Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 22

Morgunblaðið - 02.07.1996, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Samg’öngn- ráðherra Namibíu í Þingeyjarsýslu Laxamýri - Samgönguráðherra Namibíu, Oskar Valentin Plichta, var á ferð um Þingeyjarsýslu um helgina með föruneyti sínu en hann hefur verið hér á landi undanfarið við að kynna sér land og_ þjóð, en eins og kunnugt er hafa íslendingar unnið að ýmsum þróunarverkefnum með N amibíumönnum. Það var Bjöm Dagbjartsson mat- vælafræðingur sem sýndi ráðherr- anum ýmsa merka staði sem og at- vinnufyrirtæki í héraðinu. Oskar Valentin kynnti fyrir heima- mönnum atvinnuástand og þjóðlíf í heimalandi sínu og sagði bættar sam- göngur lykilinn að betri lífskjörum í landinu. Lýstu ferðalangamir yfír ánægju sinni með dvölina þó stutt væri og margt væri að læra og ýmislegt líkt í þjóðlífí íslendinga og Namibíumanna. BJÖRN Dagbjartsson t.v. ásamt T.E. Nghihalua aðstoðarráðherra og Oskar Valentin Plichta, samgönguráðherra Namibíu, t.h. Morgnnblaðið/Egill Egilsson Ný spennistöð byggð á rústum þeirrar gömlu Flateyri - Um þessar mundir er Orkubú Vestfjarða að byggja nýja spennistöð á Flateyri á sama stað og sú fyrri stóð, en hún eyðilagðist í flóðinu í fyrra. Spennistöð þessi verður frábmgð- in að því leyti að hún er neðanjarðar og þar að auki er flái á þeirri hlið sem snýr að fjallinu. Að auki er hún sérstaklega styrkt með tilliti til snjó- flóðs. Heildartjón Orkubúsins vegna snjóflóðanna á Flateyri er metið á um 18 milljónir en kostnaður við þessa nýju stöð er áætlaður 16-17 milljónir, þar af kostar bygging stöðvarinnar 4,5 milljónir en tæki verða keypt fyrir 13 milljónir. Byggingarverktakar eru Ágúst og Flosi hf. Eftir flóð var spennistöðinni komið fyrir í gámi og stóð sá gámur á sama stað og spennistöðin. Aætlað er að verkinu ljúki um miðjan ágúst. Morgunblaðið/Diðrik EYGLÓ leggur hendur yfir kúna Búbót, eins og gert er þegar heilun er beitt. Lífrænn búskapur á Arnarnesi í Eyjafirði Enginn áburður, kjarnfóður né lyf við framleiðsluna Arnarneshreppi - „Aðstæður höguðu því þannig fyrir nokkr- um árum, að við urðum að spara við okkur útgjöld. Þá var stefnan tekin á framleiðslu mjólkur án hefðbundinna aðkeyptra að- fanga,“ sagði Jósavin Arason, bóndi á Arnarnesi í Eyjafirði, en þar hefur hann búið í 15 ára ásamt eiginkonu sinni, Eygló Jóhannesdóttur. Fyrir nokkrum árum stóðu þau hjónin frammi fyrir þeirri stað- reynd að þurfa að endurnýja fjós- ið og stækkajafnframt, en ætlun- in var að hætta með sauðfé. Kostnaðaráætlun þeirra var upp á 6,3 milljónir króna, en var talin vanmetin um 2,4 milljónir, greiðslugetan ekki næg til af- borgana og lánsumsókninni því hafnað. Ekki létu þau samt þar við sitja, heldur komu fjósinu fyrir 30 kýr auk geldneyta í not- hæft ástand fyrir 4,1 milljón króna. Þá stóðu þau i þeim sporum að þurfa að spara útgjöld vegna fjárfestingar í fjósinu. Kjarnfóð- ur var ekki lengur keypt, áburð- arkaup minnkuð ár frá ári og eftir að hafa kynnst áhugafólki um Iífrænan búskap og mark- miðum þess tóku þau þá ákvörð- un að kaupa ekki tilbúin áburð á túnið. Nú er það skynsamleg notkun húsdýraáburðar, sem reyndar hafði alltaf verið nýttur eins og kostur er á og ofurlítil notkun annarra efna, eins og fiskiny öls, sem er uppistaða áburðar á túnin. Jósavin og Eygló urðu að fresta hlöðubyggingu og verka því allt hey í rúllur, þær eru settar í breiðan fóðurgang í fjós- inu einu sinni í viku. „Hey fá kýrnar eins og þær geta í sig látið, en þær mega ekki leyfa neinu milli mála, lystin verður að vera í lagi, þegar ekkert kjarnfóður er gefið. Hey af þeim túnum sem hvað lengst hafa ekki fengið tilbúinn áburð ést best.“ Heilun beitt við lækningu kúnna Þau hjónin segjast aldrei þurfa að kalla til dýralækni né kaupa lyf. Þau beiti heilun við lækningu kúnna. Eygló hefur lært reiki í mörgum áföngum og hefur nú réttindi til að kenna reiki, er reikimeistari og hefur kennt Jósavin það mikið að hann er einnig fær um að beita þess- ari aðferð. Hún felst í því að miðla orku til þess sem hjálpa á og hefur þessi kunnátta þeirra komið £ veg fyrir að leita þurfi hefðbundinna leiða. Ástandið er annars gott í fjósinu, einstaka sinnum sýkist kýr af doða en hann má fyrirbyggja með heilun eins og lyfjum að þeirra mati. Nýlega gat kýr ekki borið úti á túni, kálfurinn var dreginn frá henni og heilun beitt. Eftir tíu mínútur spratt hún á fætur, þótt hún hafi verið með snert af doða og varði afkvæmið af hörku. Sama er að segja um júgurbólgu, hún er læknuð með handayfir- lagningu og orkumiðlun, en þau þurfa að gæta sín eins og aðrir því frumutalan í mjólkinni er fljót að hækka ef slakað er á árvekni. Aukinn áhugi á ógerilsneyddri mjólk Nú er öll mjólk frá Arnarnesi lögð inn í mjólkursamlagið, en þau bíða eftir tækifæri til að geta selt hana á annan hátt. Aukinn áhugi sé hjá fólki að geta keypt mjólk, sérstaklega ógerilsneydda eftir að áhuga- fólk um lifrænan landbúnað stofnaði félagið Grósku á Norð- urlandi. Jósavin segir að með reiki- kunnáttu hafi komið til nýtt mat á umgengni við náttúruna og smá saman hafi fæðst hugsjónin um Iífrænan landbúnað. Nauð- synlegt sé að allir í fjölskyldunni hafi skilning á því hvað reiki sé og auðvelt hafi reynst að læra undirstöðuatriðin hjá Eygló, þrátt fyrir nokkra tortryggni þegar hann heyrði fyrst um fyr- irbærið. Reiki er upphaflega notað í samskiptum manna á milli, en einnig er hægt að nota það á húsdýrin og þess vegna túngrösin líka. Allt hugarfar bóndans þarf að vera jákvætt gagnvart lífrænum búskap ef keðjan í náttúrunni á að ganga upp. Skepnurnar óstressaðar Eygló segir auðveldara að beita reiki á dýr, sem eru í flest- um tilfellum óstressuð, en sama máli gegni ekki um mannfólkið. Með tímanum hefur henni þótt æ vænna um skepnurnar eftir náið samband við þær, það sé erfitt að sjá á eftir þeim þegar þær hafa lokið hlutverki sínu. Morgunblaðið/Anna Ingðlfsdóttir Toyota afhendir Flugleiðum bíla Egilsstöðum - Umboðsmaður Toyota á Austurlandi, Borgþór Gunnarsson, afhenti Einari Hall- dórssyni, umdæmisstjóra Flugleiða á Austurlandi, fímm bílaleigubíla til Bílaleigu Flugleiða á Egilsstöð- um. Þetta eru fyrstu bílarnir sem afhentir eru hér á Austurlandi. 280 bílar til útleigu Að sögn Grétars B. Kristjáns- sonar forstöðumanns Bílaleigu Flugleiða er vaxandi umferð í gegnum Egilsstaði og þar munu verða staðsettir átta bílar að iafn- aði. Bílaleiga Flugleiða hefur um 280 bíla til útleigu og hefur nýver- ið gert samning við Toyota um kaup á 114 bílum og eru þessir fimm bílar sem nú fara til Egils- staða hluti af þeim samningi. Á myndinni má sjá Borgþór Gunnars- son hjá Toyota afhenda Einari Halldórssyni lykla að bílum fyrir Bílaleigu Flugleiða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.