Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI í I i Morgunblaðið/Golli. 8 af þeim 14 íslensku börnum sem áttu 10 ára afmæli í gær ásamt bankaráðsmönnum Landsbankans sem færðu þeim afmælisbréf í til- efni dagsins. Landsbankinn býður börnum í pizzuveislu LANDSBANKI Islands bauð öll- um börnum, sem fæddust á aldar- afmæli bankans þann 1. júlí 1986 í pizzuveislu með bankaráði bankans í gær. Tilefni boðsins var 110 ára afmæli bankans. Kjartan Gunnarsson, formaður bankaráðs Landsbankans, af- henti börnunum afmælisbréf upp á tíu þúsund krónur í tilefni dags- ins. Viðskiptavinir bankans geta stofnað afmælisreikningí júlí- mánuði og gildir hann til júlíloka 1997. Reikningurinn er óverð- tryggður og ber 11% vexti til ársloka 1996 en 3% vexti eftir það til 31. júlí 1997. Hann kynnti ennfremur nýtt slagorð bankans „í forystu til framtíðar“ sem var valið úr hópi 3.350 tillagna sem bárust í verð- launa samkeppni sem Lands- bankinn stóð fyrir í tilefni afmæl- isins. Reynt að afstýra gjaldþroti í Gdansk Gdansk. Reuter. STJÓRNENDUR skipasmíðastöðv- arinnar í Gdansk, þar sem verka- lýðssambandið Samstaða varð til, reyna að stofna nýtt fyrirtæki til að bjarga stöðinni frá gjaldþroti. Sótt var um leyfi til að stofna fyrirtækið „Nowa Stocznia Gdanska sp. z.o.o.“ sem mun leigja út 60% eigna skipasmíðastöðvarinn- ar til 10 ára. Verkamenn í stöðinni, sem nú er í eigu Stocznia Gdanska SA, hættu verkfallsaðgerðum, en hótuðu frek- ari mótmælum til að krefjast endur- skipulagningar á fyrirtækinu og aðstoðar við verkamenn, sem hefur verið sagt upp störfum. „Loksins eru menn famir að tala af alvöru um vandann í stöðinni," sagði Samstöðuleiðtoginn Jerzy Borowczak á fundi. á Hádegisverðarfundur lastudaginn 5. júlí 1996 kl. 12.00 - 13.30, i Skálanum, Hátel Sögu Hadar Cars, fv. vibskiptarábherra Svía, þingmaóur á Evrópuþinginu: SWEDEN IN THE EU - SUCCESS OR FAILURE? Svíar deildu hart um aðild að Evrópusambandinu og nú greinir þá um hvort a&ildin hafi hingað til , orðið þeim til bóta eða bölvunar. A fundinum fjallar Hadar Cars um Svíþjóð í ESB og mismunandi mat Svía á hveitibrauðsdögunum - auk þess almennt um framtíð ESB. Hadar Cars situr nú á Evrópuþinginu, en hann var um árabil þingmaður fyrir Frjálslynda flokkinn á sænska þinginu og viðskiptaráðherra 1978-1979. Erindið verður flutt á ensku. Fyrirlesarinn svarar jafnframt fyrirspurnum. Fundargjald (hádegisverður innifalinn) kr. 2.500,- Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins, 588 6666 (kl. 08:00 - 16:00). VERSLUNARRAÐ ISLANDS Síldarvinnslan hf. selur 10% hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Bréf fyrir 192 m.kr. skipta um hendur SILDARVINNSLAN hf. í Nes- kaupsstað hefur selt tæplega 10% hlut í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. fyrir um 192 milljónir króna. Bréfin eru að nafnvirði 34,4 milljónir og voru seld miðað við gengið 5,6. Síld- arvinnslan átti fyrir 15% í félaginu og heldur því eftir 5% hlut, en heild- arhlutafé er um 348 milljónir. Nöfn kaupenda hlutabréfanna hafa ekki verið gefin upp, en eftir því sem næst verður komist dreifð- ust bréfin á nokkra iífeyrissjóði, hlutabréfasjóð og fjárfestingarsjóð. Finnbogi Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tækið hefði keypt hlutabréf í Hrað- frystihúsi Eskiljarðar á síðasta ári fyrir um 100 milljónir króna. Bréfin hefðu hækkað mjög mikið frá þeim tíma og jafngilti hlutur Síldarvinnsl- unnar núna tæpum 300 milljónum að söluverði. „Við seldum hlutabréf Hagnaður Hrað- frystihússins um 130 milljónir fyrstu fjóra mán- uði ársins í síðustu viðskiptum í gær var geng- ið 5,9. Hefur gengið því rösklega þrefaldast á þessu tímabili. Rösklega helmings veltuaukning fyrir um 200 milljónir, en eigum áfram hlut sem er að söluvirði 100 milljónir. Það er jafnmikið og við gerðum ráð fyrir að eiga í upp- hafi,“ sagði hann. Fyrirtækin hafa átt í nokkru samstarfi og sagði Finnbogi að eng- in breyting yrði á því. Síldarvinnsl- an hefði áfram mikla trú á fyrirtæk- inu. Eftir útgáfu jöfnunarhlutabréfa si. haust var gengi hlutabréfa í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar 1,75, en Að sögn Magnúsar Bjarnasonar framkvæmdastjóra varð hagnaður Hraðfrystihúss Eskifjarðar af reglulegri starfsemi tæpar 200 milljónir fyrstu íjóra mánuði ársins. Að teknu tilliti til skatta og óreglu- legra liða varð heildarhagnaður um 130 milljónir. Rekstrartekjur fé- lagsins á tímabilinu voru 1.140 milljónir borið saman 730 milljónir á sama tímabili á árinu 1995 og sem er um 56% aukning. Magnús sagði útlitið gott í rekstri fyrirtæk- isins. Á nýafstaðinni síldarvertíð hefðu um 35 þúsund tonn borist á land. Í gær landaði loðnuskipið Jón Kjartansson fyrstu ioðnunni á ver- tíðinni. Ríkið lýkur sölu á hlut í Jarðborunum hf. Hlutabréfin seld hæstbjóðendum ÚTBOÐ hefst i dag á þeim hlutabréf- um ríkissjóðs í Jarðborunum sem enn eru óseld. Um er að ræða rúmlega fjórar tíu milljónir króna að nafnvirði eða 4,41% af heildarhlutafé fyrirtæk- isins. Hlutabréfm verða seld hæst- bjóðendum en tilboðum undir genginu 2,25 verður ekki tekið. Síðustu við- skipti með hlutabréf í fyrirtækinu á Verðbréfaþingi íslands áttu sér stað í gær á genginu 2,7. Á síðastliðnum vikum hefur staðið yfir sala á hlutabréfum ríkisins og Reykjavíkurborgar í Jarðborunum hf. Almennri sölu er nú lokið og er ríkis- sjóður nú að óska eftir tilboðum í þau hlutabréf sem enn eru óseld. KÆLI- 0G FRYSTISKAPAR KÆLIT> Skógarhlíð 6, sími 561 4580 Sölufyrirkomulagið verður þannig að gefinn verður frestur til 9. júlí næstkomandi til að skila inn tilboðum í allan eignarhlutinn eða hluta hans. Ríkiskaup og verðbréfafyrirtækið Kaupþing hf. hafa umsjón með söl- unni. í greinargerð frá Kaupþingi kemur fram markmið þau, sem selj- endur settu í sölunni, um dreifíngu á eignaraðild hafi nú þegar náðst. Með vissu sé hægt að segja að hluthafar séu orðnir á tólfta hundrað og áætla megi að félagið sé orðið sjötta stærsta almenningshlutafélag á íslandi, að verðbréfasjóðum frátöldum. Síðustu viðskipti með hlutabréf í Jarðborunum á Verðbréfaþingi ís- lands áttu sér stað í gær á genginu 2,7. Hefur gengi bréfanna því hækk- að um 17-20% frá 21 júní. í greinar- gerð Kaupþings segir að það sé ekki óeðlileg hækkun þar sem rekstrar- grundvöllur félagsins hafi styrkst til muna vegna frétta um mögulegar auknar framkvæmdir til virkjunar jarðhita til raforkuframleiðslu á ís- landi. Áfengisinnflutningur til eigin nota Takmark- anir afnumdar FJARMALARÁÐUNEYTIÐ hefur breytt reglugerð um áfengisgjald á þá leið að hámark á innflutning áfengis einstaklinga til eigin nota hefur verið afnumið. Fyrir breyting- una var hámarkið tólf lítrar (einn kassi) af öli eða 9 lítrar (tólf flösk- ur) af öðru víni. Reglugerðin tók gildi í gær og styðst við lögin um áfengisgjald, sem tóku gildi í desember síðastliðnum. Með þeim var innflutningur og heild- verslun áfengis gefin fijáls. Þó var haldið óbreyttum í lögunum ákvæð- um um að heimilt væri með reglu- gerð að takmarka innflutning á áfengi til eigin nota við ákveðnar vörutegundir, hámarksmagn eða hámarksverðmæti. Með reglugerð var síðan kveðið á um að einstakling- um væri heimilt að flytja áfengi til landsins eða fá sent erlendis frá að hámarki 12 lítra af öli eða 9 lítra af öðru áfengi. Gagnrýni Verslunarráðs 4SÞ Almeruii hlutabréfasjóðurinn Kennitala 521090-2009 Laugavegi 170, Reykjavík Hlutabréfaútboð ( ÚTBOÐSFJÁRHÆB KR.100.000.00d) l. söludagur 2. júlí 1996. Gengi l. söludag l ,61 Umsjón: Fjárfestingarfélagið Skandia hf. Skandia 1-00011-1-7 VERQBRÉFAFYRIRTÆKI SÍMI 5-40 50 BO • FAX 5-40 60 B1 Áður en lögin tóku gildi óskaði Verslunarráð Islands eftir því við Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) að hún tæki umrætt ákvæði til skoðunar þar sem það væri vafasamt i ljósi markmiða EES-samningsins og al- mennra ákvæða hans um frelsi til vöruflutninga. Ráðið taldi að með ákvæðinu væru settar verulegar hömlur á viðskipti einstaklinga við erlenda aðila og að heimildarákvæði laganna opnaði fyrir enn víðtækari hömlur í viðskiptum á milli aðildar- landa EES. Athugasemd frá ESA I i i I í í l i i I i i I i I framhaldi af erindi Verslunar- ráðs kom ESA óformlegri athuga- semd á framfæri við íslensk stjóm- völd að sögn Áslaugar Guðjónsdótt- ur, deildarstjóra í fjármálaráðuneyt- inu. Ráðuneytið hefur nú höggvið á hnútinn með því að afnema há- marksákvæðið og segist Áslaug ekki búast við að það hafi teljandi afleið- ingar í för með sér. Einstaklingum er því heimilt að flytja inn eins mik- ið af áfengi til eigin nota og þá lyst- ir en verða að sjálfsögðu að greiða fullt áfengisgjald eins og aðrir inn- flytjendur. Eina undantekningin frá því er sú að ferðamenn mega flytja inn einn lítra af sterku víni og einn af veiku víni án þess að greiða af því tolla við komu til landsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.