurtekin loft. „Sumir veggirnir, sérstaklega einn þeirra, eru hallandi og er hallinn mismunandi þannig að snúið er upp á hann. Umræddur veggur er á móti Safnahúsinu og í honum eru fimm gluggar, en efst uppi gengur hann upp á loft- ið og er þar gifsaður í boga og endar með álröri. Þar á bakvið er óbein lýsing. Tveir smiðir unnu alfarið við þennan vegg í tíu vik- ur. Að vísu kom í Ijós þegar við hófum starfið, að hann var ekki fullhannaður sem átti sinn þátt í að þetta tók svo langan tíma og kallaði á allumfangsmiklar ráð- stafanir. Talsvert mikið er af sjónsteypu í húsinu, þ.e. þar sem mótaáferðin er látin halda sér og hún síðan meðhöndiuð með glæru sílikoni til að rykbinda veggina. Þessir fletir mynda andstæður við hvíta veggi og eikarinnréttingar. Einnig má nefna niðurtekin loft í dómsölum, klæddum með hljóðeinangrandi plötum. Þessi loft eru bogamynd- uð, þ.e. þau eru bogin niður bæði langsum og þversum, eins og botn- inn á risastórum bolta. Tilgangurinn er samkvæmt arkitektunum að brjóta upp rým- ið, og er hugsunin sú að fólk sem kemur til með að silja þarna í þungum þönkum um langan tíma, getur velt fyrir sér formunum í sölunum og hvílt þannig hugann," segir Ágúst. Ber handverki fagurt vitni Hann nefnir einnig innrétting- arnar sem hafa kallað á ýmsar fínlegar lausnir sökum þeirrar nákvæmni sem gerð er krafa um. „Hús Hæstaréttar, öfugt við t.d. Ráðhús Reykjavíkur sem um margt er kantað eins og það sé framleitt í vélum, á að bera þess merki að það sé handunnið frá gólfi til lofts. Þannig er til dæmis koparinn utan á húsinu eins og hamraður. Þetta á að bera ís- lensku handverki fagurt vitni, og arkitektarnir eru mjög hreyknir af því að íslenskir handverksmenn ráði við verkið, því það er vissu- lega snúið um margt,“ segir Ág- úst. Einnig má nefna litla verkþætti á borð við uppsetningu listaverka, en í stóra dómsalnum verður steindur gluggi eftir Leif Breið- fjörð sem er talsvert umfangsmik- ill, og þvi óvíst að hann verði tilbú- inn í lok ágúst eins og verkið að öðru leyti. Sama máli gegnir um gifsverk í litla dómsalnum. Sem dæmi um verk sem út- heimtir mikla nákvæmni og alúð, eru skjaldarmerki sem felld eru í veggi fyrir ofan háborð dómara. Um er að ræða upphleypt merki, raðað saman úr 220 bútum hvort, og er hver biti sagaður út og fest- ur á plötu sem er síðan felld inn í skörð sem skilin voru eftir í veggjunum fyrir merkin. Merkin verða síðan máluð í sama Iit og veggirnir og mynda skuggaverk sem greinir þau frá þeim. Um þessar mundir eru um 40 manns að störfum við húsið, þar af 20 á vegum Ármannsfells og jafnmargir á vegum undirverk- taka fyrirtækisins. Húsið er sam- tals 2.613 fermetrar að flatarmáii á þremur hæðum, auk bíla- geymslu og kjallara. Björn H. Skúlason deildarstjóri hjá Fram- kvæmdasýslunni segir að sam- kvæmt áætlunum muni bygginga- kostnaður á föstu verðlagi nema um 440 milljónum króna, sem er um 20 milljónum króna lægri upphæð en áætlanir stofnunarinn- ar gerðu ráð fyrir í október 1993. PARKET í fundarherbergi á þriðju hæð húss Hæstaréttar slíp- að, en síðan er sparslað í það og gólfið olíuborið, eins og aðrar innréttingar hússins í samræmi við óskir arkitekta. ÁGÚST Þór Gunnarsson byggingastjóri á gangi þriðju hæðar inn af fundarherbergjum. Keilan honum á vinstri hönd veitir dagsljósi ofan í minni dómsalinn, og var mjög snúið að sögn Ágústs að ganga frá henni í samræmi við óskir hönnuða. Frá ganginum er innangengt í skrifstofur dómara, ritara og aðstoð- armanna, fundaraðstöðu og bókasafn réttarins. FÍNLEIKI er allsráðandi í byggingunni, eins og sést á þessari mynd sem tekin er I stigahúsi. í lofti eru gifsplötur og í þær sagaðar raufar. Ofan á plötunni er dúkur til að dempa berg- mál og þegar búið var að mála stigahúsið, kom í Ijós að í raufun- um sást í hvíta gifsveggi, sem þurfti að mála með mjóum pensl- um og af mikilli nákvæmni til að ekki kæmi málning á dúkinn. F Doktor í umhyggju- vísindum • SIGRÍÐUR Halldórsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur, varði doktorsritgerð (Dr. Med. Sci.), með áherslu á umhyggju- vísindi, við Linköping- háskóla í Sví- þjóð 10. maí s.i. Ritgerðin heitir: Caring and Uncaring Encounters in Nursing and Health Care - Developing a Theory. Leiðbeinandi var dr. Elisa- beth Hamrin prófessor við Linköpingháskóla. í dóm- nefndinni sátu: dr. Bo Nord- enskjöld, prófessor í krabba- meinslækningum við Linköp- ingháskóla (formaður dóm- nefndar), dr. Vivian Wahlberg, prófessor í heilbrigðisfræði við Norræna heilbrigðisháskólann í Gautaborg, dr. Lennart Nordenfeldt, prófessor í heim- speki við Linköping-háskóla, dr. Anna Christina Ek, dósent í umhyggjuvísindum við Linköpingháskóla og dr. Ulla- beth Satterlund-Larsson, dós- ent í samskiptafræðum við Linköpingháskóla. And- mælandi var dr. Marit Kirke- vold, prófessor við Oslóarhá- skóla. Ritgerðin byggist á sex rannsóknum þar sem könnuð var m.a. upplifun fólks af umhyggju og umhyggjuleysi í samskiptum við heilbrigðis- starfsmenn. Rannsóknirnar sem eru í ritgerðinni voru not- aðar til að þróa kenningu um faglega umhyggju og skort á henni. í ritgerðinni er fagleg umhyggja skilgreind sem fag- leg færni, umhyggja og þróun tengsla milli heilbrigðisstarfs- manns og þjónustuþega. Þess- ir þættir eru nánar útfærðir í ritgerðinni. Niðurstöðurnar hafa birst í alþjóðlegum vís- indatímaritum og á ráðstefn- um víða um heim. Ritgerðin gefur til kynna að heilbrigðisstarfsfólk geti, með faglegri umhyggju eða skorti á henni verið uppspretta styrkingar eða niðurbrots í lífi þeirra sem þeim er ætlað að þjóna. Hinar ýmsu rannsóknir sem voru hluti af doktorsritgerð- inni voru styrktar af Rann- sóknarsjóði Háskólans á Akur- eyri, Vísindasjóði, Rannsókn- arsjóði Krabbameinsfélags ís- lands, Rannsóknarsjóði Há- skóla íslands, og Vísindasjóði Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Sigríður Halldórsdóttir er fædd 4. september, 1954, lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum við Hamrahlíð 1974, B.S. prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla íslands 1978, uppeld- is- og kennslufræði frá félags- vísindadeild Háskóla íslands 1979, M.S.N. gráðu frá Uni- versity of British Columbia, Vancouver, Kanada 1988. Sig- ríður er forstöðumaður heil- brigðisdeildar Háskólans á Akureyri. Foreldrar Sigríðar eru Halldór Sverris Magnús- son og Kristrún Brandís Steingrímsdóttir. Sigríður er gift sr. Gunnlaugi Garðars- syni, sóknarpresti í Glerá'r- prestakalli á Akureyri og eiga þau tvær dætur, Sunnu Kristrúnu og Maríu Guð- rúnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.