Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.1996, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1996 VERIÐ ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Mokveiði á loðnunni fyrir austanverðu Norðurlandi Öll skipin á leið í land með fullfermi LOÐNUVEIÐAR hófust af miklum krafti út af austanverðu Norður- landi aðfaranótt mánudagsins. Öll íslenzku skipin, um 35 alls, fylltu sig nánast strax en auk þeirra eru um 45 norsk nótaskip og 3 færeysk á slóðinni. Fyrstu skipin lönduðu strax í gærmorgun og má reikna með að yfír 20.000 tonn berist í land I þessari fyrstu hrynu. Áætlað aflaverðmæti þess eru 100 milljónir króna og afurðaverðmæti nálægt 200 milljónum króna. Verksmiðjumar byijuðu að bræða að áliðnum gærdeginum, en þrátt fyrir það var reiknað með einhverri töf frá veiðum þar sem bræðslurnar hefðu ekki undan. Loðnu var landað á öllum helztu loðnuhöfnunum á landinu. Verð liggur ekki fyrir enn, enda á eftir að mæla innihald fitu og þurrefnis. Líklegt er þó talið að verð verði almennt 4.500 til 5.000 krónur fyrir tonnið. „Þetta er algjört mok og óhætt að segja að vertíðin fari vel af stað,“ segir Oddgeir Jóhannsson, skip- stjóri á Hákoni ÞH, sem landaði 1.000 tonnum á Raufarhöfn í gær. „Við vorum við Rifsbankann á fremur litlu svæði um 70 mílur frá Raufarhöfn, en það er mikil loðna í köntunum þama úti, bæði vestar og austar. Norðmennirnir vom til dæmis mun austar en við. Loðnan er stór, en mikið af átu í henni. Þetta byrjar líkt og fyrir þremur ámm, þegar hvað mest veiddist um sumarið og ég er bjartsýnn á fram- haldið," segir Oddgeir. Kvóti Hákons við fyrstu úthlutun er 18.000 tonn. Í fyrra náðu þeir 5.000 tonnum á sumarvertíðinni, en nú er afiinn þegar orðinn 1.000 tonn. Hákon hélt á ný til veiða í gærkvöldi. Löndunarbið fyrirsjáanleg Þórður Jónsson, rekstrarstjóri hjá SR-Mjöli, sagði í gærmorgun að allt væri á öðrum endanum því von væri á fjölda skipa, alls 12, með loðnu í allar bræðslur SR- Mjöls, í Siglufirði og á Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði. Allur flotinn væri kominn á loðnuna og öll skip með fullfermi. Því væri fyr- irsjáanlegt að til einhverrar löndun- arbiðar gæti komi. Bræðsla myndi hefjast strax, en hún gæti gengið hægt vegna þess hve mikil áta væri í loðnunni. Mikið af loðnu til Eyja Skip Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, Kap og Sighvatur Bjamason vom á leið til heimahafn- ar í gær með fullfermi. Þangað var einnig von á Neskaupstaðarskipun- um Berki og Beiti, báðum með full- fermi, en endurbætur standa nú yfir á bræðslunni í Neskaupstað. Þá er eitt norskt skip væntanlegt með 850 tonn af loðnu til Vinnslu- stöðvarinnar. Alls má því búast við að Vinnslustöðin taki á móti yfir 5.000 tonnum af þessum fimm skip- um. 46 norsk skíp innan lögsögunnar Samkvæmt upplýsingum Land- helgisgæzlunnar eru 46 norsk skip innan lögsögunnar, en alls mega 30 norsk skip vera hér að loðnuveið- um hveiju sinni. Þá voru þijú færer- ysk skip einnig komin til loðnuveið- anna hér. Rétt fyrir hádegið í gær hvöfðu færeysku skipin tilkynnt um 750 tonna afla, en þau norsku vom komin með um 21.400 tonn. Upphafskvóti íslenzku skipanna er 737.000 tonn, en ráð er fyrir því gert að heildarafli þeirra geti orðið mun meiri eða vel á aðra milljón tonna. Hér fer á eftir loðnukvóti ís- lenzku skipanna við upphaf vert- íðar: Loðnukvótinn Nafn umd nr. kg Júpiter ÞH 61 28880 Jón Kjartansson SU 111 17210 Sigurður VE 15 23106 Víkingur AK 100 28391 Beitir NK 123 18881 Þórður Jónasson EA 350 13290 Víkurberg GK 1 13547 Sunnuberg GK 199 20868 Háberg GK 299 21125 Gígja VE 340 17864 Örn KE 13 26709 Guðmundur Ólafur ÓF 91 13868 Svanur RE 45 14510 Arnþór EA 16 14846 Bergur VE 44 14913 Heimaey VE 1 13484 Dagfari GK 70 13484 Albert GK 31 13997 Faxi RE 241 15232 Súlan EA 300 15282 Sighvatur BjarnasonVE 181 16069 Kap VE 4 14510 Húnaröst SF 550 18416 Guðrún Þorkelsd. SU 211 14896 Guðmundur VE 29 19253 Börkur NK 122 17466 Venus HF 519 3685 Eyvindur Vopni NS 70 4422 Gullberg VE 292 16335 Huginn VE 55 13997 Höfrungur AK 91 29794 Þórshamar GK 75 18416 Bjarni Ólafsson AK 70 17274 Grindvíkingur GK 606 21696 Hólmaborg SU 11 27957 ísleifur VE 63 18339 Hersir ÁR 4 13997 Hákon ÞH 250 18967 Þorsteinn EA 810 26515 Blængur NK 117 18928 Pétur Jónsson RE 69 2449 Jóna Eðvalds SF 20 3685 Elliði GK 445 20547 Blomberg Excellent fynin þá sem vilja aðeins það besta! OFNAR: 15 gerðir í hvítu, svöntu, stáli eöa spegilélfenð, fjölkerfa eöa Al-kerfa meö Pyrolyse eða Katalyse hreinsikenfum. HELLUBORÐ 16 gerðir, með háhitahellum eða hinum byltingankenndu, nýju Spansuðuhellum, sem nota segulonku til eldunan. Ný frábær hönnun á ótrúlega oóöu veröi. Blomberci Hefun néttu lausnina fynir þig! Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 - Sfmi 562 2901 og 562 2900 loppuninn í eldunartækjum Blomberd Reuter Hillary í Búkarest HILLARY Rodham Clinton, for- setafrú í Bandaríkjunum, brosti sínu breiðasta þegar hún þáði blóm af alnæmissýktum börnum á Gheorghe Lupu sjúkrahúsinu í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu. Þetta er fyrsti viðkomustaður forsetafrúarinnar á tíu daga ferð um Austur-Evrópu. Alls eru um þrjú þúsund börn, yngri en tólf ára, sýkt af alnæmi í Rúmeníu. Flest smituðust við blóðgjafir á tímum kommúnism- ans. Er þetta um helmingur allra alnæmissmitaðra barna í Evrópu. Simitis sigraði í leiðtogakjöri Aþenu. Reuter. COSTAS Simitis, forsætisráðherra Grikklands, sigraði á sunnudag er kjörinn var nýr leiðtogi flokks sós- íalista, PASOK, og hlaut hann 53,5% atkvæða á flokksþingi sem um 5.200 manns sátu. Andstæðing- ur hans var Akis Tsohatzopoulos innanríkisráðherra sem var náinn samstarfsmaður Andreas Pap- andreou er lést í liðinni viku. Simitis, sem er sextugur og menntaður í Þýskalandi, tók við stjómarforystunni í janúar af Pap- andreou vegna veikinda hins síðar- nefnda og hafði hótað að segja af sér ráðherraembættinu ef hann hreppti ekki embætti flokksleið- toga. „Gerið ykkur engar grillur, tveir ólíkir leiðtogar munu valda klofn- ingi og ósigri i kosningum", sagði hann og átti við að of langt væri milli sjónarmiða hans og Tso- hatzopoulos. Olli þessi hótun miklu írafári meðal háttsettra flokks- manna er skoruðu á hann að draga hana til baka en Simitis hvikaði hvergi. Simitis er staðfastur stuðnings- maður Evrópusamstarfsins og vill ganga mun lengra í átt til markaðs- skipulags en Tsohatzopoulos og liðsmenn hans. Síðustu árin olli lé- leg heilsa Papandreous því að stöðnun einkenndi stefnu stjórn- valda og landlæg spilling í Grikk- landi gróf enn meira um sig. Fær Simitis nú umboð til að hrinda í framkvæmd ýmsum stefnumálum sem hann gat lítið haldið á lofti meðan hinn vinstrisinnaði Pap- andreou var enn á lífi og staðan í valdabaráttunni óljós. Simitis lagði áherslu á að sam- eina bæri kraftana í PASOK að loknu leiðtogakjörinu. Er búist við mikilli uppstokkun í ríkisstjórninni fljótlega en jafnframt að Simitis hrófli ekki við Tsohatzopoulos, reyni þannig að halda við ímynd eindrægninnar. Flokksþing kommúnista í Víetnam Umbótum verði haldið áfram Hanoi. Reuter. ÁTTUNDA flokksþingi kommúnistaflokks Ví- etnam lauk í gær með pompi og prakt. Do Muoi var endurkjörinn formaður flokksins, og yfirmaður fram- kvæmdastjórnar hans, og í henni var fjölgað í nítján meðlimi. Do Muoi var kampa- kátur eftir að hann hafði verið endurkjör- inn, og tjáði frétta- mönnum að umbóta- stefnunni yrði haldið áfram, þótt farið yrði hægt í sakirnar. I lokayfirlýsingu flokksþingsins er staðfest lögmæti hagsmuna einkafyrirtækja og látið í ljósi að frjálsu markaðshagkerfi kunni að verða komið á, og þegar fram líði stundir fjármálamarkaði. Einnig voru endurkjörnir Le Duc Anh, forseti, og Vo Van Kiet, forsætisráð- herra. Þing landsins þarf að staðfesta kjör þeirra, en skipan þeirra í framkvæmda- stjórnina tryggir stöðu þeirra sem leiðtoga íandsins. Fréttaskýrendur segja að efnahagur Víetnam hafi brugðist vel við þeim endurbót- um sem gerðar hafi verið undanfarinn ára- tug, og því komi vart til þess að hægt verði á þróuninni. Undan- farin fjögur ár hefur hagvöxtur í landinu verið með því mesta sem gerst hefur í heiminum, og alþjóðlegir fjárfestar eru enn áhugasamir um að koma til lands- ins. DO Muoi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.